Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 25 Viljum auka menningarsam- starf íslendinga og Færeyinga - rætt við færr eyska kennarann Heðin Klein Kærcyingurinn Heðin Klein, sem er kennari og Ijóðskáld, er nú staddur hérlendis nokkra daga í boði Norræna félagsins. Tilgangur dvalar hans hér er að ræða ?ið mcnntamcnn um menningarsam- starf Kæreyinga og íslendinga og hann var einnig viðstaddur afmæl- ishátíð Norræna félagsins fyrir stuttu. Blm. Mbl. ræddi við Heðin á dögunum: Hann var fyrst spurður að því hvort menningarsamstarf þjóð- anna tveggja væri nægilega mik- ið? „Nei. Við viijum efla menning- artengsl Islendinga og Færey- inga, enda eiga þessar þjóðir öld- ungis margt sameiginlegt. Við Færeyingar höfum haft mikið samband við Dani og má segja að dönsk áhrif séu fyrir hendi á flestum sviðum þjóðlífs. T.a.m. kemur nær allt sjónvarpsefni þaðan, sem sýnt er í Færeyjum. Og dönskukennsla hefst í fær- eyskum skólum í þriðja bekk grunnskóla. Hins vegar teljum við að tími sé til þess kominn að leita fanga annars staðar í þess- um efnum. Af þeim sökum liggur beinast við að leita til íslend- inga. Með hvaða hætti telur þú að Heðin Klein menningarsamstarf Færeyinga og íslendinga verði aukið? „Fyrir tveimur árum var skip- uð nefnd á vegum íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga í því skyni að stuðla að vaxandi menningarsamstarfi þessara þjóða. — Færeyingar vilja nú hleypa nýju blóði í þessa um- ræðu með því að setja fram fjór- ar tillögur um hvernig menning- arsamvinnu Islendinga og Fær- eyinga skuli háttað. — í fyrsta lagi höfum við mikinn áhuga á því að einn kennari þeirra 25 framhaldsskóla, sem nú eru starfræktir í Færeyjum geti far- ið til íslands á 2—3 vikna nám- skeið til að læra málið og kynn- ast landi og þjóð. Síðan er ætl- unin að þessir kennarar miðli reynslu sinni og þekkingu á ís- lenzkri menningu þegar heim kemur. Einnig leggjum við til að íslenzkir kennarar sæki sams konar námskeið í Færeyjum. í annan stað felst í þessum tillög- um að ferðir færeyskra og ís- lenskra skólabarna í fróðleiks- skyni milli landanna verði skipulagðar. I þriðja lagi leggj- um við kapp á að stofnaður verði menningarsjóður, sem gæti verið fjármagnaður með styrkjum frá ríkisvaldi beggja þjóðanna. í fjórða lagi viljum við að sam- skipti íslendinga og Færeyinga verði aukin á sviði sjónvarps og útvarps, og höfum við þá í huga þessar þjóðir skiptist á menn- ingarefni." Hvernig hafa íslendingar tek- ið í þessar tillögur? nEf marka má viðræður mínar við ýmsa menn að undanförnu hafa íslendingar mikinn áhuga á að auka menningarsamstarf þessara þjóða, en þó er þetta mál svo að segja á frumstigi. Og hugsanlegt er að íslendingar komi fram með einhverjar nýjar hugmyndir um þessi mál á næsta fundi þessarar nefndar sem ég gat um, en fundurinn verður haldinn nú í haust. En ég og þeir íslendingar sem ég hef talað við hér urðum sammála um að ræða við ákvörðunarvald- ið, stjórnmálamennina, um hvernig bezt sé að haga þessum málum, sagði Heðin Klein að lokum. Páll Askelsson I Anton Ingibjartsson Barði Ólafsson ég þeirrar skoðunar. En mér finnst það miður, að þeir sem ráku Ljónið, skuli hafa hætt. Kaupfé- lagið hafði