Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Um áramót gerist jafnvel létt-
úðugasta fólk íhugult, hyggur að
liðnu ári og því ókomna, hagvísir
spá í hag og óhag. Á þessum
vettvangi fer bezt á að huga að
eldhúshagnum, þótt lítt séum
vér spádómlega vaxnir. Það sak-
ar vart að hugleiða matarvenjur
okkar ... Sumir hafa e.t.v.
áhyggjur af jólaafgöngum, svo
ekki er úr vegi að huga að þeim,
þó ekki sé umfjöllunin ítarleg.
Hjartanlega gleðilegt og
farsælt ár og sjóðist ykk-
ur sem bezt og mest!
Matarvenjur
endurbættar
Það vantar ekki að áróður sé
rekinn fyrir bættum matarvenj-
um. Ekki er þetta þó skipulagður
áróður frá fæðumálaráðuneyti,
eins og kannski gerist sums
staðar, heldur er það svo, að
hollustuboðarar láta hinn vest-
ræna heim lítt í friði. Okkur er
óspart lofað, að við getum borð-
að okkur til betra lífs og nánast
til lífshamingjunnar sjálfrar, ef
við förum að boðum og bönnum
þeirra. Slagorðið, að maðurinn
sé það sem hann borði, heyrist
býsna oft. Alvarlega þenkjandi
vísindamenn heyrast nú æ oftar
nefna, að samband sé milli fæðu
og hinna ýmsu sjúkdóma. Sam-
tímis því sem við þekkjum betur
áhrif einstakra næringarefna
aukist möguleikar á því að láta
sjúklinga borða sér til betri
heilsu. Allt hljómar þetta nokk-
uð vel, kannski vegna þess að
þetta er nýjasta nýtt, en kannski
líka vegna þess að þetta hljómar
nokkuð skynsamlega ...
I stjórnmálaumræðum er nú
gjarnan talað um fjölskyldupóli-
tík, en slíka tík þurfa helzt allir
ábyrgir stjórnmálaflokkar að
hafa innan sinnar girðingar. Á
Norðurlöndunum hefur hún
þrifizt vel í nokkur ár. í fram-
haldi af því hlýtur að vera nauð-
synlegt að taka upp fastmótaða
stefnu í matarpólitík, nú þegar
mikilvægi fæðunnar fyrir lík-
ama og sál skýrist æ betur.
Mömmur okkar á Alþingi, eins
og nóbelsskáldið kallaði einu
sinni við viðeigandi tækifæri þá
sem þar sitja, ættu að finna
þarna verðugt verkefni. Tími til
athafna hlýtur að vera framund-
an, nú þegar þeim verður væjit-
anlega fjölgað, trúlega í anda
orðtaksins „því fleiri því meira
fjör“, (mín þýðing á „The more
the merrier"). Eða eins og
Kristján Albertsson segir rétti-
lega í nýútkominni skáldsögu, að
það er lítið vit að hafa Alþingi ef
þangað veljast ekki menn með
viti.
Með áróðri hollustupostul-
anna hefur það hugsanlega skol-
azt inn í okkur, að æskilegt sé áð
borða sem mest af grænmeti,
fjölbreyttan kornmat og sem
heilastan, þ.e. sem minnst unn-
inn (grófmalað korn, óhvíttuð
hrísgrjón), lítið af fitu og þá
helzt fljótandi fremur en fasta
(olíur fremur en smjör eða
smjörlíki), meira af fiski en
kjöti, innmat og svo magurt kjöt
fremur en feitt. Og svo þarf að
velja mat sem hefur verið farið
sem heilsusamlegast með,
grænmetið og kornið ræktað án
skordýraeiturs og með sem
minnstu af hjálparefnum alls
konar. Olíurnar eiga að vera
kaldpressaðar, þ.e. olían ekki
hituð þegar hún er pressuð, dýr-
unum á ekki að gefa hormóna-
efni og bezt að beita þeim sem
minnst á ræktað land og/ eða
fara gætilega með áburð við
ræktunina. Þetta á almennt við
um mat. Svo heyrum við líka alls
kyns aðrar aðfinnslur: Borðið
ekki djúpsteiktan mat, ekki olíu-
sósur, ekki uppbakaðar sósur,
ekki kökur, ekki sælgæti, ekki of
mikið af eggjum o.fl. o.fl....
eiga sér töluverðar frístundir.
