Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
Súpa
grautinn
— eftir Gunnar
Pálsson
í leiknum „Nauðleitameyjarn-
ar“ lýsir gríska harmleikjaskáldið
Aískýlos stóru vandræði kóngsins
Pelasgosar í Argos. Danaos, er
deildi yfirráðum Egyptalands með
bróður sínum Egyptosi, hefur flú-
ið land ásamt dætrum sínum
fimmtíu eftir að jafnmargir synir
Egyptosar hafa reynt að þröngva
þeim til fylgilags. Eftir að þau
leita griðlands á ströndum Arg-
verja, á Pelasgos um tvo kosti að
velja og eru báðir illir. Taki hann
við Danaosi og dætrum hans mun
þess skammt að bíða að synir Eg-
yptosar geri aðför að Argverjum.
Neiti hann þeim griðum mun
verndarguð nauðleitamanna, Seif-
ur, fyrtast, og mun þá Argverjum
sömuleiðis skammt til skjótra
ófara. „Djúphyggni er þörf,“ segir
kóngur, „svo takast megi að sjá
við háska þessum, athuguls auga,
sem kannar líkt og kafarinn rýnir
hafdjúpið." Að höfðu samráði við
þegna sína sker Pelasgos úr um að
skotið skuli skjólshúsi yfir dætur
Danaosar. Réttlæti sigrast á
skammsýnum eiginhagsmunum.
Vert er að gaumgæfa dæmið af
Pelasgosi að svo mikiu leyti sem
það sýnir kjarnann í syórnmála-
hugtaki forn-Grikkja. I rauninni
vísar gríska hugtakið „polis"
hvorki til „ríkis" né „samfélags"
eins og orð þau útleggjast nú,
heldur öllu frekar sameiginlegs
hlutar sem tengir menn innan af-
markaðs landsvæðis í krafti
áskapaðra vitsmuna þeirra. Af
þessu leiðir að frá sjónarhóli
Grikkja gat „pólitík" aðeins varð-
að skynsamlega skipan og hag-
sæld heildarinnar, og pólitískar
dyggðir, svo sem hugrekki, mann-
vit, hæverska og réttlæti því
óaðskiljanlegur hluti stjórnsýslu.
í íslenzkum fornsögum hafa
höfundar og gætt þess víða að
skipa pólitískum dvggðum í önd-
vegi. Svo sem Aískýlos lýsir ein-
urð og djúpvizku konungs Arg-
verja, segir Ari fróði frá því í Is-
lendingabók er kristnir menn,
fyrir frumkvæði Halls á Síðu,
keyptu að Þorgeiri Ljósvetninga-
goða, heiðnum manni, að hann
skyldi um dæma hvort tekinn
skyldi upp helgur siður á Islandi.
Þorgeir hvíldi allan þann dag og
nóttina á eftir „ok kvað ekki orð“.
En um morguninn kvaddi hann
þingmenn til Lögbergs og hóf mál
sitt með því að segja að honum
þótti þá komið hag manna í ónýtt
efni, ef menn skyldu eigi hafa allir
lög ein í landinu. Mælti Þorgeir
svo að menn skyldu kristnir vera
og „mun verða satt, er vér slítum í
sundur lögin, að vér munum slíta
ok friðinn".
