Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 50 Hrað riltu að kirkjan geri fyrir þig? Gleðilegt ár, góðu lesend- ur. Þetta er fyrsta síðan okkar á nýbyrjuðu ári og við erum með áramótin í huga, þessi tímamót, sem sífellt verða okkur tilefni hugleið- inga um framtíð og fortíð. Við spyrjun hvert annað og okkur sjálf hvers við væntum af nýbyrjuðu árt, hvað okkur finnst um nýliðið ár. Hvert okkar á sína sögu og sína drauma, megi þeir rætast okkur til góðs. Við ætlum í dag að spyrja nokkra kirkjuvini hvers þeir vænti af kirkju sinni á þessu ári. Við byrjuðum að spyrja konu, sem í áratugi hefur unnið fyrir kirkjuna á ýms- um sviðum og gerir enn. Þeg- ar við spurðum hana hvað hún vildi að kirkjan gerði fyrir sig rak hún upp skelli- hlátur og svaraði: Mér hefur aldrei dottið í hug að kirkjan ætti að gera eitthvað fyrir mig, mér finnst að ég eigi að gera eitthvað fyrir kirkjuna. Rannveig Sigurðardóttir, nemi í MH, svaraði: Bara að hún boði mér kristna trú. Ólöf Tryggvadóttir, nemandi í Skálholti, sagði: Ég leita eft- ir öryggi frá kirkjunni, ör- yggi, sem hjálpar mér til að lifa lífinu. Ragnheiður Arnardóttir, nemi í Skálholti, svaraði: Að hún kenni mér að finna nærvist Guðs og gefi mér styrk. Bjarni Karlsson, aðstoðar- æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunn- ar: Ég er alltaf að reyna að gera eitthvað fyrir kirkjuna. Hvað er kirkjan? Ég er kirkjan. Þar af leiðir að kirkjan getur ekkert gert fyrir mig nema það, sem ég er tilbúinn til að taka á móti. Þetta er eins og í hjónabandi, það, sem annar aðilinn vill að hinn geri fyrir sig, á hann sjálfur að gera fyrir hann. Margrét Steinunn Guðjóns- dóttir, 14 ára nemandi í Vík í Margrét S. Guðjónsdóttir Mýrdal: Ég vænti þess að kirkjan gefi mér öryggi, það öryggi, sem fæst með því að kynnast Jesú. í æskulýðs- starfi kirkjunnar er okkur kennt um Jesúm. Að því leyti er æskulýðsstarf kirkjunnar sérstakt og ég ætlast til þess að það sé sérstakt og kenni mér um Jesúm. Mér finnst stórsniðugt að taka þátt í æskulýðsstarfinu í kirkjunni, fundunum og æskulýðs- mótunum. Það er gaman að vera með öðrum krökkum þar, syngja saman og vinna saman. Það er oft verið að Biblíulestur vikuna 9.—15. jan. Sunnudagur 9. jan.: Lúk. 2:1,1—52, Mánudagur 10. jan.: Matt. 3:13—17. Þriðjudagur 11. jan.: Matt. 11—11. Miðvikudagur 12. jan.: Matt. 1:12—25. Fimmtudagur 13. jan.: Matt. 5:1—12. Föstudagur 14. jan.: Matt. 5:13—20. I^augardagur 15. jan.: Matt. 5:21—26. tala um að guðþjónustur séu leiðinlegar. Mér finnst það ekki og mér finnst engar breytingar þurfi að gera á guðþjónustunum. Ef krökk- um finnst þær leiðinlegar er það af því að þeir skilja þær ekki. Én ef þeir ganga í kirkjuskóla læra þeir að skilja guðþjónustuna og það verður þeim til hjálpar seinna þegar þeir byrja í fermingarundirbúningnum og fara að sækja guðþjónust- urnar reglulega. Barnastarfið ber ávöxt í safnaðarstarfinu Séra Gísli Jónasson er prestur í Vík í Mýrdal. Hann þjónar söfnuðunum í Vík, á Reyni og Skeiðflöt og heldur guðþjónustur í Sólheima- kapellu. í Vík hefur hann líka kirkjuskóla. Guðþjón- ustur eru haldnar þriðja hvern sunnudag í hverri kirkju með stöku hléum, því messur eru strjálli á mestu annatímum í sveitunum svo sem um sauðburð og slátur- tíð. Allir söfnuðurnir hafa eigin kirkjukór og allir organistar stjórna söngnum í sínu prestakalli. Kirkjuskóli er haldinn í Vík á laugardögum og ég fer hálfsmánaðarlega í Ketli- staðaskóla og hef kirkjuskóla þar, segir séra Gísli. Að jafn- aði er önnur hver guðþjón- usta í sveitakirkjunum tveimur fjölskyldu- guðþjónusta. Messuforminu er þá fylgt en söngvarnir léttari og í prédikuninni er talað til barnanna. í vetur hef ég haft unglingastarf í Vík og unglingarnir hafa tekið góðan þátt í því. Mér finnst ég sjá gildi barna- starfsins í kirkjustarfinu í söfnuðunum. Mörg þau, sem standa fremst í safnaðar- starfinu, gengu á sinni tíð í sunnudagaskóla og áhrifin koma nú kirkjunni að haldi síðar á ævi þeirra. 