Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 11

Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 Heildarútflutningur dróst saman um 15% janúar—nóvember 1982: fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Samtals voru flutt út 1.521,6 tonn, borið saman við 1.018,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukn- ingin milli ára var um 96%, en heildarverðmætið í fyrra var um 43,5 milljónir króna, borið saman við um 22,1 milljón króna á sama tíma árið 1981. Niðurlagöar sjávarafurðir Útflutningur á niðurlögðum sjávarafurðum jókst um 44% í magni talið, fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, en samtals voru flutt út um 2.242,4 tonn, smanborið við 1.559,5 tonn á sama tíma árið 1981. Verð- mætaaukningin milli ára er um 153%. Heildarverðmæti útflutn- ingsins í fyrra var um 139,7 millj- ónir króna, borið saman við 55,3 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Kísilgúr Útflutningur á kísilgúr jókst um 23%, í magni talið, fyrstu ellefu mánuði sl. árs, en samtals voru flutt út 22.300,4 tonn í fyrra, borið saman við 18.182,4 tonn á sama tíma árið 1981. Verðmætaaukning- in milli ára er um 95%. Heildar- verðmæti í fyrra var um 60 millj- ónir króna, samanborið við um 30,7 milljónir á sama tíma árið 1981. Utflutningur iðnaðar- vara dróst saman um 8% — Verðmætaaukning langt undir almennum verðlags- og gengisbreytingum Málning og lakk Útflutningur á málningu og lakki dróst saman um 80%, í magni talið fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, en samtals voru flutt út um 404 tonn, borið saman við 2.008,8 tonn á sama tíma árið 1981. Verð- mætasamdrátturinn milli ára er um 67%, en heildarútflutnings- 11 verðmætið í fyrra var um 6,8 millj- ónir króna, samanborið við 21 milljón króna á sama tíma i fyrra. Vikur Vikurútflutningur dróst saman um 50%, í magni talið, fyrstu ellefu mánuði síðasta árs, en samtals voru flutt út um 16.392,2 tonn í fyrra, borið saman við 32.825,3 tonn á sama tíma árið 1981. Verð- mætasamdrátturinn milli ára er um 15%, en heildarútflutnings- verðmætið í fyrra var um 4,8 millj- ónir króna, borið saman við tæp- lega 5,6 milljónir króna á sama tíma árið 1981. l’angmjöl Útflutningur á þangmjöli dróst saman um 5%, í magni talið, fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, en samtals voru flutt út um 2.131,2 tonn í fyrra, borið saman við um 2.251,7 tonn á sama tíma árið 1981. Verð- mætaaukningin milli ára var að- eins um 10%, en heildarverðmætið í fyrra var tæplega 6,7 milljónir króna, borið saman við 6,1 milljón króna á sama tíma árið 1981. Brotajárn Útflutningur á brotajárni jókst um 8%, í magni talið, fyrstu ellefu mánuði sl. árs, en samtals voru flutt út 3.846,6 tonn, borið saman við um 3.567,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var um 39%, en heildarverð- mæti útflutningsins í fyrra var um 5,2 milljónir króna, borið saman við liðlega 3,7 milljónir króna á sama tíma árið 1981. HEILDARÚTFLUTNINGUR landsmanna dróst saman um 15% fyrstu ellefu mánuði ársins í fyrra, ef litið er á magntölur. Alls voru flutt út 485.794,7 tonn fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, samanborið við 570.187,8 tonn á sama tíma árið 1981, samkvæmt upplýsingum í samantekt Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. IBM eignast um 12% hlutafjár í Intel IBM OG INTEL, stórfyrirtækin bandarísku, tilkynntu nýlega, að samningar hefðu tekizt með þeim um að IBM keypti hlut í Intel, en samkvæmt samkomu- laginu kaupir IBM 6.250.000 nýútgefin hlutabréf á 40 dollara stykkið, eða