Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 Ragnheiður er höfundi sínum náskyld stolt og ögrun sköpuðu báðum örlög Kamban fór fram á að fá að leik- stýra Höddu Pöddu og varð að- stoðarleikstjóri. Þarna kynntist hann svo konu sinni, Agnete Ege- berg, sem er nýkominn úr leik- skóla og lék yngri systur Höddu Pöddu. Strax á eftir skrifar hann annað leikrit, Konungsglímuna, sem var strax tekin. Greiddar 400 d.kr. eins og venja var í trygg- ingargjald, en síðan ekkert ákveð- ið hvenær leikritið verður tekið til sýningar. Þegar Kamban sá fram á að það gæti dregist, verður hann óþolinmóður. Fær nú þá hugmynd í sinni ofurmannlegu djörfung og áræði að gerast rithöfundur á enska tungu í Ameríku. Segir sem svo: Ef ég fer að skrifa á erlendu máli, því þá ekki að skrifa á máli stórþjóðanna. Heldur með það í huga heim til íslands. Á göngu- ferð okkar sagði hann mér frá því að honum þætti seint ganga að koma verkum sínum á framfæri. Og að úr því hann færi frá íslandi, væri ekki ástæða til að fara að skrifa á öðru smámáli, eins og dönsku. Nú mundi Þýzkaland tapa stríðinu. Fram að því höfðu nor- rænir rithöfundar oft getað lifað af skrifum sínum vegna þess að Þýzkaland tók þeim opnum örm- um, sbr. Björnstjerne Björnson og Ibsen. Markaðurinn á Norðurlönd- um dugði ekki til. Hann sá, að ef tæki fyrir útgáfumarkaðinn í Þýskalandi, mundi það breyta miklu um hvort hægt yrði að lifa á ritstörfum. Kamban fékk því fé hjá Thor Jensen fyrir Ameríku- förinni, fór til Hafnar og síðan til Ameríku, þar sem hann var í tvö ár. Agnete, unnusta hans, kom á eftir honum og þau giftu sig í Am- eríku. — Þetta var ákaflega stórhuga og djarfur maður, Kamban, heldur Kristján áfram. En hann sá fljótt, að hann réði ekki nægilega vel við enska tungu til að geta skipt svona yfir á það mál. Það tæki langan tíma. Með dönskuna gegndi allt öðru máli. Við sem ólumst upp á þeim tíma, höfðum allir lesið dönsku frá 10 ára aldri. Það var ekki hægt að verða menntaður maður á Islandi nema lesa dönsku, því svo lítið kom út á íslenzku, og danskan varð okkur tóm. Það skýrir hvers vegna Gunnar Gunn- arsson, Jónas Guðlaugsson, Guð- mundur Kamban og Jóhann Sig- urjónsson áttu svona auðvelt með að verða rithöfundar í Danmörku. Farareyrir Guðmundar var fljótt upp urinn. Gísli bróðir hans Jónsson, sem þá var vélstjóri hjá Eimskip, hjálpaði honum eitthvað. En það gat ekki gengið til lengdar. — Á hverju lifði hann þá í Am- eríku? — Hann lét þýða Höddu Pöddu á ensku og hún var gefin út með formála eftir Brandes. Hann hélt fyrirlestra um ísland í Geographic Society. Þar kom auðug stúlka til hans, sem langaði til að læra ís- lenzku, og hann tók hana sjálfur í tíma. Hún borgaði það með því að þýða með honum Höddu Pöddu. Svo fór hann að kynna sér fang- elsismálin til að skrifa um þau, eins og við minntumst á áðan. Máttu bara ekki sjást Árið 1917 kemur Kristján Al- bertsson til Kaupmannahafnar til háskólanáms og hittir Kamban, sem er kominn frá Ameríku, og þau hjónin búa hjá tengdaforeldr- um hans í fallegu húsi við Dronn- ing Louise Bro. Til að afla sér tekna byrjar hann á að efna til fyrirlestra í „Politikens foredrag Sal“ fyrst um Oscar Wilde og síð- an um fangelsismál. Hann skrif- aði líka í blöð. Og hann skrifaði nýtt leikrit, Marmara, en varð fyrir vonbrigðum með að það var ekki tekið til sýningar, þótti þungt. Það var ekki leikið fyrr en í Meinz í Þýzkalandi 1933 og fékk þá mjög góða dóma. En skömmu seinna taka nazistarnir völdin, segir Kristján. Leikritið er þá tek- ið af dagskrá, af því að þar eru árásir á fangelsin. Seinna var það sýnt í Reykjavík, en aldrei í Kaup- mannahöfn. — Þú hefur umgengist Kamban í Höfn og fylgst með ferli hans? — Já, ég var í Kaupmannahöfn næstu 4 árirt og hitti hann auðvit- að oft. Hann efnaðist af „Vér morðingjar", sem sýnt var í Dagmar-leikhúsinu. Þetta var ákaflega fín sýning. Dagmar- ieikhúsið var