Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 PlKrgui Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Mauno Koivisto fagnað Forseta Finnlands, Mauno Koivisto, konu hans Tell- ervo, utanríkisráðherra Finna Per Stánbeck, eigin- konu hans og fylgdarliði er fagnað, þegar þau hefja opinbera heimsókn sína hér á landi í dag. Þótt lengst sé milli Finnlands og íslands af Norðulöndum í lengdarbaug- um talið, gefur það alls ekki rétta mynd af samskiptum þjóðanna á norrænum vett- vangi og þeim hug sem þær bera hvor í annars garð. Þjóð vor kann þakkir öllum, sem þora að berja á tröllum, þótt hæði þann hetjuanda, heiglar kúgaðra landa. Hver, sem lyginni lýtur, lögmálið æðsta brýtur. Heill þeim, er sannleikann segja að svíkja hann er að deyja. Þannig orti þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi í Ijóðinu Kveðja til Finnlands sem flutt var í Há- skóla íslands við komu finnsku forsetahjónanna á sínum tíma. Þessi orð eiga enn við þegar íslendingar bjóða finnsk forsetahjón velkomin til lands síns. Öllum ber saman um að Mauno Koivisto skipi for- setaembætti lands síns með miklum sóma. Forsetahjónin njóta í senn virðingar og vinsælda. Forveri Koivisto í embætti, Uhro Kekkonen, var í senn sterkur og umdeildur maður. A löngum ferli sínum tókst honum að sigla milli skers og báru í alþjóðamál- um. Það er ekki auðvelt að taka við embætti af slíkum manni. Koivisto gerir sér grein fyrir vanda sínum. í viðtali við Morgunblaðið í dag segir hann: „Það dugir ekki að hugsa sífellt um hvað annar maður gerði og hvernig hann mundi bregðast við.“ Einmitt sú staðreynd að Koivisto lætur slík orð falla í blaðasamtali er ef til vill skýrasta merki þess, að hann ætlar að skapa sitt eigið tímabil í finnskri sögu. Völd forseta Finnlands eru meiri en forseta íslands þótt íslenski þjóðhöfðinginn sé kjörinn beinni kosningu af allri þjóðinni en hinn finnski sé kosinn óbeinni kosningu af kjörmönnum. Finnlandsfor- seti hefur bein afskipti af stjórnmálum. Hann er yfir flokkaríg hafinn en er ekki afskiptalaus, og það eru eink- um utanríkismálin sem hann hlutast til um telji hann ástæðu til þess. Vegna nábýl- isins við Sovétríkin, hið öfl- uga herveldi og tækifæris- sinnaða nágranna, hvílir það ekki síst á herðum Finn- landsforseta að þræða hinn þrönga stíg, sem skapar hóf- samt jafnvægi gagnvart Kremlverjum. Mauno Koivisto er alls ekk- ert um orðið „finnlandí- sering“ gefið og kallar það „hræðsluorð" blaðamanna í leit að sökudólgi. Afstaða for- setans er skiljanleg, því að engin sjálfstæð þjóð getur unað því hlutskipti til lengd- ar, sem nú orðið felst í hug- takinu „finnlandísering". Óg spyrja má hvort þetta „hræðsluorð" hafi ekki ein- mitt hvatt til árvekni og nauðsynlegrar varðstöðu? I viðtalinu við Morgunblaðið segir forsetinn um utanrík- isstefnu Finnlands: „Hags- munir okkar eru fyrst og fremst í því fólgnir að búa í friði og sátt við aðrar þjóðir og þá vitaskuld ekki síst nágrannaþjóðirnar. Slíkt er forsenda þeirrar almennu velmegunar sem leitast er við að ná. Við höfum fullt at- hafnafrelsi og rekum póli- tíska og menningarlega stefnu sem er hin rétta fyrir okkur.