Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 27 Herdís Ásgeirs- dóttir - Minning í dag, 14. október, var Herdís Ásgeirsdóttir kvödd hinztu kveðju í dómkirkjunni. Margir hafa skrif- að um hana, merkur æviferill hennar hefur verið rakinn af þeim, sem gjörla þekktu til, kær- leiks- og þakkarorð voru sett á blað. Fyrirfram vissi ég, að ekki þyrfti um að bæta, það, sem um hana yrði skrifað, en minningar um samskipti okkar sækja fast á hugann og því tek ég mér penna í hönd. Ég get sett Herdísi mér fyrir hugarsjónir á ýmsum skeiðum ævi hennar, allt frá því að hún var lítil og ljúf telpa í sægarpahverfi borg- arinnar. I æsku hennar var vin- sælt að skrifa eftirfarandi ljóð- hendingar í póesíbækur ungra stúlkna: „Vertu Ijós á vegura þinna, vaHn hrÓHÍ mærin nvinn. indrel rÓH. m nllir hlynna aó o* kjÓHa í {aróinn sinn.“ P.A. Garður þeirrar rósar, sem hér er ritað um, varð stór, gróðurinn fagur. Þá gat ég hugsað mér hana elskulega og dugmikla sjómanns- konu með börnin sín fimm, öll svo væn í sjón og raun. Fundum okkar Herdísar bar fyrst saman á Laugarvatni vorið 1961. Þá stóð yfir fyrsta orlof reykvískra húsmæðra, sem þá var tíu dagar. Orlofið var hálfnað, þegar ég kom austur, ég hafði ver- ið beðin um upplestur eða erindi. Ég hefði getað verið með frá byrj- un, en er þakklát fyrir þá fimm daga, sem ég gat verið með þess- um fyrstu orlofskonum. Eins og gefur að skilja áttu þessar konur við misjöfn kjör að búa, en þegar ég kom austur höfðu þær samlag- ast mjög vel, mér fannst þær vera hinar mestu ágætiskonur. Herdís hafði átt í veikindum og var langt í frá heil heilsu, hún sagði við mig: „Þessar blessaðar konur vilja allt mér til léttis og hæfis gera, það veitir mér ómetanlegan styrk." Jónas Bjarnason tekur upp í grein sína í Morgunblaðinu í dag smákafla úr afmælisgrein eftir mig um Herdísi, ég tek nokkrar setningar úr þessum kafla: „Höfð- ingslund, menningarást og kær- leiksþel Herdísar mótaði orlofið frá upphafi ... Kring um Herdísi var alltaf glatt á hjalla, gaman- yrði, dillandi hlátur, hafi hún þökk fyrir þær dýrmætu gleði- stundir ...“ Kvöldvökur voru einatt efnis- miklar og urðu því oft nokkuð langar. I seinna orlofi, þegar ég var orðin vel kunnug Herdísi, bar ég það undir hana, hvað henni finndist um það, að fella niður kvöldvöku einstaka kvöld og láta konunum það eftir hvernig þær verðu þeim kvöldum, slægju í slag, skröfuðu saman, færu í gönguferð- ir til þess að njóta unaðar vor- kvöldsins undir berum himni. Herdís svaraði því til, að marg- ar, sennilega flestar konurnar, hefðu þörf fyrir að njóta sameig- inlegrar skemmtunar, það væri ekki djúpt á sorgum og áhyggjum hjá sumum þerra, hópsamvistir, þar sem þær hlýddu á ýmiskonar efni og sameinuðust í söng, væru þeim mikils virði. Einu sinni sátum við óreglulega í dagstofunni í Lind og sungum hver frá sínu sæti án undirleiks. Við minntum hver aðra á vinsæl lög frá fyrri tímum, sum í þann veginn að gleymast, en rifjuðust upp. Herdís ljómaði eins og sól. „Hvað þið kunnið mikið, elsk- urnar mínar.“ Þegar ég kom í hlaðið á Laug- arvatni bar þar að langferðabíl með orlofskonum, sem voru að koma frá messu í Skálholti eða úr skemmtiferð að Gullfossi og Geysi, sem Ólafur Ketilsson bauð konum í þá og seinna. Mikið var haft við þessar fyrstu orlofskonur. Við vorum boðnar að Útey til að skoða hinn mikla og fagra skrúðgarð Hvannbergs- hjóna, góður beini var veittur. Þá bauð Bjarni Bjarnason og frú hans okkur til veizlu að Garði. Um þetta boð man ég eina visu úr brag, sem ég orti um það, sem við bar í orlofinu eftir að ég kom aust- ur, bragur þessi var færður inn í dagbók, sem ég skrifaði eftir ósk Herdísar, aðra dagbók síðar, hún geymdi þessar bækur ásamt fleiri gögnum varðandi orlofsmálið og orlofin. Um braginn er hægt að segja að hann var laufléttur, ekki neitt að kalla lagt í búninginn, eins og sjá má af eftirfarandi vísu: „I konungsgarrt í konungsgaró vér komum (il aA gleAjasí. Bjarna og Önnu óskum vér allra á jörAu hér. í konungsgarA í konungsgaró vér komum (il aA gleAjast.