Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 55 Á FÖRNUM VEG.| Islenskir námsmenn erlendis Þaö munu vera í kringum 1.800 íslenskir námsmenn sem stunda framhaldsnám erlendis um þessar mundir. Flestir stunda nám á Norðurlöndunum, eöa um 850 manns (þar af 500 í Danmörku), vestan hafs í Bandaríkjun- um og Kanada eru rúmlega 400, 120 í Vestur-Þýskalandi og tæplega 80 í Bretlandi og Frakklandi hvoru um sig. Algengasta námsgreinin er tæknifræöi (193), síðan koma tungumál og bókmenntir (147), verkfræöi (137) og arkitektúr (97). Þaö er algengt aö námsmenn erlendis komi heim um jólin til aö hitta ættingja og vini og rifja upp kynni af íslenskri vetrarveðráttu. Meöal þeirra sem hér eru staddir núna eru Rúnar Matthíasson og Gunnar Haröarson. Rúnar nemur sálarfræöi viö Stokkhólmsháskóla, en Gunnar er viö heimspekinám í París. En hvernig er aö vera íslenskur námsmaöur í erlendri stórborg? Blm. Mbl. greip þá Rúnar og Gunnar ískalda og rakti úr þeim kvarnirnar um þetta atriöi og fleira í sambandi viö þaö nám sem þeir leggja stund á. „Það er líklega hvergi eins auðvelt og í París að gera eitt- hvað allt annað en til stóð. Borg- in er svo auðug af menningu, skemmtunum, mannlífi, að menn geta hæglega gleymt sér og hinu upphaflega erindi sínu og látið fyrirberast í hringiðu lífsins. Að þessu leyti er borgin viss gildra fyrir námsmenn, hún er eiginlega of skemmtileg! Ann- ars eru það aðallega tvenns kon- ar erfiðleikar sem menn reka sig á þegar þeir leggja út í nám í París. Það er í fyrsta lagi tungu- málið, en yfirleitt tekur það a.m.k. eitt ár að komast sæmi- lega inn í það. I öðru lagi eru það svo húsnæðismálin, sem eru verri en í Reykjavík! Það er m.ö.o. talsverðum vandkvæðum bundið að finna sér þak yfir höf- uðið í París." — Hvad ertu búinn að vera lengi í París? „Tæp þrjú ár í allt. Ég fór fyrst utan haustið '78, en þá hafði ég nýlokið BA-prófi frá Háskóla íslands. Veturinn ’78 til ’79 tók ég MA-gráðu frá háskól- anum í Montpellier. Síðan kom ég heim og var hér í eitt ár, en fór til Parísar haustið ’80 og hef verið þar síðan að mestu leyti, í átökum við doktorinn." — Um hvað skrifarðu? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íslenskri hugmynda- sögu, sem er ennþá mjög lítt kannað svið. Þessi áhugi minn varð m.a. til þess að ég lagði fyrir mig miðaldaheimspeki sm aðalgrein, en ég taldi að hún væri nauðsynleg undirstaða áður Heimspekin er viskuleit lega iðka menn heimspeki í leit að einhvers konar visku." — Væri ekki nær að leita visku í nútíma vísindum? — rætt við Gunnar Harðarson heimspekinema í París en hægt væri að takast á við og skilja íslenska hugmyndasögu. Og verkefnið sem ég er að vinna að er í rauninni dæmi um það, en það er samanburður á latnesk- um miðaldatexta og íslenskri þýðingu á þessum texta frá 13. öld. Þessi texti heitir á latínu Soliloquium de arrha animae, en á íslensku hefur hann gengið undir nafninu Viðræða líkams og sálar. Þessi texti er eftir Hugo frá klaustri heilags Vikt- ors í París, en á íslensku er hann m.a. að finna í Hauksbók. Bkki er þó vitað hver þýðandinn er eða hvort textinn hefur verið þýddur hér á landi eða í Noregi. Samanburðurinn sem slíkur miðar að því