samtals 250 milljónir dollara, sem staðgreiðast. Verðmætaaukning milli ára er aðeins um 28% á sama tíma og al- mennt verðlag hefur hækkað um í námunda við 60%. Heildarverð- mæti útflutnings fyrstu ellefu mánuði ársins voru liðlega 7.254,3 milljónir króna, borið saman við liðlega 5.655,6 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Iðnaðarvörur Á sama tíma dróst útflutningur iðnaðarvara saman um í námunda við 8%, í magni talið, en fyrstu ell- efu mánuðina í fyrra voru flutt út samtals 140.640,5 tonn, borið sam- an við 152,611,3 tonn á sama tíma árið 1981. Verðmætaaukning milli ára var um 42%, en heildarverð- mæti iðnaðarvöruútflutnings fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var um 1.634,5 milljónir króna, sam- anborið við 1.150,0 milljónir á sama tíma árið 1981. Ál og álmelmi Útflutningur á áli og álmelmi dróst saman um 10% í magni talið fyrstu ellefu mánuði sl. árs, en samtals voru flutt út 53.090,6 tonn í fyrra, borið saman við 58.801,1 tonn á sama tíma árið 1981. Verð- mætaaukning milli ára var hins vegar aðeins um 20%, sem er um þriðjungur af verðlagsbreytingum í landinu á þessum tíma. Kísiljárn Kísiljárnútflutningurinn jókst hins vegar um 25% fyrstu ellefu mánuði sl. árs, en samtals voru flutt út 36.429,1 tonn, borið saman við 29.067,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára var um 84%, en heildarverð- mætið í fyrra var um 207,9 milljón- ir króna, borið saman við 112,9 milljónir króna árið 1981. Ullarvöruútflutningur Ullarvöruútflutningurinn dróst saman um 4%, í magni talið, fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, en samtals voru flutt út 1.360,4 tonn í fyrra, borið saman við 1.410,7 tonn á sama tíma árið 1981. Verðmæta- aukningin milli ára var hins vegar um 59%, eða nær því sama hlutfall BMW sækir á í Bandaríkjunum BMW hefur átt velgengni að fagna á undanförnum árum, sérstaklega hef- ur fyrirtækið komið ár sinni vel fyrir borð í Bandarikjunum, en á liðnu ári flutti „Don ('arlos", sérstakt bíla- flutningaskip, liðlega 52 þúsund bíla yfir hafið. í fréttabréfi BMW segir, að á árabilinu 1960—1970 hafi verið seldir að meðaltali 1.000 bílar á ári, síðan hafi það vaxið í um 10.000 bíla á árabilinu 1970-1975, þegar salan tók mikinn kipp upp á við í um 20.000 bíla. Árið 1980 voru seldir um 35.000 bílar til Banda- ríkjanna og liðlega 40.000 á árinu 1981. BMW þakkar þennan árangur aðallega tvennu, aukinni mark- aðssókn almennt og svo því, að umboðsmönnum hefur verið fjölg- að úr 300 í 400 á liðnum árum í Bandaríkjunum. og almennar verðbreytingar í land- inu, en nokkuð undir breytingum á verði hinna ýmsu gjaldmiðla. Mest- ur varð samdrátturinn í útflutningi á prjónavörum úr ull, eða um 12% í magni talið. Flutt voru út 411,8 tonn fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, borið saman við 468,5 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukn- ing varð eigi að síður upp á um 49%, en heildarverðmætið í fyrra var um 230,7 milljónir króna, borið saman við um 154,8 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Útflutningur ullarteppa jókst um 24% í magni talið, fyrstu ellefu mánuði síðasta ár, en alls voru flutt út 119,1 tonn, samanborið við 96.3 tonn á sama tíma árið 1981. Verðmætaaukningin milli ára var um 106%, en heildarverðmætið í fyrra var um 17,6 milljónir króna samanborið við 8,5 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Útflutningur á svokölluðum „ytri fatnaði, án prjónafatnaðar" jókst um 212%, í magni talið, en í fyrra voru flutt út samtals um 20,0 tonn, borið