Morgunblaðið - 21.11.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
83
Vasinn eftir Guðmund Einarsson
frá Miðdal, elsti íslenski gripurinn á
listiðnaðarsýningunni í Cooper-
Hewitt-safninu i New York, gerður
1937. Þessi sami vasi var einnig sýn-
ingargripur á heimssýningunni í
New York 1939.
Stóll eftir Svein Kjarval er einn af
íslenzku sýningargripunum í New
York, en þar eru 20 munir eftir 15
íslenzka listamenn.
Keramikskál eftir Gest og Rúnu á
listiðnaðarsýningunni í New York.
Hvað um það, við erum með í
myndinni og höfum orðið vör við
vilja annarra Norðurlandabúa til
að hafa okkur með.“
— Hinir eiga lengri sögu, sem
hefur ugglaust komið fram.
„Það er rétt. Þegar þeirra listið-
naður fer að þróast skipulega í
Svíþjóð 1845 og í Finnlandi 1875,
má segja að hér hafi verið kominn
afturkippur t.d. í heimilisiðnaði.
Það sem gerist í þessum málum
fyrir aldamót í Skandinavíu, verð-
ur ekki hjá okkur fyrr en eftir
seinni heimsstyrjöldina. Þá fyrst
koma fram menntaðir listiðnað-
armenn, sem fara að hanna hluti
og forma umhverfi og sinna því
sem aðalstarfi. Áður höfðu komið
fram einstakir frumherjar, sem
voru á undan sínum tíma og liðu
kannski fyrir það. Má þar nefna
Guðmund Einarsson frá Miðdal,
sem setti á stofn fyrsta leirmuna-
verkstæðið á árinu 1927. Elsti
hluturinn frá Islandi á sýningunni
í New York var einmitt vasi, sem
hann gerði 1937—1939. Sá vasi var
sýndur á heimssýningunni í New
York 1939.“
Varðveizla list-
muna brýn
— Er eitthvað til af slíkum
munum enn og hvar finnið þið þá?
Lampi, sem bæði má nota í loft og á
veggi. Hönnuður Stefán Snæ-
björnsson.
hvernig ýmiskonar hönnun kemur
við sögu öryggisbúnaðar, og hönn-
un almenningssvæða. Á þessu
málþingi voru flutt tvö erindi frá
Islandi: Andrés Svanbjörnsson
verkfræðingur hélt erindi um nýt-
ingu jarðvarmans og á hvern hátt
nýting hans hefur áhrif á nánasta
umhverfi manna á íslandi. Sjálfur
fjallaði ég svo mjög almennt um
hönnun hér eða öllu heldur hvers
konar verkefni íslenzkir hönnuðir
ættu við að glíma. Reyndi að leiða
líkur að því að vandamálin eru í
raun hin sömu og hjá öðrum, sem
jafnvel búa við mildari ytri að-
stæður, Munurinn er fyrst og
fremst í stærðargráðu eða ein-
ingafjölda.
Þetta málþing stóð í 3 daga,
fyrst voru flutt söguleg erindi, þar
sem framsögu höfðu tveir fyrirle-
sarar frá hverju Norðurlanda. En
á lokadegi fóru svo fram hring-
borðsumræður undir kjörorðun-
um: „Design in Public Interest",
sem kalla má „Hönnun í almenn-
ingsþágu", en Bandaríkjamenn
mega ekki heyra nefnt „Social
Design“ sem skandínavar kalla
það, en það er í raun það sama.
Fimm Bandaríkjamenn og 5 Norð-
urlandabúar tóku þátt í þessum
hringborðsumræðum og var ég
einn af þeim. Erindin byggðust öll
upp á litskyggnum og undirtektir
voru mjög góðar.“
Ein kúrfan vísar upp
— Svo við lítum okkur nær,
Stefán. Hvað ert þú sjálfur að
gera núna, þegar þessum áfanga
er að ljúka?
