Morgunblaðið - 11.01.1983, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
Eskifjörður:
Bryggjum með áföstu
sjóhúsi fækkar
Kskifirdi, 4. janúar.
ÞAÐ tíðkaðist hér áður fyrr á Eski-
firði, að hver útgerð átti sína eigin
bryggju með áfostu sjóhúsi. Þar sem
mikil útgerð var og margir bátar,
voru að sjálfsogðu margar bryggjur,
og hér á Eskifirði var bryggja við
bryggju meðfram öllum firðinum á
árum áður. En með timanum og
Granaskjól
Fokhelt 214 tm eínbýli, hæð +
rishæð. Innb. bílskúr. Teikn. á
skrifstofu. Möguleg skipti á
sérhæð. Verð 1600 þús.
Hólahverfi — raðhús
Höfum 2, ca. 165 fm raðhús,
sem afh. tilb. að utan en fok-
held að innan. Teikn. og uppl. á
skrifstofunni.
Álfaskeið — sérhæð
114 fm 4ra herb. efri sérhæð í
tvíbýli. Sér inng. S.-svalir. Bíl-
skúrsréttur. Verð 1250 þús.
Framnesvegur
137 fm sérhæð 4ra—5 herb.
Mikiö útsýni. Verð 1350 þús.
Álfaskeið
Góð 4ra herb. endaib. á 4. hæð.
Góöur bílskúr.
Háaleitisbraut
Rúmg. 4—5 herb. ib. á 4. hæö.
Bílskúrsréttur. Verð 1350 þús.
Flúðasel
3ja herb. íb. á jarðhæð í tvíbýli.
Verð 880 þús.
Ásvallagata
2ja herb. ósam.þ. kjallaríb.
Verð 470 þús.
LAUFÁS
SÍÐUMÚLA 17
Magnús Axelsson
breyttum útgerðarháttum hefur
þetta lagst af. Bryggjunum hefur
fækkað um leið og skipunum, sem
jafnframt hafa stækkað. Hafnar-
garðar og dokkir hafa því komið i
staðinn fyrir bryggjurnar.
Samt eru nokkrar bryggjur eftir
og minna á gamla tíð. Myndin
sýnir eina þeirra — sem er
bryggja Sæþórs SU 175 og er í
eigu bræðranna Stefáns og Ingv-
ars Guðmundssona. Þeir hafa
stundað útgerð á smábátum um
árabil.
Ævar
Vaganyan
sigraðií
Hastings
Ha.stint»s, 10. janúar. Al'.
SOVÉZKI stórmeistarinn Rafael
Vaganyan varð sigurvegari í skák-
mótinu í Hastings að þessu sinni
með auðveldum sigri yfir Banda-
ríkjamanninum Dmitri Gurevich á
sunnudag. Þá voru enn eftir tvær
umferðir á mótinu, en Vaganyan var
þá kominn með 9'A vinning eftir 11
umferöir og útilokað, að nokkur
annar þátttakandi gæti orðið hærri
en hann.
Nigel Short, 17 ára gamall Eng-
lendingur, sigraði hinn sovézka
þátttakandann í þessari umferð,
en það var Vladimir Tukmakov og
varð skák þeirra ekki nema 33
leikir.
Yako Murey frá ísrael er nú tal-
inn líklegastur keppenda til þess
að ná öðru sæti í mótinu á eftir
Vaganyan.
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
V esturbær
Vorum aö fá í sölu afar vandaða 5 herbergja ca. 120 fm íbúö á
2. hæö í frekar nýlegu húsi viö Fálkagötu. íbúðin er m.a. 2
rúmgóöar stofur og 3 svefnherbergi, öll með skápum og eldhús
með borðkrók. Parket og teppi á gólfum og viöarklæöningar í
lofti í stofum. Laus eftir samkomulagi.
Iðnaðar- og landbúnaðarframleiðsla Kínverja fram til 1985:
Stjórnvöld reikna með
um 4% aukningu árlega
— Spá vöruskiptahalla upp á 2,5 milljarða dollara 1985
KÍNVERJAR reikna með um 4% framlciösluaukningu í iðnaði og landbúnaöi
á ári fram til ársins 1985 í nýútkominni fimm ára áætlun stjórnvalda. Þar er
ennfremur gert ráð fyrir því, að innflutningur verði heldur meiri en útflutn-
ingur.
Áætlunin, sem hefur tafizt í
tæplega 2 ár, er fyrir árin
1981—1985. Talsmaður kínversku
stjórnarinnar sagði ástæðuna
fyrir þessum drætti ýmsar breyt-
ingar á stjórnkerfi Kínverja.
Heildarverðmæti iðnaðar- og
landbúnaðarframleiðslu er talið
hafa verið um 435,5 milljarðar
dollara á árinu 1981, sem er um
21,7% verðmætaaukning frá árinu
á undan.
Kínverjar gera ráð fyrir, að
kornuppskeran þar í landi verði
um 350 milljónir tonna árið 1985,
samanborið við 320 milljónir
tonna á árinu 1981.
Þá er' gert ráð fyrir, að kola-
framleiðslan muni aukast úr 620
milljónum tonna á árinu 1980 upp
í um 700 milljónir tonna á árinu
1985. Stálframleiðsla mun aukast
um í námunda við 5% á árabilinu
1981—1985 og verða um 39 millj-
ónir tonna í lok tímabilsins.
