Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
Þeir gerdu ísfirskar skipasmíðar landsfrægar um miðbik aldarinnar. Efst frá vinstri: Aðalsteinn Sigurðsson, Guðmundur Marselíusson, Gunnar Sigurðsson,
Finnbogi Pétursson, Theódór Jónsson, Benjamin Helgason. Miðröð frá vinstri: Ingólfur Eggertsson, Högni Marselíusson, Pétur Einarsson, Daníel
Rögnvaldsson, Guðmundur Albertsson, Guðmundur Kristjánsson. Neðsta röð frá vinstri: Haukur Eggertsson, Finnur Finnsson, Sigurður Gunnarsson og
Guðmundur J. Sigurösson.
Unnu brautryðjendastörfín
að íslenskri skipasmíði
en eru þó enn í fullu fjöri
I»eir fæddust í raun í stafrófsröö seinnipart ársins 1902.
Fyrst yfirsmióurinn og hönnuöurinn Eggert Lárusson í ágúst,
síóan Olafur Magnússon í september og svo rak hagyröingur-
inn Skúli Póröarson lestina í október. I»að voru 54 dagar frá
fæóingu þess fyrsta til þess síðasta, en síöar smíðaöi Skúli 54
báta á ísafirði. Þeir eru allir fæddir Vestfiröingar þótt mest
öll strandlengja Vestfjarða skildi þá aö. En Eggert og Ólafur
eru fæddir í Reykhólasveitinni, en Skúli viö Noröurfjörð. I»eir
fluttu allir með foreldrum sínum til ísafjaróar ungir, Skúli 5
ára, Ólafur 6 ára og Eggert 10 ára. Eggert varö þó fyrstur að
átta sig á hvar lílsbaráttan skyldi háö, því hann byrjaöi í
skipasmíóinni 14 ára gamall og hefur haldió sig vió hana
síóan.
Fyrsti stóri fiskibáturinn
smíöaöur 1917
Eggert hóf nám hjá Bárði Tóm-
assyni skipaverkfræðingi 1917, en
þá var Bárður að hefja skipasmíð-
ar á Isafirði, sem brautryðjandi í
þeirri iðngrein. Fyrsta verkefnið
var að smíða upp gamlan tví-
stefnung Samson að nafni. Var
það gert við hvíta-pakkhúsið í
Dokkunni. Útkoman varð 25 lesta
bátur sem hlaut nafnið Skírnir og
var seldur til Suðureyrar. En nú
var Bárður kominn af stað og hóf
skipasmíðar norðanvert á eyrinni
í svokölluðu Nausti. Þar var unnið
ýmist að skipaviðgerðum og ný-
smíði. Engin dráttarbraut var á
staðnum svo setja varð bátana á
sliskjum, en haldið réttum með
topptalíum. Fyrsti báturinn, sem
var teiknaður og smíðaður að öllu
leyti á ísafirði var Emma 17 lesta
bátur sem fór til Vestmannaeyja.
Skipasmiðirnir Skúli Þórðarson, Eggert Lárusson og Ólafur Magnússon.
Morgunblaóió ÍJIfar.
Sagt frá þrem áttræðum skipasmiðum á Isafirði
sem allir unnu mestalla sína starfsævi hjá þeim
Bárði Tómassyni og Marselíusi Bernharðssyni
Verkfræóingurinn kenndi
Breiöfiröingnum aö teikna skip
Árið 1921 tók Bárður Tómasson
Mikil umsvif voru við höfnina á ísafirði á stríðsárunum. Fjöldi báta var gerður út, og erlend fisktökuskip voru
daglega í höfn. Öll trésmíði um borð var þá í höndum þeirra þremenninganna og vinnufélaga þeirra úr slippunum
tveim.
í notkun dráttarbraut á Torfnesi
og flutti þangað alla starfsemi
sína. Hann hafði tekið miklu ást-
fóstri við unga Breiðfirðinginn
sem vistaðist til hans í nám 14 ára
og vildi kenna honum sem mest.
