Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.01.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1983 61 „Það laumast að mér sá grunur að Annemarie hafi ekki séð leikritið, aðeins lesið um það ritdóma og fréttatilkynningar. Sé sá grunur réttur býð ég henni hér með sérstaklega á sýningu, því að leikritið er stundum ekki síður fyndið en sorglegt; áhorfendur reka annað slagið upp hrossahlátur." með mönnum um gervalla heims- byggðinga! (Eða til hvers eru ís- lendingar t.d. að halda upp á af- mæli Jesú Krists?). Þess vegna hljótum við einnig að ræða og taka afstöðu til þeirra atburða sem erú að gerast í heiminum og þar af leiðandi nasistatímabilsins í Þýskalandi og stríðsáranna al- mennt. Þótt litlar líkur séu á því að við íslendingar setjum upp útrým- ingarbúðir, þá eru fangelsismál okkar ekki til fyrirmyndar. Það er óhætt að taka dýrðarkórónuna af þessari eyju okkar hér í Atlants- hafi. Skyldi bréfritari ef til vill halda að fangelsi hér á Fróni séu eins og fyrsta klassa hótel? Leikritið „Bent“ gæti gerst í hvaða fangelsi sem er og auk þess fjallar það ekki eingöngu um líf fanga. Það laumast að mér sá grunur að Annemarie hafi ekki séð leikritið, aðeins lesið um það ritdóma og fréttatilkynningar. Sé sá grunur réttur býð ég henni hér með sérstaklega á sýninguna, því að leikritið er stundum ekki síður fyndið en sorglegt, áhorfendur reka annað slagið upp hrossahlát- ur. „Bent“ eftir Martin Sherman á svo sannarlega erindi til íslend- inga sem og annarra þjóða enda tala vinsældir þess sínu máli. Leikritið hefur farið sigurför um Evrópu og Bandaríkin og hér í borg er það vel sótt og fær mjög góða dóma hjá gagnrýnendum og þorra manna. Leikritið er tekið upp aftur núna í janúar vegna fjölda áskorana. Meira að segja Olafi Jónssyni leiklistargagnrýn- anda fannst leikritið gott og þá er nú mikið sagt. Annemarie! Hafir þú ekki séð sýninguna þá verða aukasýningar, þriðjudaginn 11. janúar og föstu- daginn 14. janúar kl. 21.00 í Tjarn- arbíói. Ég verð við dyrnar, þú þarft aðeins að segja til nafns. Virðingarfyllst.“ Þessir hringdu . . . Ekki hægt að svara nafnlaus- um bréfum Margrét Jónsdóttir í fréttastofu Útvarpsins hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Við sátum þessi þrjú, sem er- um með erlendu fréttirnar núna, og lásum langt bréf eftir „hlustanda" í Velvakanda í dag (föstudag), nafn- laust eins og flest sem þar birtist i þessum dúr, merkt „hlustandi" eða „húsmóðir" eða eitthvað svoleiðis, af því að manneskjan þorir ekki að láta nafns síns getið. Þar sem bréf- ritari nefnir aðallega Afganistan, langar mig til að benda á, að Friðrik Páll Jónsson var með mjög grein- argóðan pistil í fyrrakvöld um ástand mála þar. Það er nú ekki lengra síðan. Og 23. desember, á Þorláksmessu, var Hildur Bjarna- dóttir með pistil um Afganistan. Banatilræðinu við páfa gerði Einar Örn Stefánsson ákaflega góð skil 14. desember. Og þetta er fyrir utan all- ar fréttir; það tæki langan tíma að tína það allt saman. Okkur þykir þetta því ákaflega ósanngjarnt, sér- staklega það að birta svona bréf nafnlaust. Það er eiginlega ekki hægt að svara nafnlausum bréfum. Morgunblaðið telur sig virðulegt blað. Ekki birta blöð í útlöndum, eins og London Times og Guardian og önnur slík nafnlaus lesendabréf. Og ef fólk hefur svona ákveðnar skoðanir: Af hverju þorir það þá ekki að setja nafnið sitt undir? HEIÐRUÐU ÓPERUQESTIR OKKur er það einstöK ánægja að geta boðið yKKurað lengja ferðyKKar í íslensKuÓperuna. Er forsvaranlegt að sum- ir séu rétthærri en aðrir? Sandra Björk Runólfsdóttir skrifar: „Háttvirti Velvakandi. Eg er 16 ára menntaskóla- nemi og hef rekið mig illilega á, að í þessu þjóðfélagi er ekki jafnmikið jafnrétti og margir haida. Ég tel mig vera ósköp venjulegan ungling, að vísu hef ég broddaklippingu, geng með hundaól um hálsinn og hef ekki sama fatasmekk og amma mín. Þá er komið að kjarna máls- ins. Fimmtudaginn 30. desem- ber ’82, brá ég mér í bæinn og ákvað að taka strætó heim frá Hlemmi. Er ég var komin þang- að blöstu við mér einkennis- klæddir lögregluþjónar og hóp- ur fólks. Ég gekk að einu opnu dyrunum og fór þar fram flokk- un á þeim sem ætluðu að fara inn. Inngöngu fengu roskið fólk, tískudrósir, börn og foreldrar. sumir séu rétthærri en aðrir? Erum við hinir, sem teljumst ekki til fólks, annars flokks borgarar? Undrar nokkurn hvað lögreglan sem á að bera hag allra fyrir brjósti nýtur lítilla vinsælda meðal margra ungl- inga? Fyrst ér er að þessum skrifum á annað borð vil ég geta þess að í haust var mér, þremur vinkon- um mínum, Japana og rosknum manni vísað út úr Hressingar- skálanum. Ástæða: fatasmekkur sem féll einum starfsmanni ekki í geð, broddar, litað hár og ská- sett augu. Tekið skal fram að við vorum ekki undir áhrifum neinna vímugjafa né með nokk- ur læti. Fyrirtaks auglýsing fyrir þjóðina! Ég vona að ég eigi hvorki eftir að upplifa svona aftur, né heyra um að aðrir geri það. Virðingarfyllst." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Stúlkan er orðin sextán. Rétt væri: ... orðin sextán ára. S\GGA V/QGA g 'frlVEftAM T.d. með því að njóta kvöldverðar fyrir óperusýningu, í notalegum húsakynnum okkar hér við hliðina, eða efþið eruð tíma- bundin, að njóta hluta hans fyrir sýningu og ábœtis eða þeirrar hressingar sem þið óskið að sýningu lokinni. reim sem ekki hafa pantað borð með fyrirvara, bjóðum við að velja úr úrvali ýmissa smárétta, eftir sýningu, á meðan húsrúm leyfir. /\ðeins frumsýningarkvöldin fram- reiðum við fullan kvöldverð eftir sýningu. Við opnum klukkan 18 öll kvöld, fyrirþá sem Itafa pantað borð. (Annars kl. 19). M eð ósk um að þið eigið áncegju- lega kvöldstund. ARNARHÓLL Á horni Hverfisgötu og Ingólfsstmtis. Borðapantanir í sima 18833. Við hin urðum að standa úti í rigningunni og kuldanum. Þegar ég leit yfir hópinn úti fyrir sá ég að þetta voru eingöngu svokall- aðir „pönkarar og hippar" og fólk með sérkénnilegan fata- smekk á aldrinum 14—17 ára. Erfiðlega gekk að fá skýringu á þessu. Lögreglumaður sagði að það væri lokað öllum nema „fólki" um leið og hann hleypti hinum útvöldu inn í hlýjuna. Ég spyr: Er forsvaranlegt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.