að athuga hvernig textinn kemst til skila, en það — ásamt því að slíkur texti skuli yfirleitt hafa verið þýddur og varðveittur á íslensku — segir manni óneitanlega eitt og annað um þann hugmyndaheim sem ís- lendingar bjuggu við á þessum tíma. Þetta er í mjög grófum dráttum verkefnið." — Þú hefur líka verið að vinna að því að gera skrá um íslensk heimspekirit, er ekki svo? — „Jú, fram til 1900. Þessi skrá er reyndar tilbúin frá minni hendi og verður væntanlega gef- in út í fjölriti á næstunni. Það er Gunnar Harðarson Félag áhugamanna um heim- speki sem gefur þetta út, en þessi félagsskapur hefur síðan í haust gefið út nokkur fjölrituð hefti um heimspekileg efni eftir íslenska höfunda." — Gunnar, nú ert þú búinn að stunda nám í heimspeki nokkuð langa hríð og ert enn að, hvaða atvinnumöguleika hafa útlærðir heimspekingar? „Menntunin sem slík býður upp á kennslu eða rannsóknir, en hér á landi munu flestir hafa lagt fyrir sig kennslu og oft kennt önnur fög samtímis, t.d. sögu. Binnig er vitað til þess að ýmsir hafi farið út í frétta- mennsku að loknu BA-prófi í heimspeki, hvort sem menntunin hefur reynst þeim haldgóð eða ekki. Hins vegar er atvinnu- markaður heimspekimenntaðra manna hér á landi svo þröngur að hreinar efnahagsástæður liggja yfirleitt ekki að baki því að menn leggi stund á heim- speki.“ — Hvaða hvöt er það sem fær menn til að leggja út í langt heim- spekinám? „Áhugi manna getur sjálfsagt vaknað af ýmiss konar ástæðum, t.d. kom Saga mannsandans eft- ir Ágúst H. Bjarnason mér á bragðið, en þá bók las ég í æsku og hún sat lengi í mér. En senni- „Vísindin leita þekkingar frek- ar en visku. Vísindin ganga að mörgum hlutum gefnum. Þekk- ingarleit vísindanna byggir á þessum forsendum og getur því ekki efast um réttmæti þeirra. Heimspekin hins vegar leitar dýpra. Hún gefur sér yfirleitt engar forsendur, nema e.t.v. eig- in hugsun. Heimspekin leitar að einhvers konar undirstöðuskiln- ingi eða heildarskilningi, en læt- ur sér ekki nægja einhverja þekkingarmola, t.d. þá sem vís- indin bjóða uppá; þess í stað spyr hún: „Hvað er þekking?" o.s.frv." — Stundum er sagt að heim- spekin sé gagnslaus hugarleikfimi, loftkennd fræði sem láta sig engu máli skipta vandamál daglegs lífs og geti aldrei leitt til neinnar niðurstöðu sem máli skiptir. Er eitthvað til í þessu? „Nei, það held ég ekki. En það þyrfti sennilega dálítið langt mál til að rökstyðja hvers vegna þetta er ekki rétt. En kannski er best að svara þessu í stuttu máli með því að vísa til siðfræðinnar: t.d. spurningarinnar um rétta og ranga breytni, hvað það sé að breyta rangt og breyta rétt og hvers vegna. Hugsun um slík efni sýnist mér hljóta að skipta miklu máli fyrir daglegt líf manna og vera hverjum manni bæði holl og gagnleg." Freud vissi hvað hann söng — segir Rúnar Matthíasson, sálfræðinemi í Stokkhólmi „Það er að mörgu leyti gott að læra í Stokkhólmi, a.m.k. hef ég haldið það út í 4 ár! Auðvitað lífir maður ekki hátt frekar en námsmenn annars staðar, en þetta er allt í sómanum." — Hvers konar sálarfræði er það sem þú ert að læra? „Það er klínísk sálarfræði eða meðferðarsálarfræði. Það eru margar vistarverur í húsi sálar- fræðinnar, en einn