Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1983 59 ■LLI Sími 78900 Frumsýnir stórmyndina Jólamynd 1982 Sá sigrar sem þorir (Who dares wins) i// Þeir eru sérvaldir, allir sjálf- boðaliðar, svífast einskis, og eru sérþjálfaðir. Þetta er um- sögn um hina frægu SAS (Special Air Service) þyrlu- björgunarsveit. Liðsstyrkur þeirra var það eina sem hægt var að treysta á. Aðalhlv.: Lewis Collins, Judy Davis, Richard Widmark, Robert Webber. Sýnd kl. 5, 9 og 11.25 Bönnuð innan 14 éra. Hækkað verð. Litli lávaröurinn Frábær fjölskyldumynd. Sýnd kl. 3. Jólamynd 1982 Konungur grínsins (King of Comedy) J Einir af mestu listamönnum kvikmynda i dag, þolr Robert De Niro og Martin Scorsese I standa á bak við þessa mynd. Framleiöandinn Arnon Milch- an segir: Myndin er bæöi fynd- in, dramatísk og spennandi. | Aðalhlutverk: Robert De Niro, I Jerry Lewis, Sandra Bern- | hard. Lelkstj.: Martin Scors- ese Hækkað verð. Sýnd kl. 3, 7.05, 9.10 og 11.15. Jólamynd 1982 Litli lávaröurinn (Little Lord Fauntleroy) RICRY SCIltOítS.'UECrtUllllltSS mtié) uritleiö -i.- /S Stóri meistarlnn (Alec Guinn- ess) hittlr litla meistarann (Ricky Schroder). Þetta er hreint frábær jólamynd fyrir alla fjölskylduna. Aöalhlv.: Alec Guinness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leikstj: Jack Gold. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Snákurinn Frábær spennumynd í Dolby Stereo. Sýnd kl. 11. SALUR4 Jólamynd 1982 Bílaþjófurinn ROH HOWARV l'ÍTVU StuEBmK Bráöskemmtileg og fjörug mynd meö hinum vinsæla leik- [ ara úr American Graffiti, Ron | J Howard, ásamt Nancy Morg- j an. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Being There Sýnd kl. 5 og 9. (11. sýningarmánuður) Allar með ítl. texta. | Bridge Arnór Ragnarsson Bridgehátíð 1983. Dagana 28.—31. þessa mánaðar verður efnt til Bridgehátíðar á Hótel Loftleiðum. Að hátíðinni standa Bridgesamband íslands, Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleiðir. Hátíðin hefst kl. 19.30 föstudaginn 28. janúar með stór- móti í tvímenningi. I því móti spila 44 pör. Mótið heldur áfram á laugardag og er áformað að því ljúki fyrir kvöldið. Stórmót Flugleiða, sem er sveitakeppni, hefst kl. 13 á sunnudag með undankeppni, sem spiluð verður um daginn og kvöldið. Fjórar sveitir úr undan- keppninni komast í úrslita- keppnina, sem spiluð verður á mánudaginn. Hátíðinni lýkur á mánudagskvöld með verðlauna- afhendingu. Spilurum frá N-Ameríku og Danmörku hefur verið boðið á hátíðina og eru þessir spilarar væntanlegir: Frá N-Ameríku Al- an Sontag, Kyle Larsson, Georg Mittelman og Molson og frá Danmörku Steen Möller, Blaks- et, Werdelin og Auken. Auk þess er væntanlegt a.m.k. eitt par til viðbótar frá Danmörku og eitt par frá Færeyjum. Þátttöku í mótin þarf að til- kynna í síðasta lagi sunnudaginn 16. janúar. Tilkynna skal þátt- töku á skrifstofu Bridgesam- bands íslands s. 18350 eða til formanns Bridgefélags Reykja- víkur s. 72876. Einnig er hægt að skrá þátttöku á Reykjavíkur- mótinu í sveitakeppni. Sæki fleiri pör um þátttöku í tvímenningnum en þar komast að, ver-ður valið í mótið af fram- kvæmdaraðilum þess. Þátttaka í undankeppnina á Stórmóti Flug- leiða er hinsvegar ótakmörkuð. Þátttökugjald í tvímenning er kr. 600 á mann. í því er innifalin ein máltíð. I sveitakeppnina er gjaldið kr. 1600 á sveit. Þar er innifalin ein máltíð fyrir fjóra. Verðlaun á mótunum eru sam- tals $8000. Bridgedeild Skagfirðinga . Starfsemi nýs árs hefst þriðjudaginn 11. janúar og verð- ur spilaður eins kvölds tvímenn- ingur. En 18. janúar byrjar aðal- sveitakeppni deildarinnar, spil- aðir verða 16 spila leikir. Keppnisstjóri er Kristján Blöndal, og tekur hann við skráningu í keppnina í síma 40605. Hjónaklúbburinn Sveit Erlu Sigurjónsdóttur sigraði með yfirburðum í hrað- sveitakeppninni sem nýlega er lokið. Auk Erlu eru í sveitinni: Kristmundur Þorsteinsson, Est- er Jakobsdóttir og Guðmundur Pétursson. Sveitin hlaut 1971 stig en röð næstu sveita varð þessi: Dóra Friðleifsdóttir 1883 Dröfn Guðmundsdóttir 1870 Valgerður Kristjánsdóttir 1848 Dúa Ólafsdóttir 1809 Erla Eyjólfsdóttir “ 1806 Meðalskor 1728. Spilamennskan á nýja árinu hefst 11. janúar í Hreyfilshús- inu. Hefst þá fimm kvölda baro- meter og er þegar fullskipað í keppnina. Nú geta allir eignast pels Verö og greiöslukjör viö allra hæfi Síöur kiðlingapels Litur: Brúnn Stærðir: 46—48, yfirstærðir Verð: 12.900.00 Hálfsíður kiölingapels Litur: Brúnn Stærðir: 36—42 Verð: 9.900.00 Hálfsíður kiðlingapels Litur: Grásprengdur Stærðir: 36—42 Verð: 9.900.00 Hálfsíöur kanínupels Litur: Dökkbrúnn Stærðir: 36—44 Verð: 7.900.00 Loðskinnshúfur og treflar í míklu úrvali: Rauðrefsskinn, blárefsskinn, minkaskinn og fleira. Hálfsíður Nutria-pels Litur: Brúnn Stærðir: 40—48 Verð: 12.900.00 Greiðsluskilmálar: Útborgun 1/ 4 Eftirstöövar á 4—6 mánuðum Sendum í póstkröfu iKirkjuhvoli-sími 20160 PELSINN 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.