Þannig lærði Eggert undirstöðu-
atriði skipatækni og teiknivinnu.
Áður en varði var hann farinn að
teikna báta og lætur nærri, að 20
bátar hafi verið smíðaðir eftir
teikningum hans.
Fyrstu skipin Hugarnir hans
Björgvins Bjarnasonar
Að áeggjan'Bárðar hafði Eggert
gert teikningar af 60 tonna fiski-
báti um 1930. Dugmikill athafna-
maður, Björgvin Bjarnason, var
þá að hefja umsvifamikinn at-
vinnurekstur á ísafirði. Hann fékk
teikningarnar hjá Eggerti og lét
smíða 3 báta eftir þeim í Dan-
mörku. Það voru Hugarnir I. II. og
III. allir fræg afla- og happaskip
sem gerð voru út frá Isafirði í um
tvo áratugi.
Björgvin fékk Marselíus Bern-
harðsson til að fylgjast með báta-
smíðunum í Danmörku. Þegar
hann kom heim byrjaði hann
sjálfur á skipasmíði, sem hann
starfaði við til dauðadags eins og
öllum íslendingum er kunnugt. í
kring um 1940 smíðaði Marselíus
96 tonna eikarbát fyrir Björgvin
eftir teikningum Eggerts. Hlaut
sá nafnið Richard, gullfallegur og
happsæll bátur.
Kveöskapur og þrældómur
Á þessum árum voru tvær
skipasmíðastöðvar í gangi á Isa-
firði í eigu Bárðar og Marselíusar,
báðar landsþekktar fyrir gæði.
Eggert og Olafur unnu þá hjá
Bárði, en Skúli hjá Marselíusi. Þá
kvað Skúli:
llyggnir mela hýran svip,
hæfni og styrkleik mestan.
Ilver þeirra, sem kaupir skip,
hann kaupir það fyrir vestan.
Þegar þeir líta til baka skipa-
smiðirnir og rifja upp gamla tíma,
þá kemur þeim öllum saman um
það að skipasmíðarnar hafi verið
helvískur þrældómur og oft kal-
samt og óþrifalegt. En þegar þeir
voru að hefja starfsævina mátu
þeir meira atvinnuöryggið en
skammtíma uppgrip við sjóinn.
Þeim fannst að jafnar tekjur allan
ársins hring skiluðu meiri árangri
en stopull sjávaraflinn. Svo má
því ekki gleyma, að bæði Bárður
og Marselíus voru úrvals hús-
bændur, sem menn fóru ógjarnan
frá. Þá var félagsskapurinn góður,
úrvals menn að jafnaði þarna við
störf. Enda dugðu ekki aðrir í
svona þrælavinnu.
Bræðurnir frá Bæjum
og meömælabréfið
Skúli minnist sérstaklega
bræðranna frá Bæjum, þeirra Að-
alsteins, Ásgeirs, Gunnars og
Óskars Sigurðssona, en þeir voru
honum allir samtíða hjá Marselí-
usi og reyndar var Ásgeir þar við
störf þar til fyrir fáum vikum.
Hinir bræðurnir fluttu allir suður,
þar sem þeir gátu sér allir góðan
orðstír við smíðar. Eftir að Öskar
flutti suður skrifaði hann Marselí-
usi bréf og bað hann um meðmæli.
Marselíus hafði orð á þessu við
Skúla, sem kvað að bragði:
Aldrei þótti ádeilinn.
Kngra beit hann hrygginn.
Vinum tryggur, verklaginn,
vandaóur og hygginn.
þannig var meðmælabréfið sent
og eflaust hefur Óskar fengið
vinnuna, enda hvert orð satt og
rétt um þann góða dreng sagði
Skúli.
Félagslíf, hvaö er nú þaö?
En hvernig var með félagslíf á
þeirra yngri árum? Þeir litu hýer
á annan og urðu hálf vandræða-
legir. Félagslíf? Ja, þeir höfðu nú