Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 32

Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Um kossamet í kvikmyndum — og fleiri afrek ,,l>ú nærð mér aldrei lifandi" (You’ll never take me alive), „Elskan, leyfðu mér að taka þig burt frá þessu öllu“ (Darling, let me take you away from all this), ,,1'essi bær er ekki nógu stór fyrir okkur báða („This town ain’t big enough for both of us). — l>essar setningar eru í hópi þeirra sem hvað oftast hafa verið sagðar á hvíta tjaldinu í hinum ýmsu glæpa-, ástar- og kúrekamyndum. En sú setning sem oftast hefur verið skrifuð í kvikmyndahandrit er: „Komum okkur héðan" (Let’ss get outta here). I'essar upplýsingar koma meðal annars fram í gagnmerkri bók, sem út kom í Bandaríkjunum hér á dögunum og fjallar um met ýmiss konar úr heimi kvikmyndanna, eins konar Guinness-metahók kvikmynd- anna. í bók þessari kennir ýmissa grasa, eins og við er að búast, og sjá má á sýnishornum í eftirfarandi grein. Setningin „komum okkur héð- an“ var þannig fundin, að valdar voru af handahófi 150 banda- rískar kvikmyndir frá tímabil- inu 1938—1974 og kom þá í ljós, að setningin kom fyrir í yfir áttatíu prósent tilfella og var sögð oftar en einu sinni í sömu myndinni í sautján prósent til- fella. Aðrar setningar komust þar hvergi nærri þótt menn létu sér þær býsna oft um munn fara í hinum ýmsu kvikmyndum, sem skoðaðar voru í könnuninni. Lengsta mynd sem gerð hefur verið er „neðanjarðarmynd" ein sem ber heitið „Lengsta og til- gangslausasta mynd í heimi", en hún var frumsýnd í hinni upp- runalegu 48 klukkustunda lengd sinni í „Cinematheque de Paris” í október 1970. Mesti kostnaður sem lagt hefur verið í til að auglýsa upp eina kvikmynd eru níu milljónir doll- ara, sem United Artist-kvik- myndafélagið eyddi í að auglýsa mynd Francis Ford Coppola „Apocalypse Now“, sem gerð var árið 1979. Framleiðslukostnaður myndarinnar, fyrir utan auglýs- ingar, var um 31 milljón dollara, sem ég nenni ekki að umskrifa í hinum gengisfljótandi íslenska gjaldmiðli, enda viðbúið að upp- hæðin hækki til muna frá því að greinin er skrifuð og þangað til hún birtist á prenti. Af öllum hetjum villta vesturs- ins hafa flestar kvikmyndir verið gerðar um William Frederick Cody (1846—1917), sem þekktur var undir nafninu „Buffalo Bill“, en að minnsta kosti 45 kvik- myndir hafa verið gerðar um viðburðaríka ævi hans. Sá rithöfundur sem oftast hef- ur verið kvikmyndaður er Willi- am Shakespeare (1564—1616), en 270 kvikmyndir hafa verið gerð- ar eftir leikritum hans og að auki 25 „nútímamyndir", þar sem söguþráðurinn er lauslega byggður á verkum Shakespeares. „Hamlet" er það verk sem oftast hefur verið kvikmyndað af leik- ritum leikskáldsins, en 39 útgáf- ur eru til af leikritinu á filmu. I öðru sæti er „Romeo og Júlía", sem hefur verið kvikmyndað 28 sinnum. „Macbeth" fylgir fast á eftir, hefur verið fest 26 sinnum á filmu. í bókinni er getið um stjórn- málamenn, sem komið hafa við sögu kvikmyndaiðnaðarins, og má þar nefna Sir Winston Churchill, sem var á samningi við kvikmyndafélagið „London Films“ frá árinu 1934 og þar til stríðið braust út, en hann hafði m.a. umsjón með myndum sem gerðar voru um sögu Englands. Roosevelt Bandaríkjaforseti skrifaði upprunalegt handrit að kvikmyndinni „The President’s Mystery" sem frumsýnd var árið 1936. Þá er talið að Benito Muss- olini hafi gert handrit að mynd- ini „Scipio Africanus", sem fjall- ar um sigra rómverska hershöfð- ingjans i Afríku, og átti myndin