Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 „Svo lengi sem Paul Breitner er með, spila ég ekki fyrir Vestur-l>ýska- land,“ segir Bernd Schust- er. í desember 1981 slas- aðist hann alvarlega á hné í deildarleik á móti Bilbao Athletic, en hann spilar með Barcelona. Hann fór strax heim til Þýskalands, og Isagðist inn í sjúkrahús í Köln, og fór í aðgerð sem framkvæmd var af pró- fessor Hess. Aðgerðin heppnaðist í alla staði vel, en Schuster var ekki nógu þolinmóður, eða skynsam- ur til að fylgja ráðum læknisins. Hann yfirgaf sjúkrabeð sinn allt of fljótt og stofnaði hinu veikburða hné sínu í f/ff* gf'u fms lt&JVé mm w j * m m JSé 0 <0 W"//,'///"' \ ilin 0i0Hut ^,,/urr/i m 0 0 Bernd Schuster gerir það gott hjá F.C. Barcelona þó svo að honum semji ekki við Maradonna. stórhættu, sem endaði með því að hann varð að fara aftur undir hnífinn í aprílmánuöi. Var það sama dag og liðið hans, FC Barcelona sigraði Tott- enham 1—0 í Evrópu- keppninni. Þrem vikum síðar var Schuster mættur á Nou Camp-völlinn, hopp- andi á annarri löppinni og hækjulaus að sjálfsögðu, til að horfa á leik Barce- lona og Standard Liege. Andlit hans var eins og venjulega, sviplaust þrátt fyrir án efa miklar kvalir sem náðu um allan líkama hans. Hann var aðeins of stoltur, sjálfstæður og kannski vitlaus til að vilja viðurkenna það. Knattspyrnusnillingurinn BERND SCHUSTER er hinn mesti vandræðagemlingur Schuster útskrifast af sjúkrahúsinu eftir slæm meiðsli í hiié. Meiðslin settu strik í reikninginn hjá honum og hann var frá knattspyrnuiðkun í langan tíma. —í Breitner — voða- legur maður Flestir knattspyrnuþjálfarar eru hlynntir því að leikmenn gifti sig, út frá því sjónarmiði að fast samband geri þá samstillt- ari og haldi þeim frá svalli. Með öðrum orðum, bæði leikmenn og þjálfarar fá notið meira af hæfi- leikum þeirra fyrir vikið. Jupp Derwall, þjálfari lands- Ilðs Vestur-Þýskalands, og leikmenn þess hafa ekki dregið dul á að Bernd Schuster er und- antekning frá þessari reglu. Þegar Vestur-Þýskaland lék HM-leik seinni hluta ársins 1981 á móti Albaníu í Stuttgart, fóru Derwall og lið hans heim til Hansa Miiller eftir leikinn í teiti. Allir skiluðu sér aftur heim eftir þetta geim, nema Schuster, sem varð til þess að Derwall hringdi klukkan hálf fjögur að nóttu til heim til konu Schusters, Gaby, og sagði henni að karl hennar væri með alvar- lega flensu, og ætlaði þannig að bjarga málunum. í næsta lands- leik, á móti Finnum í Bochum, kvaddi Schuster Derwall og landsliðið, og þar með var stífl- an brostin. Fjórum vikum síðar lét Schu^ter bununa vaða í viku- blaðið „Der Spiegel". Þar réðst hann harkalega á, ekki Derwall beint, heldur Paul Breitner. „Eg er orðinn þreyttur á því að vera þjónn fyrir Derwall, Breitner og Rummenigge; ég er orðinn þreyttur á að þurfa að hætta lífi og limum í það að koma boltan- um til Breitners þegar hann kallar; ég er orðinn þreyttur á að halda mér saman þegar hann talar. Breitneryer háskalegur maður, hann gefur stöðugar skipanir gegnum Derwall og mig mun ekki undra þótt hann sparki Derwall til hliðar einn góðan veðurdag." í apríl 1981, þegar Paul Breitner sneri aftur til landsliðsins og það sigraði Aust- urríki 2—0 í Hamburg, sagði Schuster: „Breitner spilaði fyrir liðið, og hann er án efa vinning- ur fyrir það. Hann verður hins vegar að spila öðru vísi en hann spilar með Bayern Miinchen, einfaldlega af því að í landslið- inu hefur hann betri meðspilara en í Bayern. Hann verður líka að líta á sig sem einn í heilsteyptu Iiði.