Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 Járnsíðan kynnir þrjár ungar og efnilegar rokksveitir fyrir lesendum Hljómsveitin Centaur er án nokkurs vafa sú yngri rokk- hljómsveita landsins, sem hvað mesta athygli hefur vakið und- anfariö. Má eiginlega segja að þeir fimmmenningar hafi slegið rækilega í gegn í músíktilraun- um SATT fyrir nokkru. Þar sýndu þeir og sönnuðu svo ekki veröur um villst, að á íslandi er leikið bárujárnsrokk af miklum móð. Járnsíðan rabbaöi stutt- lega við þá félaga um daginn. „Við byrjuðum nú eiginlega i vor, nafnlaus fjögurra manna hljómsveit. Hins vegar vorum viö í vandræðum meö söngvara. Fyrst höföum við engan söngv- ara og sá, sem söng fyrst hjá okkur, var trommari í hljómsveit, sem Sigurður, núverandi söngv- ari hljómsveitarinnar, var í þá. Skilurðu þetta? Jæja, hvaö um þaö, söngvarinn okkar kaus heldur að tromma í hinu bandinu en að syngja hjá okkur og hætti. Þá kom Siguröur inn í myndina. Centaur var svo stofnuð meö nafni í ágúst.“ — Hvaðan fenguð þið þetta nafn? „Ég sá þetta nafn á úrinu rnínu," segir Siguröur söngvari „Viö vorum æöis- - lega svartsýnir" — Centaur tekin tali í miöri viku Rokksveitin Centaur á sviðinu. einhvers staöar á bak viö síöa háriö.“ — Já, síða hárið. Þiö eruö til höfuösins eins og menn voru fyrir 10 árum. Hvað veldur? „Tja,“ segja strákarnir allir í kór. „Ætli þetta sé ekki bara spurningin um það aö vera sem líkastur þeim sem leika þessa tegund tónlistar. Síða háriö fylgir þungarokkinu einhverra hluta vegna og hefur gert i langan tíma. Hins vegar eru foreldrarnir ekkert yfir sig hrifnir af þessu uppátæki." Centaur er sem fyrr segir skip- uö fimm vöskum sveinum á aldr- inum 17—18 ára. Sigurður Sig- urösson syngur og leikur listalip- urlega á munnhörpu, Jón Óskar Gíslason leikur á gítar, Guö- mundur Gunnarsson trommar af krafti og þeir Hlööver Ellertsson og Benedikt Sigurösson leika á víxl á gítar og bassa. Sjálfir segjast þeir félagar hlusta á allar geröir bárujárns- rokks, en viðurkenna að Led Zeppelin og Deep Purple eigi sterk ítök í þeim. Guömundur trommari uppástendur að lan Paice sé öesti trommarinn í rokkinu og er víst ekki einn um þá skoðun. — En hvernig skyldi svona hljómsveit vera tekiö á tónleik- um? „Þaö er nú misjafnt, maöur. Eitt sinn fengum vlð bara tvo áhorfendur á tónleika hjá okkur, tvo kunningja í ofanálag. Viö tók- um þá tónleika upp á segulband. Fagnaöarlætin voru ótrúleg, hreint ótrúleg. Aö þessum tón- leikum slepptum höfum viö feng- iö ágætustu móttökur." — Hvernig fannst ykkur þá aö spila fyrir 300 manns í Tónabæ um daginn? „Þaö var æðislega gaman og ekki síöur fyrir þaö hversu vel okkur gekk. Viö vorum orönir ferlega svartsýnir eftir aö hafa heyrt í hinum hljómsveitunum og svakalega taugaveiklaöir. En móttökurnar voru frábærar og komu okkur kannski dálítiö á óvart. Þetta var í þaö minnsta fyrsta skrefið í þá átt aö láta fólk vita af því aö viö erum til.