Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 47 Harrison Ford í RÁNINU og Richard Dreyfuss í CLOSE ENCOUNTERS. Geimálfurinn er persónu- legasta kvikmynd Spielbergs til þessa. „Ég hafði ætíð hugsað mér, að Geimálfurinn væri ást- arsaga 10 ára drengs og 900 ára skepnu. Satt best að segja var ég hræddur við að gera myndina, því ég hef aldrei áður afklæðst opinberlega. En ég held að árangurinn sé nokkuð góður.“ Einkenni Geimálfsins er kær- leikur. Spielberg endurskapaði hlýju æsku sinnar. Ást hans á börnum er augljós og hann segir: „Æskan hefur kynnst verðbólg- unni. Þegar ég var 16 ára, var ég jafn þroskaður 10 ára nútíma- barni." En hvernig fannst Spielberg að vinna með börnum? „Ég komst fljótt að því, að æfði ég atriði of mikið, töpuðu börnin einlægninni og frumleik- anum. Ég kvikmyndaði Geimálf- inn næstum í þeirri röð sem at- riðin sjást á hvíta tjaldinu, en betrumbætti atriðin jafnóðum. Ég lét börnin hugsa og gaf þeim nægan tíma svo þau lifðu sig betur inn í atriðin. Þannig tókst mér að skapa óvenjulegt and- rúmsloft og mjög náið samband myndaðist milli mín og barn- anna. Þá ríkti sérstakt samband milli ET og aðalleikarans litla, Henry Thomas. Tilfinning loka- atriðisins var einstök, hún var ekta. Síðustu dagar kvikmynda- tökunnar var tilfinningaríkasta reynsla sem ég hef upplifað." Henry litli samsinnir leikstjór- anum sínum er hann segir: „ET var persóna." Blm. spurði Spielberg hvers vegna hann hefði aldrei fjallað um samskipti fullorðins fólks, kynlíf og annað slíkt. (í Ráninu á týndu örkinni er aðalhetjan hálfgert náttúrulaust viðundur, en upphaflega átti hann að vera glaumgosi á borð við James Bond, og í Ókindinni sleppti Spielberg hórdómnum í bók- inni.) Spielberg gefur blm. illt auga er hann svarar því til að ástæðan fyrir hórdómnum í bók- inni hefði aðeins verið sú að auka sölu hennar, en bætir við á heldur kaldhæðinn hátt: „En myndin var nú einu sinni gerð í Kaliforníu." Og Spielberg heldur áfram: „Ég tel mig búa yfir lygilega örv- andi ímyndunarafli. Takmark mitt er að láta alla áhorfendur í 800-sæta kvikmyndahúsi fá full- nægingu á sama andartaki." En fyrir þá, sem þekkja myndir Spielbergs, útskýra lokaorðin hugsunargang hans: „Ég geri að- eins það sem mig sjálfan langar til að sjá.“ Samantekt: Ileljji Jónsson Þessi nýja leiftursókn beinist að því að stór- lækka verð á geysigóðu úrvali af fyrsta flokks fatnaði. Þú verður áþreifanlega var við árangur- inn strax með því að gera frábær kaup í Leiftur- sóknarsalnum á Skúlagötu 26 (á horni Skúla- götu og Vitastígs). ----------------------Verð frá'<r:-------------------- Föt kr. 990 Mittisblússur kr. 400 Jakkar kr. 500 Háskólabolir kr. 150 Flauelsbuxur kr. 190 Bolir kr. 75 Khakibuxur kr. 295 Frakkar kr. 690 Barnabuxur úr denim og flaueli . kr. 200 Vattúlpur kr. 690 Vesti kr. 50 Vattfrakkar kr. 1790 Skyrtur kr. 50 Vattjakkar, síðir kr. 1190 Komdu og láttu verðgildi krónunnar marg- faldast í höndum þér með því að nýta þér þessa nýju leiftursókn til stórlækkunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.