1. sunnud. eftir þrettánda Mark. 10:13—16 Ekkert skilyrdi Guðspjall dagsins er meðal þeirra ritningarstaða sem lesnir eru við skírnarathafnir Þjóðkirkjunnar. Stundum er barnaskírn gagnrýnd og þá talað um, að nýfæddir óvitar hafi engar forsendur til þess að láta skírast — engan nauðsynlegan þroska eða vilja- ákvörðun, hvað þá að þeir hafi syndgað og þurfi á náð Guðs að halda. En það er einmitt eðli skírnarinnar — Hún er ekki yfirlýsing um vilja okkar til að hlýðnast vilja Guðs eða játning afbrota, heldur óverðskulduð gjöf hans, sem hefur skapað og endurleyst okkur. Eða hvenær verðum við nógu þroskuð til þess að skilja leyndardóm elsku Guðs; nógu hrein til þess að verðskulda sáttargerð hans? Aldrei! Eflaust hafa lærisveinarnir viljað forða Meistaran- um frá tímasóun og átroðningi, með því að stugga þeim í burtu, en komu með börnin, hættir okkur ekki til að hugsa í sama dúr? Teljum við sumt ekki of ómerkilegt til þess að tala um það við Jesúm í bæn? Finnst okkur stundum ekki svo lítið til um sjálf okkur, að við vogum okkur ekki að „ónáða" Drottin? Og eigum við ekki til að úrskurða suma menn allsend- is ómóttækilega fyrir náð Guðs? En Jesús hugsar ekki þannig — hann spyr hvorki um ytri guðrækni né afrek á sviði góðverka. Fyrir honum eru allir jafnir — allir dýrmæt sköpun Guðs og í þörf fyrir fyrirgefningu synda. Enginn ávinnur sér velþóknun Guðs, heldur tökum við á móti henni án endurgjalds af okkar hálfu. Þessvegna gátu börnin meðtekið blessun Jesú. Þessvegna getum við skírt börn til kristinnar trúar. Og þessvegna er okkur ómögulegt að tilheyra Guðs ríki nema við hættum að setja sjálfum okkur og öðr- um skilyrði fyrir elsku Guðs. Guðs ríki byggist á einfaldleika, til þess að enginn þurfi að vera án þess vegna skorts á gáfum, skilningi eða hæfileikum. Mætti okkur auðnast að lifa í anda þessarar frá- sögu Jesú og hafa hana hugfasta í daglegum vitnis- burði um trú okkar. Tilraun til framsetningar á trúar- játningunni á táknrænan hátt Þær myndir sem hér birtast eni tilraun til þess að setja postul- legu trúarjátninguna fram á táknrænan hátt. Með hverri mynd er stuttur skýringartexti. Það er von okkar, að framsetning sem þessi á trúarjátningunni, hornsteini kristninnar, verði ykkur lesendum hvatning til þess að íhuga hvað það er sem kristin kirkja byggir trú sína á og hvaða þýðingu það hefur fyrir hvert og eitt okkar. Hér kemur þá fyrsta grein trúarjátningarinnar. Ég trúi á Guð, föður almáttugan skapara himins og jarðar Uppréttar, opnar °g þiggjandi hend- ur trúarinnar. „Ég lyfti höndum í trú“. Hið alsjáandi auga Guðs í jafnarma þríhyrningi (tákni fyrir hinn þríeina Guð). „Því að augu Drottins hvarfla um alla jörðina" (2. Kron. 16:9). Hin skapandi og blessandi hönd Guðs, elsta guðs- táknið. Hringurinn er tákn eilífðarinn- ar, en krossinn þar í ímynd þriggja persóna guðdóms- ins. (Post. 11:21). Hnötturinn; eldur, vatn, himinn og jörð. Bon Bon Bankastræti 11, sími 23581.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.