Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 1
Sunnudagur 9. janúar - Bls. 33-64 Ragnheiður er höfundi sínum náskyld stolt og ögrun sköpuðu báðum örlög — segir Kristján Albertsson í þessu viötali við Elínu Pálmadóttur um Gudmund Kamban Skálholt, hið mikla verk Guðmundar Kambans, kom nú um jólin á borð okkar íslendinga í leiksýningu I»jóð- leikhússins. Og harmleikurinn um biskupsdótturina Ragnheiði Brynjólfsdóttur því enn einu sinni til um- ræðu og krufningar. Sumarið 1930, er Kamban kom heim til íslands, las hann fyrsta bindið af þessu rit- verki, sem koma átti út um haustið, fyrir vin sinn Kristján Albertssson. En Kristján er sá maður, sem best þekkti manninn Guðmund Kamban, fylgdist með ferli hans og umgekkst hann fram á síðasta dag, er hann féll fyrir byssukúlu í Kaupmannahöfn í stríðslok. Því lá beinast við að leita eftir því í upphafi viðtals við Kristján Albertsson, hvort og hvernig skapgerðarein- kenna Kambans sjálfs gætti í túlkun hans á Ragnheiði Brynjólfsdóttur og viðbrögðum hennar við eiðtökunni. Gæti e.t.v. varpað Ijósi á hina stóru spurningu, sem enn er um deilt. Sór hún rangan eið? Kristján segir, að þau séu á margan hátt ákaflega lík í lund, höfundurinn Guðmundur Kamban og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í skáldsögu hans. Ragnheiður sé höfundi sínum náskyld. Nefnir þar þennan menningarþátt í Ragn- heiði og fegurðarþörf, sem sé meira og minna frá Kamban sjálf- um. En sérstaklega þó þrjóska Ragnheiðar og uppreisn, þegar hún í hefndarskyni fyrir auðmýk- inguna sem henni finnst hún þurfa að þola, gengur yfir til Daða og gefst honum. — Þessi viðbrögð, eða einhver tilsvarandi, finnast mér verulega lík Kamban, segir Kristján. Ég skal sýna þeim í tvo heimana! Skal ekki láta fara svona með mig! Fyrir þá tilfinningu verður að fást útrás. Slíku verður að mótmaela með einhverjum hætti. Þarna var ekkert sem hét að taka hlutunum og vera „good loser“, eins og Englendingar segja. Þegar Ragnheiður hefur sofnað eftir eiðinn og hvílt sig, þá er hug- ur hennar í lýsingu Kambans sem gjósandi hver yfir þeirri smán sem henni er gerð. Hann skilur vel svona persónu. — Var Guðmundur Kamban svona mikill skapmaður? Lýstu honum. — Já, hann var skapmikill maður. Hann var stórbrotinn og skemmtilegur maður, sem sagði vel frá og hafði gaman af að hitta fólk. Var sambland af blíðu og stríðu. Fljótur til drengskapar og hjálpsemi, en ákaflega bráður og fljótur að reiðast illa, ef honum fannst sér misboðið. Svo „fágaður" sem hann var, þá gat verið svo stutt í þennan villidýrskraft frum- mannsins. Hann var skapmikill maður, bráðlyndur og fljótur að reiðast illa. Þetta sér maður víðar í verkum hans en í Skálholti. Til dæmis í Höddu Pöddu. Svo ljúf og elskuleg meðan allt leikur í lyndi, en sættir sig ekki við minna en að drepa unnustann þegar hann bregst henni. Þá er stutt í heið- ingjann í henni, eins og Brandes benti á í leikdómi. — Sama er um persónuna Ragnar Finnsson í skáldsögu hans. Fyrsta setningin í sögunni er: í dag vildi hann vera öllum góður. Hann er lítill drengur og ætlaði alltaf að vera góður upp frá því, þótt honum hafi ótal sinnum Guðbjörg Thoroddsen sera Ragn- heiður Brynjólfsdóttir í sýningu Þjóðleikhússins. mistekist það fyrr. Vill vera fjarska góður við aumingja Faxa. Én þegar hesturinn slær hann, er hann reynir að losa hann úr haft- inu, þá blossar reiðin upp í honum. Hann lætur svipuna ganga á hest- inum. Hvað þýðir að vera góður, þegar manni er svarað með illu einu. Þá er að svara í sömu mynt. Þessi sama sálfræði kemur svo víða fyrir hjá Kamban. Ég vil