“ Fyrir annarra þjóða menn er ógerlegt að setja sig í spor Finna, en allar þjóðir hvort heldur þær eru hlutlausar, utan hernaðarbandalaga eða í slíkum bandalögum hljóta að fylgja sömu utanríkis- stefnu og forsetinn lýsir í hinum tilvitnuðu orðum. Mið- að við sovéskt ofríki og til dæmis innrás sovéska hers- ins í Afganistan þarf engan að undra þótt samhliða að- dáun á jafnvægislist Finna gæti kvíða yfir því, að Kremlverjum takist að þrengja að finnsku fullveldi. Af yfirlýsingum finnskra ráðamanna má draga þá ályktun að samstaða Norður- landa veiti þeim ákjósanlegt svigrúm. Þessi þáttur hins norræna samstarfs er ekki oft til umræðu, en áhugi Finna á góðu og einlægu norrænu samstarfi er óum- deildur og þeir eru til þess búnir að leggja ýmislegt á sig vegna þess eins og til dæmis síðast hefur sannast hér á landi með stofnun finnsks sendiráðs í Reykjavík. Morgunblaðið býður for- seta Finnlands og föruneyti hans velkominn til íslands með lokaorðum í ljóði Davíðs Stefánssonar: Island mun aldrei bresta ástúð til slíkra gesta. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON Andropov treystir stöðu sína í Kreml ÁTTA mánuðum eftir að hugmyndafræðingurinn Mikhail Suslov lézt virðist öðrum forystumanni sovézka kommúnistaflokksins, Andrei Kiril- enko, hafa verið vikið úr embætti. Sérfræðingar telja þó að Leonid Brezhnev forseti sé ennþá traustur í sessi, þótt heilsuveill sé, en sú breyting sem verður á valdahlutföllunum í yfirstjórn flokksins verður mikilvæg. Enn bendir ekkert til þess að Brezhnev sé fús að leggja niður völd og þvi er ekki vitað hvenær óhjákvæmiiegar breytingar í flokks- stjórninni verða gerðar. að sem fyrst benti til þess að Kirilenko hefði verið vikið úr embætti var að hann skrifaði ekki undir minningar- grein í Pravda um annan flokksstarfsmann. Síðan fréttist að myndir af honum yrðu fjar- lægðar úr opinberum bygging- um. Sagt var að brottvikning Kirilenkos stafaði eingöngu af því að hann væri við slæma heilsu. Hann er 76 ára gamall og hefur um tíma þjáðst af æða- kölkun. Kirilenko var einn af átta flokksriturum og fór með skipu- lagsmál flokksins, stjórnun iðn- fyrirtækja og efnahagsmál sov- étblakkarinnar. Ekki er lengra síðan en í fyrrasumar að vest- rænir sérfræðingar töldu Kiril- enko einn þeirra manna, sem helzt kæmu til greina sem aðal- leiðtogi flokksins ef Brezhnev segði af sér eða létist. Helzti keppinautur hans var talinn Konstantin Chernyenko, sem hefur komið fram í hlutverki eins konar framkvæmdastjóra Brezhnevs síðan Suslov lézt. Síð- an hefur Yuri Andropov, fyrr- verandi yfirmaður öryggislög- reglunnar KGB, verið talinn helzti keppinautur Chernyenkos í stað Kirilenkos og tekið við nokkrum af fyrri störfum Susl- ovs síðan hann var kjörinn einn af flokksriturunum í maí. Eftir brottvikningu Kirilenkos hefur fulltrúum í stjórnmálaráð- inu fækkað í 12 og talið er að eftirmaður hans verði valinn á næsta fundi miðstjórnarinnar. Ýmislegt þykir benda til þess að eftirmaður hans verði Vladimir Dolgikh, sem er tiltölulega ung- ur (58 ára) og er aukafulltrúi í stjórnmálaráðinu. Hann þykir hæfur maður og skipulagði iðn- aðarmál í Síberíu við góðan orð- stír. Sennilegt er talið að hann verði valinn forsætisráðherra þegar Nikolai Tikhonov, sem er 77 ára gamall, lætur af því starfi. Að undanförnu hefur óvenju- mikið borið á Dolgikh og öðrum tiltölulega ungum leiðtoga, Mikhail Gorbachev, sem er 51 árs gamall og yngsti fulltrúinn í stjórnmálaráðinu. Aðrir menn úr æðstu forystunni hafa látið lítið á sér bera síðustu þrjá mán- uði, en Gorbachev og Dolgikh hafa verið áberandi þegar er- lendir leiðtogar hafa komið í heimsókn. Þeir hafa verið tíðir gestir á alþjóðlegum sýningum og í diplómataboðum, þar sem þeir hafa mikið spjallað við er- lenda fulltrúa. Lítið bar á þessum mönnum opinberlega þar til í haust og kunnugir telja að í gangi sé her- ferð tií að kynna þá erlendis og veita þeim reynslu í alþjóðamál- um. Vestrænir fulltrúar, sem hafa hitt þá að máli, bera þeim vel söguna, einkum Gorbachev, sem er sagður mjög alúðlegur og fullur