Morgunblaðið - 25.11.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík:
Síðustu forvöð fyrir
óflokksbundna að
láta skrá
í I)AG eru siðustu forvöð fyrir
óflokksbundna stuðningsmenn
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik, að
láta skrá sig til þáttöku í prófkjöri
flokksins um helgina. Skráning á
kjörskrá í prófkjöri fer fram í allan
dag í Valhöll, frá klukkan 9 árdegis
til miðnættis.
„Mjög margir hafa komið og
skráð sig til þátttöku nú síðustu
daga, samtals hafa um 500 skráð
sig, og greinilegt er að margir
vilja notfæra sér þennan rétt,“
sagði Árni Sigfússon fram-
kvæmdastjóri fulltrúaráðsins, er
blaðamaður spurði hann í gær um
sig í dag
hvort margir hefðu látið skrá sig.
„Ég vil sérstaklega hvetja alla þá
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, sem vilja kjósa í prófkjörinu,
en vilja ekki af einhverjum ástæð-
um ganga í flokkinn, til að nýta
sér þennan rétt,“ sagði Árni.
Síðasti dagur skráningarinnar
er sem fyrr segir í dag, skráning
fer fram í Valhöll við Háaleitis-
braut, og verður opið til miðnætt-
is. „Við búumst við miklum fjölda
fólks hér í dag, og höfum gert
ráðstafanir til að skráning gangi
greiðlega og hratt fyrir sig,“ sagði
Árni Sigfússon að lokum.
„Hitatónleikar“
í Langholtskirkju
KÓR Langholtskirkju heldur
óvenjulega tónleika 3. og 4. desem-
ber nk. Tónleikarnir munu hefjast
kl. 19.00 á röstudagskvöldið þann
þriðja, og mun ekki Ijúka fyrr en kl.
19.00 daginn eftir!
„Þetta verða langir og kaldir
tónleikar,“ sagði Jón Stefánsson,
kórstjóri. Langir, vissulega, en
hvers vegna kaldir? Jú, þeir verða
haldnir í hinni nýju kirkjubygg-
ingu Langholtssafnaðar, sem enn
er ófullgerð, og eitt af því sem á
eftir að gera er að koma fyrir hita-
lögn. Og tónleikarnir eru einmitt
haldnir í því skyni að reyna að
safna fé til þeirrar framkvæmdar.
Góðar sölur
í Englandi og
Þýzkalandi
TVÖ skip seldu mjög vel í
Grimsby í Bretlandi í gærmorgun.
Vantaði aðeins 45 cent upp á að
um metsölu yrði að ræða hjá
Vestra BA. Vigri átti einnig mjög
góða söiu í Grimsby á sama tíma.
Þá seldi Snæfugl í gærmorgun
fyrir gott verð í Bremerhaven í
Þýzkalandi.
Vestri var með 73,3 tonn af
fiski og seldi fyrir 1.775.200 kr.,
meðalverð 24,21 kr. á kílóið eða
58,59 brezk pund pr. kit. Metin
eru reiknuð út frá pundum og
hæsta meðalverð sem fengist
hefur fram til þess er frá 4.
janúar 1979, en það var 59,06
brezk pund pr. kit.
Vigri átti einnig góða sölu í
Grimsby í gær. Hann seldi 103,8
tonn fyrir 2.140.800 kr. meðal-
verð 20,63 kr. Snæfugl seldi í
Þýzkalandi í gærmorgun Brem-
erhaven með 143,2 tonn fyrir
1.863.200 kr. eða 13,01 kr. meðal-
verð.
Látinn eftir
umferðarslys
MAÐURINN sem varð fyrir stræt-
isvagni i Hafnarstræti, 29. septem-
ber síðastliðinn, er látinn af völdum
slyssins.
Hann hét Jóhannes Gíslason til
heimilis að Austurbrún 4 í
Reykjavík. Hann var 80 ára að
aldri, fæddur 8. september 1902.
Jóhannes komst aldrei til meðvit-
undar eftir slysið. Hann lætur eft-
ir sig þrjú uppkomin börn.
Unnið að töku myndarinnar, Kristln Jóhannesdóttir leikstjóri að störf-
um.