að vera táknræn fyrir aðgerðir ítalska hersins í Abyssiniu (Eþíópíu). Af Bandaríkjaforsetum hafa flestar kvikmyndir verið gerðar um Abraham Lincoln, en hiut- verk hans hefur verið leikið í 128 kvikmyndum fram til þessa. Sú persóna sem oftast hefur verið túlkuð á hvíta tjaldinu er hins vegar Dracula greifi, per- sóna sem fyrst kom fram á sjón- arsviðið í skáldsögu eftir írska rithöfundinn Bram Stoker (1847—1912), en hryllingssaga hans um „Dracula" var gefin út árið 1897. Myndirnar um Drac- ula eru nú orðnar yfir 130, en fast á eftir fylgja myndir um aðra hryllingsfígúru, Franken- stein, og hafa íslenskir kvik- myndahúsagestir átt þess kost að kynnast einni af nýjustu út- gáfunni í Bíóbæ að undanförnu. John Wayne er sá leikari í Hollywood sem verið hefur oftast í aóalhlutverkum í kvikmyndum, en af 153 kvikmyndum, sem Jane Russell var úrskurðuð „ófótógenísk“ í fyrstu prufutök- unni fyrir Fox-kvikmyndafélagiö áriö 1940. hann lék í, var hann í aðalhlut- verkum í 142 myndum. I bókinni er einnig getið um Hollywoodstjörnur sem var vísað frá eftir fyrstu prufutöku og seg- ir þar m.a.: „Clark Gable féll í prufutöku hjá Warner-kvik- myndafélaginu árið 1930, en Jack Warner sagði þá, svo að Gable heyrði, að hann væri „bara stór api“. Jane Russell fékk líka þá umsögn eftir fyrstu prufutöku sína fyrir Fox- kvikmyndafélagið árið 1940, að hún „myndaðist illa, þ.e. væri ófótógenísk (unphotogenic)“. Af öðrum stjörnum sem féllu í sinni fyrstu prufutöku má nefna Shirley Temple, Maurice Chev- alier, Bette Davis og Brigitte Bardot. Þaö tók níu menn tuttugu klukkustundir aö gera Rod Steiger kláran fyrir hlutverk hans í „The lllustrated Man“. John Wayne á met í aöalhlutverkum, samtals 142 aöalhlutverk. Hér er hann ésamt Lee Marvin í myndinni „Donovan’s Reef“ frá érinu 1963. George Burns afrekaði það að komast aftur á hvita tjaldið eftir 36 ára fjarveru, en hann hætti kvikmyndaleik eftir myndina „Many Happy Returns", sem tekin var árið 1939, en birtist aftur á hvíta tjaldinu árið 1975 í myndinni „The Sunshine Boys“, þá 79 ára gamall. Flestir kossar í einni og sömu myndinni voru 127 talsins í myndinni „Don Juan“ frá 1926. Það var John Barrymore sem var svo lánsamur að vera í tit- ilhlutverkinu og kossum þessum þrýsti hann aðallega á leikkon- urnar Mary Astor og Estelle Taylor. Það tók níu menn og tuttugu klukkustundir að gera Rod Steiger kláran fyrir hlutverk hans í myndinni „The Illustrated Man“, en þar lék hann mann sem var húðflúraður á öllum líkam- anum. Samkvæmt bókinni mun þetta vera tímamet í förðun fyrir eitt hlutverk. (Þýtt/ Sv.Q.) r v Islenskt söngva- safn Islenskt söngvasafn kom fyrst út i tveimur bindum 1915 og 1916. Það hefur notiö fádæma vinsælda og hefur þótt og þykir enn ómissandi á hverjum þeim staö þar sem sungiö er viö undirleik. Söngvasafnið var viða nefnt „Fjárlögin" og hlaut þaö nafn af hinni frábæru mynd Rikharös Jónssonar af islensku landslagi, smölum og kindum sem prýddu spjöld bókanna og prýöir enn þessa nýju útgáfu. „Fáar nótnabækur hafa reynst tónmennt i landinu eins notadrjúg- ar og Islenskt söngvasafn," segir Jón Asgeirsson, tónskáld, í formála fyrir þessari nýju útgáfu. „ Val texta og laga, en sérlega þó raddsetning Sigfúsar Einarssonar, tónskálds, er án efa undirstaða þeirra vinsælda sem bækurnar hafa notiö. “ Þessi nýja útgáfa Söngvasafnsins er fyrsta útgáfa þess óbreytt aö öðru leyti en þvi að báðar bækurnar eru hér í einu bindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.