Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 26

Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 Qlympíuskákmótið, 5. umferð: Kínverjarnir stálu senunni Skák Margeir Pétursson KÍNVERJAR eru orðnir alræmdir senuþjófar á Ólympíumótunum í skák með því að leggja stigaháar sveitir að velli hvað eftir annað. Inn á milli fá þeir að vísu oft slæma skelli, en slíkt fellur í gleymslu er þeir ná árangri eins og þeir unnu Rúmena 3—1 í fimmtu umferðinni. Kínverjarnir unnu tvær skákir en tveimur lyktaði með jafntefli, en sú ótrúlega tilvilj- un átti sér stað, að í háðum vinn- ingsskákunum tryggðu þeir sér sigur með því að fórna drottning- unni fyrir mát í næsta leik. Og ekki nóg með það, í báðum skák- unum var drottningunni fórnað á sama reitnum, gl! og þar með hafa þeir Liu Wenzhe og Li Zunian tryggt sér öruggt sæti á blöðum skáksögunnar. Þetta var þó ekki það eina sögulega sem gerðist í fimmtu umferðinni. Fyrstur til að sigra liðsmann sovézku sveitarinnar varð hinn ungi og stórefnilegi tékkneski stórmeistari Lubomir Ftacknik sem lagði Polugajevsky að velli í glæsilegri sóknarskák. Þetta afrek hans dugði þó ekki einu sinni til þess að Tékkar héldu jöfnu gegn Rússum því Karpov lagði Vladistimil Hort enn einu sinni að velli og á fjórða borðinu vann nýliðinn Jusupov skák sína til Plachetka á mjög snyrtilegan hátt eins og hans er vandi og vísa. I fjórðu skákinni samdi Kasparov stutt jafntefli með svörtu gegn Smejk- al, sem gætti þess að halda öllu sínu á hreinu gegn ungstirninu grimma. Þar með trónuðu Rússar einir á toppnum, en aðeins hálfum vinningi á eftir þeim kom öflug sveit Hollendinga sem vann stóran og auðveldan sigur á Austurríkismönnum, 3'k — 'k. íslenska sveitin átti nú mjög góðan dag er við lögðum gamla kunningja, Búlgara, að velli. Viðureignir okkar við þá hafa verið mjög stormasamar á und- anförnum mótum. I Buenos Air- es unnum við þá óvænt 3—1, en á Möltu biðum við herfilegt af- hroð, 'k — 3'k. Sigurinn nú var því ákaflega kærkominn og lof- aði góðu um framhaldið, en því miður fór það svo, rétt eins og á mótinu í Buenos Aires að sigur- inn yfir Búlgurunum varð okkar bezti sigur á mótinu í Luzern. Búlgaría — ísland l'k—2'/2 Radulov — Guðmundur 'k — 'k Velikov — Helgi 'k — 'k Inkiov — Margeir 'k — 'k Donchev — Jóhann 0—1 Guðmundur var í engum vand- ræðum með að jafna taflið og stóð lengst af betur, en ákvað að semja jafntefli þegar tímahrak vofði yfir. Helgi fékk örlítið betri stöðu með hvítu, en staðan var of einföld til þess að hægt væri að komast neitt áleiðis. „Eg varð að fórna peði eftir byrjun- ina til að ná mótspili, sem þó virtist ekki fullnægjandi. And- stæðingur minn var hins vegar svo vinsamlegur að þvinga fram jafntefli er staðan var að verða flókin og líklega verri á svart." Jóhann Hjartarson sýndi nú loksins sitt rétta andlit eftir að hafa átt í brösum í upphafi mótsins. Hann hafði allan tím- ann yfirhöndina í stöðunni og hagnýtti sér síðan fífldirfsku andstæðingsins í tímahraki til að tryggja sér öruggan sigur. Búlgarar hafa nú endurnýjað sveit sína að miklu leyti og gefið mörgum gömlu kempanna frí, en tekið yngri menn í staðinn. þeir Velikov og Inkiov voru t.d. báðir útnefndir stórmeistarar á FIDE- -þinginu í Luzern. Staðan eftir 5 umferðir: 1. Sovétríkin 15‘k v. 2. Holland 15 v. 3.