Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 49 frá því, að þegar hún var kosin „Ungfrú E1 Salvador" var haldin veisla heima hjá henni og í miðri veislunni var byrjað að skjóta fyrir utan heimili hennar. Veislu- gestir hlupu þá allir niður í kjall- ara og undir borð á meðan þetta gekk yfir. Þegar skothríðin. var liðin hjá var athugað hvort ein- hver hefði meiðst, en þegar í ljós kom að svo var ekki var veislunni bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. — „En þetta lýsir vel ástandinu þarna. Og það er skiljanlegt að það hafi ekki allir verið sáttir við að halda tvö hundruð manns uppi í vellystingum í sambandi við þessa keppni þegar fátæktin blas- ir alls staðar við og hún er alveg óskapleg. Mér fannst alveg hrika- legt að horfa upp á þetta, — ég hélt að svona væri ekki til. Maður hefur að vísu heyrt um þessa fá- tækt, en alltaf leitt það hjá sér. En svo þegar þú sérð þetta með eigin augum, tekur það í þig. Við fórum í nokkrar skoðunar- ferðir, en af öryggisástæðum þorðu þeir ekki að láta okkur ferð- ast mikið um landið og það var vissulega skaði, því að Perú er tal- ið mjög fallegt land. Þeir þorðu þó eitt sinn að keyra okkur um Lima í tvo tíma, í opnum bílum, og það var mjög skemmtilegt. Fólkið stóð í hópum meðfram götunum, sem við keyrðum um, og það sendi börnin til okkar, — í lörfunum, þessi litlu grey, bara til að við gætum komið við þau. Og svona almennt talað var fólkið mjög jákvætt gagnvart okkur. Það var til dæmis alltaf verið að biðja okkur um eiginhandaráritun og ég held ég hafi aldrei skrifað nafnið mitt svona oft, eins og þennan mánuð sem ég var í Perú.“ Enginn dans á rósum — „Vandræðum mínum var ekki alveg lokið þótt ég væri kom- in upp á hótelherbergi", sagði Guðrún þegar við báðum hana að halda áfram með ferðasöguna þar sem frá var horfið: — „Þá kom í ljós að það vantaði eina ferðatösk- una mína og auðvitað var það mik- ilvægasta taskan, með öllum síðu kjólunum og þjóðbúningnum. Það voru að vísu þrjár vikur þangað til keppnin sjálf átti að fara fram, en þetta stressaði mig mikið fyrstu dagana því taskan fannst ekki fyrr en eftir viku. En ég uppgötv- aði sem sagt töskuhvarfið þegar ég kom á hótelið og það tók langan tíma að útskýra þetta mál svo að ekki minnkaði þreytan við það. En loks komst ég upp á herbergi og þar var ég kynnt fyrir herbergis- félaga mínum sem var „Ungfrú Svíþjóð". Þessu er venjulega raðað þannig að stúlkur frá sömu heims- hornum eru saman á herbergi. Þetta var allra laglegasta stelpa og við urðum mjög góðar vinkon- ur. Þegar hér var komið sögu var ég búin að vaka í rúman sólarhring, en ekki fékk ég að sofa út því að við vorum vaktar klukkan sex morguninn eftir til að fara á fyrstu æfinguna. Það var tekið mjög hart á því að við værum stundvísar þannig að það var ekki um það að ræða að kúra aðeins lengur. Svona gekk þetta til á hverjum degi. Við vorum vaktar eldsnemma á morgnana, en við vorum allar á sömu hæðinni á hót- elinu. Síðan fórum við niður í morgunmat og höfðum þar matsal útaf fyrir okktir. Og svo var farið á æfingarnar, alltaf í lögreglu- fylgd auk þess sem tíu vopnaðir öryggisverðir voru í hverri rútu. Þetta var í raun mjög þreytandi og það er mikill miskilningur ef fólk heldur að þáttaka í svona keppni sé grín og leikaraskapur. Og það var margt fleira sem gerði að þetta var ekki neinn dans á rós- um. Maturinn var mjög framandi, a.m.k. fyrir mig og undir lokin var ég farin að elda sjálf íslenskan mat. Svo var það líka, að við feng- um ekki nægan svefn, því eftir æf- ingarnar á kvöldin þurftum við að mæta vel til hafðar í einhver boð og það þýddi ekkert að neita að fara í þau, því þetta er hluti af samningunum í sambandi við keppnina. Það