„Nánast ekki neitt, eftir svona
spennu er úr manni allt loft. Að
vísu er þessu ekki lokið af minni
hálfu, því ég hefi verið beðinn um
að halda erindi um íslenzkan list-
iðnað í sambandi við opnun sýn-
ingarinnar í Washington.
Sem betur fer er heilmikið að
gerast á þessu sviði," heldur Stef-
án áfram, „og ánægjulegt að fylgj-
ast með því. Það sem ég held að sé
einna mikilvægast er að yfirvinna
einhvern meðfæddan minnimátt-
arkomplex. Minnimáttarkomplex
sem sýnir sig m.a. í því að allt sé
gott sem kemur frá útlöndum, og
að þess vegna sé betra að fjárfesta
í erlendri hönnun fyrir okkar iðn-
að, en að styðja við bakið á þeirri
íslenzku. Hér má ekki gleyma því
sem vel er gert og hvetjandi á
þessu sviði, t.d. eins og samkeppni
Sparisjóðs Reykjavíkur nú nýver-
ið um iðnhönnun. En ég saknaði
þess t.d. að ekki skyldi leitað til
starfandi íslenskra hönnuða við
mótun samkeppninnar eða í dóm-
nefnd og ég held að þó að þetta
frumkvæði Sparisjóðsins sé með
merkilegri tímamótum á sinn
hátt, þá hafi útboð samkeppninn-
ar verið „ubegriplig" fyrir flesta
SJÁNÆSTU SÍÐU.
Unnið sð uppsetningu Ijósabúnaðar i Hótel Borgarnesi, en þar befúr Stefán Snæbjarnarson hannað innréttingar í
samvinnu við Sigurð Thoroddsen, arkitekt hússins.
Félag húsgagna- og innanhússarkitekta hefur síðan 1%5 verið aðili að alþjóðasamtökum innanhússarkitekt IFI, og
jafnframt tekið þátt i samstarfi félaga innanhússarkitekta á Norðurlöndum, sem árlega hafa sameiginlegan fund um
málefni stéttarinnar. Stefán hefur oft verið fulltrúi félags síns á slíkum fundum, hér í Helsinki 1981. Á myndinni má
sjá meðal annarra prófessor Athi Taskinen, Stefán, Agnetu Liljedal sem er formaður alþjóðasambandsins og
Christjan Enevoldsen frá Danmörku.
„Varðveizla á slíkum gripum er
stórmál og því miður tilviljunum
háð hvað varðveitist," segir Stef-
án. „Við leituðum í þessu tilfelli til
ekkju Guðmundar, sem hefur
varðveitt nokkra góða muni, sem
hún lánaði okkur góðfúslega. Það
er í rauninni orðið fráleitt að eng-
inn skuli taka sig til og varðveita
slíkt. Það er orðið fyllilega tíma-
bært að koma upp listiðnaðarsafni
og oft verið á það bent. Þetta hef-
ur maður rekið sig á í sambandi
við val muna á sýningar."
— Það er þá ekki auðhlaupið að
því að finna sýningarmuni?
„Það gefur auga leið að undir-
búningur okkar við að velja þá fáu
muni, sem eru á sýningunni í New
York, var miklu erfiðari og meiri
en annarra Norðurlandamanna,
sem geta sótt alla sína sýningar-
muni á söfn. Við þurfum að semja
við einstaklinga og listiðnaðar-
fólk, sem í mörgum tilfellum veit
ekkert hvað orðið hefur af gripum
sínum. Það er heldur ekki þakk-
látt verk að gefa fólki til kynna
möguleika á vali, sem síðan renna
út í sandinn."
— Þú nefnir fáa muni frá ís-
landi. Var hlutur okkar mjög lít-
ill?