mjög vel metið leikhús og blómatími þess um þessar mundir. Gagnrýnandinn í Politiken lauk greipf"pi um leik- inn á orðunum: ÞetflNköld var til mikils heiðurs fyrir „den hejtstræbende forfatter som for det hojtstræbende teater". Leik- ritið var flutt svo að segja strax á eftir víða um Norðurlönd, m.a. í Oslo og Bergen. Guðmundur Kamban fékk þá í einu 20—30 þús- und krónur danskar, sem var mik- ið fé. Og þá eignaðist hann í fyrsta sinn sitt eigið heimili. Þá strax skrifar hann leikrit undir nafninu „Det arabiske Telte", sem seinna hlaut nafnið „Þess vegna skiljum við“, en það var aðeins sýnt í Kaupmannahöfn. Tekjur af rit- störfum eru alltaf mjög ótryggar, sífellt hætta á að heils árs vinna veiti engar tekjur og Kamban hafði af því áhyggjur. Telur nú ör- uggara að skrifa um sinn skáld- sögur og hann skrifar sögurnar Ragnar Finnsson og svo Hús í svefni. Skáldsögurnar ganga vel, en næstu leikrit ekki að sama skapi. — Á þessum tíma eru þeir báð- ir í Höfn, þessir frægu íslenzku leikritahöfundar, Jóhann Sigur- jónsson og Guðmundur Kamban. Þeim kom víst ekki vel saman, eða hvað? — Nei, það gekk á ýmsu milli þeirra. Ég var eitt sinn með þegar þeir hittust skömmu eftir að Kamban kom frá Ameríku. Við fórum allir á Hótel Himnaríki til að borða saman. Þetta byrjaði með fögnuði, en ekki leið á löngu áður en þeir voru farnir að rífast. Af hverju? Satt best að segja þá var Jóhann svo áreitinn við Kamban, bar brigður á allt sem hann var að segja. Sennilega verið eitthvert vín í honum. Líklega hef- ur verið í þessu afbrýðisemi. Hon- um var ekki um þennan yngri mann, sem líka var duglegur og gekk vel og honum fannst vera á hælunum á sér. Þetta endaði með því að Kamban fór. Þeir héldu hver upp á annan, en máttu bara ekki sjást, eins og kona Jóhanns sagði við mig. — Þetta minnir á aðra rimmu og nær okkur. Lenti Kamban ekki í útistöðum við Leikfélag Reykja- víkur vegna sýningar á leikriti sínu? — Það var í ársbyrjun 1927. Hann kom þá heim. Var peninga- lítill og gerði Leikfélagi Reykja- víkur tilboð um að sýna Sendi- herrann frá Júpiter, Vér morð- ingjar og eitt stykki enn. 30 ára afmæli leikfélagsins er þá að nálg- ast og formaðurinn, Indriði Waage, búinn að undirbúa leik- sýningar af tilefni þessa afmælis. Þannig að þetta rekst dálítið á. Kamban er þá frægur dramatisti og einasti Islendingur sem sett hefur á svið á erlendri grund við góðan orðstýr. Hann var tvisvar sinnum ráðinn leikstjóri í stórum leikbúsum, Konunglega og Folke- teatret, í Kaupmannahöfn. Tvö ár í hvort sinn. Var að auki leikstjóri í tveimur kvikmyndum. í Kaup- mannahöfn setti hann t.d. upp Vér morðingjar og Konungsglímuna. Og þess vegna skiljum við í Folke- teatret. Svo hafði hann verið feng- inn til að setja á svið leikrit eftir Hamsun, sem þótti frábært, og rússneskt stykki, Professor Stor- itsyn eftir Leonid Andreev, við Dagmar-Ieikhúsið, þótt hann væri ekki við það riðinn. í Þýzkalandi setti hann síðar á svið Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björns- KristbjVrg Kjeld sem Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Þjóðleikhúsinu 1960. Regína Þórðardóttir sem Ragnbeið- ur Brynjólfsdóttir í Iðnó 1945. Sunna Borg sem Ragnheiður Brynjólfsdóttir í sjónvarpskvikmyndinni 1971. son. Sjálfur sagðist hann kunna og hafa tvenns konar atvinnu, vera rithöfundur og leikstjóri. Hann var semsagt þarna orðinn at- vinnuleikstjóri. Og því fannst mörgum að Indriði Waage ætti sem ungur maður að víkja fyrir manni með þessa frægð og kunn- áttu sem leiksviðsmaður. Indriði ætti bara að segja: „Þú kemur með þínar þrjár sýningar og ég vík með mínar þrjár, sem geta komið seinna.