Morgunblaðið - 25.11.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö.
Hversvegna
kosningar?
Heilsteyptur og
sterkur persónuleiki
eftir Einar
Hákonarson
Þegar litið er yfir völl ís-
lenskra þjóðmála, nú þegar
ríkisstjórnin er að liðast í
sundur, setur hroll að fólki. A
flestum sviðum þjóðlífsins
svartnætti og stefnuleysi og
allt að komast í kalda kol. I
fyrsta sinn frá stofnun lýðveld-
isins bera menn ótta í brjósti
um áframhaldandi sjálfstæði
þess, vegna vísvitandi óstjórn-
arstefnu kommúnista og band-
ingja þeirra, sem þeir hafa
ávallt beitt gegn lýðræðis-
skipulagi frjálslyndra manna,
til þess svo að hrifsa til sín
völdin, standandi á rústum
efnahagslífsins. Forsvarsmenn
Framsóknar og Alþýðubanda-
lags keppast nú um, hrópandi á
torgum, við að sverja af sér
ógagnarverkin. Sá slagur á eft-
ir að harðna, er nær dregur
kosningum með ásökunum á
báða bóga.
Atlaga þeirra að Sjálfstæðis-
flokknum mistókst, þótt þeim
væri dyggilega hjálpað af
metnaðarfullum einstaklingum
innan hans. Spjótalögin bein-
ast nú að þeim sjálfum og
þeirra eigin verkum. Arásir
þeirra á formann Sjálfstæðis-
flokksins, Geir Hallgrímsson,
voru og eru hvað hatrammast-
ar og náðu þeir töluverðum ár-
angri í þeim áróðri, sérstaklega
Innkaupakarfa /W l •
Verölagsstofnunar: Mesti munur
327,6% á dósasúpum
Kinar Hákonarson
framan af kjörtímabilinu. Fólk
er hinsvegar farið að sjá hvað
fyrir þeim vakti, en það er að
veikja sem mest forystu flokks-
ins og það sem hættulegra er,
að koma inn hjá fólki að Geir
Hallgrímsson sé óhæfur for-
maður. Það þarf sterkan per-
sónuleika og heilsteyptan til
þess að standa af sér slíkar
árásir og það þarf sterkan
mann til þess að halda flokkn-
um saman, þrátt fyrir tíma-
bundna erfiðleika með þeim ár-
angri að í síðastliðnum sveitar-
stjórnarkosningum kom flokk-
urinn út sem glæsilegur sigur-
vegari og í sókn víðast hvar á
landinu öllu. Aldrei fyrr í sögu
íslenska lýðveldisins hefur ver-
ið meiri þörf fyrir samhenta og
ábyrga stjórn landsmála,
aldrei sem nú hefur verið meiri
nauðsyn þess að frjálslyndir
menn standi saman um vörð
lýðræðisins, eftir þær ógöngur
sem núverandi ríkisstjórn er
búin að koma okkur í. Um
þetta eru allir þjóðhollir ís-
lendingar sammála. Sjálfstæð-
isflokkurinn stendur nú
frammi fyrir því í fyrsta sinni í
sögu landsins að fá hreinan
meirihluta að loknum þing-
kosningum. Síðustu atburðir á
vinstra væng stjórnmálanna
styðja þá kenningu. Það mun
því verða mikið verk að byggja
upp traust efnahagslíf á rjúk-
andi rústum núverandi ríkis-
stjórnar, svo íslendingar eign-
ist áftur trú á mátt sinn og
megin í efnalegum og andleg-
um skilningi. Mikil ábyrgð
hvílir á formanni Sjálfstæðis-
flokksins, Geir Hallgrímssyni.
Frjálslyndum mönnum er ljóst
að til þess að þeim markmiðum
verði náð, sem að framan er
lýst, verða þeir að gera kosn-
ingu hans sem mesta og besta í
komandi prófkjöri flokksins
28.-29. nóvember.
Samhent forusta — sameig-
inlegur sigur.
Baráttukveðjur..
Formenn fjögurra stjórn-
málaflokka hafa kveðið
upp úr með, í umboði flokka
sinna, að ekki komi til mála
að draga kosningar til Al-
þingis lengur en í síðasta
lagi fram í aprílmánuð.
Þetta kom ótvírætt fram í
sjónvarpsumræðum frá Al-
þingi í fyrrakvöld. Formaður
Framsóknarflokksins kvað
svo fast að orði, að steytti
þingið á skeri sundurlyndis í
stærri málum næstu vikur,
bæri að stefna til þingkosn-
inga þegar í febrúarmánuði.
Þingflokkur sjálfstæð-
ismanna krafðist þess í ág-
ústmánuði sl., að Alþingi
yrði kvatt strax saman og
fjallaði um hin brýnustu
mál, en síðan rofið og efnt til
kosninga. Formenn Alþýðu-
bandalags og Framsóknar-
flokks, sem höfnuðu þessari
tillögu þá, s^gja nú báðir
tveir, að betur hefði farið ef
kosningar væru um garð
gengnar. Þessi breytta af-
staða felur í sér viðurkenn-
ingu á því, að ríkisstjórnina
skortir hvort tveggja, sam-
stöðu um viðbrögð í vanda
þjóðarbúsins og starfhæfan
þingmeirihluta. Hún hefur
því ekki burði til að annast
pólitíska stjórnsýslu í land-
inu.