“ Já, vissulega eru þessir gaurar til og hafa látiö almennilega í sér heyra. Þaö sem meira er, fram- tíöin er flennibjört hjá þeim meö sama áframhaldi. Hljómsveitin Te fyrir tvo gerði ekki miklar rósir er hún kom fram á ööru kvöldi músíktil- rauna SATT í Tónabæ. Kópa- vogsstrákarnir höfnuðu í neðsta sætínu af fimm sveitum. Ekki er þó nein ástæða fyrir þá kump- ána að örvænta því Te fyrir tvo er ung hljómsveit og ætti aö hafa nægan tíma til aö afla sér aukinnar virðingar og þá um leið vinsælda. Til þess að leggja áherslu á þá kenningu, að ekki væru ein- göngu stórstjörnur, sem prýddu Járnsíðuna, gerði undirritaöur sér ferö í Kópavoginn fyrir nokkrum dögum og ræddi við fjórmenningana í hljómsveit- inni. Þeir hafa æfingaaðstöðu í Vesturvörinni og biðu stífir eftir að undirritaöur léti sjá sig. Hljómsveitina Te fyrir tvo skipa þeir Bragi Valgeirsson, sem syngur, Ásgeir Pálsson, sem syngur einnig (hvar endar þetta eiginlega, þeir eru bara fjórir) (Kristján Leifsson, sem þenur bassa, og Trausti Jónsson, sem klappar trommusettinu. „Hljómsveitin var stofnuö fyrir 8 mánuöum og 18 dögum," segir Má ekki bjóöa ykkur örlítiö meira te? — spjallad við Te ffyrir tvo úr Kópvogi Hljómsveitin Te fyrir tvo. Fré vinstri Bragi, Trausti, Kristjén og Asgeir. Ásgeir er þeir félagar eru inntir (heyra?) hver var ákafastur í aö eftir aldri flokksins. Hann haföi tjá sig. sig aö jafnaði mest í frammi, en — Af hverju gekk ykkur stundum mátti vart á milli sjá svona illa á SATT-kvöldinu? „Þetta voru allt saman ný lög, sem viö vorum meö og ekki sér- lega vel æfö enda aöeins sólar- hrings gömul. Viö vorum orönir svo leiöir á gömlu lögunum okkar og vildum því ómögulega bjóöa upp á þau. Tókum heldur séns- inn á aö koma meö ný lög, þaö bara tókst ekki.“ Te fyrir tvo var á sínum tíma líkt viö Purrk Pillnikk þótt hljómsveitin væri meö tvo söngv- ara. Sjálfir segja þeir tedrengir, aö þeir hafi á sínum tíma veriö svona mitt á milli Purrksins og Jonee Jonee, en nú séu þeir ekki á milli eins eöa neins þar sem þær hljómsveitir eru hættar. Nú eru þeir bara þeir sjálfir. — Af hverju nafniö Te fyrir tvo? „Ja, þaö er nú þaö,“ sögöu þeir í kór. „Viö ætluöum nú upp- haflega aö hafa nafniö á ensku og skrifa T42, en fannst þaö svo líkt Q4U svo viö hættum viö. Á endanum komust viö aö því, aö best væri bara að kalla sveitina Te fyrir tvo.“ — Drekkiö þiö mikiö te? „Já, oft," segir Ásgeir. „Mér er meinilla viö te og reyni aö foröast þaö,“ sagöi Bragi. Hinir tveir tjáöu sig ekki um þennan drykk. Þótt Te fyrir tvo sé aö nafninu átta og hálfs mánaöa gömul sveit má ekki gleyma því aö hún tók sér gott orlof í sumar. Ásgeir not- aöi þá tækifærið og gekk til liös viö 9 hljómsveitir á tveggja mán- aöa tímabili. Hlýtur aö vera heimsmet. Sveitin tók undir sig stökk fyrir nokkru og kom fram aö nýju á Garðarokki, sem haldið var í Garöabæ. Þegar aö henni kom haföi söngkerfiö brætt úr sér svo lítið varö um tilþrif. Síöan kom SATT-kvöldiö eftirminnilega. Þeir fjórmenningar láta vel af lífinu í Kópavoginum, þótt Ásgeir sé Garöbæingur. „Þetta er fínt ef maður pælir ekkert