Morgunblaðið - 11.01.1983, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
JlliOruMimMítfotfo
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 12 kr. eintakiö.
Fargjöld í London
og Reykjavík
Frá vinstri: Ragnar, Hrönn, Valgerður og Guðlaugur.
Mynd Mbl./KE.
Á förum til kristniboðs
TIL KRISTNIBOÐS í Afríku fara
á næstunni tvenn ung hjón og
dveljast þar við störf í 4 ár til að
byrja með.
ýmiss konar hjálp og aðhlynn-
ing.
Til Eþíópíu fara þau Guðlaug-
ur Gunnarsson og Valgerður
Gísladóttir, ásamt tæplega árs-
gamalli dóttur sinni. Hann er
guðfræðingur að mennt og hún
hjúkrunarkona, þau eru bæði 25
ára gömul. Að líkindum munu
þau starfa á kristniboðsstöð sem
rekin er af íslenska og norska
kristniboðssambandinu og fara
fyrstu mánuðirnir í að læra
ríkismálið. Síðan mun Guðlaug-
ur starfa að prédikun og fræðslu
og Valgerður við kvennastörf
svokölluð, en undir þau flokkast
Kristniboðið í Eþíópíu hófst af
hálfu íslands 1953. Hefur aðal-
lega verið starfað í Konsó og er
söfnuðurinn þar orðinn milli 11
og 13 þúsund manns. Þarna er
starfræktur skóli og sjúkraskýli
sem hefur aðeins 20 rúm en um
40.000 sjúklingar fá aðhlynningu
þar á ári.
Til Kenýa fer bróðir Guðlaugs,
Ragnar Gunnarsson, ásamt konu
sinni Hrönn Sigurðardóttur.
Einnig hún er hjúkrunarkona en
hann er kennari, sonur þeirra
níu mánaða gamall fer með
þeim. Cheparería-kristniboðs-
stöðin í vesturhluta landsins
mun verða dvalarstaður þeirra,
en 1978 hóf íslenska kristniboðs-
sambandið þar starf meðal
Poko-þjóðflokksins sem telur um
250 þúsund manns, þar af eru
um 30 þúsund við þessa stöð. Þau
byrja á að læra ríkismál Kenýa.
Þá mun Ragnar starfa að boðun
og uppfræðslu. Fjalllendi er
mi%ið á þessum slóðum og þarf
því að fara fótgangandi milli
staða við kristniboð og hjálpar-
starf. Hrönn mun verða við
kvennastörf, en þarna byggjast
þau m.a. á fræðslu um meðferð
ungbarna til að fyrirbyggja
ungbarnadauða. Við Cheparería
er skóli og var hann byggður
fyrir íslenskt fé sem safnað var
af Hjálparstofnun kirkjunnar
jólin ’81.
Tannviðgerðir á kindum vegna flúoreitrunar:
Borgar Símonarson bóndi á Goðdölum í Skagafirði ásamt Smára syni sínum að sverfa tennur kinda sinna.
Maður veit ekkert u
segir Borgar Símonarson bóndi í Goðdölum í Skagafirði
Vinstrimenn með jafn-
réttishugsjónir fara með
völd á höfuðborgarsvæðinu í
London. Þeir ákváðu fyrir
nokkrum misserum, að allan
umferðarvanda miðborgar-
innar og fjárhagsvanda
hinna verst stöddu mætti
leysa með því að Iækka far-
gjöld með strætisvögnum og
neðanjarðarlestum. Engu
skipti þótt halli á rekstri
þessara borgarfyrirtækja
væri stóraukinn, þeir með
breiðu bökin yrðu að axla
hann meðal annars með því
að greiða hærri fasteigna-
gjöld. En íbúar í einu hverfi í
London ákváðu að sætta sig
ekki við þetta og höfðuðu
mál á hendur vinstri meiri-
hlutanum í borgarstjórninni
á þeim forsendum að það
væri óréttlátt að þeir þyrftu
að greiða strætisvagnagjöld
fyrir aðra með fasteigna-
sköttum eða öðrum sköttum.
Einn virtasti dómari Breta,
Lord Denning, sem síðan
hefur látið af störfum fyrir
aldurs sakir, dæmdi í þessu
máli og var niðurstaða hans
í stuttu máli sú, að það væri
ólögmætt að lækka fargjöld-
in og kippa þar með rekstr-
argrundvellinum undan
þeim fyrirtækjum borgar-
innar sem reka almennings-
farartæki í skjóli þess að
aðrir en þeir sem þjónustu
þessara fyrirtækja njóta
myndu borga brúsann.
