Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 44

Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 c 1982 Unlvtrnl Pt«»» S>nillc»H \yiL qjarnan me.r- ondliislyft/ngu, ep konon nnin set^ir eyrun úi m^r séu no'^u hó. -fyrir. Með morgunkaffinu Ég segi þaö enn og einu sinni, að ef hún biður um kauphækkun á ný, þá er það ég en ekki þú sem ákveð það. HÖGNI HREKKVÍSI JML A'FiL& *■»+ % 1982 McNaught Synd.. Inc. r> Éq opncxb mlna pakka SjdIfvri Við umferðarljósin á gatnamótum Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar. Virða ekki umferðarljósin Sigrún Gísladóttir skrifar: „Velvakandi góður! Ég leita nú aðstoðar þinnar til þess að vekja athygli ökumanna á tiltölulega nýkomnum umferðar- ljósum á einum mesta umferðar- vegi landsins, þ.e.a.s. Hafnarfjarð- arvegi, í þeirri von að ábendingin gæti e.t.v. orðið til þess að afstýra slysi á þessum stað. Lítið lát virð- ist ætla að verða á slysaöldunni sem nú gengur yfir okkur og linnir naumast fyrr en eitthvað verður að gert. Hafnarfjarðarvegurinn, þessi mikla umferðaræð, liggur eins og alþjóð veit, þvert í gegnum bæjar- félagið Garðabæ. í kjölfar breikk- unar vegarins hafa verið tekin í notkun tvenn umferðarljós til þess að auðvelda umferð akandi og gangandi vegfarenda um og í gegnum bæinn. Síðastliðinn vetur var kveikt á umferðarljósum við gatnamót Víf- ilsstaðavegar og Hafnarfjarðar- vegar og eru þau nú virt af öllum ökumönnum, enda flestum í fersku minni hið hörmulega dauðaslys sem þar varð, stuttu eftir tilkomu ljósanna. En nú í sumar voru tekin í notk- un önnur ljós, örlítið sunnar, þ.e. a.s. við gatnamót Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar. Aður voru þar einungis lítil gönguljós. Börn okkar Garðbæinga, sem búum vestan (sjávarmegin) Hafnar- fjarðarvegar, verða að fara yfir veginn við umrædd ljós til þess að komast í skólann. Við búum ekki svo vel að geta séð börnunum fyrir samfelldum skólatíma, þannig að þessi börn fara ekki aðeins tvisvar á dag jrfir á ljósunum, heldur fjór- um sinnum flesta daga vikunnar. Að auki þurfa nær allir nemendur Fjölbrautaskóla Garðabæjar að fara þarna yfir. Af framansögðu hljóta allir að sjá, hversu mikilvægt það er að þarna sé sköpuð aðstaða fyrir gangandi vegfarendur til að kom- ast greiðlega og örugglega yfir „fljótið mikla" eins og vegurinn er stundum nefndur. Við höfum lengi beðið þessara ljósa í þeirri trú að þau gæfu börnunum meira öryggi en litlu gönguljósin sem við höfðum áður. Börnin, sem fara yfir á ljósunum, bíða þar til græni kallinn lýsir á móti þeim. Þá ganga þau óhikað yfir götuna, eins og þeim hefur verið kennt, því að þá stöðvist um- ferðin og öllu sé óhætt. Græni kallinn lýsir börnunum — rauða ljósið blasir við ökumönnum úr einum fimm götuvitum, þannig að ljósin fara ekki framhjá neinum. En hvað skeður? Stöðva ekki ökumenn bíla sína við rautt ljós? — Nei, það er hin hrikalega stað- reynd, að fjöldinn allur af bílstjór- um sem þarna aka, virðir ekki um- ferðarljósin, heldur ekur áfram á rauðu ljósi. Fokið er í flest skjól, þegar öku- menn skilja ekki, að það er lífs- spursmál fyrir alla í umferðinni, jafnt fyrir akandi sem gangandi, að umferðarljósum sé skilyrðis- laust hlýtt. Fyrstu vikurnar eftir að ljósin komu taldi maður sér trú um að athugunarleysi