Morgunblaðið - 25.11.1982, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982
25
Geir Hallgrímsson við vantraustsumræður í fyrrakvöld:
Óheilindi í stjórnmálabaráttu verða
að víkja en ábyrgð og heilindi að ríkja
í umræðum um vantrauststillögu Alþýðuflokksins á ríkis-
stjórnina í fyrrakvöld, flutti Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, ræðu, þar sem hann gerði m.a. grein
fyrir því, hvers vegna Sjalfstæðisflokkurinn hefði ekki flutt
slíka tillögu á Alþingi. Ennfremur gerði formaður Sjálfstæðis-
flokksins grein fyrir afstöðu flokksins til bráðabirgðalaganna
og fjallaði um kjördæmamálið. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu
Geirs Hallgrímssonar, en í upphafí ræðu sinnar vék hann að
nokkrum sjónarmiðum, sem fram höfðu komið hjá forsætis-
ráðherra skömmu áður:
Síðasta ræðumanni var tíðrætt
um þau áföll, sem við höfðum orð-
ið fyrir á yfirstandandi ári, ég geri
ekki lítið úr þeim en minni á að
verðmæti sjávarafla á yfirstand-
andi ári er eitthvert það mesta,
sem við höfum öðlast, Islendingar,
jafnvel þriðja eða fjórða besta ár.
Síðasti ræðumaður minntist
heldur ekkert á að árið 1980 og
1981 voru al bestu ár í verðmæti
sjávarafurða, sem við íslendingar
höfum notið. Hvar er afraksturinn
eftir þessi ár? Hann er horfinn í
eyðsluhít núverandi ríkisstjórnaí-
í ráðleysi hennar, Stefnuleysi og
getuleysi. Síðasti ræðumaður
minntist ekki á það, að ríkisstjórn
hans á Islandsmet í verðbólgu og
nú er jafnvel verið að lýsa verð-
bólgunni með þriggja stafa tölu.
Síðasti ræðumaður minntist
heldur ekkert á það, að ríkisstjórn
hans hefur fellt gengi íslensku
krónunnar hraðar, oftar og meira
en nokkur ríkisstjórn önnur á ís-
landi og ég verð að játa að þá er
langt til jafnað. Síðasti ræðu-
maður hrósaði sér af því, að hér
væri full atvinna, en hann gat ekki
um það, að hér er leynt atvinnu-
leysi og hann gat ekki um það, að
samkvæmt umsögn Seðlabankans,
byggist full atvinna hér á landi
meðal annars á því, að við höfum
safnað erlendum skuldum svo
mjög, að við skuldum 50% af ár-
legri þjóðarframleiðslu í erlendum
bönkum og lánastofnunum og
þurfum að borga þriðju hverja
krónu, sem við öðlumst í gjaldeyr-
istekjur í afborganir og vexti.
Þetta er sá arfur sem ríkisstjórn
síðasta ræðumanns skilur eftir
sig.
Hvers vegna
fluttu sjálf-
stæðismenn
ekki vantraust?
Núverandi ríkisstjórn er að
renna skeið sitt á enda. Engum
sem til upphafsins þekkir kemur á
óvart, að endalokin verða með
þeim hætti, sem nú blasir við.
Við sjálfstæðismenn höfum
hinsvegar ekki flutt vantraust,
einfaldlega vegna þess, að það hef-
ur ekki verið ástæða til að ætla að
það nái fram að ganga. Við mun-
um hins vegar greiða vantrausttil-
lögu Alþýðuflokks atkvæði, og
vissulega má segja, að þessi van-
trauststillaga þjóni þó þeim til-
gangi að undirstrika ömurlega
stöðu ríkisstjórnarinnar.