voru alls konar fyrirtæki og t.d. sendiráð sem voru að bjóða okkur. Sumar gripu til þess ráðs að þykjast vera veik- ar til að sleppa við boðin, en þá var bara náð í lækni sem skar úr um hvort um raunveruleg veikindi var að ræða eða ekki. En það sem var kannski mest þreytandi voru blaðamennirnir og ljósmyndararnir sem voru alltaf í kringum okkur. Við gátum aldrei um frjálst höfuð strokið fyrir þeim. Þeir héngu yfir okkur þegar við vorum að borða, á æfingunum og í boðunum og maður varð að passa sig að koma alltaf vel fyrir og gera engin mistök því að ef eitthvað fór úrskeiðis, brást ekki að það birtist á forsíðu daginn eft- ir. Ein stelpan, frá Brasilíu, veikt- ist til dæmist á einni æfingunni og það leið yfir hana. Ljósmyndar- arnir voru komnir um leið, eins og hrægammar, og þetta kom að sjálfsögðu á forsíðu. Það var mjög þreytandi að hafa þessa menn alltaf yfir sér, svo að maður varð jafnvel að vanda sig við að stinga upp í sig matarbitunum. Enda lét- um við eins og vitleysingar þegar við vorum komnar úr sjónmáli, bara til að fá útrás. Við vorum einmitt að tala um það okkar á milli, að það væri sagt að góður matur og góður svefn væri undir- staðan fyrir að halda sér vel útlít- andi, en við fengum hvorugt þarna.“ Sumar koma bara til að vinna — „Það var yfirleitt mjög góður andi á milli stelpnanna þótt auð- vitað kæmi upp einhver rígur á milli einstaklinga, sérstaklega þegar nær dró keppninni, milli þeirra sem þóttu sigurstrangleg- astar. Svo mynduðust þarna hópar eins og t.d. sumar stelpurnar gátu ekki talað ensku og þær héldu hópinn og eins héldum við mikið hópinn, stelpurnar frá Norður- löndunum. Og einnig eignaðist ég þarna góðar vinkonur úr öllum heimshornum og ég skrifast á við sumar þeirra. En auðvitað eru stúlkurnar eins mismunandi og þær eru margar og þær koma í keppnina með mis- munandi hugarfari. Sumar koma bar að til að vinna og hugsa ekkert um að reyna að njóta þess að taka þátt í þessu og fá einhverja ánægju út úr því. Allavega leit ég fyrst og fremst á þetta sem ánægjulegt tækifæri til að kynn- ast ólíku fólki og ferðast til lands sem ég á örugglega aldrei eftir að koma til aftur. En þær voru sumar sem tóku þetta mjög alvarlega og voru alltaf vælandi ef hlutirnir gengu ekki rétt fyrir sig að þeirra dómi. Sem dæmi má nefna stelpuna frá Chile, sem kom eingöngu til að vinna keppnina. Hún var farin að gráta uppi á sviði þegar ljóst var að hún komst ekki í úrslitin og grenjaði allt kvöldið alveg stans- laust. Hún mætti ekki í lokahófið heldur var uppi á herbergi og grét og daginn eftir, þegar við vorum að fara, var hún með dökk sólgler- augu, eldrauð í framan og útgrátin og við spurðum hana hvort hún væri að fara heim. Hún sagði já, því hér gæti hún ekki verið lengur, hér væri allt svo ömurlegt. Þetta er náttúrlega ekki rétta hugar- farið og með svona löguðu fær maður ekkert nema leiðindi út úr þessu. Annað dæmi sem ég get nefnt var Ungfrú Venezuela, sem var alltaf vælandi ef eitthvað bar út af. Til dæmis vorum við látnar læra nokkur dansspor og það gekk eitthvað illa hjá henni að læra þetta og þá settist hún bara út í horn og fór að gráta. Þetta er svo mikill vanþroski og heimska, að láta svona út af smámunum. En einnig má segja, að þáttaka i svona keppni hafi mismunandi áhrif á fólk. Eins og til dæmis stelpan frá Kanada, sem vann keppnina. Fyrst þegar hún kom var hún ósköp indæl og sæt skóla- stelpa, en svo hefur einhver laum- að því að henni að hún ætti „séns“ og nefið á henni fór alltaf hækk- andi eftir því sem á leið. Að lokum var hún orðin svo rígmontin að það lá við hún ræki nefið utan í. Þá átti hún heldur ekki orðið neina vinkonu í hópnum enda lok- aði hún sig inni á herbergi