Morgunblaðið - 25.11.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.11.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 23 Kr. % af verði Innkaupsverð 4,42 71,3% Opinber gjöld 0,18 2,9% Alagning 0,67 10,8% Verðjöfnun 0,18 2,9% Tillag til innk - reikn. og vegna gengisbreytinga 0,75 12,1% Samtals 6,20 100,0% Eins og fram kemur í þessu yf- irliti, er kostnaður við birgðahald 12,1% af verðinu, vegna þess að þjóðfélagið tekur olíuna að láni í 3 mánuði. Spyrja má, hvort ekki sé eðlilegt, að þjóðfélagsheildin beri þennan kostnað. útgerðin þarf í dag að greiða olíuna á því verði, sem hún raunverulega kostar eftir 3 mánuði. Hvergi þekkist að olía til skipa sé á sama verði og til almennra notenda. Olíukaup skipa eru svo mikil að magni, að eðlilegt er að hún sé á heildsöluverði. Olíu- félögin hafa komið sér upp dýrum búnaði til afgreiðslu á olíu til skipa með því að aka henni nær allri á bílum í stað þess að af- greiða olíu frá leiðslu, sem skipin yrðu flutt að. Það yrði meiri fyrir- höfn fyrir skipseigendur, en allt verður að gera til þess að halda þessum kostnaði niðri við núver- andi aðstæður. Hætt er við að dreifingarkerfið sé alltof dýrt og verðlagning á olíunni tekur mið af þessum kostnaði og verðsam- keppni er engin. Viðskiptaráð- herra hefur nú nýlega skipað nefnd til þess að kanna verð- grundvöll fyrir olíu og eigum við aðild að henni. Mikið hefur verið um það rætt að undanförnu, að unnt sé að draga úr olíukostnaði með aukn- um olíusparnaði. Hafa verið nefndar í þessu sambandi háar upphæðir. Verulegt átak hefur verið gert til olíusparnaðar með aukinni notkun svartolíu og með auknum búnaði til þess að stjórn- endur skipa geti betur en áður fylgst með olíunotkun. Ávinningur af notkun svartolíu er þó oft stór- lega ýktur, því þá er ekki reiknað með því aukna viðhaldi, sem svartolíunotkun veldur. Ekki virð- ist henta að brenna svartolíu á miklu fleiri skipum en nú er gert. Mikilvægasta atriðið til aukins sparnaðar á olíu er, að um það semjist við sjómenn, að olía verði að hluta til eða öll dregin frá óskiptu aflaverðmæti, þannig að sjómenn hefðu ávinning af minni olíunotkun. Gæti slík breyting í hlutaskiptum komið m.a. í stað núgildandi olíugjalds. Spár fiskifræðinga Nýlega birtist skýrsla Haf- rannsóknastofnunar um ástand þorsk3tofnsins og um aflahorfur. I skýrslunni segir, að ástand stofns- ins sé til mikilla muna verra en áður hefur verið talið. Á undan- förnum árum höfum við veitt nokkru meira en Hafrannsókna- stofnunin hefur mælt með. Á hverju ári hefur stofnunin mælt með, að við mættum veiða á næsta ári það sem við veiddum á árinu á undan. Á þessu ári mælti stofnun- in með því, að við veiddum 450 þúsund lestir, en við munum ekki veiða nema 370 þúsund lestir. í skýrslunni er nú mælt með, að við veiðum 350 þúsund lestir, þótt í skýrslunni í fyrra hafi mátt ætla, að unnt yrði að veiða 450 þúsund lestir á því ári einnig. Þetta eru svo mikil umskipti að ætla verður, að vitneskja um stofnstærð sé af mjög skornum skammti og vísindaleg þekking til ráðgjafar takmörkuð. Þetta er al- varleg fullyrðing, en þó óhjá- kvæmileg. Einkennilegt er að sjá í þessari skýrslu orð eins og „ýmsar tilgátur eru hugsanlegar til skýr- ingar á því, að þessi árgangur er eða virðist nú verulega minni en ætlað hefur verið". Kemur fram, að um allt að 28% frávik geti verið að ræða, og hafðar eru uppi tilgát- ur um, hvort árgangurinn frá 1976 sé jafn stór og talið hefur verið, eða verulega mikið minni. I skýrslunni segir að „þorskstofninn muni minnka talsvert ef veidd verða 400 þúsund tonn á ári, en nokkuð minna ef miðað er við 350 þúsund tonna ársafla. Á hinn bóg- inn má búast við að hann standi í stað næstu ár, ef afli er