Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 GEIMVERUR Er enginn þarna úti eða hvað? Furðuleg líf.sform á fjarlægum hnetti eiga um þessar mundir hug og hjarta bíógesta víða um heim, sem flykkjast í stórum hópum á metsölumyndina E.T. Hrifningin yfir E.T. nær þó ekki til allra, ekki til þess vaxandi hóps vísindamanna, sem farnir eru að trúa þvi að E.T. sé líklega það næsta sem við munum nokkru sinni komast ójarðneskum lífverum. Heldur óskemmtileg hugmynd að vísu, en stjarnfræðingar og líf- fræðingar gerast nú æ svartsýnni á að skyni gæddar verur finnist nokkurs staðar nema hér á jörðu, a.m.k. í Vetrarbrautinni. „Við erum ein,“ segja þeir. Carl Sagan, hinn kunni stjarn- fræðingur var fyrir nokkrum árum fremstur í flokki þeirra, sem trúðu því, að á víð og dreif um Vetrar- brautina og víðar væri fjöldi jarðhnatta og merkilegra menning- arsamfélaga en þessi bjartsýni á ekki lengur upp á pallborðið hjá vísindamönnum. Nú er það van- trúin sem ræður ríkjum, eða eins og einn þeirra hefur sagt: „Ef „þeir“ eru einhvers staöar þama úti, hvers vegna heyrum við þá ekkert frá þeirn?" Einn af spámönnum þessarar nýju trúar í Bandaríkjunum er dr. Frank Tipler, en hann heldur því fram, að við mennirnir séum eina viti borna lífsformið í Vetrarbraut- inni — og ef til vill í alheiminum. Nýjustu rannsóknir líffræðinga benda nefnilega til þess, að skyn- semin sé ákaflega ólíklegur ávöxt- ur af þróun lífsins. „Það var í sannleika sagt stórfurðuleg tilvilj- un að við skyldum öðlast verk- hyggni og tæknilegt skynbragð," segir Tipler, sem starfar við Tul- ane-háskólann í New Orleans. „Þróunin gat farið eftir óteljandi öðrum leiðum." Það er líka fleira sem hefur áhrif á efasemdarmennina. Aðstæðurn- ar, sem eru undirstaða lifsins á jörðinni, eru afar viðkvæmar og nýlega var það reiknað út, að að- eins örlítið frávik frá braut jarðar um sólu í fyrndinni myndi ann- aðhvort hafa breytt henni í brennheitan bræðsluofn — eins og næsta nágranna okkar, Venus — eða í eilífa klakaveröld. Ekki eru allir stjarnfræðingar samt svona svartsýnir. Archibald Roy, prófessor við háskólann í E.T. — Hugarórar og ekkert annað. Glasgow, segist vera aðdáandi Ur- iah Heep, sem Dickens gerði fræg- an, og tekur þannig til orða í allri auðmýkt, að við séum „eins og hvert annað kuldastrá í fjölskrúð- ugri flóru alheimsins". Lífið heldur velli við hin verstu skilyrði og hefur, a.m.k. á þessari jörð, náð vitsmunalegum þroska. „Þótt við höfum aldrei náð sam- bandi við lífverur í öðrum heimum, segir það ekkert um tilvist þeirra,“ segir Archibald. „það getur líka verið, að við séum í nokkurs konar sóttkví. Kannski er beðið eftir því að við komumst til manns eða kollsiglum okkur endanlega." — ROBIN McKIE “ LÆKWIMGAR Maðurinn sem nemur burtu myrkrið Iþorpum og bæjum á sunnanverðu Indlandi ganga hálfgerðar goðsagnir um mann, er hafí undraverða hæfíleika til að lækna blindu. Hann gengur undir nafninu Ijósgjafinn, en heitir réttu nafni Siva Reddy, er 63ja ára að aldri og starfar sem augnaskurðlæknir í borginni Hyderabad. Fyrir skömmu skar