Heyrst hefur að það sé trausts-
yfirlýsing á núverandi ríkisstjórn
þó hún skrimti eftir atkvæða-
greiðslu um vantraustið en það er
mikill misskilningur. Vitað er, að
margir stjórnarsinnar vilja í raun
ríkisstjórnina feiga og vildu
gjarnan greiða vantrauststillög-
unni atkvæði. í þeim efnum er
nærtækast að leiða formenn
Framsóknarflokks og Alþýðu-
bandalags til vitnis. Er unnt að
tala mæðulegar um frammistöðu
ríkisstjórnarinnar en Steingrímur
Hermannsson, sem harmar á
flokksþingi Framsóknarflokks að
á þremur árum hafi aðeins tvisvar
náðst samstaða um raunhæfar að-
gerðir til hjöðnunar verðbólgu. Er
hægt að sýna ríkisstjórninni
meira vantraust en Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalags á
nýafstöðnum flokksráðsfundi
þess, hann sagði: „Það sem blasir
við íslenskum stjórnmálum um
þessar mundir er upplausn. Á
sama tíma æðir verðbólgan áfram,
verðhækkanir eru hrikalegar,
verðlagsstjórn úr böndum, pen-
ingamálastjórnin í landinu er ekki
sem skyldi, viðskiptahallinn hefur
aukið erlendar skuldir gífurlega á
þessu ári, og þannig mætti lengi
telja.“ Þetta voru orð Svavars
Gestssonar. Er til gleggra dæmi
um afleiðingar fjögurra ára
stjórnarsetu kommúnista en
ályktun þeirra sjálfra um nauðsyn
fjögurra ára neyðaráætlunar í
efnahags- og atvinnumálum?
Hollenskt fyrirtæki vill
kaupa íslenzka „kjötfjalliðu
— Vilja semja framvegis um kaup á kjötinu niðurskornu og pökkuðu
STÆRSTA kjötsölufyrirtæki Hol-
lands er reiðubúið til að kaupa tvö
til þrjú þúsund tonn af íslenzku
dilkakjöti, eða allt það magn sem við
getum látið. Áætlað hefur verið að
útflutningsþörfin í ár væri um þrjú
þúsund tonn, en hluta af því hefur
þegar verið ráöstafað, þannig að
ekki er liklegt að hægt verði að selja
til Hollands meira en tvö þúsund
tonn. Fyrirtækið hefur boðið 1.400
dollara fyrir tonnið af kjötinu, kom-
ið í skip í íslenzkri höfn, en það er
heimsmarkaðsverðið í dag.
Verð það sem fyrirtækið býður
er ívið lægra en fengizt hefur fyrir
kjötið að undanförnu, en á móti
kemur að hollenzka fyrirtækið er
reiðubúið að að kaupa kjötið í des-
ember og janúar nk. og leggst því
minni geymslu- og vaxtakostnað-
ur á kjötið og vegur það eitthvað
upp á móti lægra verði.
Pálmi Jónsson landbúnaðar-
ráðherra sagði í samtali við Mbl.,
að næstu daga yrði tekin ákvörðun
um þessa sölu og yrði ^ð hafa í
huga þegar hún væri ákveðin að
nægjanlegt kjöt væri eftir fyrir
innanlandsmarkað og einnig að
aðrir söluaðilar, sem hugsanlega
gætu fengið betra verð, hefðu nóg
fyrir sig. Pálmi sagði að kjötið
yrði selt í heilum skrokkum í
grisjupokum, en fulltrúi fyrirtæk-
isins sem hér var nýlega á ferð
hefði sagt að engin framtíð væri í
að flytja kjötið þannig út og ef af
Hvers vegna
erum við and-
vígir bráða-
birgðalögum?
Við sjálfstæðismenn erum and-
vígir bráðabirgðalögunum. Þau
eru ekki liður í samræmdum efna-
hagsaðgerðum og þar af leiðandi
nær verðbótaskerðing launa ekki
tilgangi sínum til hjöðnunar verð-
bólgu. Skattahækkun ofan á aukn-
ar skattbyrðir vinstri stjórna síð-
ustu fjögur árin kyndir undir
verðbólgunni. Til þess hefur verið
vitnað, að sjálfstæðismenn hafi
staðið að samsvarandi ráðstöfun-
um, með febrúarlögunum 1978, en
þar var ólíku saman að jafna. Þá
voru verðbætur greiddar sam-
kvæmt framfærsluvísitölu að frá-
dregnum launalið búvöru og verði
áfengis og tóbaks, en því til við-
bótar var þá í fullu gildi svokall-
aður verðbótaviðauki, sem bætti
launþegum þá töf, sem varð á því,
að verðhækkanir vöru og þjónustu
kæmu fram í framfærsluvísitölu á
þriggja mánaða verðbótatímabili.
