Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 3 Koivisto Finnlands- forseti kemur 1 dag FORSETI Finnlands, Mauno Koivisto, og Tellervo kona hans koma í opinbera heimsókn til íslands í dag í boði forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Finnsku forsetahjónin dveljast hér í þrjá daga ásamt 14 manna foruneyti sínu, en þar á meðal er finnski utanríkisráðherr- ann, Per Stenbáck, og kona hans Sissel. Fylgdarmaður Koivistos for- seta meðan á heimsókninni stendur er Kristín Mántylá skrifstofustjóri en fylgdarmaður frú Tellervo Koivistos er Trausti Júlíusson BA. í fylgd með Stenbáck utanríkisráðherra verður Hannes Hafstein sendiherra. Flugvél forseta Finnlands lendir á Reykjavíkurflugvelli kl. 11.45 en þar taka á móti gestun- um forseti íslands og Martin Is- aksson, hinn nýi sendiherra Finna á íslandi. Þá verða á flugvellinum ríkisstjórnin öll ásamt forseta Hæstaréttar og forseta Sameinaðs alþingis, auk borgarstjórans í Reykjavík og ýmissa embættismanna. Finnsku forsetahjónin búa í gestabústað forseta íslands að Laufásvegi 72 meðan á heim- sókninni stendur og þangað halda þau fyrst en kl. eitt hefst hádegisverður að Bessastöðum. Að þvi búnu verður Stofnun Arna Magnússonar skoðuð, en kl. 16.45 verður móttaka Koiv- istos forseta í gestabústaðnum við Laufásveg. Um kvöldið held- ur forseti íslands veizlu að Hótel Sögu til heiðurs Koivisto Finn- landsforseta þar sem gestir verða um 230 að tölu. A fimmtudagsmorgun kemur Finnlándsforseti í skrifstofu for- seta íslands í Stjórnarráðshús- inu, en viðstaddir fund forset- anna verða Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og utanríkis- ráðherrar begjya landanna, Per Stenbáck og Olafur Jóhannes- son. Að því búnu skoðar Finn- landsforseti fiskvinnslustöð Is- bjarnarins og síðan Þjóðminja- safnið og Listasafn Islands. Meðan samtalið í forsetaskrif- stofunni og heimsóknin í Is- björninn eiga sér stað heimsæk- ir frú Tellervo Koivisto íslenzk- an heimilisiðnað og Barnaspít- ala Hringsins, en heldur að því búnu í söfnin við Hringbraut, en að þeirri heimsókn lokinni hefst hádegisverður í boði Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra og frú Völu Ásgeirsdóttur i Ráð- herrabústaðnum. Síðdegis verð- ur haldið í heimsókn að Brúna- stöðum i Hraungerðishreppi, með viðkomu við borholu í Hveragerði, en í heimleiðinni verður Mjólkurbú Flóamanna skoðað. Á föstudagsmorgun er ráðgerð ferð til Vestmanneyja, þangað sem flogið verður með flugvél Landhelgisgæzlunnar. Þegar gestirnir hafa skoðað sig um á staðnum hefst móttaka bæjar- stjórnarinnar í Eyjum en til Reykjavíkur verður komið fyrir hádegi og síðan snæddur hádeg- isverður í boði Reykjavíkurborg- ar að Kjarvalsstöðum. Þaðan verður ekið til Þingvalla og er gengið hefur verið á Lögberg þ'KRja gestirnir hressingu í boði forsætisráðherra og konu hans í Ráðherrabústaðnum á Þingvöll- um. Til Reykjavíkur verður kom- ið um fimmleytið og hálfri stundu síðar hefst móttaka Finnlandsforseta fyrir Finna í Norræna húsinu. Á föstudags- kvöld halda finnsku forsetahjón- in forseta Islands og fleiri gest- um veizlu að Hótel Borg. Kl. 10 á laugardagsmorgun lýkur hinni opinberu heimsókn Koivistos Finnlandsforseta og konu hans, en þá er áætluð brottför þotu þeirra frá Reykja- víkurflugvelli. Eins og fyrr segir eru fjórtán manns í fylgdarliði forsetahjónanna en með þotu þeirra koma auk þess 45 finnskir fréttamenn. Sjá viðtal við Koivisto bls. 33. ÖRNÓLFUR Guðmundsson, vörubílstjórinn sem lá í 14 klukkustundir undir vörubifreið sinni, þar sem hún hafði farið út af veginum við Dynjandisvog, reyndist ekki beinbrotinn og fékk hann að fara heim af sjúkrahúsinu á ísafirði í gær. