Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 9

Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 57 • Snæugluhreiðrið I Laufrandarhrauni. Varpstaðurinn er dæmigerður að því leyti að hann gnæfir nokkuð yfir umhverfið. Myndina tók J.H. Sherlock árið 1939 er hann var hér i ferðinni. Lítið er vitað um athuganir hans hér á landi, hvort hann varð mikið var við snæuglur eða lítið. Hann lést áður en hérlendir náttúrufræðingar gátu fræðst af honum. • Um það bil viku gamlir snæugluungar í hreiðri. Myndina tók breskur fuglaskoðari að nafni J.H. Sherlock í Laufrandarhrauni í Odáðahrauni árið 1939. Þetta er líklega eina myndin sem til er af lifandi íslenskum snæuglum. fugla hafi verið að ræða eða hvort hann sá jafnan sama fuglinn eða sömu fáu fuglana. Hreiður fann hann ekki á þessum slóðum, en verksummerki fuglanna þar sem þeir höfðu myndað nokkurs konar „hundaþúfur" með því að venja komur sínar á sömu blettina ár eftir ár. Og á heiðunum suður af Þistilfirði og í Miðfjarðarárdrög- um sá hann einnig nokkrum sinn- um snæuglur og svipuð verksum- merki og áður er getið. Engin hreiður. „Stofninn líklega alltaf innan við 10 pör“ „Eins og ég sagði áðan, hefur snæuglan aldrei verið algeng og þó að lítið sé vitað um stofnstærðina í gegn um árin, er næstum óhætt að fullyrða að islenski varpstofn- inn hefur alltaf verið innan við 10 pör. Síðasta hreiðrið fannst í Grafarlöndum í Ódáðahrauni árið 1956. Það voru nokkrir félagar úr Ferðafélagi Akureyrar sem gengu fram á snæuglur sem létu ein- kennilega og eftir nokkra leit heyrðist ungatist og þeir fundu þrjá mjög smáa snæugluunga. Síðan hefur þessi fuglategund ekki vitan- eða sannanlega orpið hér á landi," segir Ævar Pedersen. Hann er spurður í kjölfarið: Hvað kann að hafa orsakað að snæuglan hætti að verpa hérlendis? „Eins og ég hef komið að áður, var hún aldrei algeng og því veik- ari fyrir en ella. Nú, það má segja að hér er um algeran heimskauta- fugl að ræða og Island er á syðstu mörkum útbreiðslusvæðisins. Veð- ur hefur farið hlýnandi hér á landi, gerði það a.m.k. fram til ársins 1960 og það er sama sagan með snæugluna og er með aðrar heimskautategundir eins og haf- tyrðil og þórshana, þær færa sig norður og yfirgefa okkur. Bæði haftyrðli og þórshana hefur stór- fækkað og það stefnir allt í að haf- tyrðillinn hætti að verpa á íslandi á næstu árum. — Hvort snæuglan tekur að verpa á íslandi á ný er ekki gott að segja, raunar ekkert hægt að segja. Þar spila margir hlutir inn í, ekki síst veðurfarið næstu ára- tugina. En hér er verið að tala um tímabil eins og 50—100 ár eða meira." Er hugsanlegt að of lítið fæðuúr- val og framboð hafi spilað hér inn í? „Það er hæpið, væntanlega hef- ur rjúpan verið aðalfæða snæugl- unnar hér á landi og næstu árin eftir að hún hætti vitanlega að verpa hér voru góð rjúpuár. Þá er einnig hæpið að maðurinn hafi skemmt varp snæuglunnar, hún varp undantekningarlaust frammi á reginöræfum og fjarri manna- ferðum." En hvernig stendur snæuglan að vígi á íslandi í dag? „Hún er eftir sem áður vetrar- gestur og algengust sem slíkur á norður- og norðausturhorninu. Á sumrin sést hún einnig, til dæmis sást óvenjulega mikið af snæugl- um á síðasta sumri, svo sem í Mý- vatnssveit, Ljósavatnsskarði og