Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 41 í fangelsum í 37 ríkjum Banda- ríkjanna bíða 1500 menn þess að verða teknir af lífi og þeim fjölgar um þrjá í hverri viku — GÁLGAMATUR “ GÁLGAMATUR Fara böðlarnir senn að bretta upp ermarnar? Ekki er ólíklegt, aö dauði Charlie Brooks í rikisfangelsinu í Texas í síöasta mánuði eigi eftir að marka nokkur tímamót í Bandaríkjunum og verða upphafið að nýrri öldu opinberra aftakna. Charlie Brooks, sem var tekinn af lífi með banvænni sprautu, vildi ekki deyja og var að því leyti ólíkur fjórum af þeim fímm mönnum, sem teknir hafa verið af lífí siðan aftur var farið að beita dauðarefsingum í Bandaríkjun- um fyrir fímm árum. Oft hefur lögfræðingunum tekist að halda lífí í dauða- dæmdum mönnum í allt að tíu ár en það varð Ijóst með dauða Brooks, að þeim tilraunum eru takmörk sett, og hann sýndi einnig, að bandarískir dómstólar vilja ekki lengur láta við það eitt sitja að kveða upp dauðadóma, nú skal þeim fullnægt líka. I Fangelsum í 37 ríkjum Banda- ríkjanna bíða 1500 menn þess að verða teknir af lífi og þeim fjölgar um þrjá í hverri viku. Þeir, sem hlýnntir eru dauðarefsingum, benda líka á, að ef þessi tala eigi ekki að vaxa upp úr öllu valdi verði að fara að gera eitthvað í málinu, þ.e.a.s. framkvæma dauðadómana, og enginn vafi er á að bandarískur almenningur er sömu skoðunar. Fyrir 15 árum var innan við helmingur þjóðarinnar með dauðarefsingum en nú fjórir af hverjum fimm. Þeirri breytingu veldur aukning glæpa í landinu. Eftir að Brooks hafði verið líf- látinn gerðu fréttaskýrendur mik- ið úr örlögum mannsins, sem hann myrti, en fóru fáum orðum um það, sem sumir kalla „ómannúð- lega“ aftöku hans sjálfs. Brooks og félagi hans fóru á sínum tíma á bílasölu og báðu um að fá að reynslukeyra einn bílinn. Það var sjálfsagt en bílasalinn sagði, að einn starfsmanna hans yrði að fara með og gerði það þeim félög- um dálítið erfitt fyrir því að þeir ætluðu að stela bílnum. Þeir létu það samt gott heita, óku að móteli nokkru, bundu manninn á höndum og fótum og skutu hann síðan í höfuðið. Við réttarhöldin, sem fram fóru hver í sínu lagi, var fé- lagi Brooks dæmdur í 40 ára fang- elsi og getur gert sér vonir um náðun eftir sex ár. Þetta mál snertir flestar hliðar umræðunnar um dauðarefsingu í Bandaríkjunum. Þar í landi eru 400 manns myrtir í viku hverri en aðeins kveðnir upp dauðadómar yfir þremur, þannig að það er ljóst, að kerfið er mjög vandfýsið í vali sínu. Þeir, sem berjast gegn dauðarefsingum, halda því líka fram, að þessi duttlungasemi brjóti í bága við stjórnarskrána, sem á að tryggja að menn verði ™ LISTAVERK Hitler hengdur í Vestur-Berlín Sumarið 1941 fékk þýski málarinn Klaus Kichter fyrir hreina tilviljun (a kifæri til að draga upp mynd af Hitler í einu af hans frægu bræðiköstum. Mál- verkið, sem Kichter gerði seinna eftir skissunni, var í síðasta mánuði hengt upp í Listasafninu i Berlín, en að sögn sagn- fræðinga er þar um að ræða eina oliumál- verkið af Hitler, sem sýnir hann eins og hann var í raun og veru — „með vörtum og öllu saman“. Richter fékk fyrrnefnt tækifæri þeg- ar hann hafði verið beðinn að mála mynd af Herman Göring og hann var einmitt að vinna að því verki þegar Hitler kom inn í jámbrautarvagninn þar sem þeir Göring sátu. Foringinn var í ægilegu skapi og andlitið var af- myndað af reiði vegna einhverra vandamála í sambandi við gyðingana. „Ég fletti