Geir Hallgrímsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
sagði m.a. í umræðunum, að
Næstu alþingiskosn-
ingar hljóta að snú-
ast um atvinnu- og efna-
hagsmál öðru fremur, slíkar.
blikur sem eru á lofti í þeinr
efnum," sagði formaður
Sjálfstæðisflokksins í um-
ræðum um vantraust á ríkis-
stjórnina, „En áður en til
kosninga er gengið er ljóst
að það er þjóðarkrafa að
jafnað verði vægi atkvæða
eftir kjördæmum og tryggt
að þingmannatala flokka
verði í samræmi við fylgi
kjósenda."
Geir Hallgrímsson lagði
megináherzlu á að
samkomulag þyrfti að takast
um þetta efni milli íbúa og
Ragnar Arnalds, fjár-
málaráðherra, sagði í
sjónvarpsumræðunum: Við
alþýðubandalagsmenn göng-
um til kosninga í þeirri trú
að núverandi ríkisstjórn fái
aukinn meirihluta á Alþingi.
í sama streng tóku aðrir
ráðherrar úr Alþýðubanda-
þær siðferðilegu forsendur
sem stjórnarmyndunin var
byggð á, að dómi ráðherra,
„að bjarga virðingu Alþing-
is“, væru brostnar. „Sjaldan
hefur virðing Alþingis verið
minni en nú, þegar ríkis-
stjórn, sem misst hefur
starfhæfan meirihluta á Al-
þingi, neitar að viðurkenna
staðreyndir og rígheldur í
ráðherrastóla, hvað sem það
kostar."
Dráttur á því að starfhæft
Alþingi og sterk ríkisstjórn
takist á við vanda þjóðarbús-
ins versnar dag frá degi,
verðbólgan æðir áfram,
viðskiptahallinn vex, erlend-
ar skuldir hrannast upp og
atvinnu- og afkomuöryggi
almennings er stefnt í bráða
hættu. Flokksráðsfundur Al-
þýðubandalagsins metur
stöðuna svo, eftir fjögurra
ára stjórnarsetu Svavars,
Hjörleifs og Ragnars, að
grípa verði til jafnlangrar
neyðaráætlunar, ef bjarga
eigi efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin er innbyrðis
sundurþykk og án starfhæfs
þingmeirihluta. Verkstjórn
hennar á Alþingi er með
þeim hætti, að það er nánast
aðgerðarlaust. Þess vegna er
nauðsynlegt að þjóðin höggvi
á hnútinn með nýjum þing-
kosningum. Því fyrr, því
betra.
þingmanna strjálbýlis og
þéttbýlis. „Hið fullkomna
lýðræði dugar okkur
skammt,“ sagði hann, „ef það
verður til að sundra þjóðinni
í tvær andstæðar fylk-
ingar... En jafnljóst er, að
Alþingi er ekki fært um að
takast á við vanda þjóðar-
búsins, ef það endurspeglar
ekki með viðunandi hætti
vilja þjóðarinnar allrar. Það
er að mínu mati ekki ofmælt
að umbætur á þessu sviði séu
forsenda þess að við getum
brotið blað í efnahags- og at-
vinnumálum með svipuðum
hætti og gerðist eftir kjör-
dæmabreytinguna 1959 með
viðreisninni."
lagi og Framsóknarflokki.
Friðjón Þórðarson,
dómsmálaráðherra, sagði
hinsvegar: „í mínum huga
hefur aldrei komið til greina
að framlengja núverandi
stjórnarmynstur óbreytt eft-
ir kosningar."
SÍÐASTLIÐINN lostudag könnuðu
starfsmenn Verðlagsstofnunar
lægsta og hæsta verð á þeim rúm-
lega 30 vörutegundum, sem eru í
Innkaupakörfunni svokölluðu. Gerð
var úrtakskönnun í 16 verslunum í
Reykjavík. Þetta er fjórða könnunin
af þessu tagi og er niðurstaðan sú,
að lægsta verð hefur í heild lækkað
og hæsta verð hækkað. Samanborið
við Innkaupakörfu eitt, sem var birt
fyrir einum mánuði hefur munur á
lægsta og hæsta veröi aukist úr
49,1% í 56,6%, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Verðlagsstofnun. Þar segir
ennfremur:
Tvær fyrstu kannanirnar voru
nákvæmlega eins og sú, sem nú er
birt.
Eftirfarandi vekur athygli, þeg-
ar þessi könnun er borin saman
við þær fyrri:
1. Mismunur á samanlögðu
lægsta og hæsta verði hefur auk-
ist allnokkuð og miðverð, þ.e.
meðaltal af lægsta og hæsta
verði, hefur hækkað um 3,6% á
rúmum þremur vikum. Þar sem
ekki er ailtaf um sömu vörumerki
að ræða má þó ekki draga af
þessu ályktun um almenna verð-
hækkun.
