Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 65 j Cro -Magnon-menn voru aðal- lega veiðimenn, lifðu á faraldsfæti og fóru víða um, en stofninn hefur síðan væntanlega greinst vegna landfræðklegrar dreifingar og ein- angrunar í þá kynstofna sem nú eru uppi. Löngu síðar koma fram fyrstu einkenni siðmenningar, en fyrsta stig hennar var föst búseta og jarðrækt. Þegar maðurinn fær sér fasta búsetu til að yrkja jörð- ina og útvega sér þannig forða þann, er hann geti lifað á, eru skil- yrðin fengin fyrir frekari framför- um. Hann lifir þá ekki lengur eins og veiðimaðurinn, fyrir stundar- þörfiná, heldur getur hann farið að hugsa um aðrar fjarlægari þarfir sínar og ílanganir. Og til að villast ekki um of frá því efni, sem upphaflega var umfang þessarar greinar, getum við í stuttu máli fullyrt, að við þessi breyttu skil- yrði hafi einnig orðið breytingar á stöðu draumaprinsanna, þótt hér skuli ekki fullyrt í hverju þær hafa verið fólgnar. Við getum hins vegar fengið athyglisverða vís- bendingu með því að athuga lifn- aðarhætti manna á þessum bernskuárum siðmenningarinnar. Kúgun konunnar Menning í víðtækari merkingu sprettur upp úr samlífi manna í þorpum, bæjum og borgum, þar sem verkaskipting hefst við margs konar vinnu. Einn stundar þetta og annar hitt og þannig skiptast menn smám saman í stéttir. Fjöl- skyldan hefur líklega verið fyrsta stig félagslífsins, hvernig svo sem fjölskyldulífinu hefur verið farið og hvort sem það hefur hvílt á fjölkvæni, fjölveri eða einkvæni. Um hjúskaparmál hinna elstu manna vita menn lítið sem ekkert, en líklegt er, að þeim hafi verið líkt farið og dýrunum, að þeir hafi ýmist lifað í fjölkvæni eða ein- kvæni um skamman eða langan tíma. Einnig er lítið vitað um hvernig daglegu lífi þeirra hefur verið farið nema að gera má ráð fyrir að karlmenn hafi verið á sí- felldum erli, en konurnar verið heima við og sinnt jarðrækt, tínt ber og ávexti, hirt um börnin og sinnt heimilisverkum. Sennilega hefur hlutskipti konunnar verið þungbært og ömurlegt þá eins og raunar oftast síðar fram á síðustu tíma. í flestum frumstæðum þjóðfé- lögum hefur það verið svo, að karlmenn annast matbjörgina, stunda veiðar og annast hjörðina auk þess sem hermennskan hefur verið í þeirra verkahring, bæði til sóknar og varnar. Karlmenn hafa því snemma farið að líta á sig sem æðri og fulikomnari verur, en á konurnar sein óæðri verur, sem eigi að gera ö'll óþrifaverkin og allt það sem lítilmótlegt telst. Konan geti að vísu verið ástmey manns- ins um skemmri eða lengri tíma, en aðallega sé hún konan sem ann- ist matseldina, móðirin sem þrífi börnin og ambáttin sem geri öll óþrifaverkin. Konan var sett skör lægra en maðurinn og við siikar aðstæður er freistandi að ímynda sér, að með þeim hafi blundað þrá eftir manni sem liti á þær sem jafningja og slíkur maður hafi þá verið draumaprins þessara óham- ingjusömu kvenna. Hitt er þó lík- legra að þær hafi ekki leitt hug- ann að slíkum draumórum. Hugprýdi og hermennska Eftir að sagnaritun hefst, verð- ur okkar ljósar en áður, hvers kon- ar manngerðir það eru sem ganga öðrum fremur í augun á konum og má marka það af ástarsögum frá ýmsum tímuin. Þótt tíðarandinn hafi þar skapað hina óiíklegustu „sjarmöra" virðist nokkuð áber- andi að hugprýði og drengskapur hefur verið í miklum metum. Her- mennskan var afgerandi þáttur í daglegu lífi karlmanna í fornöld og jafnvel fram á miðaldir og því urðu afreksverk í styrjöldum þeim mjög til framdráttar í kvennamál- um, og hefur það þá haldist í Fyrsti draumaprinsinn .. ? — Myndin er af Heidelberg-manninum, eins og fornfræðingar telja að hann hafi litið út. hendur við frama innan hersins, til dæmis meðal Rómverja. Á miðöldum, til að mynda á tímum krossferðanna, voru hug- prúðir riddarar í hávegum hafðir og bæði þá og síðan, eins og raun- ar allt frá tímum Grikkja og Róm- verja, hafa menn af háum stigum og valdamiklir þótt eftirsóknar- verðir, sem von er. Má í því sam- bandi benda á einföld dæmi í ævintýrunum, þar