Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
Leikstjórinn Spielberg slappar af milli atríða.
gull. Hann trúði því sjálfur, að
honum gæti ekki mistekist. En
að því kom að honum mistókst.
Það var myndin „1941“, sem
kostaði 30 milljónir dollara árið
1979 og það eru ekki nema örfáar
vikur síðan tapið vannst upp.
„Ég gat bara ekki hætt að gera
þessar stóru, rándýru myndir.
Ég lét allt mitt í „1941“, en það
eyðilagði hana. Það var ekki fyrr
en þá, að ég rakst óþyrmilega á
hinn harða vegg fjármálanna."
Spielberg lærði af reynslunni.
Næsta skref hans var að vinna
að mynd með vini sínum, George
Lucas, sem kenndi Spielberg að
gera áætlanir, ekki aðeins varð-
andi fjármálin, heldur einnig
varðandi skipulagningu kvik-
myndunarinnar. Þeir höfðu 85
daga til að gera Ránið á týndu
örkinni, en þurftu aðeins 73. „Ég
skipulagði 80% myndarinnar
fyrirfram, hitt voru ákvarðanir
á staðnum." Hann bætir við:
„Ránið er auðvitað poppkorn, en
gott poppkorn.“
Spielberg er lítið fyrir að nota
stórstjörnur í myndum sínum.
Ef við skoðum nöfn ieikaranna,
sjáum við, að aðeins einu sinni
notaði hann stjörnu, Richard
Dreyfuss, í Close Encounters, en
Dreyfuss sló einmitt í gegn í
Ókindinni. í Ráninu lék Harri-
son Ford aðalhlutverkið, en er
hann stórstjarna? Ef við lítum á
nöfn aðalleikaranna í Polter-
geist og Geimálfinum, sjáum við,
að engin þekkt nöfn fyrirfinnast.
„í þeim myndum, sem ég hef
gert og geri, er það myndin sjálf
sem er stjarnan," segir Spiel-
berg.
Litla myndin
Þegar Spielberg lauk við Ránið
á týndu örkinni, byrjaði hann á
mynd sem hann hafði lengi lang-
að til að gera. Fyrir nokkrum ár-
um lýsti hann því yfir, að næst
gerði hann „litla, ódýra mynd
fyrir börn, með börn í aðalhlut-
verkunum".
„Ég hef beðið lengi eftir því að
fjármálamennirnir í Hollywood
bönnuðu mér að gera allar þess-
ar 30 milljóna dollara myndir,
svo ég gæti gert eina litla fyrir
börn. (Geimálfurinn kostaði 10
milljónir dollara, módelin af ET
sjálfum kostuðu 1V4 milljón doll-
ara, en Spielberg bendir á að
Marlon Brando fái þrisvar sinn-
um meira fyrir hlutverk.) Elliott
litli í Geimálfinum er ég sjálfur
og systir hans, Gertie, er sam-
bland af yngri systrum mínum
þrem. Svefnherbergið er eins og
mitt eigið í þá gömlu góðu daga.
Ég skrifaði drög að sögunni
kvöld eitt þegar ég var að gera
„Ránið“ og ég byggði ET á litla
náunganum, sem kom út úr móð-
urskipinu í Close Encounters,
svona rétt til að skemmta sjálf-
um mér. Ég lét Melissu
Mathison fá punktana
mína og hún bætti við
atriðum og skrifaði öll
samtölin."
Hann er grannur, meðalmaður á hæð, skartar
alskeggi og klæðist ætíð sportfötum. Hann
reykir hvorki tóbak né hass, drekkur lítið. Þaö
er ekkert í fari hans sem minnir á Hollywood-
glæsibraginn, ekki annað en öguð sjálfsstjórn
og listinn yfir kvikmyndir hans, afrek sem
seint verður leikið eftir. Hann er 35 ára og er
eitt þekktasta nafnið í kvikmyndaheiminum í
dag. — Já, þú hefur rétt fyrir þér, Spielberg var
það heillin. Mikið hefur veriö skrifað um nýj-
ustu mynd hans, Geimálfinn, svo þessi inn-
gangur verður ekki lengri, en eftirfarandi grein
er soðin upp úr ensku tímaritunum Photoplay
og The Observer, svo og Time Magazine.
Einstæður ferill
Helstu kvikmyndir Spielbergs
eru fimm og þær hafa allar mal-
að gull, um það bil 1V4 milljarð
dollara. „Ofurkraftur" er skil-
fjreiningin á myndum hans: í
Okindinni (410 milljónir dollara
fengust í aðgangseyri) var til-
finningin spenna; í Close En-
counters (250 milljónir dollara)
var tilfinningin undrun; i Ráninu
á týndu örkinni (þegar 310 millj-
ónir dollara og enn bætist við) er
tilfinningin spenna og gleði; í
Poltergeist (80 milljónir og sýn-
ingar standa enn yfir) er tilfinn-
ingin gæsahúð og i Geimálfinum
(sem virðist ætla að slá allar
hinar út) er tilfinningin ást.
Spielberg sest í sófa í hreiðri
sínu. „Ég átti þrjár yngri syst-
ur,“ segir hann. „Ég var alltaf
einn og yfirgefinn með hugsanir
mínar. Ég ímyndaði mér allt það
versta og það besta sem gæti
gerst, bara til að flýja leiðindin.
£g var horaður, bólugrafinn
patti." Móðir hans, Leah, segir
hann ekki hafa verið ástúðlegan
dreng. Systir hans, Anna, segir,
að Spielberg hafi neytt þær syst-
urnar til að leika í 8 mm heima-
tilbúnum kvikmyndum sínum.
Viðtaiið er truflað, símarnir
hringja og hurðum skellt.
Hingað til hefur Spielberg setið
rólegur eins og barn, en skyndi-
lega rýkur hann á fætur og það
er greinilegt að allir sitja og
standa eins og hann vill. Hvað er
eiginlega um að vera? spyr hann.
Eftir nokkrar sekúndur er allt
dottið í dúnalogn.
Blm. bendir Spielberg á
„Disney-einkenni" hans.
„Hvað með það, þó ég liti
myndir mínar ekki eins sterkum
litum og Coppola og Scorsese?"
svarar hann. „Coppola gerir
myndir um vald og tryggð,
Scorsese gerir myndir um reiði
og truflaða geðsmuni. Ég geri
myndir sem hitta fólk beint í
hjartastað." .
Eftir hinar miklu vinsældir
myndanna Ókindarinnar og
Close Encounters var eins og allt
sem Spielberg snerti breyttist í
kvikmynda-
gerdarmaður
dagsins
Spielberg i þungum þönkum.