Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR.1983 Guðmundur Kamban var fluttur heim og JarAsettur á íslandi að eigin ósk. Vinir hans báru kistuna úr Dómkirkju. A eftir kistunni gengur dóttir hans Sibil, unnusti hennar Knud Skadhauge og Gísli Jónsson bróðir hennar. fjárstyrk í Dagmarshús, er það ekki? — Já, ég skil ekki í Kamban að átta sig ekki fyrr á að þetta gæti verið honum hættulegt. En smám saman varð honum það ljóst. í Danmörku voru Þjóðverjar að nugga sér utan í hann. Ég talaði eitt sinn við ritstjóra Politikens, sem sagði mér að menningarmála- fulltrúi þýzka hersins í Danmörku hefði farið fram á að blaðið skipti um leiklistargagnrýnanda, því Fredrik Skyberg, sem skrifaði þar leikdóma, var kvæntur konu af Gyðingaættum. Hafði þá sagt: „Gætuð þið ekki hugsað ykkur ein- hvern annan? T.d. mann eins og Guðmund Kamban?" Þegar ég sagði Kamban þetta, svaraði hann: „Með þessu móti drepa þeir mig.“ Honum hafði sjálfum aldrei dottið í hug að verða leiklistar- gagnrýnandi, kvaðst ófær um að skrifa eins hratt og þyrfti til þess. En hann fann að þetta var hættu- legt, sá hvernig farið hafði þegar París var frelsuð og alls konar fólk óð uppi fyrstu dagana. Svo var búið að brjótast í skrifborðið hans og róta þar í öllu. Hann var að reyna að komast í burtu. Kom bréfi til Stokkhólms og spurði hvort þeir gætu ekki notað sig fyrir blaðafulltrúa í íslenzka sendiráðinu. Hann gæti ekki lifað í Danmörku tekjulaus meðan stríðið geisaði. Jón Krabbe var í samráði með honum og þeir biðu lengi eftir svari, sem kom loks. Honum var þá hafnað. — Svo við víkjum að Dagmars- húsi, þá hefi ég seinna komist að því að Danir tóku myndir af öllum sem komu í Dagmarshús, aðal- stöðvar nasistanna, heldur Krist- ján áfram. Og þar hefur sjálfsagt verið mynd af Kamban. Tildrögin eru þau að þýzkur náttúruvísinda- maður kom til Hafnar og Kamban fór að segja honum yfir há- degisverði frá notkun á sölvum á íslandi, fyrr á öldum, sem hann hafði kynnt sér sérstaklega. Hann hafði allaf gaman af að grúska í ýmsu, eins og t.d. notkun íslenzks melgrass. Þjóðverjinn vill að hann skrifi um þetta vísindalega rit- gerð, og útvegar honum styrk til gagnaöflunar frá vísindastofnun, Deutsch — Dánisches Wissen- schaftliches Institut, þúsund krónur á mánuði í sex mánuði. En böggull fylgir skammrifi. Kamban verður að sækja styrkinn í hverj- um mánuði í Dagmarshús og gerir það. Og njósnararnir, sem Danir hafa kring um þessar höfuðstöðv- ar þýzka veldisins, vita að Guð- mundur Kamban sækir peningana þangað í hverjum mánuði, en vita ekki fyrir hvað. Það verður honum að falli. Skjótiö þið þá! — Lá ekki við að þú værir viðstaddur þegar Guðmundur Kamban var skotinn? — Ég ætlaði að fara hitta hann. Var í hádegisverði með Stefáni ís- landi og Guðna Ólafssyni apótek- ara, til að fagna því að þýzki her- inn hafði lagt niður vopnin kvöldið áður. Um kl. 2 fæ ég þá hugmynd að fara til Kambans, og vera með honum þennan fyrsta dag. Hann var bráður og ef til vill væri betra að vera nærstaddur, ef eitthvað kæmi upp á. Ég hringdi því á Hót- el Pension Uppsala í Uppsalagade, þar sem hann bjó og spyr hvort ég megi tala við Kamban. Þá er svar- að: „Det kan De vist ikke.“ Og hvers vegna ekki? „Herr Kamban er lige blevet skudt.“ Éigið þér við að hann sé dáinn? Já, hann er dá- inn. Og líkið hefur verið flutt á Bispebjerghospital, öll lík þennan dag voru flutt þangað undir eins. — Það sem gerst hafði, var að þrír menn koma á Pensionatið og segja við hótelvörðinn: „Við erum sendir hingað til að sækja föður- landssvikarann, sem hér er. Hvar er hann?