Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 + Faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORLAKUR GUOLAUGSSON, Efstalundi, 8 Garðabæ, andaöist í St. Jósefsspitala Hafnarfiröi, þriöjudaginn 19. október. Sigríöur Þorláksdóttir, Kjartan Steinólfsson, Eyþór Þorlóksson, Katrin Þorlóksdóttir og barnabörn t Bróöir okkar, GUÐMUNDUR PÉTUR GUÐMUNDSSON, Austurbrún 4, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 21. þ.m., kl. 13.30 Anna G. Beck, Steinar Guömundsson. t Útför MARGRÉTAR VALDIMARSDÓTTUR, Gaulverjabæ, fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju, laugardaginn 23. okt. kl. 14.00. Ferö frá Umferöarmiöstööinni kl. 12.30. Guöjón SigurAsson, börn og tengdabörn. t Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, ÖNNU JÓNSDÓTTUR BJARNASON, Merkjateigi 2, Mosfellssveit, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 21. október kl. 3 síö- de9'S Gunnar Bjarnason, Anna Bjarnason, Atli Steinarsson, Jón Péll Bjarnason. t Systir okkar, HREFNA EGGERTSDÓTTIR frá Fremri-Langey, Ásvallagötu 59, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, aöfaranótt 17. okt. Kjartan Eggertsson, Friörika Eggertsdóttir, GuArún Eggertsdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móöir okkar, SIGURBJÖRG SIGRÍOUR ÞORBERGSDÓTTIR, Þingholtsstræti 33, andaöist i Borgarspítalanum 18. þ.m. Sigfrid B. SigurAsson, SigurAur SigfreAsson, AuAur SigfreAsdóttir, Ásta SigfreAsdóttir, t Eiginkona min, móöir, tengdamóöir og amma, KARA BRIEN, lést í Hrafnistu 18. október. Helgí Skúlason, SigurAur Helgason, Artíe Helgason, SigríAur Helgadóttir, Póll Sígurósson og barnabörn. t Eiginmaöur minn, JÓN ADÓLFSSON, Traöarlandi 10, lést 12. október i sjúkrahúsi i Tegernsee, V-Þýskalandi. Jaröarförin fer fram frá Bústaöakirkju, föstudaginn 22. október kl. 10.30. María G. Þorlóksdóttir. t Móðir okkar, BJARNEY JÖRGENSEN, FurugerAi 1, andaöist á Vifilsstööum, mánudaginn 18. október. Bent Jörgensen, Per Jörgensen, Inga Jörgensen. María Wendel Benja mínsson - Minning l'ædd 18. október 1887 Dáin 23. nóvember 1981 Þann 23. nóvember 1981 andað- ist í Herkimer, N.Y. elskuleg vin- kona mín, María Benjamínsson, og langar mig til, þótt af vanmætti sé, að flytja henni síðbúna kveðju. María fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 18. október 1887 og var því á 95. aldursári þegar hún lést. Koreldrar hennar voru Svanfríður Ólafsdóttir Wendel og Fridrich Reinhard Wendel verslunarstjóri við Gramsverslun á Þingeyri. F.R. Wendel missti fyrri konu sína frá mörgum börnum og var Svanfríð- ur seinni kona hans. Svanfríður og Wendel eignuðust tvö börn, Maríu, sem áður getur, og Harald hús- gagnasmíðameistara. María ólst upp á Þingeyri við mikið ástríki og þar kynntist hún verðandi eigin- manni sínum, Ólafi Benjamíns- syni, ættuðum frá Hesteyri við Isafjarðardjúp. Ólafur vann við Gramsverslun undir handleiðslu föður hennar. Árið 1906, að mig minnir, þegar Wendel var kominn á eftirlaun, fluttust Wendelshjón- in til Schleswig-Holstein og tóku þar á leigu veiðihús á stóru land- setri. Þar gat Wendel stundað gamait áhugamál sitt, dýraveiðar. Jafnframt hafði hann eftirlit með veiðum fyrir landeigendur, og mun sú staða hafa verið við hans hæfi. Wendel var afskaplega sam- viskusamur og