“ En vitanlega var Indriði líka í sínum rétti til að segja: „Ég er ekkert skyldugur til að víkja fyrir öðrum manni. Ég er búinn aö undirbúa þetta fyrir leikfélagið." Og tilboði Kambans er hafnað. Úr þessu verður þræta og óánægja með hve leikfélagið hafi svarað seint og í það blandast ósmekkleg blaðaskrif í garð Kambans. Það gekk semsagt ekki saman með honum og Leikfélagi Reykjavíkur. En hann setti upp sínar þrjár sýn- ingar fyrir eigin reikning. Sýndi þá í fyrsta sinn Sendiherrann frá Júpiter, og svo Vér morðingjar. Lék sjálfur í báðum. í því síðar- nefnda á móti Soffíu Guðlaugs- dóttur í hlutverki Normu. Það var góð sýning, sem vakti mikla hrifn- ingu. Þau léku mjög vel. En í þess- um 2 leikritum lék Guðmundur Kamban í eina skiptið sjálfur. I Skrifaði kvikmynda- handrit í Þýzkalandi — Þótt við förum ekki lengra út í leikstjóraferil Kambans á sviði og í kvikmyndum hér, af því um það er fjallað í viðtali við þig í leikskrá í Þjóðleikhúsinu, væri fróðlegt að heyra um kvikmynda- handritið, sem hann vann að í Berlín. Enginn hefur vitað um það nema þú? — Já, það var snemma sumars 1939 að Guðmundur Kamban hringdi allt í einu til min, sagðist hafa verið í Berlín í tvo mánuði við að skrifa kvikmyndahandrit Gösta Berling sögu fyrir UFA. Hann er þá þekktur í Þýzkalandi eftir að Skálholtsbækurnar hafa komið þar út hjá Insel-forlaginu, einum þekktasta útgefanda þar i landi, og vakið athygli. Það er nýj- asta fræga norræna skáldritið sem út hefur komið í Þýzkalandi. Og þá fær kvikmyndafélagið UFA þá hugmynd að gera nýja og glæsilega kvikmynd úr Gösta Berling sögu. Fá fyrst þýzkan kvikmyndahöfund, sem þeim líkar ekki. Komast svo að þeirri niður- stöðu að þetta verk eigi norrænt skáld að vinna. Danska kvik- myndafélagið var búið að gera Hús í svefni eftir Kamban, sem var falleg kvikmynd. Þetta vissi UFA. Félagið sneri sér til Kamb- ans um vorið, en verkið þurfti að vinna á tveimur mánuðum. Hann kom til Berlínar og gaf sér ekki tíma til neins annars fyrr en því var lokið. Við fórum þá út að borða saman og hann sagði mér þetta allt. En svo fór hann til Hafnar daginn eftir. Nú var stríð- ið að skella á og ekkert varð af kvikmyndun. — Hann hafði búið í Þýzka- landi áður, var það ekki? Hvað var hann að gera þar þá? — Hann hefur tekjur af bók- inni Skálholti, sem hafði mikinn framgang. En hann getur ekki notað peningana annars staðar. Þá voru tímar gjaldeyrishafta og strangar reglur um yfirfærslu peninga milli landa. Þegar ég t.d. fékk sendikennarastöðuna í Berl- ín, þá ætlaði ég aldrei að fá leyfi fyrir 100 þýzkum mörkum heima í ferðakostnaðinn til Berlínar. Og enn strangara var þetta í Þýzka- landi. Kamban bjó því með fjöl- skyldu sinni í Berlín. Var að viða að sér efni í Vítt sé ég land og fagurt. Hann var mikill eljumaður og bjó sig alltaf mjög vel undir. Var frábitinn öllu fúski. Ég var sem kennari í þeirri aðstöðu að geta fengið eins mikið af bókum í söfnum og ég vildi, sem hann gat ekki. Og ég bar upp til hans um 100 bækur, sem hann þurfti að nota. En þegar hann var búinn með peningana sem hann fékk fyrir Skálholt og Vítt sé ég land og fagurt, flutti hann aftur til Dan- merkur. Myndir af öllum sem , komu í Dagmarshús — Af því sem síðar varð, hafa menn velt fyrir sér hvað hafi verið hæft í áburöinum um að Kamban hafi verið nasisti? — Nei, nei, hann var ekki nas- isti, svarar Kristján að bragði. En það var margt sem leiddi til þessa orðróms. Vinsældir hans sem rit- höfundar í Þýzkalandi og til dæm- is að þýzkir vinir hans buðu hon- um allt í einu í stríðinu að setja á svið „Landafræði og ást“ í Kön- ingsberg. Höfðu sagt við hann, að ef hann vantaði starf gætu þeir þar hjálpað og það þáði hann. Svo hélt hann fyrirlestra í danska út- varpið, sagði m.a. í sambandi við þýzku þegnskylduvinnuna, að hún væri í raun íslenzk hugmynd, sem Hermann Jónasson hefði borið fram. Og hann var vanur að hafa tekjur frá Þýzkalandi, Hollandi og Tékkóslóvakíu fyrir bækur sínar. Þetta varð allt til þess að menn sögðu: Sjáið þið bara, hann er nas- isti! — Þú heldur svo að útslagið hafi verið að hann sótti sjálfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.