ökumanna væri um að kenna, þeir færu óvart yfir á rauðu Ijósi, enda þótt sú afsökun hjálpaði lítið, ef slys hlytist af. En undanfarið höfum við orðið vitni að því aftur og aftur, að ökumenn keyra vísvitandi yfir á rauðu. Flestir ökumenn fara eftir settum umferðarreglum, en ekki þarf að staldra lengi við umrædd ljós til þess að verða vitni að vítaverðum umferðarbrotum sem þessum. Út yfir allt tók hér á dögunum, þegar ég gekk ásamt börnunum mínum yfir við ljósin. Græni kall- inn lýsti á móti okkur. Við vorum komin rúmlega hálfa leið yfir, þegar bíll kom aðvífandi sunnan að, á leið til Reykjavíkur. I stað þess að stansa, eins og allir hinir gerðu, þá ók hann áfram á rauðu ljósi — og flautaði síðan kröftug- lega á okkur, sem gengum á móti grænu ljósi. Lífið og limirnir eru mikilvæg- ari en það að halda réttinum til streitu, svo að við hrökkluðumst til baka, til þess að ökuníðingur- inn kæmist leiðar sinnar. Hvernig má það vera, að sam- tímis því sem dýrkun á hvers kon- ar menningu og menntun er í al- gleymingi, ráði lögmál frumskóg- arins í umferðarmálum okkar — og eitthvað sem heitir umferðar- menning virðist ekki til? Er það ekki heldur of dýru verði keypt að hörmuleg slys verði að eiga sér stað til þess að ökumenn skilji mikilvægi þess að virða um- ferðarljósin? Að lokum þetta: Leggjumst öll á eitt, jafnt akandi sem gangandi vegfarendur, og förum skilyrðis- laust eftir settum reglum í um- ferðinni, ekki bara stundum, held- ur alltaf. Virðum umferðarljósin, ekki bara sums staðar, heldur alls staðar. Þá mun okkur vel farnast." Stjórnmál: Annað og meira en sand- kassaleikir og sullumbull Halldóra Kristinsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Nú er ríkisstjórnin altekin upp- dráttarsýki, sem ekki getur lyktað nema á einn veg. Meirihluti henn- ar var aldrei stór, en hann var þjóðinni of dýr, svo að notuð sé nýjasta röksemdafærsla Stein- gríms Hermannssonar. En hvað tekur svo við? Væri bræðingur Bandalags jafnaðar- manna, kvennaframboðs og ann- arra lukkuriddara það afl, sem gæti tosað þjóðina upp úr því feni er hún hefur verið dregin út í á asnaeyrunum? Enginn sem hugs- ar málin í alvöru, lætur sér koma í hug að úr slíkum áttum komi skynsamleg úrræði, þrátt fyrir tungulipurð og fögur fyrirheit. Fólki er smám saman að verða Ijóst, að stjórnmál eru annað og meira en sandkassaleikir og sull- um bull. Við finnum fyrir alvöru leiksins, eftir því sem pyngjan léttist og framtíðarsýnin dekkist. Við vinnum ekki gegn flokks- ræði með því að stofna nýja flokka. Við vinnum ekki gegn mis- rétti með því að stofna samtök, sem eðli sínu samkvæmt vinna að mismunun. Við höfum ekkert að gera við duglausa eiginhagsmuna- seggi, sem ástunda lítið annað en sjálfsdýrkun. Við þurfum festú, raunsæi og siðferðilegt þrek. Við höfum þörf fyrir menn, sem ekki hika við að stofna stundarvin- sældum í hættu í baráttu fyrir góðum málstað. Það eru þessir eiginleikar Geirs Hallgrímssonar, sem valda því umfram annað, að Sjálfstæðisflokkurinn er enn heill og óklofinn. Ævintýramennska síðustu árin hefur kennt okkur að meta kosti hans. Ég skora á sjálfstæðismenn að gera kosningu hans í væntanlegu prófkjöri til al- þingiskosninga sem glæsilegasta."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.