upp-á auðri síðu í teikni- blokkinni og teiknaði eins og ég ætti lífið að leysa,“ sagði listamaðurinn seinna. Hitler sat aldrei fyrir hjá málara, hann var svo óánægður með útlit sitt, einkum vangasvipinn. Myndirnar af honum, sem voru í hverjum krók og kima um allt Þýskaland, voru bara upphafnar eftirmyndir af ljósmyndum, sem „hirðljósmyndarinn" Hoffmann hafði tekið, og myndin hans Richters — Bandaríkjamaðurinn Edward Nelson frá Maudsley Institute í Kaliforníu lagði fram einna drýgstan skerf til þessa sam- starfsverkefnis'. Hann segir, að umfjöllun fjölmiðla um ofbeldi og svolítið kynlíf í bland, geti verið mun hættulegri en mjög djarfar ástarsenur, þar sem atlot eru gerð af gagnkvæmri alúð og kærleika. Annar sálfræðingur, sem að verkefninu vann, er Maurice Yaffe við Guy’s-sjúkrahúsið í Jórvík. Hann telur, að þessar nýju niður- stöður muni vekja talsverða at- hygli og áhyggjurv Nelson hefur útlistað nýjar til- raunir á sviði sálarfræði, sem Yaffe á einnig hlut að. í þessum niðurstöðum kemur eftirfarandi fram meðal annars: Uggvænlegur fjöldi karla, sem virðast fullkomlega eðlilegir bera í brjósti villimannlegar kenndir. Um það bil helmingur háskóla- stúdenta, sem spurðir voru, viður- kenndu, að þeir myndu nauðga konum, ef þeir væru vissir um, að ekki myndi komast upp um þá. Hjá eðlilegum karlmönnum eru slíkar hvatir oftast ómeðvitaðar og niðurbældar. Það þarf þó lítið til þess að ryðja slíkum hömlum úr vegi. Kvikmyndir þar sem sam- an fara ofbeldi og kynlif geta ein- mitt rutt úr vegi hömlum gegn árásarhneigð og beint eðlilegum karlmönnum inn á óeðlilegar brautir. — LYNN OWEN Brooks: ruddi hami brautina fýrir 1500 fórnarlömb? ekki fyrir „grimmúðlegri og óvenjulegri" refsingu. Hvernig er það hægt, spyrja þeir, að sprauta banvænum efnum í Charlie Brooks á sama tíma og 397 menn komast upp með morð í hverri viku? Dauði Charlie Brooks vekur upp aðra grundvallarspurningu, sem er hve langt læknar eiga að ganga í að aðstoða við líflát en ekki að bjarga lífi eins og læknaeiðurinn segir. Það var raunar sjúkraliði í fangelsinu, sem sprautaði Brooks, en fangelsislæknirinn gekk fyrst úr skugga um, að hann væri hæfur til að deyja þessum dauðdaga. „Hann hafði mikið af góðum æðum — ég athugaði það,“ sagði læknirinn. (Þær urðu að vera nógu stórar til að breið nálin kæmist inn í þær). Efnin, sem sprautað var í Brooks, voru sótt í lyfja- birgðir fangelsisins, og sjúkralið- arnir, sem sáu um aftökuna, unnu að nokkru undir stjórn læknisins. Það munaði því ansi litlu á fjar- veru hans og fullri þátttöku. - ROBERT CHESSHYRE Milverk Richters af einvaldinum. hefði sem hægast getað komið honum í gálgann. Klaus Richter, sem var andvígur nas- ismanum og var rekinn frá sem for- maður fyrir listamannasambandinu, gerði sér grein fyrir, að hann var með sögulegan dýrgrip í höndunum þar sem myndin var og gætti hennar því vel og lét engan sjá hana fyrstu árin. Það sama má raunar segja um myndina af Göring, sem sýnir hann í mjög óvægnu ljósi, enda líkaði flugmarskálknum ekki myndin og sendi hana aftur til listamannsins. Myndin af Hitler er mjög ólík öðrum verkum Richters. Hún er í einhvers konar afskræmdum fuglahræðustíl, sem þó er ekkert hlægilegt við. Hitler er eins og vitfirringur og augum svört kúlnagöt, sem endurspegla auðn og tóm. Hann er fölur sem nár að undan- skilinni Ijósrauðri neðri vörinni, sem afmyndast hefur í bræðikastinu og hatrinu á gyðingum. Eftir dauða Richters árið 1948 var myndin af Hitler í eigu fjölskyldu hans, ekkju hans og síðar systra hennar. Nú, 37 árum eftir dauða listamannsins, hef- ur myndin loks fengið þá viðurkenn- ingu, sem henni ber og verið sem fyrr segir hengd upp í Listasafninu í Berlín. — NIGEL LEWIS ™ BAKKUS Allt á floti alls staðar... Ekkert lát er á þeim usla, sem Bakkus kóngur gerir og nær nú vald hans um gervalla heimsbyggðina. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin sendi nýlega heilbrigðisráðherrum aðildarríkjanna niðurstöður rannsókna, þar sem fram koma ýmsar uggvænlegar staðreyndir þar að lútandi. En Bakkus konungur leikur tveim skjöldum og er því býsna erfíður viðfangs. Að sönnu veldur hann áhangendum sínum heilsutjóni og öðrum búsifjum, en hann skapar líka atvinnu og gróða og ríkisstjórnir hafa kærkomnar skatta- og tollatekjur fyrir hans tilstilli. í skýrslu þeirri, sem hér um ræðir, er þess farið á leit við ríkis- stjórnir „að þær takmarki aðgang fólks að áfengi til að vinna að bættu heilsufari og hagsæld". Á síðustu tveim áratugum jókst framleiðsla á áfengum bjór um 124%, framleiðsla á léttum vínum um 20% á sama tímabili, en á ára- En áfengissýki þjakar einnig þá sem bezt mega sín í samfélögum nútímans, svo sem framkvæmda- stjóra, lækna og aðra þá sem drekka vegna „streitunnar yfir því að bera þungar byrðar í síbreyti- legu umhverfi". Skýrslan gerir einnig grein fyrir ört vaxandi ofdrykkju hjá hús- Raunsæir — en vilja áfengisauglýsingar samt feigar. bilinu 1960—1972 jókst fram- leiðsla á sterkum drykkjum um 60%. Mest hefur aukningin orðið í þeim ríkjum sem verst eru sett fjárhagslega. Framleiðsla á öllum tegundum áfengis hefur aukizt um hvorki meira né minna en 500% í Asíu á síðustu 20 árum. Aukning- in hefur orðið um 400% í Afríku og um 200% í Rómönsku Ameríku, þar sem áfengi er framleitt og drukkið í hinum afskekktustu mannabyggðum. Áfengisneyzla setur mark sitt á fjölskyldulíf og eykur þörf fyrir heimilisaðstoð og almenna læknis- þjónustu. Af fjölskylduvandamál- um má m.a. nefna fátækt og hjónabandserfiðleika, og ennfrem- ur veldur áfengisneyzla fjöl- skyldufeðra því oft, að þeir mis- þyrma eiginkonum sínum og börn- um. Áfengisneyzla getur aukið á öryggisleysi í atvinnumálum og veikt fjárhagsgrundvöll fjölskyld- unnar, segir í skýrslunni. „Rúm- lega 5% vinnandi manna í einu hinna stóru iðnríkja eru haldin áfengissýki og veldur það minnk- andi framleiðni í iðnaði sem svar- ar 25%.“ mæðrum, sem eru einar heima all- an liðlangan daginn en hafa greið- an aðgang að áfengi í matvöru- verzlunum og víðar. Tíðni lifrarbólgu er oft höfð sem mælikvarði á ofneyzlu áfengis. Þessi sjúkdómur er á meðal fimm algengustu dánarorsaka hjá karl- mönnum á aldrinum 25—64 ára í nálega öllum löndum, þar sem viðhlítandi upplýsingar liggja fyrir. Höfundar skýrslunnar eru raunsæir og líta ekki framhjá þeirri staðreynd, að „frá efna- hagslegu sjónarmiði er áfengi mjög mikilvægur þáttur" og „ógerningur er að útrýma áfeng- isbölinu í eitt skipti fyrir öll“. Það sé raunhæfara að setja sér það mark að draga úr vandanum með ýmsum aðgerðum og í skýrsl- unni er sérstaklega mælt með að þjóðir heims dragi úr framleiðslu á áfengi, hafi eftirlit með inn- flutningi á því og fækki áfengis- útsölum. Þá er lagt til að áfengis- auglýsingar verði með öllu bann- aðar. - THOMAS LAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.