síðustu dagana fyrir keppnina. Hún þoldi greininlega ekki upphefðina. Hins vegar má það vel koma fram að mér fannst hún eiga skilið að sigra. Þetta er mjög klár og dugleg stelpa og hún á áreiðanlega eftir að standa sig vel — þrátt fyrir montið“. Aö kunna aö láta á sér bera — „Keppnin sjálf stóð yfir í þrjú kvöld. Eitt kvöldið komum við fram í þjóðbúningum og gáfum gjafir frá landinu. Eg fór með ís- lenskar leirvörur frá Glit og flutti við þetta tækifæri stutta ræðu í tenglsum við gjöfina. Annað kvöldið voru dómarar á staðnum og þá komum við fram í þjóðbún- ingum og sundbolum. Þriðja kvöldið var svo lokakvöldið þegar úrslitin voru kynnt. Það var sjón- varpað frá öllum kvöldunum og mér er sagt að þessi sjónvarps- dagskrá sé sú sem flestir horfa á af öllum dagskrám sem sýndar eru í heiminum, en milli sjö og átta hundruð þúsund manns sáu þessa dagskrá. Dómnefndin var samsett af ýmsu frægu fólki og má þar nefna prinsessu Ira von Furstenberg, Franco Nero leikstjóra, kvik- myndaleikkonuna Carole Bouquet, sem lék m.a. í Bond-myndinni „For your eyes only“, Cicely Tys- on, sem menn muna ef til vill eftir úr sjónvarpsþættinum „Rætur“ og fyrrverandi Ungfrú Peru, sem var heimsfegurðardrottning fyrir tuttugu árum, og svona mætti lengi telja. Áður en keppnin hófst opinberlega höfðum við farið í löng viðtöl við hvern og einn í dómnefndinni." Eftir hverju er helst farið þegar dæmt er i svona keppni? — „Það er ekki gott að fullyrða neitt um hvað vegur þyngst, en okkur fannst sumum að eitthvað væri skrýtið við dómana. Til dæm- is má segja að pólitík blandist inn í þetta og má nefna sem dæmi, að einhver af forráðamönnum keppn- innar lét hafa eftir sér að „Ungfrú Suður-Afríka" ætti enga mögu- leika, bara af því hún var frá Suður-Afríku. Þetta var alveg stórglæsileg stúlka og hún komst ekki nálægt úrslitum. Það er látið líta svo út sem það þurfi meira en útlitið og að ein- hverjir hæfileikar þurfi að koma til, en það átti alla vega ekki við um stelpuna sem varð númer þrjú, „Ungfrú Ítalíu“. Hún hafði afskaplega lítið við sig og t.d. kunni hún engin tungumál nema móðurmálið. En það er sjálfsagt margt sem hefur að segja í þessu. Eitt er að kunna að láta bera á sér, eins og til dæmis „Ungfrú Gu- am“, sem var alltaf með heilmikið „show“ þegar hún kom fram. Hún var með svarta beltið í karate og var alltaf með karatespörkin á lofti þegar hún gat því við komið, sérstaklega ef ljósmyndarar voru í nánd. Hún var líka kjörin vinsæl- asta stelpan af blöðunum og varð í öðru sæti í keppninni. Þannig að það er margt sem spilar inn í þetta.“ Efst á dagskrá að klára námiö — „Jú, það var vissulega mikil lífsreynsla að fá tækifæri til að ferðast til þessa lands og kynnast því hvernig er að taka þátt í svona keppni. Allt umstangið í kringum þetta er svo mikið, að það trúir því engin nema að taka þátt í því sjálfur. Ég á sjálfsagt eftir að geyma þetta í minningunni svo lengi sem ég lifi. Eitt það ánægju- legasta við þetta allt var að þarna kynntist maður mörgu góðu fólki, sérstaklega meðal stelpnanna og við skrifumst á. Ég vonast til að fá tækifæri til að heimsækja ein- hverja þeirra seinna." Og hvað með framtíðaráætlanir? — „Ég hef ekki gert neinar sér- stakar áætlanir um framtíðina. Ég er nú í fimmta bekk í Verslun- arskólanum og klára vonandi stúdentsprófið næsta ár. Það er allavega efst á dagskrá hjá mér núna að klára námið. Hvað sem seinna verður veit ég ekki, en ég held að það sé mesti misskilningur að vera að gera einhver mikil plön langt fram í tímann. Viðhorf mín geta breyst á einu og hálfu ári. Ég held að það sé skynsamlegast og best að klára bara eitt í éinu og sjá svo til.“ —Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.