Morgunblaðið - 11.01.1983, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Pershing II O Stýrieldflaugar m
Sovétríkin
•' uTo'O- • 'í f í ,'í.***
. r ? -iös Vestur-
i \3—^Þýzkaland N
Drægni Pershing-II og
stýrieldflauga Bandaríkjamanna
og SS 20- elddauga Rússa
sagt að þeir fljúgi 195 sinnum á
ári yfir Japan og umhverfis
landið, oft í japanskri lofthelgi.
Þótt Rússar auki óðum eld-
flaugamátt sinn í austri og suðri
hafa þeir ekki gleymt Evrópu.
New York Times greinir einnig
frá því, samkvæmt NATO-
heimildum, að Rússar hafi hafizt
handa um að endurbæta loft-
varnir sínar og auka eldflauga-
mátt sinn í Austur-Evrópu.
Blaðið segir að Rússar hafi þar
Aukin fjölbreytni í
skotmörkum Rússa
RÚSSAR hafa komið upp bækistöðvum fyrir margar þær eldflaugar sínar,
sem draga heimsálfa á milli, í suður- og austurhéruðum Sovétríkjanna í
stað þess að koma þessum langdrægu eldflaugum fyrir í norðurhluta
landsins, sem er nær Bandaríkjunum. Frá þessu segir í nýútkominni
skýrslu, sem unnið hefur verið að í fimm ár á vegum Brookings-stofnun-
arinnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er ekki aðeins sögð sú að Rússar vilji
koma þessum eldflaugum fyrir á stöðum, sem margar af langdrægum
Minuteman-eldflaugum Bandaríkjamanna ná ekki til. Ástæðan sé einnig
sú að þeir vilji að þær geti hæft skotmörk á ýmsum stöðum, m.a.
Suður-Afríku, Brazilíu, bækistöð bandaríska flughersins á Guam og
kjarnorkuskotfærastöðvar og flotastöðvar á Guam, Filippscyjum og
Ilawaii.
Iskýrslunni segir að Rússar
hafi fastmótaðar hugmyndir
um heimsátök, bæði átök sem ná
til fleiri heimsálfa en einnar og
átök sem eru bundin við afmörk-
uð svæði, og þeir hafi yfir að
ráða nægu kjarnorkuliði, sem
þeir geti beitt í öðru hvoru til-
fellinu. Skotmörk Rússa séu ekki
aðeins Bandaríkin, heldur öll
Vestur-Evrópa og önnur hugs-
anleg óvinaríki og auk þess
bandarískar herdeildir og flota-
deildir eins og flugvélamóður-
skip Bandaríkjamanna á Mið-
jarðarhafi og annars staðar í
heiminum. Þetta er sögð ein
skýringin á því hvers vegna
Rússar ráði yfir miklu fleiri
eldflaugum en Bandaríkjamenn,
sem miði öllum eldflaugum sín-
um yfir Norðurpólinn á Sovét-
ríkin eingöngu.
Vestur-Evrópa hefur verið að-
alskotmark Rússa frá byrjun og
fyrstu eldflaugar þeirra voru
meðaldrægar en ekki langdræg-
ar. Enn þann dag í dag eru eld-
flaugasveitir Rússa vopnaðar
meðaldrægum jafnt sem lang-
drægum eldflaugum. Sovézk
vopn geta hæft skotmörk hvar
sem er í heiminum og til marks
um það er á það bent í Brook-
ings-skýrslunni að eldflauga-
sveitir í Norður-Rússlandi ráði
yfir gömlum SS-4 og SS-5 eld-
flaugum með fljótandi eldsneyti,
sem sé miðað á „skotmörk um
alla Skandinavíu og á ísland."
(Leturbr. Mbl.)
Það kemur heim við skýrsluna
að samkvæmt fréttum byggðum
á leyniþjónustuheimildum efldu
Rússar verulega landher sinn,
flugher og sjóher á Vestur-
Kyrrahafssvæðinu á síðasta ári.
Eins og hermáiafréttaritari New
York Times bendir á hafa
bandarískir hernaðarsérfræð-
ingar Iengi talið þetta svæði
mikilvægt Bandaríkjunum og
Japan og Kína og vitnar í því
sambandi í vitnisburð Maurice
F. Werisner aðmíráls, yfirmanns
bandaríska heraflans á Kyrra-
hafi, fyrir fjórum árum. Hann
sagði þingnefnd að sú siglinga-
leið, sem hann teldi vera í mestri
hættu, væri olíuflutningaleiðin
um Suður-Kínahaf og Filipps-
eyjahaf. Hann benti einnig á
siglingaleiðirnar frá Bandaríkj-
unum fram hjá Kamtsjatka-
skaga í Sovétríkjunum og Kúril-
eyjum, sem Rússar tóku af Jap-
önum 1945.