sjálfstrausts. Traust staða Gorbachevs kemur á óvart, þar Fedorchuk sem hann hefur stjórnað land- búnaðinum síðan hann tók sæti í æðstu forystunni fyrir tveimur árum og á þeim tíma hefur hon- um ekki tekizt að stöðva öfug- þróunina á því sviði og undir venjulegum kringumstæðum hefði léleg uppskera síðustu tveggja ára veikt stöðu hans. Skýringin á velgengni Gorb- achevs virðist sú að hann hafi áhrifamikla stuðningsmenn í flokksstjórninni og þeirra helzt- ur er sennilega enginn annar en Andropov. Vera má að Gorbach- ev verði valinn æðsti eða næst- æðsti maður flokksins. Hvor staðan það verður fer sennilega eftir því hve lengi Brezhnev, sem er tæplega 76 ára, verður við völd og hvort Andropov tekur við af honum strax eða velur sér það hlutverk, sem Suslov hafði, að vera valdamikill að tjalda- baki. Andropov hefur ekki sézt opinberlega í rúman mánuð og fréttir herma að hann sé að hvíla sig, þótt aðrar heimildir hermi að hann vilji láta lítið bera á sér meðan hann reyni að efla valdaaðstöðu sína. Ándro- pov, sem er 68 ára gamall, hefur lengi verið heilsuveill og það gæti haft mikið að segja þegar eftirmaður Brezhnevs verður valinn. Ýmislegt bendir til þess að þeirri skoðun vaxi fylgi innan kommúnistaflokksins að ekki eigi að kjósa annan gamlan mann eftirmann Brezhnevs. Ýmsir flokksstarfsmenn fara hjá sér út af hrörleika Brezhn- evs og telja veikindi hans nei- kvæð fyrir stjórnarstefnuna. Margir gefa í skyn að Andropov yrði lítt skárri, þar sem hann sé líka hrumur. Kastljósið hefur að undan- förnu beinzt að eftirmanni Andropovs í KGB, Vitaly Fedor- chuk hershöfðingja, sem hefur alla tíð starfað í öryggislögregl- unni. Óvenjulegt þótti að blöðin birtu forsíðumynd þar sem hann stóð beint aftan við Chernyenko er þeir voru að taka á móti þjóð- arleiðtoga Eþíópíu, Haile Mari- am, ásamt Brezhenv og fleiri Kremlverjum. Undir stjórn Fed- orchuks hefur KGB gripið til strangra ráðstafana gegn þeim fáu andófsmönnum, sem eftir eru í Sovétríkjunum, og baráttu- mönnum gyðinga. Þrýstingur á útlendinga hefur einnig aukizt. Mikil fækkun beinna símalína vestur fyrir járntjaldið auðveld- ar jafnframt KGB að fylgjast með símtölum til útlanda. Þessi nýja harka er undarleg, þar sem andófshreyfingin er í molum. Verið getur að Fedor- chuk vilji láta að sér kveða í hinu nýja starfi, en enginn einn embættismaður geti tekið svo mikilvæga ákvörðun, allra sízt pólitískur utangarðsmaður eins og hann. Ef til vill hafa yfirvöld ákveðið að útrýma pólitísku and- ófi fyrir fullt og allt og almenn- ingsálitið á Vesturlöndum, sem líklega hefur dregið úr hörku sovézkra yfirvalda hingað til, hefur lítil áhrif í Moskvu nú orð- ið, þar sem samskipti Rússa og Bandaríkjamanna eru í svo mik- illi lægð. Fedorchuk er skjólstæðingur Andropovs, en skipun hans í stöðu yfirmanns KGB kann að hafa stafað af því að fulltrúarnir í stjórnmálaráðinu vilji ekki að stjórnmálamaður stýri öryggis- lögreglunni á meðan millibils- ástand ríkir í Rússlandi. Val eft- irmanns Brezhnevs er mál mál- anna í sovézku forystunni, þótt heilsa Brezhnevs sé miklu betri en fyrr á árinu. Enginn veit hve lengi þetta millibilsástand á eft- ir að standa, en vestrænir sér- fræðingar telja að hin nýja harka innanlands sýni að sov- ézkir valdamenn vilji vera vel á verði gegn því álagi, sem mun skapast þegar Brezhnev hverfur af sjónarsviðinu. Sem fyrr er Andropov þrátt fyrir allt talinn líklegasti arftaki Brezhnevs, þar sem hann hefur beztu valdaað- stöðuna ti! að taka við af honum, og verið getur að hann útnefni Gorbachev „krónprins" sinn frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.