Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Djarflega framsett lygi eða gróf reikningsvilla? Eftir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra Ingar frumvarp til fjárlaga var lagt fram í seinustu viku var Sig- hvatur Bjorgvinsson, þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins, spurður áliLs á frumvarpinu i ýmsum fjöl- miðlum. Hann hafði þá helst til mál- anna að leggja, að nær allar fram- kvæmdir ríkisins væru fjármagnaðar með lánum! Ég hef satt að segja sjaldan orð- ið jafn forviða á nokkurri fullyrð- ingu í opinberum fjölmiðlum. Ég fór strax að veíta því fyrir mér, hvernig svo fáránleg hug- mynd gæti hafa orðið til. Var þessi fullyrðing aðeins óvænt hugljómun í höfði Sighvats sem þurfti að slá einhverju fram og valdi þessa órökstuddu fullyrð- ingu í von um að einhverjir tryðu nógu djarflega framsettri lygi? Eftir að hafa skoðað tölur frum- varpsins hef ég þó hallast að þeirri niðurstöðu að útkoma Sig- hvats eigi að vera byggð á tölum sem hann tekur upp úr frumvarp- inu en hitt er mér ekki Ijóst, hvort um vísvitandi biekkingu eða fljótfærni er að ræða. Hann virðist taka öll lán ríkis- ins í A- og B-hluta, alls 1.512 millj. kr., og bera þau saman við fjár- hæðina „1.600 millj. kr. í framlög til opinberra framkvæmda og fjárfestingarlánasjóða". (Viðtal í Mbl. 14/10.) í fyrsta lagi er mjög villandi að blanda saman lántökum ríkissjóðs í A-hluta og lántökum sjálfstæðra ríkisfyrirtækja í B-hluta, ásamt framlögum til fjárfestingarsjóðs nema í raun 2.125,7 millj. kr. Sig- hvatur hefur því annað hvort sleppt framkvæmdum í B-hluta eða fjárfestingarlánasjóðunum. En þar að auki sleppir hann að geta þess að stór hluti lánanna í B-hlutann eru til sjóða, sem endurlána þetta fé auk þess að fá bein framlög úr ríkissjóði til að standa undir hugsanlegum afföll- um af lánunum. Hér vantar því stórar tölur inn í dæmið. Dæmi I. Póstur og sími tekur um 55 millj. að láni vegna fram- kvæmda. Sighvatur reiknar með þessu láni í reikningsdæmi stnu, en hann virðist ekki telja fram- kvæmdina með (nema það séu sjóðirnir sem hann sleppir). Ilæmi II. Byggðasjóður tekur 100 millj. kr. lán og endurlánar ýmist með gengistryggingu eða lágum vöxtum. Jafnframt fær sjóðurinn um 70 millj. kr. framlag úr ríkissjóði til að standa undir óhagstæðum vaxtamun. Sighvatur telur lánið með í dæmi sínu en sleppir því að lánið er endurlánað. Dæmi III. Rikissjóður tekur 225 millj. kr. lán til að standa undir fjármagnsútgjöldum byggðalína Ragnar Arnalds Fullyrðing- ar Sighvats Björgvinsson- ar hraktar sem Landsvirkjun er að yfirtaka. Sighvatur telur þessa upphæð með lánamegin en ekki útgjaldamegin. Þó eru 210 millj. af þessari upp- hæð raunveruleg eignaaukr mg ríkisins í Landsvirkjun. Með því að hagræða reiknings- dæminu á þennan hátt fær hann út niðurstöðu sem felur í sér að tekin séu lán til framkvæmda við skóla, sjúkrahús, dagvistunarh- eimili eða almennar hafnir, þótt hann viti sjálfur, að það er ekki gert og hefur aldrei verið gert. Helstu framkvæmdir í A-hluta sem að nokkru eru kostaðar með lánum, er lagning vega 249 millj. kr. og er það allt innlent fé, en alls eru lánin 420 millj. kr. Auk þess er tekið 105 millj. kr. lán til hluta- fjárframlaga. Þetta lán telur Sig- hvatur