sem almúga- stúlkan nær í prinsinn og fær hálft kóngsríkið í brúðargjöf. En það er athyglisvert, að það fylgdi alltaf sögunni, að prinsinn var ekki bara erfingi konungsríkisins, heldur var hann líka myndarleg- ur, góður, ástríkur og umhyggju- samur. Hugprýði og hermennska hefur raunar haft yfir sér ákveðinn „sjarma" allt fram á okkar dag og til hermennskunnar má eflaust rekja þann veikleika sem konur virðast hafa haft fyrir mönnum i einkennisfötum, þótt eitthvað kunni að hafa dregið úr því nú á seinni árum. En einkennisföt her- mannsins, ein og sér, dugðu þó skammt ef hreystina og karl- mennskuna vantaði og þegar á heildina er litið virðast þeir eigin- leikar, þ.e. karlmennska ásamt drengskap og einhverjum skammti af geðprýði og góð- mennsku, vera það sem best hefur dugað og er þá miðað við lýsingar af söguhetjum í ástarsögum frá þeim tímum. Þessi draumur um umhyggjusemi segir ef til viil margt um stöðu kvenna hér áður fyrr, þótt hitt sé vitað, að á öllum tímum hafa sumar konur laðast að ruddalegum karlmönnum. En víkjum nú að samantekt blaðakonunnar, sem áður er 1880 Markgreifinn af Hartington, seinna hertogi af Devonshire, var dæmi- gerður „herramaður Viktoríutím- ans“, en sú manngerð gekk mjög í augun á konum þess tíma. 1920 „Suðræni elskhuginn“ komst í tísku á árum þöglu kvik- myndanna og kvikmynda- leikarinn Kudolph Valentino var draumaprins þriðja ára- tugarins. nefnd, og lítum þá fyrst á mann- gerðina „Elizabethan Gallant", sem hún miðar við ártalið 1590. Kvennabósi Elísabetartímans Hinn fullkomni spjátrungur Elísabetartímans á sextándu öld var hermaður og landkönnuður, sem var ævintýramennskan í blóð borin. Hann var einnig andríkur og fyndinn, íþróttamaður og skáld. Auk hinna skörpu gáfna dáðust konur að velsköpuðum fót- leggjum hans, en fótleggir voru þýðingarmikið atriði hvað varðar kyntöfra karlmanna á þeim tím- um og skýrir hinn fáránlega klæðaburð (að okkar mati), er karlmenn gengu í þröngum sokka- buxum. Klæðaburður skipti ákaf- lega miklu máli og til að ganga í augun á konum, gengu menn mjög skrautlegir til fara, í fatnaði með alls kyns pífum og rykkingum, með velskorið skegg, í þykku skýi af ilmvatnslykt. Hárið var skorið stutt ýfir stífum fellingakraga (sem raunar var eitt af forrétt- indaeinkennum yfirstéttarinnar). Þessi kvennabósi Elísabetartím- ans bar að sjálfsögðu sverð og einnig vasaklút, sem hann hafði einatt uppi við og auk þess bar hann hálsfestar, hringi og eyrna- lokka, prýddum gimsteinum (ef efnin leyfðu). Þannig var hann íburðarmikill að sjá og ofskreytt- ur, en þó karlmannlegur, og hann var bæði kurteis og stimamjúkur við konur, enda hafði hann mikla ánægju af félagsskap fagurra kvenna. Robert, jarl af Essex, var dæmi- gerður fyrir þessa manngerð. Hann var myndarlegur maður, fríður og fjörugur, eins og honum er lýst á einum stað. Hann var í miklu uppáhaidi hjá Elísabetu fyrstu drottningu, en féll í ónáð í pólitísku samsæri, sem bruggað var gegn honum og fleirum, og hann var tekinn af lífi með mikilli viðhöfn, en til þess var tekið, hversu skrautlega klæddur hann mætti til aftökunnar og hversu karlmannlega hann bar sig á þeirri örlagastundu. Munaðarseggir Endurreisn- artímans Þá skulum við hlaupa yfir hundrað ár og líta á elskhuga Endurreisnartímans, manngerð sem kölluð var „hin púrítanska hetja“. Siðvendnin var þó aðeins á yfirborðinu og trúræknin einnig, því þessir menn höfðu mest yndi af fjárhættuspili og leikhúsferð- um og þeir elskuðu konur, en þó umfram allt sjálfa sig. Charles II Bretakonungur er sagður dæmi- gerður fyrir þessa manngerð, með sítt krullað hár (venjulega hár- kollur), sperrtur eins og páfugl, uppblásinn af monti, klæddur í fyrirferðarmikil skrautklæði. Helsta skemmtun manna af þessu sauðahúsi var að dufla við konur og konur féllu unnvörpum fyrir þessum „hárkollusjarmörum", sem tóku í nefið og gengu um með skrautlegt montprik. Þessir menn voru ákaflega djarftækir til kvenna, og konur gengust upp í þessu smjaðri. Heldri