*1 Herdísi þótti bæði sæmd og ánægja að því að hafa í sínum fyrsta orlofshópi fimm skáldkon- ur, þær voru: systurnar frá Mun- aðarnesi, Sigríður og Málfríður, Elínborg Lárusdóttir, Lilja Björnsdóttir og undirrituð. And- inn kom svo sannarlega yfir Lilju á Laugarvatni, stökurnar streymdu af vörum hennar. Einu sinni sagðist hún hafa farið átján sinnum fram úr rúmi sínu til að skrifa skáldskap sinn. Rétt eftir að ég kom í hópinn sagði Herdís við mig, að tómlegt væri að engri bögu væri beint til Lilju. Ég sagði að lítil yrðu kvæða- laun Lilju, ef ég ætti ein að veita þau, en bætti vísu í braginn: „Vor Lilja kær, vor Lilja kær á Lau|(arvi(ni blónurtrar. Hún all( um IjóA og áartir veil, hún er svo góA og funaheit .. Gestur á Laugarvatni, Jón Þórð- arson frá Borgarholti, greiddi með glæsibrag kvæðaskuldina við Lilju, sem auðvitað orti til hans á móti, Herdísi þótti afar vænt um þennan liðsauka, sem orlofskonur fengu. I fyrsta orlofshópnum var ung kona, björt og heið. Herdís sagði við mig: „Mér lízt svo vel á þessa konu að mig langar til að fá hana til að vinna að orlofsmálinu." Henni varð að ósk sinni. Þessi kona var beðin um að flytja þakk- arávarp að skilnaði fyrir hönd orlofskvenna, henni tókst það eft- irminnilega vel. Síðar varð þessi kona, Steinunn Finnbogadóttir, mikill félagsmálafrömuður. Fyrstu orlofshóparnir glöddu Herdísi mikið með því að safna fé til þess að fleiri konur gætu notið orlofs, m.a. héldum við bazar. Vorið 1962 leigði Herdís hús- mæðraskólann Lind á Laugar- vatni. Góð var dvölin í héraðsskól- anum, þar sem hótelstjórinn, Eysteinn Jóhannesson, hélt okkur veizlu á hverjum degi, en Herdísi féll líka ákaflega vel að búa með hópinn sinn í Lind, rauða húsinu inni í skrúðgarðinum, sem Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur, hafði skipulagt og ræktað í upp- hafi. Það þarf vart að taka það fram, hve vel var að okkur búið á allan hátt af hinum alkunnu af- bragðskonum, Jensínu og Gerði, sem gerðu garðinn frægan og Bridge Arnór Ragnarsson Hreyfill — Bæjarleiðir Tveimur umferðum er lokið af fimm í tvímenningnum. Spilað er í tveimur 12 para riðlum. Staða efstu para: Óli Ómar Ólafsson — Rúnar Guðmundsson 398 Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 372 Jón Sigurðsson — Vilhjálmur Guðmundson 371 Guðjón Guðmundsson — Hjörtur Elíasson 359 Jón Sigtryggsson — Skafti Björnsson 352 Ásgrímur Aðalsteinsson — Kristinn Sölvason 343 Guðmundur Ólafssón — Skjöldur Eyfjörð 342 Jón Heiðar — Kristinn Einarsson 342 Meðalskor 330. Þriðja umferð verður spiluð á mánudag í Hreyfilshúsinu og hefst keppni stundvíslega kl. 20. Hjónaklúbburinn Vetrarstarf klúbbsins hófst 28. sept. sl. með eins kvölds tvímenningi og mættu 30 pör til leiks. Spilað var í tveimur 16 para riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill: Ásta — Ómar 250 Guðrún — Ragnar 239 Guðmundía — Árni 228 K-riðill: Kristín — Jón 244 Steinunn — Bragi 235 Margrét — Ágúst 231 Meðalskor 210. Tólfta október hófst þriggja kvölda tvímenningur með þátt- töku 42 para. Spilað var í þremur 14 para riðlum og er staða efstu para þessi: A-riðill: Ester — Guðmundur 188 Ólöf — Gísli 180 Kristín — Jón 171 B-riðill: Margrét — Gissur 201 Ásta — Ómar 181 Guðbjörg — Guðmundur 167 Hulda — Þórarinn 167 Griðill: Valgerður — Bjarni 199 Guðríður — Sveinn 187 Margrét — Ágúst 179 Meðalskor 156. Bridgefélag Kópavogs Þriggja kvölda tvímennings- keppni lauk fimmtudaginn 14. október. Alls tóku 24 pör þátt í keppninni og spilað var í tveim- ur riðlum. Samanlögð úrslit úr riðlum urðu: Kristján Blöndal — Georg Sverrisson 556 Vilhjálmur Vilhjálmsson — Jónatan Líndal 552 Sturla Geirsson — Helgi Lúðvíksson 542 Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Hilmarsson 540 Sævin Bjarnason — Haukur Hannesson 537 Sigurður Sigurjónsson — Júlíus Snorrason 531 Meðalskor 495 stig. Eins kvölds tvímenningur verður háður fimmtudaginn 21. október en fimmtudaginn 28. október hefst hraðsveitakeppni félagsins. Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 16. októ- ber. Að lokinni venjubundinni dagskrá aðalfundar fór fram stjórnarkosning. Eftirtaldir hlutu kosningu: Þórir Sveinsson formaður og aðrir í stjórn Ás- geir Ásbjörnsson, Sigrún Pét- ursdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. deildu erfiði og sæmd. Þær héldu okkur veizlu á einkaheimilum sín- um, sem þá var slegið saman í eitt, enda í sama húsi. Eins og fyrsti orlofshópurinn voru þessar konur samstilltar og höfðu mikið fram að leggja. Beztu söngkraftarnir í hópnum æfðu fagurt ljóð og lag og sungu til heiðurs Herdísi á skiln- aðarstundu. Kynni okkar Herdísar héldust eftir orlofsdvalirnar, að sjálfsögðu ræddum við margt fleira en það, sem orlofsdvölunum við kom. Hún hafði miklar mætur á bókum dr. Norman Vincent Peale, það varð til þess að ég fékk mér bækur hans. Um skeið las ég bókarkafla eftir dr. Peale á hverju kvöldi und- ir svefninn. Eitt sinn fór ég að heiman, þegar ég ætlaði að fara að sofa fannst mér mig vanta eitt- hvað. En hvað? Jú, það var minn venjulegi kvöldlestur, bækurnar eftir dr. Peale höfðu orðið eftir heima. Ég hóf þessa ritsmíð með vers- línunni: „Bænin má aldrei bresta þig.“ Herdís var svo sem alkunn- ugt er mikil trúkona. Eitt sinn spurði ég hana: Hvað henni fynd- ist mikilsverðast við bænina. Ég hefði getað búzit við margskonar svörum: Biðjið og yður mun gef- ast, um þann styrk, sem bæn veit- ir og enn fleira. Herdís svaraði hiklaust: „Bænin hreinsar and- rúmsloftið." Guð gaf Herdísi vit- urt hjarta. Biðjið af einlægni þá kemst ekkert illt að huganum. Kynni okkar Tryggva Ófeigs- sonar voru lítil en góð. Mér er minnisstæður hljómblær raddar hans, þegar hann mælti til konu sinnar: „Dísa mín.“ Það var sem bergmál frá þeim tíma, þegar í morgunroða var lagt upp í langa ferð. Mig langar til að lauma hér þakklæti til Jónasar, tengdasonar Herdísar, læknirinn góði veit hvað við er átt. Rannveigu Tryggvadóttur þakka ég að hún stuðlaði að sam- bandi, sem í mínum huga slitnaði aldrei. Ég hitti hana, þegar ég kom í einkaheimsókn til móður hennar, einnig í afmæli, sem hald- ið var með hinum venjulega glæsi- brag á Hvallagötu 9. Þar fannst mér ég hitta fyrir hina sönnu vest- urbæinga af gamatli rót. Við viss- um öll, sem þarna vorum stödd, hve heilsu Herdísar var tekið að hraka, en hún lék á als oddi og sagði í ræðu, að suma daga væri hún svo hress og hraust, að hana langaði til að taka þátt í félags- starfi að nýju, vissi sem var að næg eru verkefni fyrir heilan hug og holla hönd. Síðast sá ég Herdísi á afmæli hennar, sem haldið var upp á í Hátúni 10B. Hún var þá fölnuð og tekin í andliti, en yfir svipnum var blíðuró. Ég votta ástvinum Herdísar og öllum, sem hún var kær samúð mína. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Þórunn Elfa t Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem auösyndu samúö og vinar- hug viö andlát og útför, STEFÁNS ILLUGASONAR HJALTALÍN. Marsibil Bernhardsdóttir og fjölskylda. t Þakka innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, MARENAR PETERSEN JÓNSSON, Brávallagötu 2«, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítalans fyrir góöa umönnun. Ragnar Scheving Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og hluttekningu viö andlát og útför, MARGRÉTAR SIGUROARDÓTTUR frá Grund. Sérstaklega þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki Fjóröungs- sjúkrahúss Akureyrar, frábæra umönnun og aila vinsemd. Ragnar Davfösson, Aðalsteina Magnúsdóttir, Gfsli Björnsson, Bjarni Aðalsteinsson, Hildur Grétarsdóttir, Margrét Ragna Bjarnadóttir. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinsemd vegna andláts og útfarar fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURJÓNS JÓNSSONAR, Syðra-Langholti. Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Þóröur Þóröarson, Elfn Sigurjónsdóttir, Aage Petersen, Inga Sigurjónsdóttir, Eiríkur ögmundsson, Ágústa Sigurjónsdóttir, Andrés Andrésson, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Guðmundur Jónasson, Þuríður Sigurjónsdóttir, Sveinn Guömundsson, Lilja Sigurjónsdóttir, Jón Sigurösson, Guömundur Sigurjónsson, Halldóra Sveinsdóttir, Stefán Sig. Sigurjónsson, Hulda Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.