Nú er enginn verðbótaauki og í
gildi eru skerðingarákvæði Ólafs-
laga auk verðbótaskerðingar sem
núverandi stjórn hefur staðið að.
Þá var ekki um neina verðbóta-
skerðingu að ræða hjá þeim, sem
frekari viðskiptum yrði óskuðu
þeir eftir að fá það niðurskorið og
pakkað í lofttæmdar umbúðir. Að-
spurður um aðdraganda þessa til-
boðs frá hollenzka fyrirtækinu
sagði Pálmi að *hann hefði haft
samband við ýmsa aðila í
viðskiptalífinu og beðið þá að at-
huga með sölu á kjöti erlendis,
m.a. Árna Kristjánsson ræð-
ismann Hollands á Islandi og fyrir
hans tilstilli hefðu þessi sambönd
komizt á.
Það vekur athygli hversu mikið
kjöt Hollendingarnir eru tilbúnir
til að kaupa hér þrátt fyrir það að
kjötkvóti íslands hjá Efnahags-
bandalaginu sé aðeins 600 tonn.
Líklega kemur fyrirtækið til með
höfðu tekjur er svöruðu til
Dagsbrúnarlauna í dagvinnu og
full helmingsskerðing á verðbætur
og verðbótaauka kom ekki fram
fyrr en við tvöföld Dagsbrúnar-
laun í dagvinnu. Nú er láglauna-
fólki ekki sinnt með öðru en
sparðatíningi, svokölluðum lág-
launabótum, sem enn hafa ekki
fengist upplýsingar um, hvernig
háttað verður, þegar vika er til
mánaðarmóta og sjálfur fjármála-
ráðherra gefur í skyn að láglauna-
bæturnar verði teknar upp í
skatta til ríkissjóðs. Þá voru
ákveðnar hækkaðar barnabætur
og tekjutryggingar, sem ekki er
gerð grein fyrir í þessum ráðstöf-
unum með sama hætti. Þá voru
skattar lækkaðir eins og vöru-
gjaldið, nú er vörugjaldið hækkað
og skattar þyngdir. Þá voru ríkis-
útgjöld lækkuð, en nú eru ríkis-
útgjöld aukin, 1978 voru áfanga-
hækkanir launa sem vógu upp á
móti verðbótaskerðingunni, en því
er ekki með sama hætti til að
dreifa nú. 1978 hafði verðbóta-
skerðingin- ekki í för með sér
kaupmáttarrýrnun miðað við árið
áður, en boðað er 6% kaupmáttar-
rýrnun á næsta ári í kjölfar
bráðabirgðalaganna. Þannig vat
að öllu leyti ólíku saman að jafna
1978 og nú. Þess vegna er Sjálf-
stæðisflokkurinn samkvæmur
sjálfum sér, þegar hann er á móti
þessum bráðabirgðalögum og
bendir á, að þau eru skýrt dæmi
um vinstri stjórnarstefnu.
Kjördæmamálið
Næstu Alþingiskosningar hljóta
að snúast um atvinnu- og efna-
hagsmál öðru fremur, slíkar blik-
ur, sem eru á lofti í þeim efnum.
En áður en til kosninga er gengið
er ljóst, að það er þjóðarkrafa að
jafnað verði vægi atkvæða eftir
kjördæmum og tryggt að þing-
mannatala flokka verði í samræmi
við fylgi kjósenda. Þegar rætt er
um vægi atkvæða eftir kjördæm-
um eru tvö meginsjónarmið uppi;
sumir segja, að sérhver kjóseandi
eigi að hafa sama atkvæðisrétt,
það sé hið eina og sanna lýðræði.
Um það verður út af fyrir sig ekki
deilt. Hitt er ljóst, að því marki
höfum við aldrei náð. Aðrir segja,
að áhrif íbúa strjálbýlis á stjórn
landsins og löggjafarsamkomu séu
minni en þéttbýli§búa, sem nær
búa og það réttlæti misvægi at-
kvæða. Samkomulag þarf að tak-
ast á milli talsmanna þessara
að fylla kvótann hjá Efnahags-
bandalaginu sem er mikilvægt
fyrir okkur vegna hugsanlegrar
hækkunar hans síðar meir og þau
1.000 til 1.500 tonn sem þá verða
eftir verður fyrirtækið að selja
eitthvert annað. Ekki er ólíklegt
að það fari í einhverjum mæli í
kost á hollenzka kaupskipaflot-
ann.