greinarmun- urinn er á milli sálarfræði sem vísindagreinar og sálarfræði sem meðferðargreinar. Og ég stefni sem sagt markvisst að því að starfa sem klínískur sál- fræðingur." — Hvernig er nám í klínískri sálarfræði byggt upp? „Það er lögð mikil áhersla á praktíkina. Eg hef t.d. starfað lengi inni á spítala undir hand- leiðslu sálfræðings. En hvað fræðilegu hliðina varðar eru okkur kennd fræði Freuds sem grunnur, auk þess sem við lær- um talsvert í þjóðfélagsfræði, afbrotafræði og ýmsar meðferð- argreinar, svo sem „egó-ther- apy“.“ — Egó-therapy? „Já, ég á svolítið erfitt með að þýða þetta — „sjálfs-meðferð" eða „sjálfs-stæling* gefur kannski eitthvað til kynna; en hér er um að ræða almenna með- ferðarsálarfræði þar sem byggt er bæði á kenningum Freuds og nýrri kenningum. Við getum sagt að meðferðin felist í upp- byggingu á sjálfinu, með því að hjálpa mönnum til að skilja sjálfa sig og aðstæður sínar bet- ur, og þar með að vísa veginn til hugsanlegrar lausnar á því vandamáli sem viðkomandi á við að stríða. Við getum tekið dæmi. Hugs- um okkur konu sem hefur lent í krísu í sambandi við barnsburð, fæðingarsýkósu. Þá er reynt að vinna út frá þeirri staðreynd að hún hefur eignast barn og þarf að axla þá ábyrgð. Meginhugs- unin er sú að það sé framtíðin sem skiptir máli en ekki fortíðin; aðalatriðið er að styrkja mann- eskjuna hér og nú, hjálpa henni til að takast á við það sem fram- undan er án þess að lita of mikið Jk A Rúnar Matthfasson til baka. En hins vegar leysir sálfræðingurinn engin vanda- mál, það eina sem hann getur gert er að vísa veginn, veita leið- sögn og hjálpa fólki til að upp- götva í sjálfu sér áður óþekkta krafta." — Berðu traust til Freuds, held- urðu að hann hafi rétt fyrir sér f aðalatriðum? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Og ekki nóg með það, ég held að klínisk sálarfræði væri hvorki fugl né fiskur án kenn- inga hans. Hins vegar hafa menn haldið áfram að byggja á þeirri undirstöðu sem Freud skóp.“ — Hefurðu hug á því að gerast sálkönnuður í anda Freuds? „Við getum sagt að ég hafi mikinn áhuga á því, en hins veg- ar er ekkert hlaupið að því að öðlast slík réttindi. Eitt af skil- yrðunum fyrir því að mega stunda sálkönnun er að hafa gengið í gegnum sálkönnun sjálfur, sem sagt legið á bekkn- um hjá sálkönnuði. Og það tekur sinn tíma auk þess sem það er mjög dýrt. Fullkomin sálgrein- ing tekur ekki minna en 4—5 ár, klukkutíma á dag 5 daga vikunn- ar. Svo menn sjá að þetta er ekk- ert áhlaupaverk." — Hvernig eru atvinnuhorfur manna í þessari grein? „Ekki sérlega bjartar. A.m.k. ekki hvað snertir rekstur sjálf- stæðrar stofu. Enda er slíkt al- veg á eigin ábyrgð og sjúkra- samlagið kemur þar ekkert inn í. En það ætti að vera auðveldara að fá vinnu á spítölunum. Hins vegar væri æskilegast að mínu mati að geta skipt tíma sínum á milli þess að vinna á spítala og sjálfstætt." Rúnar er kvæntur Berglindi Bjarnadóttur, söngkonu, en eins og margir vafalaust muna söng hún með Lítið eitt á sínum tíma. Berglind hefur stundað söngnám af kappi í Stokkhólmi og þess má geta að hún heldur söngtónleika í Norræna húsinu í dag kl. 17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.