“ Og danski dyravörður- inn svarar: „Það hlýtur að vera herra Kamban, hann var að setj- ast þarna til borðs." Þetta var um hádegið og Kamban var nýsestur til borðs með Sibil dóttur sinni, en kona hans rétt ókomin niður. Þessir menn ganga að honum með einhverja frelsisborða um hand- legg og skammbyssur í hendi og skipa honum að koma með sér. Hann spyr hver geri boð eftir sér, og á þá auðvitað við að hann komi með ef þetta sé lögreglan, en séu það ótíndir strákar sem ætli að pynda hann í einhverjum kjallar- anum, þá fari hann hvergi. Þeir segja: „Það varðar yður ekkert um,“ og Kamban svarar: „Þá kem ég ekki með ykkur." Annar maður- inn aðvarar hann, segir þetta al- varlegt mál, ef hann ekki hlýði umsvifalaust þá skjóti þeir. Þá krossleggur Kamban armana á 35 brjóstinu og segir: „Skjótið þið þá!“ Dettur sennilega ekki í hug að þeir geri það. En ungi maðurinn lyftir byssunni og skýtur hann beint í ennið. Og hann hneig niður. — Þér hefur brugðið rækilega. Hvað gerðirðu? — Ég fór á sjúkrahúsið, sagðist vera nánasti vinur Kambans í Kaupmannahöfn og mér finnist ég og landar mínir eiga rétt á að vita hvað gert hafi verið við hann. Læknirinn ráðlagði-mér frá að sjá líkið. Sagði að líkin streymdu inn í spítalann, allt flyti í blóði og ég mundi ekki gleyma þeirri sjón. Betra væri að koma síðar, þegar búið væri að ganga frá líkinu. — Frá spítalanum hélt ég til þeirra mæðgna og var með þeim allan þann dag. Sibil var þá trúlof- uð ungum lækni, Knud Skad- hauge, sem bjó hjá foreldrum sín- um. Það varð að ráði að hann sækti þær og ég fór með þeim * heim til hans. Seint um kvöldið gekk ég heim. Bjó skammt frá Konungshöllinni. Vopnaðir menn voru alls staðar á götunum og ein- hverjir voru að verjast uppi á þaki og skutu þaðan. Mér var sagt að ég færi um á eigin ábyrgð. Nokkrum dögum seinna fór ég með Sibil á Bispebjerghospital og við sáum að Guðmundur Kamban hafði fengið kúlu beint í ennið. Kona hans kærði sig ekki um að koma með okkur. Hún vildi ekki vera í Danmörku eftir þetta, ekki vera þar ekkjufrú Kamban og Sibil fór með móður sinni til Ameríku. Var þar tvígift og eignaðist börn. Ég fékk siðast bréf frá henni, þar sem hún segir frá syni sínum 10 ára, sem dreymi um að verða rithöf- undur eins og afi hans. Ekki veit ég hvað úr því hefur orðið. Ævi Guðmundar Kambans hef- ur verið mjög dramatísk, eins og heyra má á lýsingum Kristjáns Albertssonar. Oft tilþrif í lífs- hlaupi hans, engu síður en í leik- ritum hans og skáldsögum. Þar virðist vera að finna ögrun, sem jaðrar við fífldirfsku, allt fram á síðustu ævistundina, engu síður en í lífi skáldsagnapersóna hans, Höddu Pöddu, Ragnars Finnsson- ar og ekki síst Ragnheiðar Brynj- ólfsdóttur. - E.Pá. - ■ ■ ■, " ■— ' = == í náms' jöii kei 3reyt ðana t Id rMÆ ^ m m Hvaða hópi hentar ir þér? 1. Alhliðanámskeið SÉRFRÆÐINGAR LEIÐBEINA MEÐ: Ið • Snyrtingu • Framkomu • Göngu Jj • Hárgreiöslu • Kurteisi • Hagsýni V • Fataval — • Borösiöir • Ræöu- 5 hreinlæti — gestaboö mennska 12 sinnum — tvisvar í viku. 10 í hóp. BOUR<JOIS(j^^ Fegrunarfræöingur: Brynhildur Þorsteinsdóttir. Hárgreiöslumeistari: Sólveig Leifsdóttir. Nánari uppl. og innritun daglega í símum 36141 — 15118 kl. 2—6. Kennsla hefst í næstu viku. 2. Fyrir ungar konur á öll- um aldri 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hárgreiðsla — Snyrting — Fataval — Borðsiðir. 10 í hóp. 3. Stutt snyrtinámskeiö 3 sinnum — 3 klst. Handsnyrting — Andlitshreinsun — Dagsnyrting — Kvöldsnyrting. 6 í hóp. 4. Fyrir starfshópa — Saumaklúbba 6 sinnum — einu sinni í viku. ' Snyrting — Framkoma — Hár- greiðsla — Borðsiðir. 10 í hóp. 5. Fyrir ungar stúlkur 14—16 ára (skólahópa) 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hreinlæti — Fatnað- ur — Snyrting — Borðsiðir — Ganga — Hagsýni. 10 í hóp. 6. Fyrir herra á öllum aldri 7 sinnum — einu sinni í viku. Hárgreiðsla — Hreinlæti — Fatn- aöur — Snyrting — Ræðumennska — Kurteisi. 10 í hóp. 7. Modelnámskeið 15 sinnum — fyrir verðandi sýn- inga-fólk. Dömur — Herrar. Kurteisi — Framkoma — Snyrting — Fatnaöur — Ganga — Hrein- læti. 8 í hóp. Unnur Arngrimsdottir, Skólavörðustíg 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.