í Borgarfirði, auk þess sem ein fannst dauð við Mývatn. Það hefur borið við að menn hafi skotið ugl- urnar, til dæmis einn norður í Skagafirði. Hann sagði mér frá því á sínum tíma, hann varð svo hræddur er hann hafði framið verknaðinn, að hann huslaði hræið í grjóti og sagði engum frá fyrst um sinn. Sem betur fer eru nú þungar sektir við því að bana snæuglunni." Branduglan ruglaði menn Þá er ógetið um einn þátt sem hjálpaði til við að rugla menn í ríminu um útbreiðslu snæuglunn- ar, það var frænka hennar brand- uglan. Hún er einn af þessum nýju landnemum sem hafa lagt undir sig ísland eftir því sem veður hlýnaði á þessari öld. Almenning- ur áttaði sig ekki á þessum nýliða og þekkti heldur ekki snæugluna vegna þess hve sjaldgæf hún er. Branduglan verpir nú um land allt en er frekar strjáll varpfugl. Sjaldgæf telst hún ekki þó menn sjái hana kannski ekki ýkja oft. Tilkynnt var um „snæugluhreið- ur“ í Holtunum, fyrst árið 1912 og síðan aftur á árunum milli 1920—1930. í Blöndudal fundust svo „snæugluhreiður" árið 1953 og fleira mætti telja. En í þessum til- vikum var örugglega um brand- uglur að ræða. Nú orðið er tegund- um þessum ekki lengur ruglað saman og staðreyndin blasir við, að branduglan er eftir atvikum al- geng, en snæuglan jafn sjaldséð og þjóðsagnakennd og fyrr. Snæuglan og þjóðsögurnar Forneskjulegt yfirbragð, hegð- un snæuglunnar og það hversu sjaldséð hún var (og er), hlaut að vekja umtal og sögusagnir um þennan tígulega hvíta einfara auðnanna. Björn J. Blöndal skráir fallega þjóðsögu um snæugluna, eða snjóugluna eins og hann kall- ar hana í bók sinni „Vinafundir", sem út kom 1953. Hann getur þess þar að hafa einu sinni séð ein- kennilegt samansafn af fuglum sitja í stórri laut suður frá Staf- holtsey, en þaðan er Björn. Sá hann þar hundruð fugla af mörg- um tegundum og á brún lautar- innar sat fálki mikill. Enginn fugl gaf frá sér hljóð eða hreyfði sig, einhver athöfn, eitthvert þing stóð greinilega yfir. Síðan getur Björn þess að hann hafi sagt gömlum vini sínum, Þorláki Davíðssyni úr Húnaþingi, frá þessu fyrirbæri. Þorlákur þessi sagði þá við Björn: „Þú hefur séð fuglaþing," og er Björn bað um nánari frásögn sagði Þorlákur honum ævintýri um fuglaþing. Fer endursögn hér á eftir. Það þarf eitthvað mikið að koma til til þess að fuglarnir komi saman og beri sanfen bækur sínar. Áður en ísland byggðist ríkti hér mikið og gróskumikið jafnvægi. Fuglar voru um allt, tegundir margar, og enginn maður til að raska jafnvæginu eins og mannin- um er tamt að gera. Fuglarnir og dýrin áttu ísland óskipt, enda landið ósnortið og mikil paradís. En fuglarnir eiga sér lög og reglur ekki síður en maðurinn, en slíkt er hvergi skráð, heldur helg- að af venjum og erfðum í gegn um aldirnar. Örninn er auðvitað kon- ungur fuglanna, en fálkinn og smyrillinn eru lögreglan sem gæt- ir þess á daginn að lögmál og regl- ur fuglaríkisins séu ekki brotnar. Þegar rökkva tekur sjá uglurnar um gæsluna. Það eru þó aðeins allsherjarlögin sem þessir fuglar eiga að vernda. Allar ættkvíslir fugla eiga sín sérstöku lög, og það eru einkamál ættarinnar að sjá um að þau lög séu ekki brotin. Fuglarnir eiga sitt alþingi og eru þar allsherjarlög sett. Örninn er forseti þingsins, fálki og smyrill