“ Þessi orð Schusters urðu upp- tökin að árekstrum á milli þess- ara manna. Schuster varð hins vegar ekki minna æstur og at- kvæðameiri er hann fékk stöð- ugt meiri möguleika hjá Barce- lona, og 6 vikum seinna sagði hann: „Ég vil heldur vera kóng- ur. á Spáni en burðarkarl í Þýskalandi." og hann hélt áfram: „Samskipti okkar Der- walls voru mjög góð áður en Breitner kom í landsliðið. Der- wall var besti kall sem hjálpaði mér yfir margar hindranirnar. En svo kom Breitner skyndilega og hóf að útskýra fyrir okkur, með hjálp eldspýtna hvernig við ættum að spila og hlaupa." Breitner gerði Schuster sem- sagt að peði. Það var meira en hann, og þó sér í lagi kona hans, Gaby Schuster, gátu þolað. Schuster — skemmdar- verkamaður Bernd Schuster fæddist hinn 22. desember 1959 í Hamm- erschmiede, sem er úthverfi Augsburg, þar sem foreldrar hans, Dieter og Gisela Schuster, ásamt lítilli dóttur, Claudiu að nafni, búa enn. Hann spilaði með fótboltaliðinu SV Hamm- erschmiede, áður en hann sem unglingur fór til FC Augsburg, en með því liði vann hann meist- aratitilinn 1978. „Við hefðum líka unnið alþjóðlega meistara- titilinn þetta ár, hefði Schuster ekki verið svo utangátta og legið í sólinni allan daginn fyrir leik- inn og skaðbrunnið," segir Her- mann Neidlinger, sem ennþá er þjálfari unglingaliðs FC Augs- burg. Á þessum tíma höfðu mörg stórlið haft samband við Schust- er, svo sem Bayern Miinchen, Mönchengladbach og Köln. Schuster skrifaði fyrst undir samning við FC Augsburg, því næst fyrirfram samning við Borussia Mönchengladbach og að síðustu lofaði hann skriflega að spila fyrir FC Köln, innblás- inn af þjálfurum Hennes Weisweiler sem séð hafði til Schusters með unglingalands- liðinu í keppni í ísrael. Þar sem bæði, Gladbach og Köln gerðu kröfu á hendur Schuster um að spila varð það til þess að knattspyrnusam- bandið komst í málið og gaf Schuster langt nef. Fyrir vikið var hann útilokaður í einn mán- uð. Eftir það varð Schuster að gera það upp við sig með hvoru liðinu hann ætlaði að spila, og varð Köln fyrir valinu. Tveim árum síðar losaði FC Köln sig við Schuster, „skemmd- arvarginn" eins og hinn nýi þjálfari liðsins, Karl-Heinz Heddergott, kallaði hann. Salan á Schuster var meiri háttar tekjulind fyrir Kölnarliðið, sem keypti hann upphaflega á 200.000 DM frá FC Augsburg, en nú var hann seldur á 3.950.000 DM til FC Barcelona. Af þessari upphæð voru 15.000 DM látin renna til unglingaliðs SV Hammerschmiede, liðsins sem hann hafði byrjað með. Bernd Schuster byrjaði að sparka bolta í bakgarði heimilis síns þar sem hann allt frá 6 ára aldri gat dundað sér við það tímunum saman að sparka bolt- anum í bílskúrsvegginn. Bakt- eríuna átti hann svo sem ekki langt að sækja, þar sem faðir hans hafði spilað fótbolta í 25 ár hjá sama félagi, og ætlaðist náttúrulega til þess að sonur hans spilaði með því. Að lokum lét hann þó undan þrábeiðni for- ráðamanns FC Augsburg. Schuster var hreinlega sjúkur í æfingar; hvort sem það var rigning, snjókoma, kalt í veðri eða heitt tók hann fram skelli- nöðru sína og þeysti út á völl til að æfa sig, og skipti þá engu máli hvort hann átti að leika daginn eftir. Hinn mikli kærleikur Bernd Schuster hitti Gaby Lehmann í Köln 1979. Það varð ást við fyrstu sín — a.m.k. hvað hann snerti. Þau giftu sig sama ár, og hún gerðist strax fram- kvæmdastjóri hans. Gisela, móðir Schusters var afskaplega mikið á móti sambandi þeirra þar sem Gaby hafði sýnt sig allsnakta á forsíðu vikublaðs. Móðir hans reyndi að hindra brúðkaup þeirra, en það varð til þess að tengsl hennar við soninn rofnuðu og vill Schuster ekki sjá móður sína, né tala við hana í síma. Þegar hann var lagður inn á spítala í Köln, fór Gisela af stað til að vitja hans, en fékk ekki að koma inn í herbergið samkvæmt skipun Schuster. Þegar faðir hans flaug til Barce- lona til að líta á sonarsyni sína, þá David, Benjamin og Benja- min David komst hann ekki lengra en að garðshliðinu. Þar var Gaby mætt og hleypti hon- um ekki innfyrir. Hún hagaði því einnig svo að þau fengu leynisíma til að foreldrar hans gætu ekki hringt í þau. í Hammerschmiede er fólk al- mennt orðlaust yfir þessum um- skiptum Schusters síðan hann gifti sig. Þegar hann og Gaby

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.