Áætlunin gerir ráð fyrir, að út-
flutningur verði að verðmæti um
20,1 milljarður dollara, en inn-
flutningsverðmæti verði hins veg-
ar um 22,6 milljarðar á árinu 1985,
sem þýðir vöruskiptahalla upp á
2,5 milljarða dollara. Heiidarvöru-
skipti eru talin munu aukast um
liðlega 21% á árabilinu 1981 —
1985.
Verulegur samdráttur hjá Capitol-flugfélaginu bandaríska:
Helzti keppinautur Flug-
leiða segir upp starfs-
fólki og fækkar ferðum
CAPITOL-flugfélagið bandaríska, sem hefur verið einn helzti keppinautur
Flugleiöa í Norður-Atlantshafsfluginu siðustu árin, tilkynnti í liðinni viku, að
félagið myndi fækka ferðura, bæði innan Bandaríkjanna og á Atlantshafinu,
vegna minnkandi flutninga og verðstríðsins.
Vegna samdráttar í þjónustu
neyðist félagið til að segja upp
fjölmörgum starfsmönnum og
sagði talsmaður félagsins, að
væntanlega myndu 20—25%
starfsmanna þess lenda í niður-
skurði fyrir mánaðarlok.
Capitol skilaði nýlega fimm
flugvélum af gerðinni DC-8-61 til
Eastern-flugfélagsins bandaríska,
en Capitol gat ekki staðið í skilum
með leigugreiðslur af vélunum.
Talsmaður félagsins sagði reynd-
ar, að þrjár DC-8 vélar yrðu tekn-
ar á leigu hjá bandaríska flugfé-
laginu World Airways, auk þess
sem ein DC-10 vél yrði tekin á
leigu frá International Air Lease
Inc.
Vegna þess er vert að rifja upp,
að flutningar Flugleiða á Norður-
Atlantshafinu, jukust gríðarlega á
liðnu ári. Má í því sambandi
nefna, að flutningar frá Banda-
ríkjunum jukust um tæplega 70%
á fyrstu tíu mánuðunum, en heild-
araukningin í Norður-Atlants-
hafsfluginu er vel fyrir ofan 30%
markið.
„Hvernig þjónar lánamark-
aðurinn atvinnulífinu?“
— er yfirskrift ráðstefnu Verzlunarráðs íslands
VERZLUNARRÁÐ fslands gengst fyrir ráðstefnu um lánamarkaðinn og
þjónustu lánastofnana við atvinnulífið í Kristalsal Hótels Loftleiða fimmtu-
daginn 13. janúar nk. og hefst hún klukkan 14.00. Heiti ráðstefnunnar er
„Hvernig þjónar lánamarkaðurinn atvinnulífinu?", og er hún opin öllum
áhugamönnum um málefnið.
í frétt Verzlunarráðs íslands
segir, að umræða um þjónustu
lánastofnana hafi legið í láginni
um nokkurt skeið og sé tímabært
að taka hana upp að nýju. „Hafa
framfarir orðið á undanförnum
árum í þjónustunni eða hefur
samræming komið í veg fyrir eðli-
lega samkeppni og aukna þjónustu
við atvinnulífið? Hindrar fyrir-
komulagið eðlilegan sveigjanleika
eða er lánakerfið opið fyrir nýj-
ungum? Þessum spurningum og
fleirum verður reynt að svara í
framsöguerindum á ráðstefn-
unni," segir ennfremur.
Ráðstefnan hefst með setn-
ingarræðu Ragnars S. Halldórs-
sonar, formanns VÍ. Fjórir menn
flytja framsöguerindi, Ragnar Ön-
undarson, aðstoðarbankastjóri
Iðnaðarbankans, sem fjalla mun
um hlutverk lánastofnana í efna-
hagsþróun landsins. Árni Árna-
son, framkvæmdastjóri Verzlun-
arráðsins, mun fjalla um innlend-
an lánamarkað með tilliti til
spurningarinnar: „Er skipulagið
hemill á hagvöxt?".
Þórður Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim-
skips, mun fjalla um utanríkis-
viðskipti og erlenda gjaldeyris-
markaði, sérstaklega með tilliti til
spurningacjnnar: „Fylgjumst við
með kröfum tímans?".
Ármann Örn Ármannsson,
framkvæmdastjóri Ármannsfells
mun fjalla um fjármögnun íbúð-
arhúsnæðis, sérstaklega með til-
liti til þess sem hann kallar „Þjóð-
arsport íslendinga í vanda“.
Eftir hverju erindi verða flutt
stutt álit, en þeir sem það gera eru
Guðmundur Arnaldsson, hagfræð-
ingur Verzlunarráðsins, Tryggvi
Pálsson, hagfræðingur Lands-
banka íslands, Agnar Friðriksson,
framkvæmdastjóri Arnarflugs,
Þráinn Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Hildu hf. og Þor-
steinn Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri Fasteignaþjónust-
unnar.
Fyrirspurnir og umræður verða
í lok ráðstefnunnar frá klukkan
17.00-18.00. Ráðstefnustjóri
verður Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Einiskips.