Auglýst eftir „fallega gráhærðum konum“
til að leika í kvikmynd:
*
„A hjara veraldar“
tilbúin í marsmánuði
NÚ ER unnið að kvikmyndun atriða í myndinni „Á hjara veraldar“, en
vinna við myndina hófst í sumar. Vegna þeirrar vinnu sem fram fer nú,
hafa aðstandendur myndarinnar ýmiskonar aukaleikara og hafa nú
síðast auglýst eftir konum með „fallega grátt hár“ til að leika í mynd-
inni.
Fyrirtækið Völuspá framleiðir
kvikmyndina, en leikstjóri er
Kristín Jóhannesdóttir, en hún
hefur stundað nám í kvikmynda-
gerð og kvikmyndaleikstjórn í
Frakklandi og dvalist þar í 12 ár,
samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá Sigurði Pálssyni,
aðstoðarleikstjóra. Sigurður
sagði að í sumar hefðu verið
teknir um % hlutar myndarinn-
ar og nú yrði lokið við hana.
Áformað er að myndin verði til-
búin til sýninga síðari hlutá
marsmánaðar. Þetta er leikin
kvikmynd í fullri lengd og aðal-
hlutverk eru þrjú. í þeim hlut-
verkum eru þau Arnar Jónsson,
Þóra Friðriksdóttir og Helga
Jónsdóttir, en einnig eru 12—15
smærri hlutverk í myndinni, auk
aukahlutverka.
Sigurður sagði, vegna auglýs-
ingarinnar þar sem auglýst var
eftir gráhærðum konum, að fjöl-
margar konur hefðu sett sig í
samband við fyrirtækið, en síðan
myndi leikstjóri ákveða hverjar
myndu leika í kvikmyndinni.
Bláfjalla-
svæðið opnað
í kvöld
SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum verður
opnað síðdegis í dag, að sögn Stefáns
Kristjánssonar, íþróttafulltrúa
Reykjavíkur, þar sem reiknað er með
að framkvæmdum við Bláfjallaveginn
verði lokið um hádegisbilið.
Stefán bjóst við að aðeins stóla-
lyftan yrði í gangi þar sem enn er
ekki mikill snjór á svæðinu. Færi er
þar hins vegar gott.
Þá er heldur ekki nægur snjór í
Hveradölum, á Kolviðarhólssvæð-
inu eða í Skálafelli, svo skíðastað-
irnir á þessum svæðum verða ekki
opnaðir fyrst um sinn.
Að sögn Veðurstofu íslands er
gert ráð fyrir áframhaldandi en
minnkandi norðanátt í dag, en búist
við að í kvöld og nótt þykkni upp
með vaxandi suðaustanátt og
hvassviðri og rigningu í byggð suð-
vestanlands á föstudag, en hugsan-
legri snjókomu í fjöllum. Á laugar-
dag og sunnudag er spáð útsynningi
og kólnandi veðri með hugsanlegu
éljaveðri, einkum til fjalla.
Forstjóri Rannsóknar-
ráðs ríkisins:
Þrír sækja
um stöðuna
ÞRÍR sóttu um stöðu forstjóra
Rannsóknarráðs ríkisins, en um-
sóknarfrestur um stöðuna rann út
19. nóvember síðastliðinn.
Þeir eru: Baldur Garðarsson,
BS, Kári Einarsson, verkfræðing-
ur og dr. Vilhjálmur Lúðvíksson,
en hann hefur gegnt stöðunni und-
anfarið.
Lagt til að veiða 360 þús. tonn af þorski 1983:
Stofninn mun minnka
náist það aflamagn
STÆRÐ þorksstofnsins er áætluð
1.420—1.570 þúsund tonn i upphafi
næsta árs, en stofnstærðin fer eftir
styrkleika stofnsins frá 1976, en
hann er nú talinn 10—20% minni en
í upphafi þessa árs, aö því er fram
kom í ræðu Jóns Jónssonar, for-
stjóra Hafrannsóknarstofnunar, á
aðalfundi LÍÚ, sem hófst í gær.
Miðað við 300 þús. tonna veiði á
næsta ári myndi stofninn standa í
stað, miðað við 350 þús. tonna
veiði myndi verða minnkun á
stofninum, en miðað við 400 þús. \
tonna ársafla myndi stofninn
minnka talsvert nteira. Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, gagn-
rýndi það, að lagt væri til að veidd
yrðu 350 þús. tonn á næsta ári,
þegar Hafrannsóknarstofnun
segði að með slíkri veiði myndi
stofninn minnka. Jón Jónsson
svaraði gagnrýni Kristjáns og
sagðist sammála honum að lagt
væri til að meira yrði veitt, en
srtöngustu vísindi segðu og það
hefði komið fiskifræðingum á
óvart að orðið hefði að leggja til
100 þús. tonna minnkun á þorsk-
afla. Hægt væri að standa við 350
þús. tonna afla, þó æskilegasta
aflamagn væri 300 þús. tonn, en
það mætti endurskoða á næsta ári.