með en virðist ekki færa það til gjalda sem fjárfestingu í samanburði sínum. Þessa fjárhæð verður að sjálfsögðu að telja með bæði fyrir ofan og neðan strik eða sleppa henni alveg, þar sem um er að ræða eignaaukningu ríkisins. Ef sleppt er þeim lántökum B-hlutans sem sjálfstæðir aðilar munu standa undir, t.d. Byggða- sjóður, Kröfluvirkjun eða Lands- virkjun, verða lántökur í B-hluta 305,5 millj. kr. Hlutfall lána af framkvæmdum ef hlutafjárframlögum er alveg sleppt báðum megin reiknast þá þannig: Lán 725,5 millj. kr. rramkvæmdir2.l25,7 millj. kr. = 34,1% Sem sagt: um þriðji hluti fram- kvæmda er fjármagnaður með lán- um en ekki allar framkvæmdir, eins og Sighvatur heldur fram. En til viðbótar kemur sú stað- reynd, að samtímis þessum lán- tökum er ríkissjóður að borga af áður teknum lánum í stórum stil. Afborganir af teknum lánum nema 42 millj. kr. hærri upphæð en nýjar lántökur. Ef þetta er haft i huga: að ríkis- sjóður borgar meira af lánum sem tekin hafa verið en nemur nýjum lánum, má með sanni segja, að í raun og veru séu engin ný lán tekin til beinna ríkisframkvæmda (í A-hluta). Af þessu ætti að vera ljóst að fullyrðing Sighvats Björgvinsson- ar er mikil fjarstæða. Nákvæmlega sama gildir um þá fullyrðingu, að útgjöld í A-hluta séu flutt yfir í B-hluta, og þannig fáist hagstæðari mynd af fjárhag ríkisins. Kjartan Jóhannsson setti fram þessa sömu órökstuddu fullyrð- ingu fyrir ári. Ég svaraði honum í blaðagrein og benti á, að útgjöld hefðu frekar verið að færast úr B-hluta í A-hluta, t.d. ætti það við um flugmálastjórn og sveitaraf- væðingu. í fjárlagafrumvarpi 1983 eru landamæri A- og B-hluta nær óbreytt frá fjárlögum 1982 ef frá er talin B-hluta-stofnunin Iðnað- arrannsóknir. Það viðfangsefni fær þó samsvarandi framlag úr A-hluta og áður, svo að þessi nýj- ung breytir engu. Að endingu vil ég segja við Sig- hvat Björgvinsson (því að stað- reynd er, að Matthías Á. Matthie- sen hefur ekki beitt þessum blekk- ingum): Hvers vegna ekki að við- urkenna staðreyndir? Afkoma rík- issjóðs er í viðunandi horfi og blekkingar geta engu breytt. Er það ekki varhugavert vega- nesti fyrir komandi fjármálaráð- herra, ef litlu máli skiptir, hvort rikissjóður stendur hallalaus, af því að þá slær stjórnarandstaðan því fram, að reikningarnir séu falsaðir — jafnvel án þess að rök- styðja það frekar. Og hverju á þá fólk almennt að trúa? Er ekki hætt við, ef svo fer, að menn velji þann kostinn að gleðja fólk með auknum útgjöldum og minnkuðum álögum, ef afkoma ríkissjóðs er bókhaldsstríð, sem enginn botnar í? Samstaða andstæðinga um aug- Ijósar staðreyndir er grundvallar- nauðsyn fyrir lýðræði í landinu. Grundvallarbreytingar á kínversku þjóöfélagi — 3. grein Virkt lýð- ræði í stað skrifræðis Eftir Ragnar Baldursson I fyrri tveim greinum mínum fjallaði ég um hvernig Kinverjar eru nú að breyta efnahagskerfi sínu til að vinna bug á ýmsum vandamálum sem hafa komið í veg fyrir öra efnahagsþróun og bætt lífskjör almennings. En breytingarnar eru ekki bundnar við efnahagsmál eingöngu held- ur eiga sér nú jafnframt stað viðamiklar breytingar á sviði stjórnmála og stjórnsýslu. Skrifræði hindrar efnahagsþróun Meirihluti kínverskra embætt- ismanna öðlaðist embætti sín við byltinguna 