hann upp 102.334. sjúkling sinn og fjarlægði vagl, „cateract“, úr auga hans. Sú aðgerð tókst giftusamlega sem og allar hinar fyrri. Hins vegar segir Siva Reddy, að hér sé ekki um teljandi afrek að ræða, ef miðað er við, hversu mikið er ógert á þessu sviði. Á Indlandi fást aðeins 6.000 læknar við skurðaðgerðir á augum en íbúatalan er nálega 700 millj- ónir. Sex milljónir Indverja eiga á hættu að missa sjónina vegna vagls í auga. Dr. Reddy segir, að unnt sé að bjarga sjón alls þessa fjölda með einföldum skurðað- gerðum, en tilfinnanlegur skortur sé á sérfræðimenntuðum læknum til þess arna. Dr. Reddy hafði forgöngu um stofnun svokallaðra Augnbúða, en það er farandsjukrahús, sem ann- ast skyndiaðgerðir á augum. Búðir þessar eru fluttar um Andhra Pradesh-ríki, og venjuleg aðgerð tekur aðeins átta mínútur. Sjúkl- ingar koma fótgangandi til búð- anna, sumir langar leiðir að. Að- gerðin er gerð þeim að kostnaðar- lausu, og þeir eru undir eftirliti lækna og sjálfboðaliða næstu þrjá daga á eftir. Búðirnar hafa á að skipa allmörgum tugum sjúkra- rúma, en þau eru látin standa úti undir beru lofti. Embættismaður í ríkinu And- hra Pradesh segir, að það sé mjög dýrt fyrir þorpsbúa að fara til borganna og láta leggja sig inn á sjúkrahús. — Flestir sveitamenn eru líka mjög feimnir, bætir hann við. — En þegar læknar taka frumkvæðið og koma út í sveitirn- ar verður fólkið bæði forvitið og kjarkað. Stjórnin í Andhra Pradesh og Konunglega samveldissambandið í þágu blindra styrkja Augnbúð- irnar í sameiningu. Þar kostar hver aðgerð um það bil 200 krón- ur. Sjúklingar á einum viðkomu- stað Augnbúðanna sömdu fyrir skömmu þakkaróð til læknanna. Hann var svohljóðandi: Guð gaf oss ljósið. í Augnbúðunum hafa þeir (læknarnir) gefið hinum blindu sjónina aftur og breytt dimmum æviskeiðum í björt. Engin einhlít skýring hefur ver- ið gefin á þessum skæða augn- sjúkdómi, sem hrjáir milljónir Indverja. Þó er talið víst, að ýmsir þættir stuðli að honum, svo sem léleg næring, erfðir og sjúkdómar á borð við sykursýki. A Indlandi er mjög algengt að fólk fái vagl í auga nálægt fimmtugu, en á Vest- urlöndum eru sjúklingar snöggt- um eldri, og yfirleitt komnir yfir sextugt. Reddy er kvæntur og á tvö barnabörn. Skömmu eftir að hann hafði lokið skyldunámi tók hann þá ákvörðun að gerast augnskurð- læknir. — Þá var ég í heimsókn hjá móður minni, sem var illa haldin af augnsjúkdómi. Læknar gátu ekkert fyrir hana gert. Ég sagði við sjálfan mig, að hún ætti þetta alls ekki skilið, þessi góða kona, sem hefði annazt mig. Hann hefur unnið viðstöðulaust frá því að hann varð aðstoðar- skurðlæknir árið 1946. Hann vinn- ur 15 stundir á sólarhring og gerir aðgerðir á sjúklingum ýmist heima hjá sér, í Augnbúðunum eða á Sarojini Devi sjúkrahúsinu í Hyderabad. “ STREITA & STJÓRNUN Hinir geðgóðu munu blakta Hver kannast ekki við forstjóra- imyndina? Hinn metnaðarfulla mann sem leggur allt í sölurnar fyrir starfið og framann? Manninn, sem er harður í horn að taka gagnvart starfs- fólkinu og ann sjálfum sér aldrei hvíld- ar, hvort sem hann