Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 39

Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 39
Ég er að baxa við að baka skyldi verða kaka! Bakaragengi Gullkornsins að verki. Það er Snœbjörn Snœ- björnsson lærlingur, sem hrærir í gullkornapottinum, en vinstra megin viö hann er bakarameistarinn, Óttar Sveinsson, og lengst til hægri er Styrmir Bragason, bakarasveinn. „Gullkomiö, góöan daginn." „.lá, góöan dag, er hægt aö fá aö tala viö bakarameistarann." „Augnablik." „Óttar Sveinsson hér." „Blessaður Óttar, þú varst aö opna bakarí i Garðabænum, ekki satt?" „Stemmir." „Bakiö þiö nokkuð ferkantaöa kleinuhringi með súkkulaöibráö?" „Nei, ekki með súkkulaöibráð." „Það var nú verri sagan. En hvað hafiði á boðstólum?" „Viö erum með þessar hefð- bundnu bakarísvörur, þó ekki seytt brauð, en þeim mun meira af grófu kornbrauöi, og geysilegt úrval af kökum. Svo seljum viö líka ís og mjólkurvörur." „Þú segir það, já. Ertu búinn að baka lengi?" „Þaö eru tvö ár síðan ég fékk meistararéttindi. Ég byrjaði í Álf- heimabakaríi, en fylgdi síöan meistara minum í Bakarameistar- ann í Suðurveri." „Þið bakarar eruð hinir mestu morgunhanar, er það ekki?" „Jú, við erum það. Viö byrjum að vinna svona á milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina, eða morguninn, eftir því hvernig á þaö er litið." „Hvernig gengur að vakna?" „Það hefur aldrei verið neitt mál hjá mér a.m.k. Vinnutíma bakara lýkur á bilinu eitt til þrjú á daginn, og þá leggja menn sig gjarnan í svona klukkutíma. Síö- an fer maður í háttinn um ellefu- leytið og vaknar sprækur klukkan þrjú." „Nú hefur maður heyrt aö ís- lensk brauðgerð standi mjög framarlega; maður hefur jafnvel heyrt aö Þjóðverjar séu þeir einu sem baki betri brauö en Islend- ingar. Ber aö þakka vísitölu- brauðunum þessa miklu grósku í brauðgerö? Er þaö vegna þess hvaö þau gefa lítiö í aöra hönd að þiö bakið slík kynstur áf grófum brauðum núorðið?" „Það er náttúrulega alveg á hreinu að það er ekkert upp úr vísitölubrauðunum að hafa. Verð- inu er haldiö svo niðri að það veröur aö teljast gott ef maður sleppur á sléttu með þau. En ég held aö þaö séu nú samt sem áö- ur aðrar ástæður fyrir því hvað íslenskir bakarar standa sig vel. Kannski er aöalástæöan sú að ís- lenskir bakarar hafa mikinn áhuga á því að baka góö og holl brauð." „Hvað kostar franskbrauölö í dag?" „Formbrauðið er á 8,40." „En á hvað selur þú kornbrauð eftir eigin uppskrift?" „16,50. Svo þú sérð að munur- inn er gífurlegur. En þess ber auðvitað aö gæta að kornbrauöin eru yfirleitt þyngri, og í þeim er dýrara efni. En eigi að síður, ef við hefðum ekki frjálsa álagningu á þessum brauöum, væru víst ör- ugglega engin bakarí starfandi á landinu!" „Hvernig leggst framtíöin í þig?" „Mjög vel. Við höfum fengiö góöar viötökur og ég er bjartsýnn á framhaldið." í lokin er tilvalið að varpa fram einu gullkorni, sem endur fyrir löngu heyröist í Útvarpi Matthildi, þegar það var og hét. Þaö var einhver Ijóðamögur að lesa úr eigin verkum, og meðal annars var þessi Ijóðstubbur: Ég er að baxa við að baka, skyldi verða kaka! Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, gengur í samtök flugmanna hennar hátignar Samband flugmanna breska flughersins, eða Royal Air For- ces Association, heitir félagsskapur sem hefur innan sinna vébanda yfir 100.000 meðlimi. Þessi samtök hafa um 600 stöðvar í Bretlandi og 70 aðrar stöðvar víða um heim. Markmið samtakanna er æði margbreytilegt, en má þó í grófum dráttum skipta í tvennt: að sjá um aðstoð ýmiss konar við félagsmenn, og að halda uppi öflugu félagslífi. Nýlega var sett á laggirnar ný stöð í Lúxemborg, og hefur hún meginaðsetur sitt í Cockpit Inn, þeirri kunnu krá Valgeirs Sigurðssonar, en kráin er innréttuð nánast fyrir flugdellufólk. Þorsteinn Jónsson, flugmaður hjá Cargolux, gekk í þennan félagsskap á stofnfundinum í Cockpit Inn. Þor- steinn flaug fyrir breska flugherinn í seinna stríði, og er eini Islendingurinn sem það hefur gert. Á meðfylgjandi mynd er formaður stöðvarinnar í Lúxemborg, Mr. Brian Dwake (t.h.), að bjóða Þorstein velkominn í samtökin. DANSINN DUNAR í ÁRTÚNI N kennsluáætlun. Það er megin- markmiðið hjá okkur að fólk læri sem mest, og því getur þetta oft verið dálítið strembin vinna fyrir nemandann. Fyrst kennum við gömlu dansana en bætum síðan samkvæmisdönsunum hægt og sígandi við. Við reynum að halda fjölda nemenda í hverj- um tíma í lágmarki, það eru svona 20—26 manns í kennslu- stpnd. Fólk mætir svo einu sinni í viku, allan veturinn, og það er reynsla okkar að u.