Vinstrimenn með alkunn-
ar jafnréttishugmyndir fara
nú með fjármál íslenska
ríkisins og deila meðal ann-
ars út láglaunabótum í þeim
anda, að nú skuli þeim hjálp-
að sem minnst mega sín —
hefur sú dæmalausa útdeil-
ing þeirra leitt til hneyksl-
unar um landið þvert og
endilangt eins og við var að
búast. Þessír íslensku
vinstrimenn ætla að nota
skattfé alls almennings í
landinu til að stofna til
málaferla gegn borgarstjórn
Reykjavíkur, af því að þar
hefur verið tekin ákvörðun
um hækkun strætisvagna-
gjalda til að lækka fyrir-
sjáanlegan halla á rekstri
fyrirtækisins á nýbyrjuðu
ári. Svo mikið er óðagot
vinstrimannanna í fjármála-
ráðuneytinu í þessu máli, að
Ragnar Arnalds, fjármála-
ráðherra, lýsti því yfir í
Þjóðviljanum á laugardag,
að auðvitað mundi hann
snara út því fé sem kannski
dugar til að stöðva allar
strætisvagnaferðir í Reykja-
vík — en ráðherrann bætti
því að vísu við, að sér hefði
„ekki gefist tími til að skoða
málið til hlítar." (!)
Vinstrimenn í London
skoðuðu ekki heldur málið til
hlítar, áður en þeir ákváðu
að aðrir en þeir sem stræt-
isvagna nota ættu að bera
meginþunga kostnaðarins
við rekstur þeirra. í nafni
laga og réttar var haft vit
fyrir þeim. Hér á landi ætla
vinstrimenn í nafni laga og
réttar að kippa rekstrar-
grundvellinum undan Stræt-
isvögnum Reykjavíkur með
aðstoð dómstóla. Svo mikið
er ofríki þeirra og offors
gagnvart Reykvíkingum eft-
ir sársaukafulla útreið í
kosningunum á liðnu vori, að
öllum ráðum er beitt til að
koma höggi á meirihluta
borgarstjórnar. Raunar má
spyrja til hvers verið sé að
efna til kosninga í höfuð-
borginni ef verðlagsstjóri og
fjármálaráðherra eiga í raun
að hafa það í hendi sér að
stöðva framgang þeirra
ákvarðana sem skipta sköp-
um um það, hvort rekstur
borgarinnar gangi bærilega
og sæmilegt réttlæti og jöfn-
uður ríki meðal borgarbúa.
Skreiðarsalan
• •
Oll framleiðsla síðasta árs
af skreið er enn óseld og
er verðmæti hennar talið
nema um 7% af allri fram-
leiðslu sjávarafurða á árinu
1982, svo að mikið er i húfi
að hinar miklu birgðir seljist
á viðunandi verði. Astæðan
fyrir því að skreiðin hefur
safnast fyrir í landinu er sú,
að markaðurinn í Nígeríu
hefur verið lokaður vegna
innflutningshafta þar í
landi. Hafa Nígeríumenn
gripið til haftanna vegna
stórminnkandi tekna af olíu-
sölu og horfur hjá þeim eru
síður en svo góðar, eins og
fram kemur hjá Stefáni
Gunnlaugssyni, verslunar-
fulltrúa við íslenska sendi-
ráðið í London, sem annast
samskiptin við Nígeríu.
Þrátt fyrir þetta segir Stef-
án Gunnlaugsson að búast
megi við aukinni „hreyfingu
á sölu skreiðar til Nígeríu"
nú á nýbyrjuðu ári. Væri
óskandi að þessi spádómur
sendifulltrúans reyndist
réttur, en því miður dugar
óskhyggjan ekki til að brjóta
skreiðinni leið inn um hafta-
múrinn í Nígeríu og hann
hefur ekki tekist að rjúfa allt
síðasta ár.
„MÉR líst illa á þetta verk. Þó ég sé
lítið byrjaður á þessu ennþá, þá sé ég
að þetta er bæði vont verk og leiðin-
legt; leiðinlegt vegna þess að maður
veit ekkert hvort þetta ber nokkurn
árangur til frambúðar, þetta er svo
mikil tilraunastarfsemi." Þetta sagði
Borgar Símonarson bóndi í Goðdölum
í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, í
samtali við blaðamann Mbl. þegar
hann heimsótti Borgar nýlega og fékk
að fylgjast með þegar hann ásamt
Smára syni sínura var að byrja á að
sverfa tennur þcirra kinda sinna sem
fengið höfðu flúoreitrun vegna ösku-
falls af völdum Ileklugoss 1980.
Nokkrir bændur í fremstu dölum
Skagafjarðar urðu varir við flúor-
eitrunina í vetur eins og frá hefur
verið skýrt í Mbl., og voru slátur-
húsin á Sauðárkróki opnuð eftir að
sláturtíð lauk í vetur til að slátra
því fé sem var orðið það illa farið af
flúoreitruninni, að ekki borgaði sig
að fóðra það í vetur. Flúoreitrunin
lýsir sér þannig að gaddur kemur í
tennurnar á yngra fénu, þeim kind-