Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 Lárus, Þorvaldur, Salome, Karl Steinar, Gunnar Th. Bráðabirgðalögin: Þrettánda verð- bótaskerðing launa — í valdatíð Alþýðubandalagsins Fyrstu umræðu um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar var fram haldið síðdegis í fyrradag í efri deild Alþingis. Hér á eftir verða lítillega og lauslega rakin efnisatriði úr ræðum þingmanna. Leysa engan vanda Lárus Jónsson (S) sagði m.a. að það hefði verið eitt megineinkenn- ið í íslenzkum þjóðarbúskap síð- ustu árin, eða allar götur frá út- færslu fiskveiðilandhelginnar, hve sjávarvöruframleiðslan hafi auk- izt gífurlega. Hún jókst um 27% að raungildi 1979 og 1980. Þetta góðæri kemur okkur ekki að gagni nú, þegar nokkur samdráttur verður í afla, frá því hann var mestur í íslandssögunni 1981, vegna þess hvernig haldið hefur verið á stjórnsýslu þjóðarbúsins. Þessvegna tala þeir, sem ábyrgð- ina bera, um nauðsyn fjögurra ára neyðaráætlunar. Bandaríkjadalur hefur hækkað um rúmlega 100% í íslenzkum krónum á einu ári. Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur hafa staðið að 13 verðbótaskerðingum launa frá 1978, þegar þeir komust inn í ríkisstjórn á slagorðunum „samninga í gildi" og „kosningar eru kjarabarátta". Skattar hafa hækkað sem svarar 28 þúsundum á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu á sama tíma. Ekki þarf að minna á viðskiptahallann og er- lendu skuldasöfnunina. Þau bráðabirgðalög, sem sett vóru í ágúst, leysa engan vanda, enda standa spár til hliðstæðs taprekstrar, viðskiptahalla og skuldasöfnunar 1983, þrátt fyrir þau. Gjaldmiðiisbreytingin Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) vék m.a. að gjaldmiðilsbreyt- ingunni, sem túlkuð hafi verið sem undirbúningur þess að kveða niður verðbólgunna. Þá hafi verið talað digurbakalega um „stöðugt gengi“, jafningja Norðurlandamyntar og „sama verðlagsstig og í ná- grannalöndum" þegar 1982. Hver og einn getur lesið úr eigin reynslu, hver hafi verið ferill nýkrónunnar og verðlagsþróunar- innar. Gjaldmiðilsbreytingin þjónaði ekki tilgangi sínum vegna þess að samstöðu skorti hjá stjórnvöldum um nauðsynlegar hliðarráðstafanir. Þegar gjaldeyrisdeildir bankanna lokuðu Salóme Þorkelsdóttir (S) sagði innbyrðis sundurlyndi á stjórn- arheimili koma fram í hverju mál- inu af öðru. Hún tók ýmis dæmi m.a. langtímalokun gjaldeyris- deilda bankanna — meðan ráð- herrar Alþýðubandalags róuðu menn sína, sem ekki vóru reiðu- búnir til að éta ofan í sig það sem sagt var og gert 1978 við svipaðar kringumstæður. KOMDU OG REYNSLUGAKKTU NÝJU K-BUXURNAR FRÁ KÓRONA, ÞÆR ERU FÁAN- LEGAR í FLANNEL-FLAUELS-OG TWILL VEFNAÐI. BANKASTRÆTi 7 • AÐALSTRÆTI4 Ný efnisblanda ull+terylene+lycra Hún vék og að orðum Karls Steinar Guðnasonar (A) um klofn- ing í Sjálfstæðisflokknum. Þá buldi við brestur, sagði hún, því næstur steig í ræðustól Vilmund- ur Gylfason og tilkynnti úrsögn sína úr Alþýðuflokknum. Salome fjallaði og um þá kröfu þingflokks sjálfstæðismanna, frá í ágúst, að þing yrði þá þegar kvatt saman, enda ljóst að ríkisstjórnin hefði ekki þingmeirihluta fyrir settum bráðabirgðalögum. Nú væri viðurkennt að sú krafa hefði verið rétt. Hvar er viðbitið? Karl Steinar Guðnason (A) sagði enn ráðist að launþegum, klipið af láglaunum, í 13. sinn af hálfu Alþýðubandalags. VMSÍ og ASÍ hafa mótmælt. Ýmsir stjórnar- sinnar tala um skilyrði af sinni hálfu, viðbit, en ekkert bólar af þingmálum, sem lofað hefur verið í þá veru. Ég spyr, er meining rík- isstjórnarinnar að afgreiða þetta mál fyrir 1. desember. Fiskvinnslan býr við bærilegan hag Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði frystihús rekin með nokkrum afgangi, og það væri mat Þjóðhagsstofnunar