takmark- aður við 300 þúsund tonn“. I framhaldi af þessum hugleið- ingum er lagt til að leyfilegur há- marksafli verði 350 þúsund lestir, en það merkir að stofninn muni minnka. Hvaða vísindi eru þetta? Eru mennirnir að semja við sjálfa sig um hámarksafla? Mjög alvar- legt er til þess að vita, að þekking okkar á þessum málum skuli ná svo skammt miðað við þá þjóðar- hagsmuni, sem hér eru að veði. Þessa skýrslu er ekki hægt að hafa nema til viðmiðunar, en gæta verður þó hófs í ákvörðun um há- marksafla, því margt bendir til þess, að ástand stofnsins sé ekki eins gott og talið hefur verið. Þessa ályktun dreg ég af gangi veiðanna á þessu ári og hef því fyrir löngu leitað álits fiskifræð- inga á þeirri skoðun, en fengið neikvætt svar, þar til nú að þessi skýrsla birtist. Mikið hefur verið rætt um það, að áhafnir togara og togskipa hafi í sumar veitt mikið af smáum þorski og hafi umtalsverðu magni verið hent aftur í sjóinn. Er illt til þess að vita, ef rétt er, því allir ættu að geta gert sér grein fyrir, hvaða afleiðingar það hefur á veiðar okkar í framtíðinni. Svo virðist, að veiði smáfisks fari í vöxt, þegar aflabrögð eru treg. Enda þótt trollmöskvi hafi verið stækkaður í 155 mm, virðist það eitt ekki duga. Því þarf að efla veiðieftirlitið og loka veiðisvæð- um, þar sem smár fiskur heldur sig. Með hinum stóraukna togara- flota og aukinni togveiði báta, sem áður stunduðu loðnuveiðar, er hætta á, að við veiðum of stóran hluta af okkar heildarafla, sem ókynþroska fisk og getur það haft alvarlegar afleiðingar í framtíð- inni. Á undanförnum árum, eða frá árinu 1979, hefur verið greidd verðuppbót á karfa og ufsa úr Verðjöfnunardeild Aflatrygg- ingasjóðs í þeim tilgangi að stuðla að veiðum á vannýttum fiskstofn- um. Hefur verðuppbótin numið um 25%, og er fjár aflað með út- flutningsgjaldi á allar fiskafurðir. Verðuppbót á karfa mun nema um 70 milljónum króna á þessu ári. Horfur eru á, að við munum veiða 110—115 þúsund lestir af karfa á þessu ári. Hafrannsókna- stofnunin mælir hins vegar með, að við veiðum 60 þúsund lestir. Það er því enginn fiskstofn eins ofveiddur og karfastofninn. Nú er karfi mjög hægvaxta fiskur og ofveiði getur haft varanleg áhrif og tekið langan tíma að byggja stofninn upp að nýju. Sýnist því augljóst, að endurskoða þurfi greiðslu á verðuppbót á karfa og jafnvel að fella hana með öllu niður. Utvegsmenn hafa verið sam- mála Hafrannsóknastofnuninni um bann við loðnuveiðum, meðan stofninn er að rétta við, þótt það hafi verið mikið áfall fyrir útgerð- ina. Hins vegar á að koma til álita að veiða mjög takmarkað magn til þess að viðhalda markaðsaðstöðu okkar á loðnu til manneldis, því ella fylla aðrir í okkar skarð. Síldveiðar Úthlutun síldveiðileyfa var nú með öðrum hætti en verið hefur undanfarin ár. Vegna nauðsynlegs banns við loðnuveiðum var ákveð- ið að þeir bátar, sem þær veiðar hafa stundað, hefðu sama rétt til síldveiða og aðrir bátar. Með þeirri aukningu á veiðiskipum var ljóst, að nauðsynlegt var að leyfa helmingi hringnótabáta veiðar nú og hinum næsta ár. Með þeim hætti var hægt að tvöfalda aflann á hvert skip. Hefur þetta fyrir- komulag mælst betur fyrir en bú- ist var við. Eigendur reknetabáta kusu að stunda veiðarnar án skiptingar báta milli ára. Er hætt við, miðað við núverandi verðlag á síld, að afkoma á þeim veiðum verði óviðunandi. Óhentugt hefur verið, að síld var ekki fryst jafnóð- um og saltað var, og er verðlagn- ingu á síld kennt um. Nauðsyn ber til, að þessi atriði verði tekin til áthugunar fyrir næsta haust, og reynt verði að læra af reynslu þessa árs. Gædi fiskafla Gæði fiskafla og sjávarvöru- framleiðslu hafa verið mjög til umræðu að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Veruleg