Rússar hafa fjölgað í setuliði
sínu á Kúrileyjum úr 10.000
fótgönguliðum 1981 í 14.000. Úr
aðalstöðvum Rússa á eyjunum er
hægt að stjórna aðgerðum nokk-
urra herfylkja samkvæmt grein
í tímaritinu Military Review.
Rússar hafa auk þess sent sveit
12 hljóðfrárra MiG-21 orrustu-
sprengjuflugvéla til þess að
leysa af hólmi sveit MiG-17
flugvéla á eynni Iturup (Etor-
ofu). Skýring Rússa er sú að frá
og með 1985 ráðgeri Bandaríkja-
menn að koma fyrir 50 F-16
orrustu-sprengjuþotum, sem
geta borið kjarnorkuvopn, í
Norður-Japan. Vestrænir sér-
fræðingar geta sér þess hins veg-
ar til að uppbyggingin sé liður í
áætlun um að mynda nýja fram-
línu, sem sovézkir kafbátar bún-
ir kjarnorkuvopnum sem ná til
Bandaríkjanna geti athafnað sig
á bak við, tiltölulega óhultir.
Hvergi hefur flotastyrkur
Rússa verið efldur eins mikið og
á hafinu í grennd við Víetnam.
Sovézkar flotadeildir mætast í
Cam Ranh flóa og Danang. Kín-
verjar hafa sakað Rússa um að
hefja smíði annarrar flota-
stöðvar, á eynni Con Son á
Suður-Kínahafi, um 130 km suð:
austur af Vinh Loi í Víetnam. í
Víetnam eru nú 5—8.000 sovézk-
ir hernaðarráðunautar, sem gera
við vopn, aðallega af sovézkri
gerð, þjálfa flugmenn og eld-
flaugaskyttur og sjá um rekstur
og viðhald ratsjárstöðva á Tan
Son Nhut-flugvellinum í Ho Chi
Minh-borg (Saigon) og í Danang,
Bien Hoa og Cam Ranh-flóa.
Hernaðaraðstoð Rússa við Ví-
etnam mun nú nema 1,3 millj-
örðum dala á ári. Rússar hafa
stóraukið eftirlitsflug á suðvest-
anverðu Kyrrahafi og i Tókýó er
með í fyrsta skipti tekið sér fyrir
hendur að efla varnir eldflauga-
geymslustöðva sinna utan Sovét-
ríkjanna. Loftvarnirnar verða
meðal annars efldar með nýjum
og fullkomnari ratsjárbúnaði.
Ein ástæðan til þess að það er
gert er mikið mannfall Sýrlend-
inga, sem eru búnir sovézkum
vopnum, í innrás ísraelsmanna í
Líbanon. Þar við bætist að Rúss-
ar munu einnig hafa hafizt
handa um að koma fyrir orr-
ustu-sprengjuflugvélum af gerð-
inni SU-24, hinum fullkomnustu
sem þeir eiga, í Austur-Þýzka-
landi, Póllandi og Ungverja-
landi.
Lítt virðist hafa miðað áfram í
viðræðum Bandaríkjamanna og
Rússa í Genf, annars vegar um
fækkun langdrægra eldflauga og
sprengjuflugvéla, svokölluðum
„START-viðræðum", og hins
vegar um meðaldrægar eldflaug-
ar í Evrópu, svokölluðum INF-
viðræðum. Leyniviðræður hafa
einnig farið fram að sögn Eug-
ene V. Rostows, eins samninga-
manns Bandaríkjastjórnar, um
málamiðlunartillögu, bersýni-
lega frábrugðna opinberum
hugmyndum Ronald Reagans
forseta. Þær viðræður munu
hafa farið út um þúfur.
Síðustu tillögur Andropovs
hafa vakið litla hrifningu og í
Washington er sagt að með þeim
sé opinberlega hafinn mikill
darraða- eða „dauðadans", sem
Bandaríkjamenn, vestrænir
samherjar þeirra og Rússar
muni stíga næstu árin. Þótt
hljótt hafi farið munu ýmis önn-
ur „eldfim" mál valda efasemd-
um um hvað það er sem fyrir
Rússum vakir, ekki sízt þær
spurningar, sem hafa vaknað um
það hvort Búlgarar og þar með
Rússar hafi gegnt hlutverki í til-
ræðinu við Jóhannes Pál páfa II
í fyrra, eða vitað um það fyrir-
fram.
