Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 37 * Attræður: Árni Kr. Sigurðs- son - Bjarkalandi Hinn 20. desember sl., varð vin- ur okkar, Árni Sigurðsson, bóndi, Bjarkalandi, áttræður. Árni er fæddur að Steinmóð- arbæ og alinn þar með foreldrum sínum, Sigurði Árnasyni bónda og konu hans, Ingibjörgu Árnadótt- ur. Svo sem þá var títt ólst Árni upp við öll venjuleg sveitastörf. Hann vann við heyskap, hirðingu búpenings, en einnig lagði hann ungur stund á sjósókn, bæði á ára- bátum, vélbátum og togurum. Snemma kom fram góð greind Árna, enda hneigðist hugur hans til frekari mennta en þá var al- gengt. Árið 1928—29 var Árni nemandi í alþýðuskólanum á Laugarvatni og var í fyrsta nem- endahópi þess skóla og komu þá fram hinir góðu námshæfileikar hans — þó að ekki yrði um frekara nám að ræða. Árni var skáldmælt- ur vel og varpaði bæði fram stök- um og orti kvæði við ýmis tæki- færi og nutu þau vinsælda meðal sveitunga hans. Árni var og frá- bær íþróttamaður — en einkum skaraði hann fram úr í sund- íþróttinni og um margra ára skeið kenndi hann sund. Hugur Árna hneigðist snemma að félagsmálum og um árabil var hann formaður ungmennafélags- ins „Trausta". Var starfsemi þess félags með miklum blóma um langt skeið og þá ekki hvað síst í formannstíð Árna. Má marka hve störf Árna fyrir ungmennafélagið „Trausta" voru vel unnin, að hann var síðar kjörinn heiðursfélagi þess. Fleiri félagsstörf mun Árni hafa látið til sín taka — svo sem safnaðarstörf — en ekki verður nánar að því vikið í þessari stuttu afmælisgrein. Árið 1931 kvæntist Árni sæmd- arkonunni ísleifu Ingibjörgu Jónsdóttur frá Borgareyrum undir Eyjafjöllum og hófu þau hjón búskap það sama ár. Nýbýlið Bjarkaland byggðu Árni og ísleif út úr jörðinni Steinmóðarbæ árið 1933 og hafa þau búið þar síðan. Bjarkalands- heimilið er víðþekkt fyrir mynd- arskap og rausn. Tún eru mikil að vöxtum og gæðum, 80—90 ha. og framleiðslan að sama skapi góð. Gestrisni heimilisins er viðbrugð- ið og ýmsir þeir er minna hafa mátt sín hafa átt öruggt skjól hjá þessu góða fólki. Jafnframt bú- skapnum og því að reisa nýbýli sem óx hratt vann Árni mörg sumur hjá Vegagerð ríkisins og hafði aðalumsjón með sprenging- um og öðrum hinum vandasöm- ustu störfum og þá einkum við fyrirhleðslu Markarfljóts og Þver- ár en vann einnig að sömu störf- um víða um Skaftafellssýslu. Þeim hjónum, ísleifu og Árna, varð fimm barna auðið. Fjórir synir þeirra eru nú uppkomnir, allir hinir mestu myndar- og dugnaðarmenn, dóttur misstu þau tæplega ársgamla. Árni Sigurðsson er maður gjörvulegur að vallarsýn og allri framgöngu. Fastur er hann fyrir en drengskap hans er viðbrugðið. Vinfastur og traustur svo orð er á gert. Aldrei leggur Árni hnjóðs- yrði nokkrum manni en nefnir æt- íð hið besta í fari samferðamanna sinna — hvort heldur eru sam- herjar eða andstæðingar. Ávallt er hann málsvari lítilmagnans og tekur ætíð upp hanska fyrir þann er honum þykir órétti beittur. Við hjónin höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að tveir sona okkar hafa, hvor á eftir öðrum, verið í sumardvöl að Bjarkalandi. Fyrir það og alla vináttu og tryggð munum við ávallt standa í ógoldinni þakkarskuld við heið- urshjónin ísleifu og Árna á Bjarkalandi. Kæri vinur, á þessum tímamót- um í ævi þinni biðjum við Guð að blessa þig og alla þína nú og ævinlega. Bj. Önundarson SIJðRNUNARFRfEflSLA Ensk viðskiptabréf Tilgangur námskeiösins er aö gera þátttakendur hæfari í aö skrifa ensk viöskiptabréf til aö auka gæöi þetrra. Leiöbeinandi: Efni: — Hvað er viöskiptabréf? — Mikilvæg tæknileg atriöi viö gerö viöskiptabréfa. — Ensk málfræði og setningafræði. — Uppsetning og útlit bréfa. — Æfingar. — Mismunur breskra og bandarískra viöskiptabréfa. Dr. Tarry Lacy Námskeiöiö er ætlaö riturum sem þurfa aö semja og skrifa ensk viðskiptabréf. Námskeiöiö fer fram á ensku. Tími: 17.—19. janúar kl. 09:00—12:00. Staður: Síðumúii 23, 3. hæð. Ath.: Fræðslusjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur greiðir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu námskeiði og skal sækja um þaö til skrifstofu V.R. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUN- ARFÉLAGSINS í SÍMA 82930. A STJÚRNUNARFÉLAG ÍSIANDS SIÐUMÚLA 23 SÍMI82930 Heildsöluútsala ií fyrsta skipti vörulager okkar fyrir almenning aö Bröttugötu 3B (Grjótaþorpi) (gegnt Fjalakettinum, Aðalstrætí 8). KOMIÐ OG GERIÐ REYFARAKAUP Á FATNAÐI Á ALLA FJÖLSKYLDUNA! Buxur Skyrtur Peysur Bolir Jakkar Verð frá kr. Verð frá kr. Verð frá kr. r100 50 50 50 og margt margt fleira Verð frá kr. Verö frá kr. Utsalan stendur aðeins örfáa daga Komið og gerið reyfarakaup Herluf Clausen, Bröttugötu 3B (móti Fjalakettinum v. Aöalstræti). HEILDVERSLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.