mistök hafa átt sér stað með útflutningi á gall- aðri vöru. Leita menn nú skýringa, hvort fiskurinn sé lakari en verið hefur, þegar hann kemur að landi, eða hvort honum sé spillt í vinnslu, eða hann ranglega metinn til útflutnings. Líklega er öllu þessu til að dreifa. Á undanförnum árum hefur orðið stórfelld bót á meðferð fisks í togurum með notkun fiskkassa. Ekki á að hafa orðið nein breyting hér á. Hins vegar spillir það fisk- gæðum, ef fiskur er geymdur í landi í marga daga, áður en hann er unninn og kemur það of oft fyrir. Með aukinni skreiðarverkun virðast fiskgæði fara versnandi og sl. vetur var Vs hluti netafisks dæmdur í 3. gæðaflokk, sem er óhagstæðara hlutfall en undan- farin ár. Við þessar aðstæður gæt- ir vaxandi tilhneigingar til þess að hafa of mörg net í sjó og þarf með öllum tiltækum ráðum að hindra það. Bent hefur verið á, að ef skreiðarverkun verður ekki mögu- leg vegna markaðsaðstæðna, geti svo farið næsta vetur, að 3. flokks netafiskur verði óseljanleg vara og aðeins nýtanlegur til mjöl- framleiðslu. Það má ekki henda okkur að veiða þorsk til mjölvinnslu, eða henda ómældu magni af undir- málsfiski fyrir borð. Þáttur Framleiðslueftirlits sjávarafurða hefur mjög komið til umræðu varðandi gæði fiskafla og sjávarvöruframleiðslu. Það hefur lengi verið sjónarmið útvegs- manna, að á þeirri stofnun þurfi að gera verulegar breytingar og þær helstar að auka ábyrgð við- komandi veiði- og vinnslugreina. Það virðist löngu tímabært að setja þessari stofnun stjórn, þar sem útgerðin og fiskvinnslan hefðu yfirstjórn á framkvæmd ferskfiskmats og sölusamtökin á útflutningsmati. Með því að gera þessa aðila ábyrga fyrir fram- kvæmdinni, í stað þess embættis- valds sem nú ríkir, væri líklegra að ná mætti árangri. Gæðaeftirlit sölusamtaka á frystum fiski hefur reynst vel og er til fyrirmyndar. Ákvæði kjarasamninga um helgarfrí á veiðum með netum stuðla ekki að bættum gæðum fiskafla, né helgarvinnubönn verkalýðsfélaga. Nýsett vinnu- verndarlöggjöf, þar sem vinnutími er takmarkaður, hindrar eðlilega framkvæmd við fiskvinnslu. Við verðum að átta okkur á, að við búum í þessu landi vegna þess að við veiðum fisk og þess vegna verðum við að sætta okkur við óreglulegri vinnutíma en aðrar þjóðir. Gæði fiskframleiðslu ráða úrslitum um verð á okkar fram- leiðslu. Við verðum því að aflétta öllum þessum boðum og bönnum, ef við meinum eitthvað með því, að við ætlum að bæta framleiðsl- una, sem brýna nauðsyn ber til. Á undanförnum árum höfum við í vaxandi mæli nýtt okkur grálúðustofninn við landið. Hafa veiðarnar aðallega farið fram á vorin, því þá hefur hún verið auð- veiðanlegust. Reynslan hefur sýnt okkur, að á þessum tíma er grá- lúðan í sárum eftir hr>rgningu, og því mjög óheppileg til vinnslu. Ekki er æskilegt að hafa opinber afskipti af því hvenær grálúðan er veidd, en hjá því virðist ekki kom- ist, að banna grálúðuveiðarnar í apríl og maí, því þá er hún illa fallin til vinnslu og nánast ekki markaðsvara. Stærð flotans Stjórnvöld hafa á undanförnum árum haldið áfram að stuðla að stækkun fiskiskipaflotans í and- stöðu við samtök útvegsmanna og sjómanna. Allt bendir nú til þess, að loks ætli að verða hér einhver breyting á með ákvörðun um bann á innflutningi fiskiskipa. Á sama tíma er þó ákveðið að smíða skip og togara, án þess að kaupandi sé fyrir hendi. Verð þessara skipa er svo hátt, að útilokað er, að unnt sé að standa við greiðsluskuldbind- ingar. Það er eðlilegt, að almenn- ingur fái ekki skilið hvað vakir fyrir stjórnvöldum, sem beita sér fyrir smíði togara, sem á að vera til afhendingar í vetur og kosta mun 8,2 milljónir dollara, eða 132 milljónir króna miðað við núver- andi gengi. Ljóst er, að