Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 34

Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Óbeísluð orka í íslenskum hönnuðum Elín Pálmadóttir ræöir við Stefán Snæbjörnsson innanhússarkitekt Fyrir 15 árum varö undirritaöur blaöamaöur fyrst var við Stefán Snæbjörnsson, innanhúss- arkitekt, við gerö íslenzkrar sýningar. l>að var á heimssýningunni í Montreal 1967, þar sem hann var aðstoðarmaður Skarphéðins Jóhannssonar, arkitekts við uppsetningu á íslenzku sýningardeildinni. Síðan hefur Stefáni býsna oft brugðið fyrir við sýningarhald hér og erlendis. Verið að draga sig í hlé um það bil sem blaðamenn og gestir eru að mæta á opnunarhátíð. I>á búinn að skila fallegu og oft hugvitssömu verki við undirbúning og frágang á því sem sýna skal. Nú síðast sá hann um þátt íslendinga og tengslin við ísland við norrænu listiðnaðarsýninguna í Cooper-Hewitt-safninu í New York í sambandi við kynninguna Scandi- navia Today í Bandaríkjunum, og var einmitt að koma af málþingi um „Hönnun á Norður- löndum á vorum dögum“ í Guggenheim Auditorium, þegar okkur þótti sannarlega tími til kominn að falast eftir viðtali við hann. Þá lá beinast við að spyrja hann hvenær og hvernig hann tók að gera sýningar að svo stórum þætti í starfí sínu. Stefán Snæbjörnssun, í vinnustofu sinni í Skipholti. „Upphaf þess að ég fór að skipta mér af slíkum kynningarstörfum er líklega grein, sem ég skrifaði í Iðnaðarmál árið 1967 um listiðnað og iðnhönnun," sagði Stefán. „Þá var ég tiltölulega nýkominn frá námi við Listiðnaðarháskólann í Ósló, var þar á árunum 1960—65 en starfaði heima í sumarfríum eins og þá var venja, og var svo heppinn að lenda hjá Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt, sem bæði hafði skemmtileg verkefni og fjöl- breytileg á sínu borði, og var laus við alla hleypidóma, þannig að jafnvel skólastrákur varð þátttak- andi í þeim hugmyndafræðilegu vangaveltum sem að baki liggja hverju verkefni. Við vorum sam- mála um að einhver óskiljanleg lægð lægi yfir t.d. húsgagnaiðnað- inum og þá sérstaklega hönnun í því sambandi, og ekki síst fyrir áeggjan hans skrifaði ég þessa grein. Skarphéðinn var á þessum tíma einn helsti ráðgjafi vörusýningar- nefndar, sem á þeim tíma gekkst fyrir sýningum erlendis. Ég held að þarna hafi ég lært að líta á sýningar sem athyglisverðan og verðugan listmiðil, þ.e. að koma upplýsingum eða stemmningu til skila og vænta ákveðinna við- bragða, eða laða fram óskuð áhrif, og það má segja að fyrsta verkefn- ið á þessu sviði, sem fylgt var eftir af þeim krafti sem til þarf, hafi verið íslandsdeildin á Heimssýn- ingunni í Montreal. Þarna fékk ís- land sinn skerf af kökunni, og það má ekki gleymast að Skarphéðinn sá ekki aðeins um sýningardeild- ina þar sem Islandi var úthlutað h.u.b. % á móti hinum norður- landaþjóðunum, heldur var hann einnig þátttakandi í arkitekta- nefnd þeirri er hannaði sýn- ingarskálann, sem að vísu var um- deildur en vakti engu að síður at- hygli. Þessi sýningarskáli var byggður upp á sömu „prinsippum" ojr hinir léttbyggðu sýningarskál- ar, paviljongar, á velmektardög- um funksjónaiismans milli 1920 og 30. Átti í öllu formmáli sínu að gefa það til kynna að hann yrði felldur að jörðu strax og hann hefði lokið hlutverki sínu.“ AÖ vera einhvers hugarfóstur „Það má einnig segja að í þess- um skála hafi mæst sterkir kraft- ar, að ég segi ekki menn, þetta var á þeim tíma að t.d. Finnar höfðu ekki ennþá lagt til hliðar sína stjörnudýrkun á hönnuðum, nokk- uð sem finnskur iðnaður hélt að kæmi til greina um og eftir 1972.1 dag er hinsvegar augljóst aftur- hvarf til hinnar fyrri stefnu, að „pródúktið" verður að heita eitthvað, vera einhvers hugarfóst- ur, fólk vill geta tengt skartgripi sína, borðbúnað, jafnvel tölvur eða bíla ákveðinni skapandi persónu. Og þarna tefldu löndin að mér fannst fram hvert um sig hönnun- inni persónugerðri, í mönnum eins og Erik Herlöv prófessor við Kunstakademíið í Kaupmanna- höfn, sem árum saman var helsti hugmyndafræðingur Dana í sam- bandi við vörukynningar, Paul Kærholm, sem verður að ég held að teljast síðasti móhíkaninn í strangtrúarstefnu þeirrar fagur- fræði sem fúnksjónalisminn og Bauhaus-skólinn kenndu, Timo Sarpaneva, náttúruundrið í finnskri hönnun, sem nú aftur rís úr öskunni eins og fuglinn Fönix, og Finnar hafa aftur horfið að því ráði að persónugera sinn listiðnað. Og ég er ekki í nokkrum vafa um það að þessi sýningardeild Islands stóð fyllilega fyrir sínu. Hinn þekkti sænski listfræðing- ur Ulf Hárd av Segerstad sagði einhversstaðar í umsögn um