Morgunblaðið - 11.01.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
25
Lfótmynd Kriatján Einarsson.
lilega ofan í körfu Dana. Pétur átti góöa
iður vallarins og óttuðust Danir hann
ilmaöur íslenska liðsins og veröur því
ðinni. Eins og viö sögðum frá telur FIBA,
ki löglegur með liðinu. Landsliðsnefnd
■ndi.
Landsleikurinn á laugardag:
Islendingar löguðu vörnina
í síðari hálfleiknum og
þá var sigurinn þeirra
„Við lékum betur í gær en í
dag. Vörnin var hræðileg hjá
okkur í fyrri hálfleik, en í heildina
var hún góð í þeim seinni. Og síö-
ustu 10 mín. lékum viö hreint
frábæra vörn,“ sagði Jim Dooley,
þjálfari íslenska landsliðsins í
körfuknattleík, eftir sigurleikinn
gegn Dönum í Laugardalshöll á
laugardaginn. ísland sigraði þá
Danmörku annan daginn í röð —
nú 84:77, en Danir höfðu eitt stig
(39:40) yfir í leikhléi.
Utan dyra blés vægast sagt ekki
byrlega um þaö bil sem leikurinn
var að hefjast, en hann taföist
reyndar um hálftíma vegna ófærö-
ar, og voru áhorfendur í Höllinni
því sárgrætilega fáir. Innandyra
blés heldur ekki sérlega byrlega
fyrir islendinga í fyrri hálfleiknum
— vörnin var slök eins og Dooley
sagöi eftir leikinn — og nokkurs
ráöleysis gætti í sóknarleiknum.
Þá var hittni íslensku leikmann-
anna ekki góö. Liöið var þó yfir á
köflum — og skiptust liöin á aö
hafa forystu en munurinn varö
aldrei mikill.
Danir spiluöu svokalla 1-3-1
svæðisvörn, og gekk íslendingun-
um illa aö leika gegn henni. „Okkur
haföi veriö sagt að Danir lékju
aldrei þannig vörn og því vorum
viö ekki undirbúnir undir þetta,“
sagöi Dooley eftir leikinn.
Islenska liðið lék maöur á mann,
og reyndist þaö ekki vel. Danir
voru yfirleitt ekki í miklum vand-
ræöum meö aö sleppa úr gæsl-
unni. Fengu islendingarnir því
dæmdar á sig allt of margar villur
er þeir reyndu aö stööva þá, og
fékk Símon t.d. sína 4. villu í fyrri
hálfleiknum. Vörnin breyttist til
hins betra í síöari hálfleik og var þá
allt annaö aö sjá til liösins.
En í sóknarleiknum voru menn
of bráöir i upphafi hálfleiksins, og
þaö var ekki fyrr en um hann miöj-
an aö þeir fóru verulega í gang.
íslenska liðið var búiö aö jafna
mjög fljótlega og komst síðan yfir
og hélt forystunni allt til loka.
Þaö vakti athygli hve gífurlega
léleg vítahittni Dananna var í leikn-
um, og er mér til efs aö nokkurt
landsliö hafi nokkurn tíma nokkurs
staöar nýtt vítaköst sín jafn illa og
þeir gerðu þarna þó ekki skuli þaö
fullyrt. Nýtingin var eitthvaö um
30% og veröur aö teljast býsna lé-
leg svo ekki sé meira sagt.
Ýmislegt gott kom fram í leik
íslenska liösins en mistökin voru
líka mörg. Pétur var sterkur bæði í
vörn og sókn en einhvern veginn
finnst manni aö meira gæti komiö
út úr honum. Hann skoraöi aö visu
23 stig og hirti nokkuð mörg frá-
köst, en aö ósekju mætti reyna aö
spila meira upp á hann í sókninni.
Axel Nikulásson baröist af miklum
krafti aö vanda og átti góöan leik
og sama má segja um félaga hans
hjá ÍBK Jón Kr. Gíslason. Þá er
vert aö geta hlutar Ríkharös
Hrafnkelssonar. Hann kom inn á er
langt var liðið á fyrri hálfleikinn og
skoraði átta stig — hitti úr öllum
sínum skotum og var skrýtiö hve
lítiö hann fékk aö spreyta sig. Þá
var Kristján Ágústsson drjúgur í
lokin er hann skoraöi nokkur stig á
mikilvægum augnablikum.