að svo yrði áfram, eftir fiskverðshækkun 1. desember nk., þ.e. verði rekin hallalaus. Forsætisráðherra sagði kaupmátt ráðstöfunartekna hafa hækkað 1980 og 1981. Bráða- birgðalögin myndu lækka viðskiptahallann og stuðla að minni skuldasöfnun erlendis 1983 en á þessu ári. Ekki kvaðst ráð- herra geta sagt fyrir um, hve það tæki þingnefnd langan tíma að fjalla um frumvarpið. íLjósm. Hbl. ÓI.K.M ). Guðmundur J. Guðmundsson og Karvel Pálmason ræða vandamálin. í>ingfréttir í stuttu máli Þingnefndir fylgist með framkvæmd iaga Tannviðgerðir og skattfrádráttur Tannviðgeröir og skattfrádráttur Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á skattalögum, sem fel- ur það í sér, ef samþykkt verður, að 7. töluliður 66. greinar lag- anna, er fjallar um heimildir skattstjóra til að lækka tekju- skattsstofn, verði látinn ná til „útgjalda vegna tannviðgerða", þegar um verulegan kostnað er að ræða. Þingsköp Alþingis Vilmundur Gylfason (A) mælti fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt sex þingmönnum Alþýðu- flokks, til breytinga á þingsköp- um Alþingis. Frumvarpið kveður á um, að þingnefndir skuli fylgj- ast með framkvæmd laga. I því sambandi hafi þær rétt til þess að kalla fyrir sig þá einstaklinga, sem að mati þingnefnda eiga hlut að máli. Eftirlitsstarf þingnefnda með framkvæmd laga fari fram fyrir opnum tjöldum, nema mei- rihluti nefndar ákveði annað. Vilmundur fjallaði í framsögu m.a. um þrískiptingu valdsins: löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Ákvæði hér um væru daglega brotin. Á mörgum sviðum skyggði framkvæmda- valdið á löggjafarvaldið. Þar á móti væru þingmenn að vasast í störfum innan framkvæmda- valdsins, s.s. í bankaráðum og út- varpsráði, og allir könnuðust við frumvarpssmíðar hæstaréttar- dómara. Hann kvað nauðsynlegt að kveða á um eftirlitsskyldu þings með framkvæmd laga en á því sviði væri víða pottur brotinn. » Fyrsta þingmálið og stjórnarskrárnefnd • Guðrún Helgadóttir (Abl.) sagði m.a., að meðan ráðherrar væru jafnframt þingmenn, ætti það að vera þeirra að líta eftir fram- kvæmd laga, hver á fagsviði síns ráðuneytis. • Karvel Pálmason (A) sagði framkvæmdavaldið leika of laus- um hala. Ráðherrar settu í raun upp fjárlög, hver fyrir sitt ráðu- neyti, við hlið fjárlaga þingsins, þar sem aukafjárveitingar væru ófáar. Þetta væri nánast regla en ekki undantekning. Þingið þyrfti að auka aðhald með ráðherrum sínum. Hann vék og að því að fyrsta þingmál væntanlegs flokks Vilmundar Gylfasonar væri í þingsályktunarformi, þar sem stjórnarskrárnefnd, sem flutn- ingsmaður hefði ekki talað alltof vel um, væri falið að semja frum- varp um tiltekið efni. Ekki væri slíkt nú í samræmi við frum- kvæði þingmanna við frum- varpssmíðar og lagagerð. • Albert Guðmundsson (S) sagði ýmislegt gott vera í þessari frum- varpssmíð, sem á dagskrá væri. Fyrsti flutningsmaður skemmdi hinsvegar fyrir annars góðu máli með lítt yfirveguðum málflutn- ingi. Þegar Alþingi kysi fulltrúa úr sínum hópi til trúnaðarstarfa, eins og t.d. setu í bankaráðum, fylgdi því viss yfirsýn og eftirlit. Rangt væri að bankaráð fjölluðu um einstök útlán, eins og Vil- mundur hefði látið að liggja, vegna vanþekkingar. • Jón Baldvin Hannibalsson (A) sagði eftirlitsstörf þingnefnda sækja fyrirmynd til ba'ndaríska þingsins, en þar í landi hefði þingnefndir látið mjög til sín taka um eftirlit með framkvæmd laga. Hann kvað slíkt eftirlit meir en tímabært. Hann þakkaði og þá tiltrú, sem stjórnarskrár- nefnd — en þar á hann sæti — væri sýnd með fyrsta frumvarpi væntanlegs Bandalags jafnað- armanna, þó ekki væri hér á dagskrá. Fleiri þingmenn tóku til máls, þó ekki verði frekar rakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.