saman við 6,4 tonn á sama tíma á árinu 1981. Skinnavara Útflutningur á skinnavöru dróst saman um 10%, í magni talið, fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, en samtals voru flutt út 437,1 tonn, borið saman við 486,5 tonn sama tíma árið 1981. Verðmætaaukning- in milli ára er hins vegar aðeins um 21%, en heildarverðmætið í fyrra var liðlega 88,6 milljónir króna, borið saman við tæplega 73,4 millj- ónir króna á sama tíma árið 1981. Útflutningur á almennum vörum úr loðskinnum dróst saman um 60%, í magni talið, fyrstu ellefu mánuðina í fyrra, en alls voru flutt út um 13,4 tonn, samanborið við 33.4 tonn á sama tíma árið 1981. Samdrátturinn í verðmætum var um 4% á milli ára, en heildarverð- mætið í fyrra var um 15,2 milljónir króna á móti tæplega 15,8 milljón- um króna á sama tima árið 1981. Samdrátturinn í útflutningi á loðsútuðum skinnum og húðum fyrstu ellefu mánuðina í fyrra var um 6%, í magni talið, en samtals voru flutt út um 423,7 tonn í fyrra, borið saman við 453,1 tonn á sama tíma árið 1981. Verðmætaaukning- in milli ára var um 27%,'heiidar- verðmæti útflutningsins í fyrra var um 73,4 milljónir króna borið sam- an við 57,6 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Vörur til sjávarútvegs Útflutningur á vörum til sjávar- útvegs jókst um 50%, í magni talið. Þá gerðu fyrirtækin með sér samning, sem heimilar IBM að auka hlutafé sitt í Intel, en aðeins upp að 30% markinu. Þá segir í samkomulaginu, að Intel skuli mæla með einum forstjóra, sam- kvæmt tilnefningu IBM, þegar kos- ið er til stjórnar fyrirtækisins. Gordon E. Moore, aðalforstjóri Intel, sagði vegna samningsins, að hann fagnaði honum. „Samningur- inn gerir okkur kleift, að halda áfram á þeirri braut, að auka fjár- festingar í rannsóknum og auka framleiðsluna, sem er nauðsynlegt ef við ætlum að halda forystuhlut- verki okkar í „microelectronic"", Heildarfarþegafjöldi félagsins á liðnu ári var 3.276.000, en það eru um 2,7% fleiri farþegar heldur en á árinu 1981, þegar þeir voru samtals 3.190.000. Þetta gerist á sama tíma og velflest flugfélög heimsins eiga í umtalsverðum erfiðleikum. Fjöldi „farþegakílómetra" á Atl- antshafsleiðum félagsins var um 6,5% meiri, en árið 1981, á sama tíma og meðaltal flugfélaga var um 1% undir fyrra ári. í þessu sam- bandi má skjóta að, að aukningin sagði Gordon E. Moore. John R. Opel, aðalforstjóri IBM, sagði hlutabréfakaupin aðeins vera fjárfestingu af hálfu fyrirtækisins. „Við munum ekki skipta okkur af daglegum rekstri Intel. Við teljum hins vegar, að tengslin muni styrkja okkur í framleiðslunni, því Intel framleiðir ýmsa þá hluti, sem við notum síðan í okkar fram- leiðslu. Það verður hins vegar engin breyting á því, að við munum eftir sem áður verzla í miklum mæli við önnur fyrirtæki á markaðnum," sagði John R. Opel. Eftir hlutabréfakaupin á IBM um 12% hlutafjár í Intel. hjá Flugleiðum á Norður-Atl- antshafinu er mun meiri en þetta, eða á bilinu 30—35%, samkvæmt bráðabirgðatölum. Flugfloti Finnair samanstendur af þremur DC-10 þotum, einni DC-8 þotu, 25 DC-9 þotum, þremur „Sup- er Caravella" og þremur Fokker Friendship-skrúfþotum. Reyndar má geta þess, að Flugleiðir sjá um viðhald fyrir Finnair á Fokker- vélunum. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Hagnaður hjá Finnair 1982 — Farþegaflutningar jukust um 2,7% FINNAIR, ríkisflugfélagið finnska, tilkvnnti nýverið, að hagnaður hefði orðið af rekstri fyrirtækisins á liðnu ári, en endanlegar tölur þar að lútandi liggja þó enn ekki fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.