Um aðra fiskistofna sagði Jón
Jónsson, að ýsustofninn væri
ágætur og í vexti. Hins vegar ætti
aflinn á næsta ári ekki að fara yfir
60 þúsund tonn, en þá væri hrygn-
ingarstofninn í jafnvægi. Um ufsa
sagði Jón að lagt hefði verið til að
veidd yrðu 65 þús. tonn, en búist
væri við að aflinn færi í 68 þús.
tonn, en það vapri næst besti afli
frá upphafi. Varðandi karfa sagði
Jón að í ár stefndi í yfir 100 þús-
und tonna afla og heildarveiði úr
stofninum yrði um 145 þús. tonn í
ár. Stofninn væri ofnýttur, en hins
vegar tæki langan tíma að koma
stofninum á kné, og einnig að
koma honum upp aftur, en hefðu
íslendingar ekki einir um karfann
að segja.
Fjórir piltar
trufluðu út-
sendinguna
Aldrei komið til greina að fram-
lengja núverandi stjórnarmynstur
— segir Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra
ALDREI hefur komið til greina í
mínum huga að framlengja núver-
andi stjórnarmynstur óbreytt eftir
þingkosningar sagði Friðjón Þórð-
arson dómsmálaráðherra meöal
annars í ræðu sinni við umræður
um vantraust á rikisstjórnina á
þriðjudagskvöld. Friðjón sagði, að
leggja þyrfti frumvarp til nýrrar
stjórnarskrár fyrir þingið nú þegar,
og síðan afgreiða það snemma á
næsta ári, og boða þá til nýrra
kosninga, sem allir Bokkar gengju
til hver í sínu lagi.
Orðrétt sagði ráðherrann í lok
ræðu sinnar:
Að samþykktri nýrri stjórn-
arskrá „yrði þing rofið og stjórn-
málaflokkarnir gengju til reglu-
legra alþingiskosninga hver í
sínu lagi, svo sem venjulegt er
með svipuðum hætti og í sama
sameiningaranda, a.m.k. að því
er varðar Sjálfstflokkinn og
gengið var til sveitarstjórna-
kosninga á liðnu vori, enda hefur
í mínum huga aldrei komið til
greina, að framlengja núverandi
stjórnarmynstur óbreytt eftir
þingkosningar.
I öllum flokkum eru uppi
skiptar skoðanir og ólík sjón-
armið, ekki síst í Sjálfstflokkn-
um, en ég hef alltaf vonað og
gengið út frá því, við sjálfstæð-
ismenn gætum borið gæfu til
samþykkis til þess að jafna deil-
ur og greiða úr málum nú eins og
ævinlega hefur tekist í 50 ára
sögu flokks okkar og eitt er víst,
að það mundi verða landi og þjóð
fyrir bestu. Lifið heilir, hlust-
endur góðir.
frá Alþingi
FJÓRIR piltar á aldrinum 16—18
ára hafa viðurkennt að hafa truflað
beina útsendingu sjónvarpsins frá
vantraustsumræðum á Alþingi í
fyrrakvöld. „Steinhaldiði kjafti, hel-
vítis vitleysingar.. “ heyrðist í
sjónvarpstækjum landsmanna þegar
Friðjón l»órðarson, dómsmálaráð-
herra, var að flytja ræðu sína.
Piltarnir náðu að trufla útsend-
inguna með öflugri 40 rása talstöð,
sem er ólögleg og ekki á skrá.
Talstöðin hefur verið afhent
radíóeftirliti Landsíma Islands.
Þeir lögðu bifreið sinni skammt
frá bifreið sjónvarpsins og komust
inn á sömu tíðni. Grunur beindist
að bifreiðinni og voru piltarnir
teknir í gær. Þeir voru eftirlýstir
af lögreglunni í Kópavogi vegna
þjófnaðarmáls þar. Þeim hefur nú
verið sleppt úr haldi. - v