heiðarlegur, þar að auki afbragðs skytta og veiðimað- ur. I Þýsklandi undu hjónin sér vel í mörg ár, en svo skall fyrri heims- styrjöldin á með ölium þeim hörmungum sem henni fylgdu. Þeir sem taldir voru vel efnum búnir sultu heilu hungri og neydd- ust tii þess að selja smátt og smátt dýrmæta muni fyrir lítið tii þess að geta dregið fram lífið. Inni- stæður í bönkum og verðbréf urðu að engu, þetta var algjört hrun. Þarna misstu Wendels-hjónin al- eigu sína eins og svo margir aðrir. Eftir að stíðinu lauk fluttu hjónin til íslands og voru á vegum Maríu og Ólafs upp frá því. Ólafur og María héldu brúðkaup sitt í Osló, því þar bjuggu flest hálfsystkini hennar, en settust að í Kaup- mannahöfn og áttu þar heima í nokkur ár. María og Ólafur eign- uðust þrjár dætur, Ástu, sem fæddist í Kaupmannahöfn, Sonju, og Rögnu, sem dó í bernsku. Heimili Maríu og Ólafs var sann- kallað menningarheimili, prúð- mennska og heiðarleiki var þeirra aðalsmerki. Þau lásu mikið og áttu öll skáldverk þekktustu rit- höfunda Norðurlanda ásamt þýsk- um snillingum. Harald, bróðir Maríu, lærði trésmíði hér heima, en fór svo til Þýskalands til fram- haldsnáms og lauk þar meistara- prófi í sínu fagi. Hann var með afbrigðum vandvirkur og oft trúað fyrir verkefnum sem aðrir höfðu ekki tök á. í Þýskalandi kynntist hann konu sinni, Luise Wendel f. Rickert. Hún var hjúkrunarkona að mennt, gáfuð og bókhneigð og átti mikið af góðum bókum. Luise var elskuleg kona og öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana, enda var hún einstaklega tryggur vinur vina sinna. Harald Þörir Baldvin Þorkelsson - Minning Fæddur 2. ágúst 1961 Dáinn 19. júlí 1982 Sterk er minning mín um Ijúfan dreng, félaga og frænda, er minn- ingin sveipar huga minn, og ég minnist liðins tíma. Sé ég fyrir mér þrjá unga sveina, Tóta, Samma og mig, þar sem við skemmtum okkur á Samsölujóla- balli hjá Jónu ömmu, í afmælis- veislu, eða bara í heimsókn hjá hver öðrum. í þessum litla hópi ríkti ávalit glaðværð, kátína og göslagangur og var ætíð mikið um að vera er við hittumst. Ég minn- Tveir flýja Kad Bramstedt, Vestur- hvskalandi, 18. október. AIV TVKIR Austur-Þjóóverjar notuðu gúmmíbát til að fara um Fystrasaltið og flýja þannig yfir til Vestur-Þýska- lands, er haft eftir lögreglunni í þess- um norður-þýska bæ í dag. Mennirnir tveir, sem eru 19 og 27 ára gamlir, komu til strandar í nánd við Grömitz snemma í morg- un, eftir að hafa lagt upp frá Meckl- enburg-flóa seint í gærkvöld. ist þess með þökk að alltaf var mér tekið sem bróður af þeiní bræðrum og aldrei komst hnífur- inn á milli okkur. En árin líða, maður eldist og sér æskuna sem horfinn tíma, tíma sem leggur grunninn að framtíð einstaklings- ins, tíma þar sem orðið dauði á sér ekki bústað í sálu okkar. Á þeim tíma sátum við og lögðum fram- tíðina niður fyrir okkur. Ég minn- ist þess tíma með gleði og söknuði og löngun til þess að lifa þá aftur með þessum félögum mínum. En eins og elding sem leiftrar á himn- um heggur ljárinn eldsnöggt og óvænt og skarð myndast sem aldr- ei verður fyllt. Tómið verður svo mikið og sorgin svo djúp og sár. Vonleysið nær á okkur tökum og við stöndum svo ráðþrota gagn- vart þessum vágesti, dauðanum, sem engum hlífir þar sem hann ber að garði. Ég mun ávallt minn- ast Tóta sem