þ.b. 80% nemendanna koma aftur til okkar árið eftir." — Þarf einhver sérstök rétt- indi til að mega setja upp dansskóla? „Nei, reyndar ekki. Það getur hver sem er stofnað dansskóla ef hann vill. En hins vegar er það nú svo í reynd, að þeir sem fást við þetta eru rækilega menntað- ir í dansi. Við í Nýja dansskólan- um erum t.d. öll með próf frá mjög virtum skóla í Bretlandi." — Er það eitthvað sem þér liggur sérstaklega á hjarta, Ni- els? „Kannski helst það að ég vil endilega hvetja fólk til að koma <>K fylgjast með danskeppninni." I I)AG og þrjá næstu sunnudaga fer fram danskegpni í veitingahúsinu Ártúni, Vagnhöfða 11. Er keppnin haldin á vegum Nýja dansskólans, ferðaskrifstofunnar Urvals og veitingahússins Ártúns. Það verður byrjaö klukkan þrjú, með keppni barna, en keppni fullorðinna hefst klukkan tíu um kvöldið. „Tilgangurinn með þvi að halda þessa danskeppni er kannski fyrst og fremst sá að vekja athygli á dönsum, en jafnframt líka að minna á að dans er íþrótt," sagði Niels Einarsson hjá Nýja dansskólanum. „Svo er verið að skapa tækifæri fyrir nemendur og áhugafólk til að láta að sér kveða. Þetta er vissulega ekki fyrsta danskeppnin sem er haldin hér á landi, en yfirleitt hefur öllum verið heimil þátttaka á slíkri keppni. Og þá hefur viljað brenna við að atvinnufólk, danskennarar t.d., hafi skyggt nokkuð á nemendur og áhugafólk. Þessi keppni er hins vegar eingöngu fyrir nemendur og áhugafólk." ir stundað, fólk á öllum aldri. Yngsti nemandinn hjá okkur er 4 ára, en sá elsti 84 ára. Og það gefur augaleið að ef fólk á svo breytilegum aldri stundar dans- inn ætti dansáhugi að vera þeim mun útbreiddari fyrir bragðið." — Hvernig fer danskennsla fram, hjá ykkur t.d.? „Við fylgjum mjög nákvæmri — Hvernig fer keppnin fram? „Hún fer þannig fram að það verða a.m.k. fimm pör á gólfinu í senn, og það verða fjórir dómar- ar sem dæma dansana jafnóðum. Dómaraliðið er þannig skipað að það er einn danskennari, einn íþróttakennari, einn tónlistar- maður og einn áhugamaður. Við veljum dómara með svona ólíkan bakgrunn til að reyna að fá sem mesta breidd í matið. Nú, keppnin teygist yfir fjóra sunnudaga, og verða úrslitin þann 12. desember. Dansarnir í dag eru polki og vals, en næsta sunnudag verða dansaðir Vín- arkruss og skottís, og þarnæsta sunnudag marzuka og skoski dansinn. í úrslitakeppninni verða síðan dansaðir einhverjir af áðurnefndum dönsum." — Hvað fá sigurvegararnir í verðlaun? „Börnin fá bikara, en fyrir fullorðna eru verðlaunin sólar- landaferð á vegum Úrvals." — Hafa íslendingar mikinn áhuga á samkvæmisdansi? „Að mínu áliti er dansáhugi miklu útbreiddari en almennt er talið. Það eru fjórir dansskólar starfandi allan veturinn sem bjóða upp á samkvæmisdansa, það er Heiðar Ástvaldsson, Sig- urður Hákonarson, Sigvaldi og svo Nýi dansskólinn. Og auk þess má nefna Þjóðdansafélagið. Ég hef ekki tölu yfir fjölda nemenda í þessum skólum, en ég þykist vita að hér sé um talsverðan fjölda að ræða. Og það er ekki síður dansáhugi úti á lands- byggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Við erum t.d. með kennslu á 12 stöðum úti á landi. Og það skemmtilega við dans- íþróttina er það að hana geta all- Litið inn i danstíma hjá Nýja dansskólanum að Hverfisgötu 50 i Hafnar- firði. Það er Niels Einarsson sem er þarna aö kenna krökkum á aldrinum 9—11 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.