„Vissulega heyrist sagt um hin-
ar ýmsu sýningar í sambandi við
kynninguna „Scandinavia Today“
að okkar hlutur væri ekki sem
skyldi. Það fer eftir því hvert mat
við leggjum á það. En ég held að á
þessari sýningu megupi við mjög
vel við una. Bendi á að þeir munir,
sem sýndir eru þar frá Islandi, eru
allir að undanteknum nefndum
vasa, gerðir eftir 1953. Við eigum
þarna um 20 sýningarmuni eftir
15 listamenn. Ef miðað er við
heildartölu sýningarmuna, sem ná
yfir 100 ára sögu, þá held ég að við
séum allvel kynnt á þessum sein-
ustu áratugum. Þessir sýningar-
munir okkar ná til allra sviða list-
iðnaðar. Þar er keramik og postu-
lín, gler, vefnaður, húsgögn, ljósa-
búnaður og skartgripir, en mjög
lítið um mjög tæknilega hönnun.
Ég er semsagt mjög ánægður með
útkomuna, fyrir utan sýningar-
tæknilega fyrirvara vegna hússins
sjálfs, sem ég nefndi áðan.
Ég held að ég verði að koma her
að þeirri staðreynd að val þessara
20 muna á sýninguna var ekki
framkvæmt á einum degi og alls
ekki þannig að mér verði þakkað
eða kennt um,“ skýtur Stefán inní.
„Það er Ijóst að undirbúningurinn
hefur kostað nokkuð fé og það má
gjarnan koma fram að það var ið-
naðarráðuneytið, sem beitti sér
fyrir fjármögnun undirbúnings-
ins. Eins að valinkunnir menn í
forystuliði iðnaðarins tóku þátt í
undirbúningi þessarar sýningar
og að útflutningsmiðstöðin annað-
ist fyrirgreiðslu og aðstoð í þessu
sambandi."
— Og hvernig voru undirtektir?
„Það er látið vel af aðsókn.
Starfsmenn safnsins í New York
segja að um 2.000 manns skoði
sýninguna um hverja helgi og
nokkur hundruð manns komi þar
virka daga.“
Vegleg bók og málþing
Auk þess sem mikill fjöldi
Bandaríkjamanna kynnist nor-
rænni listiðn með því að koma á
sýningarnar þrjár, í New York, St.
Paul í Minnesota og Washington,
þá hefur fylgt sýningunum ýmis-
konar önnur kynning.
M.a. bók um norræna listiðn í
100 ár, sem er veglegt verk og mik-
ið myndskreytt. Við biðjum Stefán
að segja okkur nánar frá henni:
N
„Auk sýningarskrár hefur verið
gefin út mjög vegleg bók, sem telj-
ast verður miklu fremur söguleg
heimild en sýningarskrá. David
McFadden hefur ritsýrt bókinni,
en ýmsir listfræðingar og safn-
menn á Norðurlöndum hafa skrif-
að í hana veigamiklar greinar,
sem spanna hin ýmsu tímabil í
þróun listiðnaðar. Ég var beðinn
um að skrifa grein í greinaflokk
sem fjallar um viðhorf hverrar
þjóðar í nútímanum til listiðnað-
ar. Þessi bók er stór, nær 300 bls.
og mikið myndskreytt. Mynd af
hverjum hlut sem er á sýningunni
og kynning á höfundum. Þetta er
vönduð og vegleg bók og það sem
eftir stendur eftir þessa sýningu,
þegar upp er staðið.“
— Sýningin vpr líka tilefni um-
ræðna, var það ekki?
„Sem fyrr segir var þessi sýning
sögulegs eðlis. En til þess að koma
nútímanum að, gekkst Cooper-
Hewitt-safnið fyrir málþingi í
Guggenheim Auditorium undir
kjörorðunum „Scandinavian De-
sign Now“. Þar var, auk þess sem
rætt var um sýninguna, fjallað um
afmarkaða þætti, svo sem hönnun
á samgöngukerfum, hönnun fyrir
hreyfihamlaða, öryggismál og