Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 Ekið um í opnum bíl um götur Lima með „Ungfrú Indland". Fólkið þyrptist út á göturnar og vopnaðir öryggisverðir eru allt í kringum bilinn. Best að klára bara eitt í einu Rætt við fegurðardrottningu Islands, Guðrúnu Möller Það er fátt betra í vetrardrunganum en að rifja upp minningar frá liðnu sumri og með það í huga bönkuðum við upp á hjá fegurðardrottningu íslands, Guðrúnu Möller, en síðastliðið sumar verður henni áreiðanlega lengi minnisstætt. f byrjun sumars var hún kjörin Ungfrú ísland og í fram- haldi af því fór hún sem fulltrúi landsins í keppnina „Ungfrú alheimur" (Miss Universe), sem haldin var í Lima í Perú. Guðrún er átján ára gömul og stundar nám í Verslunarskóla íslands. Hún býr enn í loðurgarði ásamt foreldrum sínum og systkinum, en hún er dóttir hjónanna Erlu Halldórsdótt- ur og Berta Möller. í eftirfarandi viðtali fylgjumst við með ferð Guðrúnar til Perú, sem var hin ævintýralegasta, þar sem inn í frásögnina blandast meðal annars þjóðfélagsátök í þessu fátæka landi. — „Það var vinkona mín góð sem ýtti á eftir mér og hvatti mig til að taka þátt í fegurðarsam- keppninni hér heima", — sagði Guðrún er við spurðum hana um tildrög þess að hún tók þátt í Feg- urðarsamkeppni íslands 1982. Það var sama og enginn fyrir- vari á þessu enda skilst mér að keppnin hafi verið eins konar „redding" til að handhafar hennar misstu ekki réttindin erlendis, en það hefur verið hálfgerður losara- bragur á framkvæmd keppninnar síðustu árin. En nú eru komnir ný- ir aðilar sem sjá um keppnina í framtíðinni og ætlunin er að reyna að lyfta þessu upp og gera keppnina að meiri viðburði en ver- ið hefur. En alla vega var hálfgert los á þessari keppni í vor og það var með viku fyrirvara að ég tók þátt í henni. Það sem hefur. kannski hjálpað mér var að ég er vön að koma fram, hef verið í tískusýningum í fjögur ár og áður var ég búin að vera í danssýning- um hjá Heiðari frá því ég var tíu ára. Það var mjög gaman að taka þátt í keppninni á meðan á því stóð og auðvitað varð ég glöð yfir að vera kjörin „Ungfrú Island" og fá þar með tækifæri til að ferðast til Perú. En síðan fer glansinn að mestu af því. Það er engin sérstök virðing sem fylgir þvi að vera feg- urðardrottning Islands, eins og til dæmis sums staðar erlendis, þar sem stúlkurnar eru í sviðsljósinu og ferðast mikið um í sambandi við þetta, allt árið sem þær bera titilinn. En það er auðvitað ekki hægt að bera saman milljónaþjóð- ir og okkar litlu þjóð svo að þetta er skiljanlegt. Erlendis liggja miklir peningar í þessu og margir aðilar sem vilja notfæra sér frægð stúlknanna og allt umtalið til að auglýsa hitt og þetta. Það má kannski líkja þessu við muninn á tískubransanum hér heima og úti. Þar fá stúlkurnar stórkostleg tækifæri út á starfið en hér er maður að þessu af því manni finnst það skemmtilegt, því tískusýningarstörf eru illa launuð hér á landi." Þessi mynd var tekin á Broadway kvöldið sem Guðrún var kjörin „Fcgurðardrottning íslands 1982“. Þú sagðir áðan að það fylgdi því engin virðing að vera fegurðar- drottning íslands. Hefur þú orðið vör við andúð fólks á svona fyrir- brigðum sem fegurðarsamkeppnir eru? — „Nei, ég hef ekki orðið vör við neitt slíkt eða orðið fyrir barð- inu á fóiki sem er á móti þessu. Flestir mínir vinir hafa verið jákvæðir gagnvart þessu og frekar hvatt mig heldur en hitt.