Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
43
Derwall, landsliösþjálfari V-frjóAverja hefur tekiö Schuster í sátt og
hann er farinn að leika meö lendsliöinu aftur eftir langt hlé.
Hér heilsast þeir Breitner og Schuster eftir landsleik. Það hefur aldrei
veriö sérlega hlýtt é milli þeirra.
Hvað segja
þeir um
Bernd
Schuster
Umsagnir um
Bernd Schuster
„I mínum augum var Schust-
er aldrei neitt vandræðabarn,
og hef ég ekki kynnst þeirri
hlið er hann sýnir á sér núna.
Þetta bæði hryggir mig og
veldur mér vonbrigðum. Hann
ku vera ósáttur við allt og alla.
Ég er líka hryggur yfir því að
ekki skuli vera pláss fyrir bæði
hann og Breitner í landsliðinu.
Þeir hafa nefnilega öll skilyrði
til að geta spilað saman.
Schuster er mesti hæfileika-
maðurinn í Vestur-Þýska fót-
boltanum síðan Franz Beck-
enbauer hætti en ætti ég að
velja á milli Schuster og
Breitner í landsliðið yrði sá
síðarnefndi fyrir valinu. Hann
er í augnablikinu hinn eini
sanni stjórnandi."
Hennes Weisweiler.
„Bernd Schuster hefur náð
lengra en Paul Breitner hvað
aldur snertir. A meðan Breitn-
er mátti sætta sig við að spila
þar sem pláss var fyrir hann á
vellinum þegar hann var að
byrja að leika, varð Schuster
strax lykilleikmaður. Hann er
líka marksæknari og harðari
en Breitner var. Ég hafði heyrt
mikið miður fallegt um Schust-
er áður en hann var keyptur
hingað, og var því hálf hrædd-
ur um að samskiptin yrðu erf-
ið. Það var hins vegar ekkert
að óttast og hefur hann ekki
valdið mér neinum áhyggjum
síðan hann kom.“
Udo Lattek
þjálfari FC Barcelona.
„Samband mitt við Schuster
er afar yfirborðskennt; t.d. hef
ég aldrei talað við hann um
þau vandamál sem hann á við
að glíma í sambandi við
Vestur-Þýska landsliðið."
Alan Simonsen.
„Ég hef aldrei áður séð ann-
an eins miðvallarleikmann."
Omar Sivori
leikmaður Evrópu 1961.
„Allur heimurinn talar um
Diego Maradonna, en af hverju
— Evrópa hefur Bernd Schust-
er.“
Gianni Rivera
leikmaður Evrópu 1969.
komu til Augsburg fyrir tveim-
ur árum og snæddu hádegisverð
í veitingahúsinu „Hvíti örninn"
lentu þau fyrir tilviljun innan
um marga af vinum Schusters
frá í gamla daga. Við þá sagði
hann aðeins: „Ég er Kölnarbúi,"
ogýtti þeim til hliðar. Núna seg-
ist hann vera Spánverji — að
sjálfsögðu.
Það er oft á tíðum yfirgengi-
legt hverni Schuster fer að því
að létta á hjarta sínu, en er ann-
ars alltaf þegjandalegur og
tómlátur. Þeir sem þekkja hann
náið segjast vissir um að hann
tali eftir fyrirmælum konu sinn-
ar. Við þessu segir Gaby Schust-
er: „Ég er aðeins ráðgjafi hans,
ákvarðanir tekur hann sjálfur.
Ég tek aðeins til minna ráða
þegar Bernd, vegna góðmennsku
sinnar eða af óöryggi, hefur
komist í klípu. Eins og hann er
núna og í Köln má rekja beint
til landsliðsins.„
Ef svo er, er Bernd Schuster
næstum gegnumgangandi
góðhjartaður og óöruggur —
eins og hver annar krakki. Þeg-
ar hann var lagður inn í Barce-
lona þar sem fram fór önnur að-
gerðin á hnénu var Gaby til
staðar svo til allan sólarhring-
inn til að fullvissa sig um að
hjúkrunarkonurnar, sem önnuð-
ust hann, væru ekki of ungar og
frakkar. Höfuðástæða þess, að
Gaby vildi fá læknana til flýta
útskrift hans af sjúkrahúsinu,
var að nú átti að fara í frí með
alla fjölskylduna eins fljótt og
hægt væri.
Bensínið
í botn
Bernd hefur tvö síðustu árin
verið mest umtalaði fótbolta-
maður í Vestur-Þýskalandi, og
líka á Spáni þar til hann meidd-
ist. í sínu daglega lífi er hann
heldur ekkert að halda að sér
höndum nema síður sé. Ferðalag
hans frá Köln til Barcelona í
vetur sem leið, með konu sína og
krakka, varð til þess að hann
komst á forsíðu „Bild“, mest
selda blaðsins í Þýskalandi. Þeg-
ar fjölskyldan kom akandi að
landamærum Frakklands og
Spánar var henni meinað að
fara í gegn þar sem bíllinn var
skráður í Þýskalandi. Schuster
sneri því frá og ætlaði sér ann-
ars staðar í gegn, en það var
sama sagan. Þessar móttökur
áttu ekki við Schuster svo að
hann gaf bensínið í botn og
spretti í gegn, með þeim afleið-
ingum að lögreglan elti hann
uppi og flutti niður á stöð. Hann
var ekki látinn laus fyrr en hinn
áhrifamikli og vellauðugi fram-
kvæmdastjóri FC Barcelona
Josep Luis Nunez hafði haft
samband við rétta menn innan
lögreglunnar.