Verðið sem hollenzka fyrirtækið
er tilbúið til að greiða er eins og
áður sagði 1.400 dollarar á tonnið,
komið í skip hér heima, en það er
nálægt heimsmarkaðsverðinu þeg-
ar tekið hefur verið tillit til flutn-
ingskostnaðar. Eins og Mbl. skýrði
nýverið frá hefur að undanförnu
orðið 25 til 30% verðlækkun á
heimsmarkaðsverði kindakjöts.
Verðið er um 22 kr. íslenzkar fyrir
hvert kíló og er það um 30% af
óniðurgreiddu heildsöluverði
lambakjöts hér heima. Því er ljóst
að lækkun heimsmarkaðsverðsins
hefur náð hingað til lands og að
ekki er hægt að gera ráð fyrir að
hægt sé að flytja út kjöt á fram-
leiðsluverði á næstunni.
tveggja meginsjónarmiða, svo að
þeir sætti sig við. Hið fullkomna
lýðræði dugar okkur skammt, ef
það verður til þess að sundra þjóð-
inni í tvær andstæðar fylkingar,
þeirra, sem búa í þéttbýli á suð-
vesturhorninu og hinna, sem búa í
hinum dreifðari byggðum, einmitt
þegar okkur er svo mikill vandi á
höndum. En jafnljóst er, að Al-
þingi er ekki fært um að takast á
við vanda þjóðarbúsins, ef það
endurspeglar ekki með viðunandi
hætti vilja þjóðarinnar. Það er að
mínu mati ekki ofmælt, að um-
bætur á þessu sviði séu forsenda
þess, að við getum brotið blað í
efnahags- og atvinnumálum með
svipuðum hætti og gerðist eftir
kjördæmabreytinguna 1959 með
viðreisninni.
Jardvegur til
átaka í efna-
hagsmálum
Ég hef trú á því, að nú sé betri
jarðvegur til átaka í efnahagsmál-
um okkar meðal alls almennings
og meiri skilningur á þörf slíkra
ráðstafana en verið hefur um
langt skeið, en því ber ekki að
neita, að mikill vandi er fólginn í
því pólitíska sundurlyndi og al-
mennri þjóðfélagslegri upplausn,
sem því miður er fylgjandi í óða-
verðbólgu. Sjálfstæðisflokkurinn
hvatti til þjóðarsamstöðu við
stjórnarmyndun fyrir þremur ár-
um. Því miður var þeirri hvatn-
ingu ekki sinnt. Framsóknarflokk-
ur og Alþýðubandalag kusu þá
heldur að gera tilraun til að kljúfa
Sjálfstæðisflokkinn. Þessir flokk-
ar hafa uppskorið eins og þeir
hafa sáð, með vaxandi ágreiningi
og átökum innan eigin flokka. Al-
varlegur ágreiningur er kominn
upp í Alþýðuflokki. Óheilindi í
stjórnmálabaráttu verða að víkja,
en ábyrgð og heilindi að ríkja.
Sjálfstæðismenn hafa á þessum
þremur árum sýnt, að þeir hafa
staðið af sér klofningsstarfsemi
annarra flokka. Það sýndi lands-
fundur fyrir ári og sigurinn í
sveitarstjórnakosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn er enn sem
fyrr kjölfesta og frumkvæðisafl,
sem þjóðinni er nauðsynlegt til að
tryKgja frelsi sitt, lýðræði og ör-
yggi, efnahagslegt sjálfstæði og
framfarir, félagslegt öryggi og
mannúð í samskiptum manna og
stjórnvalda.
Ríkisstjórnin:
10 þús. dollarar
til afganskra
flóttamanna
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum nýverið að leggja fram tíu
þúsund dollara til Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
vegna liðveizlu hennar til afg-
anskra flóttamanna í Pakistan.
Hér er um sérframlag að ræða
en stjórnvöldum hafði borist
hjálparbeiðni frá Paul Hartling
forstöðumann Flóttamanna-
hjálparinnar til afgönsku flótta-
mannanna, en eitthvað á þriðju
milljón flóttamanna frá Afgan-
istan eru nú í Pakistan.