skipið mun ekki fiska nema fyrir hluta af fjármagnskostnaði, og hvað þá með allan rekstrarkostnaðinn? Nýtt skip var afhent frá íslenskri skipasmíðastöð fyrir nokkrum vikum og kostaði 50 milljónir króna. Á sama tíma kom sam- bærilegt skip til landsins, sem er 3ja ára gamalt, og kostar 17 millj- ónir króna. Talsmenn skipasmíða- stöðvanna klifa á því að endurnýja þurfi bátaflotann, vegna þess hve gamall hann sé. Hið rétta er, að við höfum of mörg skip og þörfn- umst ekki nýrra. Bátaflotinn hef- ur að verulegu leyti verið endur- bættur með marg\’íslegum lagfær- ingum sem reynst hafa vel. Verk- efni fyrir skipasmíðastöðvarnar eiga því að vera við viðhald fiski- skipaflotans um sinn. Þörf aukinnar ábyrgðar Svo virðist, sem ábyrgð og ráð- deild fari þverrandi, samfara auk- inni verðbólgu, sem er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Vextir eru hækkaðir til að hindra verðrýrnun lánsfjár. Vaxtakostnaðurinn er þó að sliga atvinnureksturinn, og al- menningur hefur ekki trú á stjórnarfarinu og keppist við að eyða hverri krónu sem aflað er. Atvinnurekendur og verkalýðsfor- ingjar sátu mánuðum saman í vor og sömdu um kauphækkanir, þeg- ar þjóðartekjur fóru minnkandi. sömu verkalýðsforingjar sam- þykkja nokkrum dögum síðar að taka kauphækkunina til baka með löggjöf. Hefði ekki verið eðlilegra að verkalýðsforustan hefði sýnt ábyrgð og samið um óumflýjan- lega kjaraskerðingu, í stað þess að þvinga fram kauphækkun og nota í þeim tilgangi óábyrga vinnuveit- endur í byggingariðnaði, sem endurselja öðrum hækkunina? Er ekki kominn tími til að menn verði gerðir ábyrgari gerða sinna. Á þetta jafnt við um okkur sem aðra vinnuveitendur. Það gerist hins vegar ekki, ef launþegum líðst að gera kröfur, án þess að vera látnir bera ábyrgð á þeim. Kaupbreytingar, sem eru umfram greiðslugetu atvinnuveganna, eiga að leiða til atvinnuleysis en ekki sífeildrar rýrnunar á gjaldmiðli okkar. Með öðrum hætti lærir fólk ekki að gæta hófs í kröfugerð og fyrr verður ekki tekist raunveru- lega á við verðbólguna. Atvinna, sem haldið er uppi með erlendum lántökum, er blekking, sem kemur niður á niðjum okkar. Enginn má skilja orð mín svo, að ég sé með þessum orðum að mæla með atvinnuleysi, sem vafa- lítið er eitt mesta þjóðfélagámein, sem um ræðir. En ég vil undir- strika, að sífelldar yfirlýsingar stjórnmálamanna um fulla at- vinnu slævir vitund launþega og vinnuveitenda um ábyrgð þeirra á gerð kjarasamninga. Útvegsmenn eru hér eftir sem hingað til tilbúnir til samstarfs við stjórnvöld um aðhaldsaðgerð- ir, en sætta sig ekki við að atvinnustarfsemi þeirra sé ógnað með ráðleysi stjórnvalda, sem leiðir til taprekstrar og skulda- söfnunar undirstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar. Því verða útvegs- menn á varðbergi, þegar ákvarð- anir verða teknar um rekstrarskil- yrði útvegsins fyrir næstu áramót. Eg þakka samstarfsmönnum mínum í stjórn LÍÚ fyrir ánægju- legt samstarf á árinu og starfs- fólki LIÚ fyrir vel unnin störf og segi þennan 43. aðalfund LÍÚ sett- an. Ný hljómplata Ingveldur Hjaltested: Sextán einsöngslög Ingveldur Hjaltested sópransöngkona hefur vakiö mikla athygli á söngskemmtunum sem hún hefur haldiö hér á landi sem erlendis á síöari árum. Jafnframt hefur túlkun hennar á hinum vandasömustu óperuhlutverkum vakiö veröskuldaöa hrifningu. Á þessari fyrstu plötu sinni syngur hún sextán íslensk lög, ýmist þjóöleg eöa lög eftir kunn tónskáld. Jónína Gísladóttir leikur undir á píanó af listrænni smekkvísi. Missiö ekki af þessari tíundu einsöngsplötu SG-hljómplatna, sumar hinna fyrstu eru þegar 0rðnarsa,n9ripir SG-hljómplötur Heildsala — smásala, Ármúla 38, sími 84549.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.