Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Breytinga er þörf á skip- an opinberra framkvæmda Eftir Kristján Baldursson um- dœmistæknifrœöing Lög um skipan opinberra fram- kvæmda og fasteignir ríkisins voru sett 1970. Til fróðleiks og skýringar tek ég með stutt yfirlit yfir lögin. I. kafli laganna fjallar um al- menn ákvæði, um boðleið mála um opinbera framkvæmd. Boðleiðin skiptist í fjóra áfanga: frumat- hugun, áætlanagerð, verklega framkvæmd og skilamat. II. kafli er um frumathugun, könnun og samanburður þeirra kosta er til greina koma við lausn þeirra þarfa sem framkvæmdinni er ætlað að fullnægja. III. kafli er um áætlanagerð. k’rumathugunin og áætlanagerðin á að fara fram á vegum hlutaðeig- andi ráðuneytis, ríkisstofnunar sveitarfélags eða annarra vænt- anlegra eignaraðila í samráði við fjárlaga- og hagsýslustofnun. IV. kafli. Verkleg framkvæmd merkir í lcgunum gerð verksamn- ings, verkið sjálft og eftiriit með því. V. kafli fjallar um skilamat þar sem á að gera grein fyrir hvernig verkið hefur tekist miðað við áætl- un. VI. kafli er um yfirstjórn opin- berra framkvæmda. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, fer með fjár- málalega yfirstjórn opinberra framkvæmda, þ.e. frumathugunar og áætlanagerðar. Framkvæmda- deild Innkaupastofnunar ríkisins fer með yfirstjórn verklegrar framkvæmdar. Þetta er lauslegt yfirlit yfir lög- in, sem gera ráð fyrir samstarfi fagráðuneyta og sveitarfélaga, fjárlaga- og hagsýslustofnunar samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir og framkvæmda- deildar Innkaupastofnunar ríkis- ins. Eftir að lögin voru sett var stofnuð framkvæmdadeild Inn- kaupastofnunar ríkisins til að sjá um yfirstjórn verklegrar fram- kvæmdar. Hvar kreppir skórinn? Það er nú orðin 12 ára reynsla af lögunum og hvernig hafa þau gefist og hafa þau þjónað tilgangi sínum? Vandamálin eru mörg, það sem er alvarlegast er skortur á nægj- anlega góðum undirbúningi fyrir framkvæmdir. Sérstaklega varð- andi mat á þeim þörfum sem fram- kvæmdinni er ætlað að fullnægja. Kristján Baldursson hefur starfað hjá Framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins sl. 3 ár, en hefur nú ársleyfi frá störfum og vinnur hjá Statens Bygge og Eiendomsdirektor- at í Osló. Varðandi notagildi, gæðastaðal og kostnaðarhlið. Þegar þessir hlutir eru ekki í lagi þegar framkvæmdin hefst er ekki von á góðu. Enda veldur þetta stórauknum kostnaði, óþægindum og miklum töfum. Eins og lögin gera ráð fyrir, þá eru það hlutaðeigandi ráðuneyti, ríkisstofnun eða sveitarfélög sem eiga að sjá um frumathugunina og áætlanagerðina í samráði við fjár- laga- og hagsýslustofnun. Til þess að góður árangur geti náðst á nýt- anlegan áfanga framkvæmdar, þá þarf að ljúka að fullu tæknilegum og fjárhagslegum undirbúningi áður en framkvæmdin hefst, og vinna síðan verkið á stysta mögu- lega tíma. A þessu hefur orðið misbrestur. Frumathugunin og áætlanagerðin, matið á þörfunum og hönnunar- stjórnin eru of laus í reipunum. Fjármagnið er ekki tryggt fyrir- fram í nýtanlega áfanga og fram- kvæmdir eru hafnar allt of snemma vegna þrýstings notenda. Afleiðinguna þekkja allir. Óra- langur byggingartími, hálfklárað- ar framkvæmdir um allt og mjög oft byggingar sem ekki eru í sam- ræmi við þarfirnar. Þó að lögin frá 1970 séu vel sam- in og kveði á um þessa hluti, skortir á að þeim sé framfylgt varðandi undirbúning að opinber- um framkvæmdum. Tillögur til úrbóta Til þess að bæta úr þessu ástandi þarf yfirstjórn opinberra framkvæmda að verða virkari og ákveðnari og hönnunarstjórnin betri. Þetta væri hægt að leysa ef fjármálaráðuneytið fengi líka um- sjá með faglegu yfirstjórninni. Það væri hægt að slá saman þeim stofnunum sem starfa að þessum málum í dag, breyta lög- unum frá 1970 og stofna í staðinn eina hönnunar- og framkvæmda- deild ríkisins, sem saman stæði af samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir, framkvæmdadeild IR og húsameistaraembætti ríkis- ins. Stofnunin hefði sem verkefni að fara með yfirstjórn hönnun- armála áætlanagerðar og allan tæknilegan og fjárhagslegan und- irbúning að framkvæmdum á veg- um hins opinbera, ásamt eftirliti og umsjón með verklegum fram- kvæmdum. Að sjálfsögðu verður slík stofn- un að hafa náið samstarf við eign- araðila og notendur, en þarf að vera stjórnunar- og þjónustu- stofnun sem vinnur þau verkefni sem Alþingi ákveður. Með betri yfirstjórn opinberra framkvæmda næst lægri bygg- ingarkostnaður, með betri undir- búningi næst betri árangur tækni- lega og varðandi nýtingu. Auk þess styttri byggingartími. Það er mikið atriði að það fé, sem veitt er til opinberra fram- kvæmda, nýtist sem bezt og komi að sem beztum notum og fullnægi þeim þörfum sem það átti að leysa. Það er líka mikilvægt að samkomulag náist um forgangs- verkefni til þess að nýtanlegir áfangar náist þar sem byrjað er. Það er kominn tími til að endur- skoða gildandi lög um þessa hluti og bæta úr þar sem skórinn krepp- ir. Hús Kaupfélagsins -öTp | L' | ■ i r h h j i |v? 1 jj 9 | MW3- G B ssjPsA M| i T| H 1 Vörumarkaður Ljónsins Kristín Kolbeinsdóttir Magný Jónsdóttir ísafjörður: Kaupfélagið þarf samkeppni eins og aðr- ar verslanir Vörumarkaðurinn Ljónið á ísa- firði var nýverið seldur Kaupfélagi ísfirðinga. Það mun þýða að mest öll matvörusala á ísafirði verður i hönd- um Kaupfélagsins. ( tilefni af þess- um breytingum hafði Morgunblaðið tal af nokkrum ísfirðingum og spurði þá hvernig þeim litist á. Ekki nógu gott Fyrst voru teknar tali Magný Jónsdóttir og Kristín Kolbeins- dóttir, en báðar vinna þær á Hótel ísafirði. „Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Magný. „Fólk er hér al- mennt mjög mikið á móti þessu, enda eiginlega engar verslanir nema Kaupfélagið eftir." „Persónulega er ég ekki ánægð með þetta," sagði Kristjn. „Eg held þetta verði allt of mikil ein- okun. Ég hefði viljað að Hagkaup hefðu keypt Ljónið, það er sagt að það hafi komið til greina. En þeir halda eitthvað áfram með litla Ljónið, verða með húsgögn og annað slíkt," sagði Kristín að lok- um. Rétt hugsað hjá Kaupfélaginu „Það er rétt hugsáð hjá Kaupfé- laginu, að kaupa þetta sem versl- un, “ sagði Páll Askelsson, verslun- armaður. „Þeir eiga að hafa þarna rekstur, sem samvinnumaður er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.