2. Samanlagt lægsta verð var í
fyrstu könnun um 890 krónur en
er nú um 870 krónur, eða nokkru
lægra.
3. Samanlagt hæsta verð er
nokkru hærra. Það var í fyrstu
könnun kr. 1.327,80, kr. 1.342,50 í
annarri en er nú kr. 1.364,00.
4. Lægsta verð hefur breyst á
16 vörutegundum af 31 frá síðustu
sams konar athugun. í sjö tilvik-
um er það hærra en í níu tilvikum
lægra.
5. Mesti munur á verði í þessari
könnun er á dósasúpum, eða
327,6%, handsápu 293,3%, korn-
flögum 250%, eplum 191,3%,
grænum baunum 176,6% og upp-
þvottalegi 157,7%. Þess má geta,
að borið er saman verð á sama
vörumerki á dósasúpum.
Eins og áður hefur verið lögð
áhersla á er ekki höfð hliðsjón af
gæðum vörunnar eða þjónustu
verslana, þegar samanburður er
gerður á vöruverði. Þó er ávallt
miðað við það, sem seljendur
kalla 1. flokks vöru, þegar ekki er
um merkjavöru að ræða.
Innkaupakarfan gegnir því
hlutverki einu að benda almenn-
ingi á verðmun, sem getur verið á
vöru í sama vöruflokki. Síðan er
það neytandans að leggja mat á
gæði vörunnar og hvort þau jafni
út verðmun. Neytandinn hlýtur
að gera það upp við sig hvort hon-
um finnst ein tegund af kornflög-
um svo góð, að hann sé reiðubúinn
til þess að greiða fyrir hana 250%
hærra verð en fyrir aðra tegund,
svo dæmi sé nefnt.
TIERÐKYNNING J\
Merðlagssidfnunar *±
INNKAUPA
KARFAN
Landbunaðarvörur Lægsta vcrð Hæsta verð Mlsmunur i'
Nýmjólk 1 ttr. 8.35 8.35 0
Smjðr 250 gr. 22.65 22.70 0.2%
Gouda oatur 26% 100 gr. 9.85 9.85 0
Dilkakjöt lærl 1 kg. 56.90 72.90 28.1%
Nautagullas 1 kg. 148.00 198.10 33.9%
Nautahakk 1 kg. 79.00 134.60 70.4%
Kjuktingar 1 kg. 79.80 128.80 61.4%
Raykt modlatarpylaa 1 kg. 62.00 107.80 73.9%
Svinaaklnka aneidd 100 gr. 25.00 30.75 23.0%
Egg 1 kg. 45.00 59.00 31.1%
Kartöflur 2.5 kg. 14.40 14.50 0.7%
Tómatar 1 kg. Fiskur 52.00 63.00 21.2%
Yauflök m. roðl 1 kg. Brauð og kökur 31.00 45.90 48.1%
Kremkex 16.45 19.40 17.9%
Rúlluterta Ijóe 21.90 37.10 69.4%
Heilhveitlbrauð Korn og sykurvörur 7.80 13.16 68.6%
Hvelti 1 kg. 9.00 15.15 68.3%
Sykur 1 kg. 8.85 11.30 27.7%
Kornflögur 500 gr. Aftrar matvörur 22.00 77.00 250.0%
Grænar baunlr 450 gr. 11.10 30.75 176.6%
Dóaaaupa 300 gr. 2.90 12.40 327.6%
Epli 1 kg. Drykkjarvörur 13.25 38.60 191.3%
Hrelnn appelsinusafi'/«I. 6.60 12.30 86.4%
Kaffl 250 gr. pokl 15.80 28.70 81.6%
Kakómalt 400 gr. Sælgæti 28.15 47.95 70.3%
Atsukkulaöi hrelnt 100 gr. 12.00 21.00 75.0%
Prlna póló atórt 7.50 9.00 20.0%
Vanllluía 11tr. Hreinlætisvörur 25.30 27.50 8.7%
Þvottaduft, lágfr. 600 gr. 16.60 32.40 95.2%
Uppþvottalögur 500 ml. 9.80 25.25 157.7%
Handsapa 90 gr. 2.25 8.85 293.3%
/ 871.20 1.364.00 56.6%
Skyrlngar: lnntuup*Kw1»n •> unaktkOnnun »*m nmi M 1S varslarut i Reyktívik Ofl var v*rðuppuk*n o«rð 19 nOv«mb*t sl Ekkiet l«gl m«1
é þ(6nu*!u ofl gæöi »n<!» um mimmunandi vOrumorki að irOn l nokkium Wvikum. n«kJur •Migöngu um bainan vwðs»m»nt>uid aö iað» Inn
k»up»k»rt»n »1 «kkt l»ö»rvi»v um nvaö »ð» nv»r O&fiK •< »ö v»»l». n»«or ei Wflíngunnn »» að v«k|» neytendur tit umhufljunar um v«rðmn
mun 1 vOrum mnan uma vöruöokks
Samkomulag verður að nást
Gagnstæðar yfirlýsingar ráðherra