Hvort sem hugað er að rótum
vestrænnar menningar eða þjóð-
legum arfi Islendinga kemur sú
hugmynd fram, annars vegar að
örlögin markist af mannanna
verkum og hins vegar að í málum,
sem varða farsæld þjóðar, sé þörf
dyggðugra formanna, sem horft
geta út fyrir sjónhring líðandi
stundar. Þar er kennt að í bröttum
sjó stjórnmálanna sé þörf stór-
lyndra manna við stjórnvölinn,
því lítilsigldir menn láti drífa um
stafninn. I Pelopseyjar-ófriðnum
bendir Þúkidídes á að oft verði að
heyja stríð til að varðveita friðinn
og undir tekur höfundur Háva-
mála er hann segir:
„Ósnjallur maður
hyggst munu ey lifa
ef hann við víg varast; ... “
Þegar litið er til íslands nútím-
ans virðist sem fáum hafi verið
gefið að skilja fornan arf okkar
betur en Jóni Sigurðssyni. í rit-
gerð um hið nýja alþingi Islend-
inga skrifar Jón: „En allra mest
ríður á, að allir þeir geðkostir, sem
eru einkennilegir þrekfullri og vel
menntaðri þjóð, dafni í landinu,
föðurlandsást og ósérplægni og
mannlund, atorka og dugnaður til
andlegra og líkamlegra fram-
kvæmda, þolgæði og stöðuglyndi
að framfylgja því, sem rétt er og
þjóðinni gagnlegt, og sönn dyggð
og trúrækni yfir höfuð að tala
..." Virðist sem það hafi einmitt
verið dyggðin til að framfylgja því
sem rétt er og þjóðinni gagnlegt,
sem var sameiginleg kóngnum í
Argos, goðanum að Ljósavatni og
ármanni íslenzka lýðveldisins.
Sá skilningur skörunganna að
saman fari stjórnmál og
trúmennska hefur í æ ríkari mæli
átt undir högg að sækja. Þó fer
fjarri að hér sé slegið á nýja
strengi. Á sextándu öld hafði ítal-
inn Machíavellí, sem var lyga-
mörður afgeipa slyngur, þegar
sýnt fram á að rétt væri að gera
hið nauðsynlega, frekar en að
nauðsynlegt væri að framfylgja
réttlætinu. í Prinsinum umskrifar
Machíavellí boðorðin tíu og siðleg-
ar dyggðir Aristótelesar, en sveip-
ar síðan héðni um höfuð lesandan-
um með því að rökstyðja að guð-
last sé félagsvísindi. Þessu til
stuðnings bendir djöflakollur á, að
sá er rækt leggur við að blekkja
mun ávallt finna þann, er skjótt
lætur blekkjast. Ber þannig meiri
nauðsyn til að sýnast dyggðugur
en vera svo í raun: „Ég þori að
fyllyrða," segir Machíavellí, „að
búa yfir dyggðum og gegna þeim
sífellt, er að bjóða hættunni heim,
en að sýnast skarta þeim, það er
gagnlegt ... “
Hefði Machíavellí tækifæri til
að svipast um á vígvelli íslenzkra
stjórnmála nú, mætti ætla að
hann myndi sízt kvarta yfir fá-
mennri sveit sporgöngumanna. í
landinu hefur um skeið haldið um
stjórntauminn ríkisstjórn, sem
þverbrotið hefur lögmál stjórnar-
farslegs siðgæðis. Sú stjórn var í
upphafi saman sett í blóra við
hefðbundnar reglur íslenzks þing-
ræðis, hefur tapað starfhæfum
meirihluta og komið hlutum í það
horf að útlit í íslenzku þjóðlífi hef:
ur aldrei verið ófriðvænlegra. í
stað þess að sýna þjóðinni þá virð-
ingu að skila illa fengnu umboði
sínu býður hún henni að þreyja
þorrann og góuna, illu heilli.
í ávarpi sínu um áramót lýsti
forsætisráðherra ástandi þjóðar-
búsins eftir um þriggja ára setu
við stjórnvölinn: Minni þjóðar-
framleiðsla, minni þjóðartekjur,
minna til skipta, lakari lífskjör.
Brá forsætisráðherra á það ráð að
skella skuldinni á „aðstæður utan-
frá“ og „tiltektir náttúruaflanna",
en lét sjálfs sín hluta að engu get-
ið. Eru nú breyttir tímar frá því
Þorgeir Ljósvetningagoði hafði
djörfung til að leggja fyrir borð
eigin sannfæringu og taka þann
kost er friðvænlegast horfði fyrir
alla þjóðina. Hlýtur það að teljast
athyglisverð niðurstaða manns,
sem helgað hefur fimmtíu ár ævi
sinnar stjórnmálum að þessi þátt-
ur mannlífsins sé vart á manna
meðfæri, heldur mótist hann af
„leyndardómum náttúrunnar".