ís- lensku sýningardeildina að hún væri — „estetiskt várdad men ubegriplig" þ.e. fagurfræðilega hnitmiðuð, en óskiljanleg. — Sýn- ingin kallaði einmitt fram þetta spurningarmerki, sem er svo eftir- sóknarvert og í dag held ég að þessi sýning sé ekki „ubegriplig", allavega var okkur í þetta sinn forðað frá því að byggja söguald- arbæ í Montreal." — Þá hefur kviknað í þér áhug- inn á sýningarstarfi? „Já, sýningar eru út af fyrir sig ákaflega áhugavert viðfangsefni. Þær hafa að vísu skemmri lífdaga en varanlegri hlutir, sem hannaðir eru, en ná þá aftur á móti hugs- anlega til fleiri. Undirbúningur sýninga er vitanlega aðeins skammtíma verkefni, sem kemur af og til. Engan veginn uppistaðan í starfinu, sem er innréttingar af ýmsu tagi og húsgögn sem þeim tengjast. En sýningarvinnu þarf oftast að leysa af hendi á skömm- um tíma og þá koma oft miklar vinnutarnir og „skynsemin þá lögð til hliðar“.“ Norrænn listiön- aöur í 100 ár Við víkjum talinu að þessari miklu norrænu listiðnaðarsýn- ingu, sem Cooper-Hewitt-safnið í New York gekkst fyrir í sambandi við Scandinavia Today-kynning- una í Bandaríkjunum, og sem fer svo til Landmark Center í Minne- sota í febrúarmánuði og júlímán- uði næsta sumar til Rennwick Gallery í Washington. Bæði Rennwick Gallery og Cooper- Hewitt-safnið eru hluti af Smith- sonian-stofnuninni. En í kring um þessar sýningar eru svo málþing um norrænan listiðnað, fyrirlest- rahald, og merkileg bókaútgáfa um sögu listiðnaðar í 100 ár. Við spyrjum Stefán hvort hann sé ánægður með þessa sýningu. „Já, ég held að maður megi vera nokkuð ánægður með útkomuna á þessari listiðnaðarsýningu, svar- aði hann. — Að vísu fór hún í nokkuð annan farveg en Norður- landabúar höfðu hugsað sér í upp- hafi. Að þar yrði kynnt það sem er að gerast í iðnhönnun á Norður- löndum nú í dag, en af ýmsum ástæðum fór svo að þetta varð söguleg sýning, sem fjallar um 100 ár í sögu listiðnaðar á Norður- löndum, þ.e. frá 1880—1980. Var sett upp sem þróunarsýning. Gest- gjafinn, Cooper-Hewitt-safnið, hafði lokaorð um það sem sýnt er, og forstöðumaður listiðnaðar- deildar safnsins, David McFadden, hafði þar síðasta orðið.“ — Hvernig safn er þetta? „Húsið sem Cooper-Hewitt- safnið er í var byggt af Andrew nokkrum Carnegie sem 1898 lét þau boð út ganga að hann hygðist byggja einfaldasta og frjálsleg- asta íbúðarhúsið í New York. Til að lýsa húsakynnum er væntan- lega nóg að geta þess að þremur árum síðar flytur hann ásamt konu sinni og dóttur inn í þetta hús ásamt 19 manna þjónustuliði. Carnegie var skoskur innflytjandi — vann sem hjálpardrengur í bómullariðnaði í Pennsylvaníu, síðar sem símritari við járnbraut- ir en á sextugasta aldursári ríkir hann yfir iðnaðarveldi sem á yfir að ráða gufuskipum, járnbrautum o.s.frv. Cooper-Hewitt-safnið fær löngu síðar inni í þessu húsi og er Carnegie óviðkomandi. Safnið stofnað af þremur Hewitt-systr- um og nýlega yfirtekið af Smiths- onian stofnun, en engu að síður talið eitt merkilegasta listiðnað- arsafn Bandaríkjanna. Cooper Hewitt safnið þ.e.a.s. húsið, er barn síns tíma, byggt úr tilhöggn- um steini í „georgískum" stíl, sam- bland af enskri sveitavillu og „renessans palass", með þunglynd- islegum eikarþiljum, sem fluttar voru frá skosku hálöndunum. Húsið er þannig ákaflega yfir- gnæfandi í formi og því nokkrum erfiðleikum bundið að koma þar fyrir svona sýningu, þar sem koma fyrir nýir og gamlir munir. En sýningin byggist á 350 sýningar- munum. Þótt hlutirnir njóti sín mis- jafnlega í slíku umhverfi, þá er hið sögulega gildi hennar ómetanlegt. Ég tel ósennilegt að svona sýn- ingu, sem tekur til allra Norður- landa, hafi nokkurn tíma verið náð saman fyrr. Fyrir okkur ís- lendinga er þetta að því leyti merkilegt og mikilvægt, a« við er- um þarna meðtalin í fyrsta sinn. Þess ber þó að geta að við vorum með í listiðnaðarsýningunni í Par- ís 1959, sem var annars eðlis. Að- eins í þessi tvö skipti hefur ísland verið með í listiðnaðarsýningum Norðurlanda, þar sem allar hönn- unargreinarnar koma saman. Það er ákaflega mikilvægt að taka þátt í þessu og eiga aðgang að því mikla kynningarstarfi, sem skandínavar hafa unnið á undan- förnum áratugum, því þeir leggja mikið í að kynna sinn listiðnað út um heim. Við erum þá komin í þá mynd. Eftir þessa sýningu höfum við aðgang að þessu samstarfi, svo fremi við höfum bein til að standa undir því. Raunar kemur þar frek- ar til skortur á fjárhagslegri getu eða skilningi en að okkur skorti hæfileika til að vera þar hlutgeng. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.