Vissulega er fleira sem glepur
og lokkar nú en þá, en samt sem
áður ... Er þetta stagl um tíma-
leysi ekki aðeins nútíma goðsögn
sem hver hefur eftir öðrum nógu
oft til að allir trúi og taki hana
gilda? Hvernig væri að við hætt-
um að hugsa um að við höfum
ekki tíma, heldur förum að
hugsa um að gefa okkur tíma til
að gera eitt og annað sem kallar
að. Þannig fáum við kannski
frekar tilfinningu fyrir því, að
við ráðum tíma okkar að ein-
hverju leyti sjálf. Þeir sem gera
út á tímaleysið og vilja kenna
okkur að skipuleggja tímann til
ti, nota t.d. /
Eldhúsþankar
og afgangar
En áróður, hversu vel meintur
sem hann er, hefur oft þau áhrif
á okkur að við forherðumst í
löstunum, eða gerumst töff, og
ákveðum að trúa ekki hinum
velmeinandi. Þá er bara að vona,
að við hættum smátt og smátt að
láta glamrið ergja okkur og
snúum okkur að kjarna málsins.
Svo eru líka aðrir sem eru alveg
sannfærðir um að hollur matur
sé vondur og lítið spennandi, af
því að þeir voru látnir borða
hafragraut og taka lýsi á þeim
árum þegar allur mótþrói var
bældur niður með úthugsuðum
röksemdum, eins og þú hættir
þá að vaxa, ætlarðu ekki að
verða stór og sterkur, eða öðru
álíka ómótmælanlegu. Ef svo er,
þá er bezt að reyna að gera sér
grein fyrir þessum óæskilegu
uppeldisáhrifum, nota þessar að-
ferðir ekki við eigin börn og
reyna að gagnsefja sig, t.d. með
því að gera sér grein fyrir að
hollur matur er ekki allur ein-
hvers konar hafragrautur og
lýsi...
Enn ein viðurkennd röksemd
gegn öllum breytingum, hvort
sem þær eru á matarvenjum eða
öðrum venjum, er tímaleysið.
Eða öllu heldur goðsögnin um
tímaleysið, sem er víst ein út-
breiddasta meinvillan um alla
vesturálfuna. Það ræðir varla
svo maður við mann, hvort sem
er undir fjögur eða fleiri augu,
að ekki sé vikið að tímaleysinu
til afsökunar á ýmiss konar van-
rækslu, t.d. vanrækslu við börn,
foreldra eða vini. Einhvern veg-
inn get ég ekki varizt þeirri
hugsun, að forfeðrum okkar
hefði þótt þetta nokkuð skoplegt
fyrirbæri, nú þegar flestir búa
við 8 klst. lögboðinn vinnudag og
meiri afkasta, segja gjarnan
þegar þeir vilja komast skarp-
lega að orði, að tíminn sé sú auð-
lind sem allir eigi jafnan aðgang
að, allir búi við 24 tíma sólar-
hring. Þó segja megi þar á móti
að fleiri geri tilkall til tíma
okkar en við ein, t.d. vinna,
börnin o.fl., þá ráðum við samt
sem áður sjálf þó nokkru um
tíma okkar. Ef við ráðumst á
tímaleysið sem goðsögn og hug-
tak í kollinum á okkur, og hætt-
um að bera virðingu fyrir því
sem viðurkenndri og rígnegldri
meinsemd í nútímaþjóðfélagi, er
kannski von til þess að eitthvað
losni um og við finnum okkur
tíma til að standa skynsamlega
að næringu okkar og fjölskyld-
unnar, auk annarra uppbyggi-
legra verkefna ...
Ef okkur tekst að komast yfir
andúð á áróðri um hollustu, og
komumst að því að tímaleysið er
ekki endilega múrað fast í líf
okkar, hvernig er þá bezt að
endurbæta matarvenjurnar?