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk sjúkrahúsinu voru meiðsli Örnólfs mun minni en á horfðist og hlaut hann aðeins mar á hendi og fæti. Ekki varð honum meint af útivistinni, enda var hann vel búinn, Samkvæmt upplýsingum Mbl. Ljósmynd Gunnar llillsson Stefnuræða forsætisráðherra: U tvarpsumræð- ur á mánudag STEFNURÆÐU forsætisráðherra og umræður um hana verða nk. mánudagskvöld, 25. þ.m. Umræðun- um verður útvarpaö og hefjast þær kl. 20. Dregið var um röð stjórn- málaflokkanna í umræðunum í fyrradag og verður hún þessi: Forsætisráðherra, Sjálfstæðisflokk- ur, Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag. Samkvæmt 52. gr. þingskapa skal útvarpa stefnuræðu forsæt- isráðherra innan tveggja vikna frá þingsetningu. Ræðunnr skal dreift til stjórnarandstöðunnar sem trúnaðarmáli viku fyrir flutn- ing hennar. Að venju fara fram tvær um- ferðir í umræðunum. í fyrri um- ferð fær forsætisráðherra allt að 30 mínútur til flutnings stefnu- ræðu sinnar, og þingflokkarnir síðan 20 mínútur hver. í síðari umferð fær hver þingflokkur 10 mínútur, einnig sjálfstæðismenn sem styðja ríkisstjórnina. Samkomulag viÖ meiri- hluta félaga innan BHM „ÞAÐ hefur heldur þokazt í sam- komulagsátt á fundunum undan- farna daga, en það er ennþá óvissa um niðurstöðu viðræðna nokkurra félaga," sagði Ásthildur Erlingsdótt- ir, formaður launamálaráðs Banda- lags háskólamanna, BHM, í samtali við Mbl., er hún var innt eftir stöðu mála i viðræðum BHM og ríkisins, en þeim lauk i gærdag. Samningar hafa í raun tekizt með ríkinu og meirihluta félaga, en hins vegar verður samnings- tilboð ríkisins borið undir félags- menn í nokkrum félögum á næstu dögum og niðurstöður ættu að liggja fyrir undir lok vikunnar. Það kom fram hjá Ásthildi, að samningar hafa í raun tekizt um aðalkjarasamning BHM og ríkis- ins, sem verður á sömu nótum og samningur BSRB og ríkisins, en hann verður hins vegar ekki und- irritaður fyrr en sérkjarasamn- ingar einstakra félaga hafa verið undirritaðir. Kröfur BHM voru að fá um 25% hækkun, en ríkið bauð þegar i upphafi samninga BSRB og ríkis- ins, sem gerir ráð fyrir liðlega 10% hækkun. Ásthildur sagði að- spurð, að auðvitað fengju BHM- menn ekki öllum kröfum sínum framgengt, enda yrðu menn yfir- leitt að mætast á miðri leið þegai tveir deildu. Hvaö er aö gerast um helgina? ATIIYGLI skal vakin á því, að efni, sem birtast á í þættinum „Hvað er að gerast um helg- ina?“, verður að hafa borizt rit- stjórn Morgunblaðsins fyrir klukkan 18 á miðvikudagskvöld- um. Berist það ekki fyrir þann tíma, er allt óvíst um birtingu þess. Effcktivt vaskepulver til ajle vaskeprogrammer Lágfreyðandi Ajax þýöir: gegnumhreinn þvottur meö öllum þvottakerfum. Með Ajax þvottaeftii verður mislití þvotturinn alveg jafii hreinn og suðuþvotturinn. 1. Skjanna-hvítur suðuþvottur Aj ax þvottaefni inniheldur virk efni sem ganga alveg inn í þvottinn og leysa upp bletti og óhreinindi strax í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök for- þvottaefni. 2. Tandurhreinn niislitur þvottur Ajax þvottaefni sannar einnig ótvíræða kosti sína á mislitum þvotti, því að hin virku efni vinna jafn vel þó að þvottatíminn sé stuttur og hitastigið lágt. Þvotturinn verður tandurhreinn og litirnir skýrast. 3. Gegnumhreinn viðkvæmur þvottur Viðkvæmi þvotturinn verður alveg gegnumhreinn því að hin virku efni vinnna jafnvel, þó að hitastig vatnsins sé lágt. Blettir og óhreinindi leysast því vandlega upp. Ajax þvottaefni hentar því öllum þvotti jafnvel ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.