ráðgjafar ásamt afgamalli snjó- uglu. Um hana er sagt: Snjóugl- unni er sýnd mikil svo virðing, að hún er aldrei spurð ráða nema í mestu vandamálum. Og svör hennar eru véfrétt, torráðin og óskeikul. Snjóuglan er barn norð- urheima og eldri en ísöldin. Hún er vitrust fugla. Þegar ísland tók að byggjast, gekk maðurinn afar nálægt mörg- um fuglastofnum, lagði í eyði heilu byggðirnar, drap og drap, enda af nógu að taka að því er virtist og fuglarnir spakir þar sem þeir kunnu ekki að hræðast mannsókindina. Mikil ókyrrð kom í marga fuglastofna og það var rætt um það fugla á meðal að yfir- gefa landið með öllu. Stefna þessi átti svo vaxandi fylgi að fagna að konungur fuglanna, örninn, sá sig tilneyddan að kalla saman þing. Friði er lýst með öllum fuglum er boðað hefur verið til þings og hraðfleygustu fuglarnir eru sendir í allar áttir með fundarboð. Engin fuglategund þorir að flytja uglun- um hvítu boðin nema fálkar og smyrlar, enda ætt sem kann ekki að hræðast. Nú var sem sagt boðað til þings og kom saman mikil mergð fugla af öllum tegundum, þar á meðal geirfuglar. Þingið var jafnan hald- ið nærri sjónum, því geirfuglarnir gátu ekki flogið, svo voru tegundir sjófugla sem misstu flugið ef þær misstu sjónar á hafinu. Er allir voru mættir setti örninn þingið og því næst las fálkinn upp lög fugl- anna. Ekki voru þau skráð og þeg- ar fálkann rak í vörðurnar, leið- rétti snjóuglan vitra hann, hún kunni þetta allt utan bókar ef svo mætti að orði komast. Annars fór lítið fyrir uglunni, hún var æva- forn að sjá og virtist dotta í sól- skininu. Þegar lögsögunni var lok- ið báru fuglarnir upp kærumál sín og voru þau nánast öll i sama dúr, ásakanir á hendur nýju verunum, mönnunum, sem gengu um allt drepandi og rænandi. Vildu marg- ir fuglanna yfirgefa landið og var umræða löng og hörð, kliður mik- ill og gekk svo um hríð. örninn vissi varla hvernig hann átti að snúa sér í málinu og var þá þrautalendingin að spyrja snjóugluna. Og hvíta véfréttin reyndist forspá. Hún mælti: „Sé ég og sé ég langt inn í aldaheim. Sá dagur mun koma, að maður mun sitja í því sæti, er ég skipa nú. Hann mun hefja upp rödd sína og lýsa alla fugla í friði í þessu landi og um allan heim. Það mun hann gera vegna þess að hann hefur ráðið lífsgátuna miklu um upphaf og örlög lífsins á þessari jörð. Þetta land mun fóstra og fæða þennan mann, og mun ég hvergi fara.“ Svo mikils var hin vitra snæugla metin, að þegar hún hafði svo mælt, féll niður allur ágrein- ingur fuglanna og samþykktu þeir einróma að þrauka. Var það happ mikið, því hvað væri Island án fuglanna sinna? Hvað sem forspá snjóuglunnar gömlu líður, þá hefur ýmislegt ræst, en annað ekki. Maðurinn veit margt í dag sem hann vissi ekki þá um upphaf og örlög lífsins á þessari jörð, þó svo að af og frá sé að segja hann hafa ráðið lífs- gátuna miklu. Þá hefur maðurinn ekki lýst alla fugla í friði í þessu landi eða um allan heim og kemur þar bæði til nauðsyn og skeyting- arleysi, kannski fleira. En á ís- landi er snjóuglan ein af þeim teg- undum sem alfriðaðar eru og er það af nauðsyn, því þessi dular- fulli, tignarlegi og stórmerkilegi fugl er því miður að hverfa héðan. Kannski fyrir fullt og allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.