Berglind
Bjarna-
dóttir
Tónlist
Egill Friðleifsson
Norræna húsið, 9. jan. 1983.
Flytjendur: Berglind Bjarnadóttir
sópran, Guðrún A. Kristinsdóttir
píanó.
Efnisskrá: Lög eftir Atla H.
Sveinsson, W. Peterson-Berger,
W. Stenhammar, J. Sibelius.
Berglind Bjarnadóttir sópran-
söngkona debuteraði í Norræna
húsinu sl. sunnudag. Berglind fór
kornung að gefa sig að sönglist-
inni og komu þá þegar í ljós
ágætir hæfileikar hennar á því
sviði, og hún hefur ávaxtað sitt
pund vel. Eftir að hafa um árabil
sungið í barnakór og síðar í
söngtríói hóf hún nám hjá Elísa-
betu Erlingsdóttur við Tónlist-
arskólann í Kópavogi og lauk
þaðan námi vorið 1977. Sl. þrjú ár
hefur hún stundað framhalds-
nám í Stokkhólmi. Frá því ég
heyrði Berglind syngja síðast, en
það var er hún útskrifaðist úr
Kópavogi ’77, hefur rödd hennar
breyst og þroskast mikið. Fram-
farirnar leyna sér ekki. Greini-
lega hefur hún verið undir leið-
sögn hæfra kennara og stundað
námið af kappi. Efnisskráin var
forvitnileg því þar mátti finna
verk, sem sjaldan heyrast hér-
lendis, t.d. lög eftir Svíana W.
Peterson-Berger og W. Sten-
v\ /
Berglind Bjarnadóttir
hammar. Annars hófust tónleik-
arnir á nokkrum nýlegum lögum
eftir Atla H. Sveinsson og þeim
lauk með þremur perlum eftir J.
Sibelius.
Berglind hefur margt til
brunns að bera sem prýða má
söngkonu. Hún hefur fallega rödd
og syngur músíkalskt. Framburð-
ur Ijóðanna var mjög skýr og hún
ætlaði sér ekki um of í vali verk-
efna sinna. Framkoma hennar er
látlaus og elskuleg. Berglind er
enn við nám og á væntanlega eft-
ir að vinna ennþá betur úr góðum
gáfum sínum. Hún er nú á förum
til frekara náms og héðan fylgja
henni óskir um gæfu og gengi á
grýttri braut listarinnar.
Öndirleikari á þessum tónleik-
um var Guðrún A. Kristinsdóttir
og lék af öryggi og smekkvísi.
Húsfyllir var og söngkonunni
ungu ágætlega tekið af áheyrend-
um.
Laurence Albert
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Laurence Albert er mjög efni-
legur söngvari, hefur fallega
rödd, ræður yfir töluverðri tækni
og í túlkun hans má greina sterka
tilfinningu hans fyrir innihaldi
textans. í tveimur fyrstu lögun-
um, Piango gemo, eftir Vivaldi,
og Empio diro tu sei, eftir Hánd-
el, mátti heyra að hann vantaði
nokkuð í tækni til að leika létti-
lega með þessi lög, einkum i „Da
Capo“-hlutanum af Piango gemo
og einnig í lagi Handels, sem er
mjög erfitt og söngvarinn söng í
heild mjög vel.
Næstu fimm lög voru eftir
Schubert. Næturljóð förumanna
var fallega sungið en nokkuð
truflaði órólegur undirleikur
Mary Dibbern. Krossferðin var
ágætlega sungin og sömuleiðis
það fræga lag „Stillur" (Meers-
stille). í þremur íögum eftir Wolf,
við Ijóð eftir Micaelangelo, sýndi
Albert frábæra túlkunarhæfi-
leika sína. Síðast á efnisskránni
voru sex skemmtileg smálög, eft-
ir Poulenc, við grínagtug ljóð eft-
ir Apollinaire of Danse Macabre,
eftir Saint-Saens. Allt flutti
söngvarinn mjög fallega og er
óhætt að spá þessum unga söngv-
ara glæsilegri framtíð. Að lokn-
um hljómleikunum söng Albert
þrjá negrasálma frábærlega vel.
Laurence Albert
Nú geta allir fengið Króksborgara
NÚ geta allir fengið Króksborgara, segja eigendur Hressingarhússins á
Sauðárkróki. Hressingarhúsið er hamborgarastaður, sem opnaði í
sumar í nýju húsi við höfnina á Sauðárkróki og hefur þar m.a. á
boðstólum Króksborgara fyrir gesti og gangandi. Helena Svavarsdóttir
verslunarstjóri að afgreiða viðskiptavin. MbL/HBj.