Stigin skiptust þannig: ísland:
Pétur Guömundsson 23, Axel Nik-
ulásson 12, Jón Kr. Gíslason 12,
Torfi Magnússon 10, Ríkharöur
Hrafnkelsson 10, Símon Ólafsson
6, Kristján Ágústsson 5, Valur Ingi-
mundarson 2, Pálmar Sigurösson
2 og Þorvaldur Geirsson 2.
— SH.
Ljósmynd Kristján Einarsson.
Pálmar Sigurðsson sést hér sækja að körfu Dana í leiknum í Haga-
skóla á sunnudaginn. Hann hefur leikið mjög vel með Haukum í vetur
og sýndi í landsleikjunum að hann á framtíðina fyrir sér en hann er
aöeíns 19 ára að aldri.
Ljósm. Kristján Einarsson.
ikólanum á sunnudaginn. Jón sýndi mjög góða leiki gegn Dönum
Jim Dooley, landsliösþjálfari:
„Þoli aldrei að tapa en
er nokkuð ánægður þegar
á heildina er litið"
— „verður vonandi gott fyrir Polar Cup í apríl“
„Ég þoli aldrei að tapa í neinu
— ekki einu sinni þegar ég spila
á spil. Þess vegna er ég ekki
ánægöur meö úrslitin í dag, en sé
litið á heildina er ég nokkuö
ánægöur. Hefðum við aöeins leik-
ið einu sinni og tapað, heföi máliö
horft allt öðruvísi við,“ sagöi Jim
Dooley, landsliðsþjálfari í körfu-'
bolta eftir síðasta leik íslands og
Danmerkur í íþróttahúsi Haga-
skóla á sunnudaginn.
„Mér finnst ástæöa til aö hrósa
Dönunum fyrir þennan leik. Þaö er
gott hjá þjálfurum þeirra aö ná aö
rífa þá svona upp eftir tvö töp og
leiöa þá til sigurs. Danir eru stórir
og mjög sterkir undir körfunni —
þannig aö þaö erfitt aö eiga viö þá.
Eins og ég sagöi í gær bjuggumst
viö viö aö þeir lékju 1-3-1 svæöis-
vörn þar sem viö höföum fengiö
þær upplýsingar, og ég verö aö
segja að ég er mjög hissa að þeir
skyldu ekki beita þeirri aöferö all-
an leikinn þar sem hún gafst vel.“
„Ég leyföi öllum mínum leik-
mönnum aö spila, því ég verö að
sjá hvernig þeir standa sig í lands-
leikjum áöur en viö förum á Polar
Cup í apríl. Eins og ég sagði er ég
nokkuð ánægöur meö útkomuna.
Pétur Guðmundsson lék t.d. mjög
vel í dag aö mínu mati. Viö rædd-
um sérstuklega um þaö fyrir leik-
inn hvernig hann ætti að leika í
sókninni, og ég er mjög ánægöur
með þaö hvernig hann kom út.
Hann var aö visu óheppinn aö
lenda í villuvandræðum.
Ertu bjartsýnn á framhaldið í
vetur 7
„Já, viö veröum vonandi búnir
að laga það sem laga þarf fyrir
Polar Cup. Ég er mjög ánægöur
meö hópinn, og ég hef trú á því aö
okkur takist aö lagfæra leik okkar
þegar viö förum aö vera meira
saman. Og þegar Jón Sigurösson
og Jónas Jóhannsson koma inn í,
hann styrkjumst viö enn frekar.
En það er eitt sem ég er ekki
ánægöur meö í þessum leikjum.
Danirnir sóttu sig jafnt og þétt, og
viö létum þá alltaf skora meira og
meira hjá okkur. Þeir skoruðu 67
stig í fyrsta leiknum, 77 í öðrum og
88 i þeim þriöja.
Svo er annað. Þaö var eins og
leikmenn mínir slökuöu á í leiknum
á laugardaginn. Viö höföum unniö
á föstudaginn og það án Péturs.
Nú var hann meö og menn héldu
aö þetta yröi bara létt. Þaö var
engan veginn nógu gott,“ sagöi
Dooley. —SH.