í því,“ sagöi einn. Þrátt fyrir aö ekki hafi gengið sem skyldi í Tónabænum eru þeir félagar ekkert á því aö taka upp svartsýnishjal. Draumurinn er aö komast á plötu, en þangaö til er lífið tónlist og knattspyrna (Breiðablik). — SSv. DRON, Danshljómsveit Reykjavikur og nágrennis, var tvímælalaust sú sveit er sló í gegn á úrslitakvöldi músíktil- rauna SATT í Tónabæ fyrir skemmstu. DRON skaut nefni- lega öllum hinum ref fyrir rass. Járnsíðan geröi sér ferö út í óbyggðir sunnan Kópavogs fyrir úrslitakvöldiö og ræddi við þá fimmmenninga. Að finna æfingalókal þeirra drengjanna er ekki gott hafi maður ekki radar viö hendina. Þaö reyndist vera félagsheimili Breiöabliks, sumarbústaöur i suöurhlíöum Kópavogsássins. Þeir eru þó himinlifandi með þessa aðstöðu. Æfðu áöur í þriö- ja hluta bílskúrs. Það kom ekki i veg fyrir aö nágrannarnir kvört- uöu. Annaö húsnæöi var því þeg- ið meö þökkum. Áður en lengra er haldiö er rétt aö impra ögn á liðsskipan sveitarinnar. DRON er skipuð fimm sveinum á aldrinum 15—17 ára. Bragi Ragnarsson syngur og notar skó númer 42. Máni Sva- varsson glamrar á hljómboröin. Björn Gunnarsson leikur á bassa og er venjulegast í sokkum. Óskar (Skari) Þorvaldsson klapp- Æfa í óbyggöum norðan Kópavogsfljótsins mikla — lítiö inn hjá hljómsveitinni DRON ar húöunum og er oftast í hosum. Fimmti meðlimurinn er Einar Þorvaldsson (nei, ekki bróöir Skara) og leikur á gítar. Menn segja hann oftast berfættan. DRON er ekki gömul sveit. Forsagan aö stofnuninni var sú aö þeir félagar, sem upprunalega vart viö því aö búast. Viö náöum voru sex og komu úr þremur hljómsveitum, ákváöu aö slá til i þeirri von aö afla sér frægöar og frama í Hæfileikakeppni Kópa- vogsbæjar. Og hvernig gekk? „Blessaöur vertu, ömurlega. Viö komumst ekki á blaö, enda bara aö æfa tvisar saman fyrir keppnina og frægöin varö eftir því.“ — Þiö hafiö þá ekkert veriö ragir viö aö taka þátt í SATT- keppninni? Fimmmenningarnir úr DRON é •igurkvöldí a(nu (Tónabæ „Nei, ekki baun. Reyndar vor- um viö vissir um aö vinna þetta,“ sagöi söngvarinn Bragi og lét ekki deigan siga. — Hafiöi ekki velt fyrir ykkur hugsanlegri plötuupptöku? „Jú, jú. Viö höfum gert það, en minna hefur oröið úr fram- kvæmdum. Hins vegar gæti fariö svo aö viö létum veröa af útgáfu tveggja laga plötu ef viö ynnum til verölauna og fengjum 20 stú- díótíma. Já, hver veit?“ Tónlistin hjá þeim DRON-urum er svona blanda af poppi og léttu rokki. Erfitt er aö líkja tónlist hljómsveitarinnar viö eitthvaö sérstakt, sem menn þekkja. Þetta er einfaldlega áheyrilegt popp/rokk. Lögin eru samin i sameiningu og textarnir á ís- lensku eða ensku um eitt og ann- aö. Aö eigin sögn eru Stuðmenn og Centaur af íslenskum hljómsveitum mikiö í uppáhaldi Tijá þessari sveit. „Sko, tónlist okkar er ætlaö aö svifa inn í huga fólks og fá þaö til aö hreyfa sig eftir henni. Viö er- um stuöband. Heimsyfirráö? Nei, viö tökum Bandarikin ekki meö trompi fyrr en Reagan er farinn frá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.