vera góður og svo kemur heimurinn bara á móti mér og gerir mig vondan. Af þessum toga eru við- horf hans til fangelsismálanna, sem hann gekkst upp í að skrifa um eftir Ameríkudvölina og bjó sig undir þar — bæði í Marmara og Ragnari Finnssyni. Menn lentu í fangelsi fyrir einhver brek og fangelsisvistin gerði þá svo að glæpamönnum. I New York fékk hann mikla ást á Oscar Wilde sem lent hafði í fangelsi fyrir kynvillu. Kamban lagði leið sína á skrif- stofu Frank Harris, vinar Wildes, sem sagði honum mikið af honum. þetta þótti ákaflega glæsilegt. Mikill ljómi um Kamban. Ólafur og Kjartan voru enn ókvæntir hér heima og hann bjó hjá þeim um sumarið. Ég var þá 18 ára gamall skólapiltur. Hafði sýnt einhverjar bókmenntatilhneigingar, og Kamban hafði orð á því við mig. — Hvað var það? — Ég hafði ort eftirmæli um föður minn, sem ég missti 14 ára gamall, og Jón Ólafsson ritstjóri hafði viljað birta þau í Reykjavík- urblaðinu. Það vakti athygli í hinni litlu Reykjavik. Kamban mundi þetta og sagði eitthvað fal- legt við mig. Þannig byrjuðu okkar fyrstu kynni. Hann efndi til upplestrarkvölds eða framsagn- arkvölds. Bjó til það orð. Hann hafði ekki handrit, heldur fór með það sem hann flutti. En ég gat ekki heyrt til hans, því ég var far- inn úr bænum. Seinna sagði hann svo fram fyrir mig þetta sama efni og það var stórkostlegt. En þetta sumar fórum við saman í eina gönguferð og spjölluðum margt. Kristján Albertason Harris var frægur rithöfundur, íri og jafnaldri Oscar Wildes og Bernard Shaws og fyrstur þeirra til að ná frægð. Hann skrifaði stóra bók um Wilde og setti sjálf- ur upp litla bókabúð til að fá hana selda, þegar enginn vildi hafa hana til sölu. Kemur ekki sami þóttinn og ögrunin fram hjá Kamban sjálf- um í Kaupmannahöfn, þegar hann vill ekki fara með einhverjum mönnum, jafnvel þótt þeir miði á hann byssu og það verður honum að aldurtila? En við skulum bíða með svarið við því þar til síðar í þessu viðtali, Kristján. Rekjum fyrst þín kynni af Guðmundi Kamban. Hvenær hittirðu hann fyrst? Sló í gegn með fyrsta leikritinu — Guðmundur Kamban var vinur frænda minna Ólafs og Kjartans Thors. Ég hitti hann á heimili Thors Jensen við Frí- kirkjuveg. Við Haukur Thors vor- um leikbræður og systrasynir, og ég heimagangur þar. Þá var ég 10 ára, en Guðmundur ungur maður, 19 ára gamall, og kynnin urðu eðlilega ekki önnur en þau að hann var alúðlegur við mig og klappaði á kollinn á mér þegar hann sá mig. En svo kemur hann heim eftir Hafnarár sín 1915, þá með pálmann í höndunum eftir sína miklu sigra. Búið var að sýna fyrsta leikritið hans, Höddu Pöddu, í Konunglega leikhúsinu. Hann sló í gegn með sínu fyrsta leikriti í Kaupmannahöfn. Og Guðmundur Kamban rithöfundur Talaðist svo til að við skyldum skrifast á einu sinni á ári. Ég var ákaflega hrifinn af honum. — Þá hefur Guðmundur Kamb- an verið 27—28 ára gamall. Hafði Hadda Padda raunverulega vakið svona mikla athygli í Danmörku? — Já, já, hún gerði „glimrandi lukku". Brandes, sem var eiginlega hættur að skrifa um bókmenntir, skrifaði um hana. Jóhann Sigur- jónsson hafði áður, eða 1912, unn- ið stóran sigur með Fjalla-Eyvindi og þeir komust um sinn í tizku í Danmörku. Þeir urðu báðir fyrir svo miklu happi með leikkonurnar í sínum fyrstu stykkjum. Johanne Dybwad, þessi stóra norska leik- kona, lék Höllu, og síðan kemur dönsk fræg leikkona, Ellá Ung- erman, og leikur Höddu Pöddu Kambans. Þessar tvær konur bera stykkin til sigurs. Ungur óþekktur höfundur á svo mikið undir því að vera vel leikinn í fyrsta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.