gott af því að hafa ein- hvern við hliðina á sér. Þetta var orðin mjög góð verslun hjá þeim og það var mikið verslað þar. Fyrir fjarðarbúa var nauðsynlegt að hafa þarna verslun. Til dæmis getur vegurinn lokast, ef það kem- ur skriða. Eg vil að það komi skýrt fram að ég er hlynntur kaupfélaginu og samvinnustefnunni. En Kaupfé- lagið, eins og aðrar verslanir, þarfnast samkeppni. Þetta var skynsamleg fjárfesting hjá Kaup- félaginu, til að veita kúnnanum þjónustu og þar af leiðandi var rétt að ráðast í þetta," sagði Páll Askelsson að lokum. Móti því að Kaup- félagið vaði uppi Næstan hittum við að máli Ant- on Ingibjartsson. Hann sagði: „Það nálgast það að Kaupfélagið sé eina verslunin sem eftir er hér á ísafirði. Að vísu eru hér tvær aðrar verslanir, sem versla með matvöru, en umfangið er ekkert í líkingu við Kaupfélagið. Mér finnst þetta því nokkuð hart og hefði gjarnan viljað sjá einhvern annan taka við Ljóninu." Þá var tekinn tali Höskuldur Ingvarsson. „Ég er alveg á móti því, að Kaupfélag ísfirðinga skuli vera að yfirtaka allt hér. Þegar vegurinn verður orðinn það góður til Bolungarvíkur, að honum sé treystandi, fer fólk og verslar þar að einhverju leyti, gæti ég trúað," sagði Höskuldur. Slæmt að einkaframtakið þurfi að gefast upp „Það er mjög slæmt að það skuli svo komið fyrir einkaframtakinu, að það J)urfi að gefast upp,“ sagði Barði Ólafsson, sem talað var við síðast, „og ég harma það, að ekki skuli vera betur búið að því en svo, að það leggi upp laupana unnvörp- um, eins og maður hefur orðið vitni að að undanförnu. En ég fagna því, út af fyrir sig, að versl- un skuli halda áfram á þessum stað, þar sem Ljónið var, því að það hefði verið slæmt fyrir þetta hverfi, ef verslun hefði lagst niður þar,“ sagði Barði Ólafsson að lok- um. HÚSINÆO KRNJVfKUR- SKÓIANS er laust til umsól<nar fyrir félapsamtök eöa aöra sem vilja nýta sér aóstööuna Húsið er óinnréttað, en býður upp á fjölbreytta nýtingar- möguleika t.d. hótelrekstur, heilsuhæli, vistheimili, heimavistarskóla, vísindastarfsemi og margt fleira. ( húsinu er gert ráð fyrir eftirfarandi aðstöðu: 1. (BÚÐARHÚSNÆÐI: 2ja herb. íbúð 4 herbergja íbúð 5 herbergja íbúð 19 herbergi 12 m2 hvert 4 herbergi 10 m2 hvert sameiginleg stofa með svölum. 2. SALUR: Fjölnýtisalur með setkrók 164 m2 stofa 29 m2 salur 77 m2 salur 60 m2 salur 37 m2 tómstundaaðstaða 84 m2 (skiptist í nokkur herb.) 3. ELDHÚSAÐSTAÐA: eldhús 45 m2 geymsla 22 m2 kæli- og frystigeymslur 7 m2 4. ANNAÐ HÚSRÝMI: Snyrtingar fylgja íbúðum. Auk þess eru sameiginlegar snyrtingar fyrir einstaklingsherbergi. Þvottahús og geymslur fylgja íbúðum. Auk þess er stórt þvottahús og aðstaða til þvotta á snyrtingum. Geymslur, verkstæði og bílskúr eru samtals u.þ.b. 200 m2. Húsnæðið er samtals rösklega 2000 m2. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1982. Umsóknir sendist til stjórnar Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi, SAS(R Pósthólf 400, 270-Varmá. Upplýsingar veitir formaður SAS(R, Salome Þorkelsdóttir alþingismaður, á skrifstofu samtakanna, föstudaginn 22. okt. frá kl. 10-12, sími 66922 eða eftir nánara samkomulagi. S'NSÍR Samtök sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.