“ En hvað finnst þér um þær skoð- anir að fegurðarsamkeppnir séu eins og gripasýningar og niðurlægjandi fyrir konur? — „Ég er ekki sammála þeim. Margar stúlkur hafa fengið góð tækifæri út á þetta. Til dæmis fyrir mig að komast til Perú. Mér hafði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að ferðast þangað og hefði sjálfsagt aldrei komist þangað nema af því ég tók þátt í þessari keppni." Eins og stjór- stjörnur væru á ferð — „í byrjun júlí lagði ég upp í ferðina til Perú. Ég fór ein alla þessa leið og satt að segja byrjaði ferðin ekki skemmtilega," — sagði Guðrún þegar við báðum hana að segja okkur frá ferðinni til Perú og keppninni þar. „Það var seink- un á fluginu frá Keflavík til New York. Vélin átti að fara um eftir- miðdaginn en fór ekki fyrr en klukkan þrjú um nóttina og þegar ég kom til New York var enginn til að taka á móti mér. Það var búið að ganga svo frá málum að það átti að taka á móti mér á flugvell- inum en þegar við lentum þar klukkan sex um morguninn var ekki sála þar. Sem betur fer hef ég ferðast þó nokkuð sjálf svo að ég gat bjargað mér. Ég fór í af- greiðsluna og spurði um skilaboð en þau voru engin svo að ég talaði við starfsfólk Flugleiða og það bjargaði málunum. Það setti mig á hótelið, þar sem áhafnirnar gista, og sá um að keyra mig aftur út á völl daginn eftir, en þá tók ég vél til Miami og þaðan til Lima í Perú. í vélinni þangað voru fimm aðrir þáttakendúr í keppninni en við vissum ekkert hver af annarri og uppgötvuðum það ekki fyrr en við komum til Perú. í Lima voru móttökurnar heldur betur ólíkar því sem var í New York. Þar tók á móti mér ein af þessum svokölluðu „chaparone" eða „mamma", en það eru konur sem áttu að gæta okkar og leið- beina okkur á meðan á dvölinni í Perú stóð. Hún kom með borðann minn, sem á stóð „Iceland" og þarna var lúðrasveit og múgur og margmenni. Ég hafði verið svo kvefuð áður en ég fór að ég var með hellu fyrir eyrunum og dauð- þreytt og vildi því fara strax upp á hótel, en ég varð að fara beint úr vélinni á blaðamannafund. Þetta var heilmikið umstang en um síðir var ég keyrð upp á hótel í fylgd með lífvörðum og lögregluliði og ég veit ekki hvað og hvað. Það var engu líkara en einhverjar stjór- stjörnur eða þjóðhöfðingjar væru á ferðinni." Sprengjuárásir í tvígang — „Það er ótrúlega ströng ör- yggisgæsla í sambandi við þessa keppni og sérstaklega var það þarna í Perú enda var þjóðfélags- ástandið, og er, svo ótryggt í þessu landi. Það var til dæmis lýst yfir neyðarástandi í landinu stuttu eftir að ég kom heim. Maður fann það líka á mörgu að mikil spenna var í loftinu, en þó var fólkið þarna yfirleitt mjög elskulegt. Það voru fleiri hundruð manns að staðaldri fyrir utan hótelið og það var greinilegt á öllu að þessi keppni var í þeirra augum mikill viðburður. En það voru ekki allir sáttir við þetta og það er skiljan- legt. Þarna er gífurleg fátækt og þjóðin getur varla séð fyrir sér sjálf hvað þá að halda svona keppni sem kostar mikla fjár- muni. Það var þvíð eðlilegt að allir væru ekki sáttir við þetta enda urðum við fyrir sprengjuárásum a.m.k. tvisvar sem við vissum um, en það var reynt að halda þessu leyndu fyrir okkur. Fyrra atvikið var þegar við vor- um í boði í ítalska sendiráðinu. Venjulega þegar við vorum í svona boðum vorum við keyrðar heim á hótel um tólf á miðnætti, en um hálfellefuleytið þetta kvöld komu „mömmurnar" alveg á fullu og hrópuðu: „Allir út í rútu, fljótar, fljótar ... “ og við skildum ekkert í þessu. Þær skipuðu okkur að fara beint út í rútu og draga glugga- tjöidin niður og svo var keyrt í burtu í hasti. Okkur tókst að veiða upp úr einni „mömmunni" að bíll hefði verið sprengdur í loft upp rétt við sendiráðið og það var álit- ið að það væri „kveðja" til okkar. I seinna skiptið vorum við á diskóteki og allt í einu, einhvern tíma um kvöldið, nötraði gólfið af sprengingu og „mömmurnar" komu hlaupandi og drifu okkur út í rútu og svo var keyrt í burtu með gluggatjöldin dregin fyrir eins og í fyrra skiptið. En nú vissum við hvers kyns var og þurftum ekki að veiða það upp úr „mömmunum". í þetta skiptið var það sprengja í öskutunnu þremur húsum frá diskótekinu. Mér fannst þetta auð- vitað alveg agalegt og varð mjög hrædd, en ein mjög góð vinkona mín, frá E1 Salvador, fannst þetta nú ekki mikið. í hennar heima- landi var svona nokkuð daglegt brauð og hún sagði mér til dæmis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.