Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 13 Myndlistarmenn: Stofnun sambands íslenskra myndlistarfélaga fyrirhuguð ÁKVEÐIN hefur verið stofnun sambands íslenskra myndlistarfé- laga og verður stofnfundur haldinn 20. nóvember nk. að Hótel Borg. Að stofnuninni standa eftirtalin myndlistarfélög: Félag íslenskra myndlistarmanna, Hagsmunafélag- ið, Textilfélagið, íslensk grafik, Myndhöggvarafélagið og Leirlistar- félagið, en alls hafa þessi félög inn- an sinna vébanda u.þ.b. 250 manns. Hin einstöku félög munu starfa eftir sem áður, en hlut- verk heildarsamtakanna er að einbeita sér fyrst og fremst að hagsmunamálum félaganna. A fundi með blaðamönnum, þar sem fulltrúar hinna einstöku félaga voru saman komnir, kom fram að stofnun samtakanna hefði verið lengi í deiglunni, en fyrst í fyrra hefði málið komist á verulegt skrið. Ríkir mikill ein- hugur með mönnum um stofnun þessara samtaka og enginn hefur farið „í fýlu“, eins og einn úr hópnum orðaði það. Var það hald manna á fundin- um að ekki væri vanþörf á stofn- un slíkra samtaka sem ynnu markvisst að hagsmunabaráttu. Var á það bent að myndlistar- menn hér á landi byggju við mjög ótrygga afkomu, þar sem þeir væru háðir duttlungum hins frjálsa markaðar. Töldu fund- armenn að það væri ekki annað en sanngirniskrafa að skapa myndlistarmönnum tryggari af- komu með auknum starfslaunum og verkefnum á vegum hins opinbera. Var í því sambandi vitnað í kafla úr riti UNESCO, þar sem fjallað er um stöðu og rétt iistamanna. Þar segir: „Aðildarlöndunum ber að vernda og styrkja stöðu lista- manna með því að líta svo á að vinna listamannsins, bæði í nýju og hefðbundnu formi, sé þjóðfé- lagsleg nauðsyn. Aðildarlöndun- um ber að meta þannig störf listamanna að þeir fái notið sín og hljóti það fjárhagslega öryggi sem þeim ber fyrir starf sitt að menningarmálum." Eigi að síður vildu fundar- menn ekki gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefði í hags- munabaráttunni. Voru t.d. nefnd lög um listskreytingasjóð ríkis- ins sem samþykkt voru sl. vor, en aðalatriði þeirra er að 1% bygg- ingarkostnaðar skal varið til skreytinga. Þá kom fram að verið er að endurskoða lög Listasafns Islands og umræða er í gangi um launasjóð myndlistarmanna. Af óleystum hagsmunamálum myndlistarmanna var m.a. nefnd krafan um dagleigu- og sýn- ingargjöld fyrir verk sem sýnd eru á opinberum vettvangi. Þessi LjótfmyiMjir Mbl. Kmilia. Fulltrúar mvndlistarmanna sem voru á blaðamannafundinum í Norræna húsinu. krafa er samnorrænt baráttumál listamanna um þessar mundir, og stendur nú yfir dreifing veggmyndar um öll Norðurlönd með þessari kröfu skrifaðri á öll- um Norðurlandamálunum. Er þetta gert í sambandi við 14. október, sem er baráttudagur myndlistarmanna á Norðurlönd- um. Borgarfjörður: Fengu ekki póstinn vegna verkfallsins Borgarnosi, 14. október. VERKFALL mjólkurfræðinga hafði ýmis fleiri áhrif í sveitunum en þau að bændur gátu ekki losnað við mjólkina nema niður um ræsið. Eitt er það að sveitafólkið hér í hérað- inu fékk ekki póstinn sinn. Þótti mörgum það kúnstugt að fá ekki póstinn sinn þó að 7 mjólkurfræðingar í Borgarnesi væru í verkfalli. Þetta kemur auðvitað til af því að mjólkurbíl- stjórarnir sjá um póstdreifing- '™9 á flesta bæi ofif meðan ekki var hægt að ná í mjólkina fengu menn heldur ekki póstinn sinn. Stöðvarstjóri Pósts og síma í Borgarnesi sagði í samtali við Mbl. að aðeins hefði fallið niður ein ferð þannig að póstleysisins hefði lítið verið farið að gæta. Hann sagði að þegar hefði verið farið að undirbúa dreifingu póstsins með öðrum hætti en til þess hefði ekki þurft að grípa þar sem verkfallið leystist það fljótt. HBj. MorgubL/HBj. Þctta er fáséð sjón núorðið nema í verkfollum. Bændurnir fengu heldur ekki póstinn þó mjólkurfræðingar færu í verkfall. Hjálmlausir striplingar GEORGE Stainthorpe og farþegi hans urðu heldur betur einkenni- legir á svipinn er lögregluþjónn stöðvaði vélhjól þeirra í Durham. Lögregluþjónninn kærði þá fyrir of hraðan akstur og að vera ekki með öryggishjálma. Það var kæran sem stakk þá félaga, þeir bjuggust við öðru og meira, því þeir voru báðir kviknaktir á hjólinu! Þannig var mál með vexti, að þeir höfðu brugðið sér afsíðis ásamt nokkrum félögum sínum til að fá sér hressandi bað í lækj- arsprænu. „Vinirnir" fengu þá hugmynd að gera at, tóku fötin og brunuðu af stað, en Stain- thorpe og félagi veittu þeim þeg- ar glæfralega og áberandi eftir- för. Lögreglan skarst í leikinn þar sem piltarnir óku heldur gá- leysislega. Voru þeir sektaðir fyrir að nota ekki hjálma eins og fyrr segir, auk þess sem farþeg- inn var sektaður fyrir að segja rangt til nafns. Ljósmæður útskrifast Nýlega útskrifuðust 15 nýjar Ijósmæður frá Ljósmæðraskóla íslands. Þær eru í fremri röð talið frá vinstri: Kristín Nieisen, Eva S. Einarsdóttir, kennari, prófessor Sigurður S. Magnússon, skólastjóri, Kristín I. Tómasdóttir, yfirljós- móðir, Jón Þ. Hallgrímsson, sérfræðingur við Kvennadeild Lsp., kennari, Emma Tryggvadóttir, Hildur Nielsen. f aftari röð frá vinstri: Björg Sigurðardóttir, Sigríður Þórhallsdóttir, Hanna Kristín Guðjónsdóttir, Anna Elísabet Jónsdóttir, Laufey Helgadóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Friðrika Þórunn Árnadóttir, Kristín Blöndal Magnúsdóttir og Eva Ásrún Albertsdóttir. ÓVENJULEG GJÖF FRÁ FYRIRTÆKINU? Sérunnir listmunir. ■ggqMUR Qff Sérmerktar gjafir fyrirtækja^ HÖFÐABAKKA9 SÍMI 8 54 11 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.