Kveður hér við annan tón en í áð-
urnefndu ritverki Jóns Sigurðs-
Norður-Þing-
eyjarsýsla:
Fyrstu refa-
búin tekin
í notkun
Kópaskeri, 6. janúar.
ÞANN 22. desember voru fyrstu
refabúin í Norður-Þingeyjarsýslu
tekin í notkun. Þau eru að Hjarðar-
ási við Kópasker og V estara-Landi í
Öxarfírði.
Til búsins að Vestara-Landi
komu 31 læða og 9 karldýr, frá
búunum Grávöru og Hvammi við
Eyjafjörð. Eigandi búsins að
Vestara-Landi er Lárus Hinriks-
son.
Þá komu 20 læður og 7 karldýr
að Hjarðarássbúinu, og komu þau
dýr frá Grávöru. Eigendur búsins
að Hjarðarási eru Sigurður Árna-
son bóndi þar og Kristján Ás-
grímsson á Kópaskeri, meðfylgj-
andi myndir eru teknar að Hjarð-
arási.
Þá er þess að geta að uppúr
miðjum janúar mun Sigurður
Magnússon í Lyngási í Keldu-
hverfi fá 63 læður, sem hann hefur
fengið leyfi fyrir.
Kaupfélag Norður-Þing. á
Kópaskeri mun sjá þessum búum
fyrir fóðri, en nýlega var sett upp
í siáturhúsi félagsins á Kópaskeri
vél sem hakkar fóðrið.
Fréttaritari
Eigendurnir við refabúið að Hjarðarási. Ljósm. Trygevi Aðaisieinsson.
Hér má sjá einn refanna að Hjarðarási í höndum eigandans.
Mynd nútímans
Nýtt rit um verk Gunnars Gunnarssonar
Morgunblaðinu hefur borist nýtt
rit um verk Gunnars Gunnarsson-
ar, Mynd nútímamanns, sem, er í
ritröðinni Studia islandica, no. 41.
Ritið er eftir Matthias Viðar Sæ-
mundsson og undirtitill þess er:
Um tilvistarleg viðhorf í sögum
Gunnars Gunnarssonar. Mynd
nútimamanns er 189 blaðsiður að
stærð og er aftast vísað til heim-
ilda, en jafnframt úrdráttur á
ensku.
Höfundur ritsins, Matthías
Viðar Sæmundsson, segir m.a. í
formála, að í ritsmíð þessari sé
einkum fjallað um þrjú skáld-
verk eftir Gunnar Gunnarsson
frá tímaskeiðinu 1915—1920, það
er Ströndina, (Livets strand,
1915), Varg í Véum (Varg i Ve-
um, 1916) og Sælir eru einfaldir
(Salige er de enfoldige, 1920)
Þessi verk, segir höfundur,
mynda saman sérstakan áfanga
á höfundarferli Gunnars Gunn-
arssonar og segist hann kjósa að
kalla þau „kreppusögur". Höf-
undur segir ennfremur: „Þessi
ritgerð um skáldsögur Gunnars
Gunnarssonar er fyrst og fremst
hugmyndagreining. Reynt verður
að skýra og rekja uppruna þeirra
hugmynda um líf og tilveru, sem
fram koma í sögunum. Að auki
verður gerð grein fyrir venslum
lífskoðunar og persónusköpunar,
þeirri mynd af manninum, sem
lesa má úr verkum Gunnars. Við
greininguna verða verk erlendra
sagnameistara, einkum Dostó-
éfskís og Hardys, höfð til hlið-
sjónar."
Ritið er gefið út af forlagi
Menningarsjóðs, en það er Rann-
sóknarstofnunin í bókmennta-
fræðum við Háskóla íslands,
sem annast útgáfuna. Sveinn
Skorri Höskuldsson, prófessor,
er ritstjóri. Ritið er gefið út með
styrk úr Sáttmálasjóði.