Schuster hefur notað hvert
tækifæri til að segja meiningu
sína í blöðunum, og helst þeim
sem eru gefin út í milljóna-
upplögum. Umræðuefni hans er
þá aðallega landsliðið og Breitn-
er. Það hefur orðið til þess að
fyrirliði landsliðsins, Karl-
Heinz Rummenigge, hefur látið
hafa eftir sér: „Þessi snargeggj-
aði maður stormar úr einu
hneykslismálinu yfir í annað.“
Paul Breitner var ekki að æsa
sig mikið í fyrstu yfir stóryrðum
Schusters, en þegar hann loks
lét eitthvað frá sér fara var
hann hógvær: „Ég get ekkert
gert að því þótt Schuster líki illa
við drottin vorn og heiminn. Ég
túlka framkomu hans sem
barnaskap og flónsku, en hann
lagast vonandi með aldrinum.
Eiginlega er hann besti piltur,
en hann er samt sem áður tvær
ólíkar persónur; þegar hann er
einn er hann eins og lítill strák-
ur sem hvorki getur sagt já né
nei, en þegar hann hefur konu
sína sér við hlið er hann eins og
grenjandi ljón.“
Bernd Schuster er stórstirni í
knattspyrnu og sjálfsagt mesti
hæfileikamaður í Vestur-Þýska-
landi síðan Franz Beckenbauer
hætti. Gagnstætt „keisaranum"
kann hann sig ekki, hvað þá að
hann sé vingjarnlegur í garð
hinna eldheitu áhangenda
Barcelona sem raunverulega
borga honum kaupið, sem er
nærri 3 milljónir yfir árið. Hann
virðir þá að litlu leyti þegar
hann er á ferli á Nou Camp, og
börnum með skrifblokkir, sem
biðja um eiginhandaráritanir,
ýtir hann frá.
Paul Breitner er kannski of
bjartsýnn þegar hann heldur að
Schuster nái einhvern tíma
þeim þroska að hætta þessum
látum, og verði þar með sá mað-
ur sem hægt verði að umgang-
ast. Þá verður náttúrulega að
ganga út frá því að Gaby
Schuster breytist líka, en það er
frekar óraunhæft. Hún er 33 ára
að aldri enda þótt hún haldi að
hún sé aðeins 28 ára.
Þakkir
Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiðruöu
mig á 80 ára afmæli mínu þann 22. desember,
með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum.
Gleðilegt nýtt ár.
Helga Stephensen,
Bólstaðarhlíð 64.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Vesturlandskjördæmi
Inga
Jóna
Þóriardóttir
Stuöningsmenn Ingu Jónu Þórðardóttur hafa
opnaö kosningaskrifstofu aö Vesturgötu 35,
Akranesi. Skrifstofan er opin frá kl.
16.00—22.00 alla daga, símar 2816 og 2216.
Lítið inn eða hringið ef þið viljið fá upp-
lýsingar eða vera með okkur í að berjast
fyrir
INGU JÓNU í ÖRUGGT SÆTI
8tuAning«mmn
ERLENT NAMSKEIÐ
UNDIRBUNINGUR
OG SKIPULAGNING
RITVINNSLU
Stjórnunarfólagið býöur nú í fyrsta sinn upp á erlent nám-
skeið á sviöi tölvufræðslu.
Námskeiöiö er ætlaö öllum sem bera ábyrgö á undirbún-
ingi, skipulagningu og gangsetningu á ritvinnslukerfum í
fyrirtækjum. Þátttakendur læra aö gera úttekt á þörf fyrir-
tækisins fyrir ritvinnslu, velja leiöir til aö notkun ritvinnsl-
unnar heppnist sem best, velja réttan hugbúnaö og tækja-
búnaö sem hentar fyrir verkefnin og skipuleggja nauösyn-
legar breytingar samfara ritvinnslunni.
Á námskeiðinu veröur m.a. fjallað um:
— The need for word processing in today's office
— Cost justifying word processing
— Applications for word processing
— The need for administrative support
— Centralization versus decentralization
— Equipment options
— The word processing environment
— Operating the system
— The automated offíce
Leiöbeinandi er Donald J. Wessels, forstjóri fyrirtækisins
Scan Am International, sem býöur upp á umfangsmikta
tölvufræösiu í Bandaríkjunum. Hann hefur mlkla reynslu í
tölvufræöum, bæöi sem stjórnandi tölvudeilda, ráögjafi og
kennari.
TÍMI: 24. og 25. janúar 1983 kl.
09:00—17:00.
Staöur: Hótel Esja, 2. hæö.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunar-
ffélagsins í síma 82930.
STJORNUNARFELAK
ISLANDS SÍÐUMULA 23 SÍMI 82930