eins ljúfasta og glað- værasta drengs sem ég hef þekkt. Hann var svo fullur af lífi og kát- ínu að það sé erfitt að sætta sig við að hann er allur og farinn jörðu frá. En minnumst orða Jes- ús Krists: Sannlega, sannlega segi ég yður, ef nokkur varðveitir mitt + Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og bróöir, MARTIN MARTINSSON, Hvarfisgötu 29, SiglufirAi, lést á Borgarspítalanum laugardaginn 16. október. GuAbjörg Sigþórsdótfir og börn, Katrín Gísladóttir og systkini hins létna. og Luise eignuðust fjögur mann- vænleg börn. Þau eru Adolf, Ragna, Kristján og Svanhild, öll eru þau mætir borgarar og dugn- aðar fólk. Nú eru þessi hjón bæði látin. Þegar Emil Nielsen lét að störf- um sem forstjóri Eimskip var Ólafur Benjamínsson kosinn eftir- maður hans, en stuttu áður en hann átti að taka við stöðunni veiktist hann skyndilega og náði aldrei heilsu eftir það. Þetta voru sorgleg og erfið ár hjá fjölskyld- unni þar til yfir lauk. Það voru þung spor, sem María steig, þegar hún árið 1946 tók þá ákvörðun að flytja alfarin til Bandaríkjanna frá landinu sem hún unni svo heitt, en dætur hennar voru báðar búsettar í Bandaríkjunum og gift- ar þarlendum mönnum. Það sem varð til þess að hún tók þessa ákvörðun var ómótstæðileg löngun til þess að vera með barnabörnum og síðan barnabarnabörnum og fylgjast með uppvexti þeirra og þroska, enda voru þau sólargeislar í lífi hennar. Ásta og móðir henn- ar höfðu alla tíð búið saman og voru mjög samrýndar. I Herkimer leið Maríu vel hjá Ástu, og tengda- sonurinn var eins og hennar eigin sonur og fjölskylda hans tók henni opnum örmum og hún eignaðist þar marga góða vini og nágranna. Fyrir fáum árum varð hún fyrir því slysi að detta heima hjá sér og brotna svo illa að hún varð að dvelja á hjúkrunarheimili upp frá því. Það fór vel um hana á þessu heimili og hún fékk heimsóknir daglega af skyldfólki og vinum. Það var mín gæfa í lífinu að kynnast þessari fjölskyldu, fyrst sem barn á Þingeyri og síðar í Reykjavík, og eignast vináttu hennar. Allt sem þessi hjón gjörðu fyrir mig fyrr og síðar verður seint fullþakkað. Jarðneskar leifar Maríu voru sendar heim til íslands og hvíla nú við hlið manns hennar og litlu dótturinnar í gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu. — Hún er kom- in heim. Guð blessi Maríu Benjamínsson og ástvini hennar lífs og liðna. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. S.S. orð skal hann aldrei að eilífu sjá dauðann. Elsku Keli, Sísí og börn, ég og mín fjölskylda sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að hugga ykkur í ykkar miklu sorg. Megi ljós Jesú Krists gefa ykkur styrk um ókomna framtíð. Ingi Járnbrautarslys Buenos Aires, 18. október. Al*. YFIRVÖLD járnbrauta í Argentínu tilkynntu í dag að a.m.k. 32 hefðu látið lífið og 70 slasast, er tvær far- þegalestir rákust saman í gærkvöldi nálagt Quilmes, tuttugu kílómetra suður af Buenos Aires. Fimmtán þeirra, sem eru slasað- ir, munu vera í lífshættu. Slysið átti sér stað þegar hrað- lest ók á lest er hafði staðnæmst skömmu áður, rétt áður en komið er inn á brautarstöðina í Quilmes. Ekki var ljóst hvers vegna lestin hafði staðnæmst en talið er líkleg- ast að um bilun í merkjabúnaði hafi verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.