1949 vegna hollustu við kínversku byltinguna og kommúnistaflokkinn. Fjöldi þessara embættismanna mun vera nálægt 2,5 milljónum. Að- eins lítill hluti þeirra bjó yfir einhverri sérþekkingu á sviði hagstjórnar eða tækni enda var mikill skortur á tækni- menntuðum mönnum í Kína á þessum tíma. Þau vandamál, sem þeir urðu að leysa úr eftir byltinguna, voru að mörgu leyti grundvallarlega frábrugðin þeim verkefnum sem þeir höfðu áður fengist við, þ.e. byltingarstríð og skæruhernað. Það hefði því verið eðlilegt að þessir embættismenn létu af embættum sínum smám saman eftir því sem nýir ein- staklingar luku námi og þjálfun sem var í samræmi við þarfir þjóðfélagsins fyrir nýja stjórn- arhætti og efnahagsþróun. í reyndinni er samt ákaflega sjaldgæft að embættismenn ríkisins láti af embættum sínum fyrr en á dánardægri. Reglum um 60 ára eftirlaunaaldur fyrir karlmenn og 55 fyrir konur var aldrei hrint í framkvæmd og í raun og veru gilti í stjórnkerfinu sama fyrirkomulag ævilangrar ráðningar og tíðkast í ríkisfyr- irtækjum. Þessi langa seta embætt- ismanna í stjórnarsætum hefur valdið ákveðinni einangrun þeirra frá almenningi þótt þessi einangrun hafi aldrei orðið eins alvarleg eins og í Sovétríkjunum vegna þess að pólitískir leiðtogar í Kína hafa orðið að taka þátt í líkamlegri vinnu meðal fólksins. Margir þeirra höfðu líka árum og jafnvel áratugum saman búið Eftirlit verkafólks meó forystumdnnum veróur aukió og það fær meiri völd. Koma þessir unglingar til með að kynnast lifi allsnægta í framtíð- inni? við mjög þröngan kost sem kommúnískir skæruliðar fyrir byltingu og enn eimir eftir af þeim hugsjónaeldi sem hrinti þeim út í byltingarbaráttuna. Samt fór ekki hjá því að þeir festust að meira eða minna leyti í net skriffinnskunnar enda er rekstur stjórnkerfisins og hag- kerfisins, sem þeir tóku upp samkvæmt sovéskri fyrirmynd, nánast ómöguiegur án skrif- finnsku. I menningarbyltingunni voru margir hinna gömlu embætt- ismanna svívirtir og þeir sviptir embættum sínum en lausn menningarbyltingarinnar á skrifræðinu var óljós, óraunsæ og ekki í samræmi við kínversk- an hlutveruleika. í stað þess að leysa vandann jók hún hann og margir óhæfir og einræðissinn- aðir einstaklingar komust í lyk- ilaðstöðu í stjórnkerfinu. Við uppgjörið á menningarbylting- unni voru gömlu leiðtogarnir og gömlu embættismennirnir leyst- ir úr stofufangelsum eða kallaðir heim af ökrunum til að taka við stjórn landsins að nýju. En þess- ir gömlu leiðtogar eru í engri að- stöðu til að leiða Kína sjálfir inn á braut örrar efnahagsþróunar og velmegunar. Áframhaldandi völd þeirra geta heldur ekki full- nægt kröfum kínversks almenn- ings um aukið lýðræði og bein áhrif á sviði efnahags- og stjórn- mála. Uppstokkun stjórnkerfisins Deng Xiaoping og ýmsir aðrir aldraðir leiðtogar gera sér grein fyrir þessum staðreyndum. Þess vegna hafa þeir nú frumkvæðið að breytingum í stjórnkerfinu sem eiga sér fá fordæmi í verald- arsögunni. Þeir eru kerfisbundið að minnka eigin völd með því að endurskipuleggja gervallt stjórnkerfið og auka völd og réttindi almennings til ákvarð- ana um mál sem snerta hann beint. Óþarfa ráðuneyti og aðrar valdastofnanir, sem hafa gert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.