Það er tvímælalaust bezt að
bregða á það ráð að stefna að
hægfara breytingum. Mataræði
er okkur flestum svo vanabund-
ið, að við þolum lítt að snar-
breyta til, allra sízt ef við erum
enn í sama umhverfinu. Ef við
birgjum okkur upp af alls kyns
nýjum og framandi hráefnum, er
hætt við að við gefumst alltof
fljótt upp á því að reyna nýjar
uppskriftir og matreiðsluaðferð-
ir, sem okkur finnst svo kannski
alls ekkert góðar. Takið þess í
stað eitt atriði fyrir í einu. Byrj-
ið t.d. á því að bæta grænmeti og
ávöxtum í daglegan mat eða
stefnið öllu heldur að því. Og það
þarf ekki að byrja á sjaldséðustu
tegundunum. Næst er svo hægt
að taka fyrir kornmeti,
hýðishrísgrjón í stað þeirra
hvíttuðu, gróft mjöl í heimabak-
að brauð, gróft aðkeypt brauð
o.s.frv. Baka mat í ofni, fremur
en að steikja hann, fækka mál-
tíðum með brösuðum og steikt-
um mat, hafa fisk oftar á borð-
um og enn fleira sem telja má til
góðs.
Það getur tekið tíma að venj-
ast nýjum mat og hér getur vilj-
inn skilað okkur áleiðis. Okkur
finnst matur sjaldnast góður, ef
við trúum því fastlega fyrirfram
að hann sé vondur, ekki satt...
En farið ykkur hægt, svo þið gef-
ist ekki upp á breytingunum, það
liggur nefnilega ekki lífið á.
Hægt og bítandi skilar ykkur
bezt áfram.
Jólaafgangar
Margir útbúa síld fyrir jólin. í
vel lokuðu íláti, sem er geymt í
kæliskáp, nema rétt þegar verið
er að taka úr því, geymist síldin
í nokkrar vikur. Þegar aðeins
nokkrir bitar eru eftir, er hægt
að drýgja þá með því að búa til
síldarsalat. Það er afbragð að
skera epli í bita og blanda sam-
an við síldina ásamt sýrðum
rjóma. Ef þið náið í sellerírót, þá
eru sellerírótarbitar hreint af-
bragð í bland við eplin og síld-
ina. Það er gott að þynna rjóm-
ann svolítið með súrmjólk, þegar
hann er notaður í salat. í stað
þess að blanda síldinni í, er
hægt að búa til salat úr eplum,
rjóma og sellerírót og hafa með
síldinni. Einnig er hægt að
blanda saman sýrðum rauðróf-
um, eplum, síld og e.t.v. sýrðum
rjóma í salat.
Ef eitthvað er eftir af jóla-
smákökum sem enginn vill leng-
ur líta við, þá er hægt að búa til
lystilega köku úr þeim. Hjá
hugmyndaríkri húsmóður fékk
ég einu sinni frábæra eplaköku,
sem var búin til með því að
Tblanda saman smákökumylsnu
og bræddu smjöri og þetta var
svo sett lagskipt með eplum í
form og bakað. I smákökumylsn-
unni var ríflegt af piparkökum
sem gáfu kökunni frábært
bragð. Það er hægt að nota
mylsnu sem verður eftir í köku-
ílátunum, eða þá að mylja smá-
kökur og nota í köku eins og lýst
er hér eða í einhvers konar aðra
köku. Epli fara einkar vel með
mylsnunni, sama er vafalaust
um t.d. perur, banana og sveskj-
ur. Og svona mylsnuköku þarf
ekki einu sinni að baka, ef þið
notið soðna ávexti, líkt og gert
er í gamaldags eplaköku eða
eplaþúðing, þar sem notuð er
mylsna og soðin, ný eða þurrkuð
epli. Og þykki, góði sýrði rjóm-
inn er fyrirtaks meðlæti. Þetta
getur verið ljúfur endir á
kökunum...
ER
HÖFUÐPRÝÐI
HÚSSINS
Eigum takmarkaö magn af Plegel-þakstálinu á lager á
veröi síöan fyrir gengisfellingu. Plegel — skífumyndaö
þakstál í stórum plötum.
PflRDUS
SMIÐJUVEGI 28,
KÓPAVOGI. SÍMI 79011