menn á þessum tíma máluðu andlit sitt eins og konurnar og einnig voru alls kyns grímur og dulargervi í tísku og „fegrunarbólur" og smyrsl, sem skemmdu andlit karlmanna og kvenna. Charles II er fulltrúi fyrir hina lostafullu munaðarseggi Endur- reisnartímans. Hann var upp- nefndur „Gamli Rowley" eftir ein- um besta graðfolajium í hinu kon- unglega hesthúsi og segir það ef til vill sína sögu, enda átti Charles óskilgetin börn út um allt Bret- land. Hann var vel á sig kominn líkamlega, grannur og dökkur yf- irlitum, maður sem elskaði það að elska konur. Og ólíkt mörgum öðr- um kvennabósum skipti hann ekki um hjákonur heldur bætti sífellt nýjum og nýjum við, án þess að sleppa þeim sem fyrir voru. Elskhugar á öldinni sem leid Þá hlaupum við enn yfir 150 ár og ber okkur þá niður árið 1820 og enn sem fyrr í Bretlandi. Eftir að andlitsfarðinn, púðrið og hárkoll- urnar frá átjándu öld hurfu af sjónarsviðinu, urðu karlmenn þrifnari og hreinni er nítjánda öldin gekk í garð og á vissan hátt „litlausari" er þeir hættu að mála sig. En þrifnaðurinn varð nú yfir- gengilegur og það komst jafnvel í tísku að þvo sér oft á dag. Lík- amsböð urðu að meiriháttar at- höfn sem tók marga klukkutíma og svo var „pjattið" mikið, að dæmi eru um að skósólar hafi ver- ið burstaðir. Þegar hér var komið sögu voru konur í sívaxandi mæli farnar að dást að mönnum sem höfðu yfir sér þunglyndislegt yfirbragð, en svo furðulega vill til, að svo virðist sem kvenlegt vaxtarlag á karl- mönnum hafi einnig komist í tísku á þessum tíma. Yfirhafnir voru innsniðnar í mittið og til að fá réttu línurnar notuðu sumir karlmenn lífstykki. Hjartaknúsar- ar þessa tíma voru stuttklipptir, með einglyrni og báru gjarnan rós í hnappagatinu. Þessi manngerð var yfirleitt geðstillt og gætin. Raunar voru á þessum tímum tvenns konar manngerðir sem börðust um hylli kvenna. Það var sú manngerð sem hér hefur verið lýst annars vegar og svo hins veg- ar hin rómantíska og dularfulla manngerð sem Byron lávarður er talinn dæmigerður fyrir. Hann var tilfinninganæmur og ástríðu- fullur, listrænt skáld, hikandi í framgöngu, mislyndur, laglegur, en án nokkurs vafa illkvittinn, grályndur og syndsamlegur, ef því var að skipta og á einhvern hátt truflaður á geðsmunum. Hjákona hans sagði eitt sinn, að hann væri brjálaður og það væri óðs manns æði og stórhættulegt að umgang- ast hann, en engu að síður: „Þetta fallega, föla andlit er samofið ör- lögum mínum." Fimmtíu árujh síðar er komin fram á sjónarsviðið önnur tegund af draumaprinsum sem kalla má „hinn viktoríanska herramann". Herramenn Viktoríutímabilsins voru að vísu alvcrugefnir, eins og fyrirrennarar þeirra fyrr á öld- inni, en að öðru leyti var hér um að ræða ólíka manngerð. Hinn dæmigerði „sjarmör" þessa tíma var hár og grannur, karlmannleg- ur í vexti og gekk um í hvitri skyrtu með stífan flibba. Hann var formlegur og kurteis í fram- komu, var með vangaskegg, bar pípuhatt og gekk í lafafrakka með þungt vasaúr í vestisvasanum. hann var virðuleikinn uppmálað- ur. Markgreifinn af Hartington, sem seinna varð áttundi hertogi af Devonshire, var dæmigerður herramaður Viktoríutímans. Hann var einn af leiðtogum Frjálslynda flokksins og í miklu vinfengi við konungsfjölskylduna og þá einkum prins Edward. Hann var og mjög dáður af konum í sinni tíð, handsmár, grannur, nefstór og rauðskeggjaðgr, eins og honum er lýst á einum stað. Suðræni elskhug- inn og karlmennið Við færumst nú óðfluga nær samtímanum og stöldrum við á fyrri hluta þessarar aldar, á ára- tugnum milli 1920 og 1930. í kjöl- far fyrri heimsstyrjaldarinnar hefur nokkur lausung gripið um sig og kenmr það meðal annars fram í sundurgerðarlegum klæða- burði karlmanna. Losnað hefur um strangar hegðunarvenjur fólks, einkum yngra fólksins, og skemmtanafíknin verður alls ráð- andi. Dans, ástir, hlátrar og söng- ur eru þeir þættir sem allt snýst um, menn græða peninga, tapa peningum, drekka og dufla. Ungar SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.