er í vinnunni eða heima hjá sér? Nú fyrir skemmstu voru breskir kaupsýslumenn fræddir á því, að brátt myndi þessi manngerð, A-gerðin svokallaða, heyra sögunni til í forstjórastól fyrirtækjanna. Við starfí þeirra tæki hins vegar B-gerðin, þessir geðgóðu, sem láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Ástæðan fyrir þessum umskiptum heitir streita. Hún hefur mörg mannslífin á samviskunni, fyllir spítalana og veldur því, að breskur iðnaður tapar árlega þremur millj- örðum punda og fleiri vinnustundum en glatast í verkföllum, að því er dr. Audrey Livingston Booth, forstöðu- maður Streitumiðstöðvarinnar, sagði á fundi með breskum forstjór- um. Við þessu á að bregðast, sagði Audrey, með því að kenna fólki að bregðast við streitunni án þess að ganga af göflunum og verða spítala- matur á skömmum tíma. Forstjórar, sagði hún, eiga að vera rólegheita- fólk af B-gerð og þeim, sem ekki telj- ast til þessarar gerðar nú þegar, á að kenna það. Við hverja verksmiðju á að vera leikfimihús eða völlur þar sem fólk getur sprett úr spori og fengið lík- amlega útrás og á vinnustöðum á að koma fyrir spjöldum þar sem fólk er hvatt til að huga vel að blóðþrýst- ingnum — telja upp að tíu í stað þess að leyfa tilfinningunum að ráða al- veg ferðinni. Þegar á reynir bregst líkaminn við með því að grípa til allrar sinnar orku, t.d. þegar sjúkdómar herja á hann og mikil þreyta eða þegar menn verða fyrir árás. Streitan á skrifstofunni eða leiðindin við færi- bandið gera sömp kröfur til líkam- ans en eru að því leytinu verri, að þau eru langærri og gefa honum engin grið. Venjulegur forstjóri verður fyrir meiri streitu en íþróttamenn í fremstu röð og afleiðingarnar eru áfengissýki, fjarvistir frá vinnu, árásargirni, léleg vinnubrögð og sjúkdómar eins og of hár blóðþrýst- ingur, hjartasjúkdómar, magasár og þunglyndi. „Það er kominn tími til að við lát- um hendur standa fram úr ermum," sagði dr. Audrey. Það er í þágu fyrir- tækjanna að starfsfólkið sé heilbrigt og vel á sig komið. Vinnuveitendur verða að skilja, að hæfileg streita getur aukið afköstin en þegar hún verður of mikil hefur hún þveröfug áhrif. — ANDREW VEITCH — KLÁM & OFBELDI Sorinn er smitandi „Villimannlegar kenndir" Eftir ítarlegar rannsóknir hefur samstarfshópur brezkra sál- fræðinga komizt að þeirri niður- stöðu, að ofbeldi og klám í fjölmiði- um geti haft þær afleiðingar, að dagfarsprúðir menn ráðist á konur. Þessar afleiðingar geta komið í Ijós, ef menn horfa á sjónvarpsmyndir, þar sem saman fer ofbeldi og kynlif, þótt í smáum stíl sé. Þessar niðurstöður voru birtar fyrir skömmu, en súmir þeirra, sem hlut áttu að þeim, vildu taka það skýrt fram, að klám væri síð- ur en svo alltaf skaðvænlegt, held- ur gæti það haft jákvæð áhrif. Þar af leiðandi gæti verið hættulegt að gera ráðstafanir gegn því. Sér- fræðingarnir voru þó á einu máli um, að ástæða væri til að amast við kvikmyndum, þar sem saman færu ofbeldi og kynmök, því að rannsóknirnar hefðu sýnt að slíkt gæti haft háskalegar afleiðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.