—4. Tékkóslóvakía og V-Þýzka- land 14'/2 v. 5. Argentína 14 v. 6.—9. Bandaríkin, England, ís- land og Kúba 13'/2 v. Þótt sigurskákir Kínverja gegn Rúmenum hafi verið líkar hvað lokastefið varðaði áttu þær þó fátt annað sameiginlegt. Á fyrsta borð- inu varð Gheorghiu fyrir hroða- legri skákblindu er honum sást yfir mát i tveimur leikjum með unnið tafl, en í hinni skákinni vann Kinverjinn glæsilegan sigur i heilsteyptri sóknarskák. Berum saman kínverskan heppnissigur og kínverskt meistaraverk: Hvítt: Gheorghiu (Rúmeníu) Svart: Liu Wenzhe (Kína) Ben-Oni byrjun I. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 — e6, 4. Rc3 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. RH — g6, 7. Rd2 — Rbd7, 8. e4 — Bg7, 9. Be2 — 0-0, 10. 0-0 — He8, II. a4 — Re5,12. Hel — a6, 13. f4 Reg4, 14. Bf3 — h5, 15. Rc4 — Rxe4!, 16. Hxe4 Ekki 16. Rxe4? — Bd4+, 17. Khl — Hxe4 og svartur vinnur. 16. — Bd4+, 17. Hxd4 — cxd4, 18. Re4 — Dh4, 19. Rcxd6 Lakara var 19. h3 — f5 og svartur hefur mjög sterka sókn. 19. — Bf5, 20. Rxf5 gxf5? Hér hefði svartur betur leikið 20. — Dxh2+, 21. Kfl — Hxe4! og staðan er mjög tvísýn. Nú fær hvítur unnið tafl: 21. RI2! — Dxh2+, 22. Kfl — d3, 23. Dxd3 — h4 24. Dxf5?? — Dgl+I! og Gheorghiu gafst upp, því hann er óverjandi mát. Hvítt: Stoica (Rúmeníu) Svart: Li Zunian (Kína) 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — Rc6, 6. Rdb5 — d6, 7. Bf4 — e5, 8. Bg5 — a6, 9. Ra3 — b5 Það var greinilegt af tafl- mennsku kínversku sveitarinnar í Luzern að á tveimur síðustu árum hafa þeir tekið stórt stökk fram á við hvað byrjanaþekk- ingu varðar. Li Zunian velur sér hið hvassa Lasker-afbrigði og teflir framhaldið eftir öllum kúnstarinnar reglum. 10. Bxf6 - gxf6, 11. Rd5 — f5, 12. Bd3 — Be6, 13. Dh5 — Bg7, 14. 0-0 — f4, 15. c4 — bxc4, 16. Bxc4 — 0-0, 17. Hacl — Kh8, 18. Hc3 — Rd4, 19. Hfcl?! — Hb8, 20. b3 — f3! Á þennan hátt notfærir svart- ur sér klaufalega staðsetningu hvítu hrókanna og nær öruggu frumkvæði. 21. gxf3 — Bxd5, 22. exd5 — Df6, 23. Khl — Bh6, 24. Bd3 — Hg8, 25. Hdl? Betra var 25. Hfl. 25. — e4!, 26. Bxe4 — Re2, 27. Hc7 27. - Dd4!, 28. Hccl — Dxf2, 29. f4 — Rxcl, 30. Dxh6 — Hg7, 31. Rc2 — Rd3!, 32. Dxd6 — Dgl+! og hvítur gafst upp. Hvítt: Polugajevsky (Sovét) Svart: Ftacnik (Tékkóslóvakíu) Enski leikurinn 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. Rc3 — Lubomir Ftacnik, 25 ára gamall tékkneskur stórmeistari, sigraði Polugajevsky á glæsilegan hátt. Skákmaður sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. e6, 4. g3 — b6, 5. Bg2 — Bb7, 6. 0-0 — Be7, 7. d4 — cxd4, 8. Dxd4 — d6, 9. Hdl — a6, 10. b3 — Rbd7, 11. e4 — Db8, 12. Bb2 — 0-0, 13. Rd2!? Uppáhaldsleikaðferð Polugaj- evskys gegn broddgaltarupp- byggingu svarts, sem dregur nafn sitt af því að öll' peð hans eru á sjöundu og sjöttu reitaröð- unum. 13. — Hd8, 14. a4 — Dc7, 15. De3 — Hac8, 16. De2 — Re5, 17. h3 — h5!, 18. f4 — Rg6, 19. Rf3 — d5!, 20. cxd5 — h4!, 21. Rxh4 — Rxh4, 22. gxh4 — I)xf4, 23. dxe6 — fxe6, 24. e5 Svartur hótaði 24. — Bd6. 24. — Bc5+, 25. Khl 25. — Rh5!, 26. Dxh5 — Dg3, 27. Rd5 — Ilxd5, 28. Hfl — Dxg2+!!, 29. Kxg2 — Hd2++ og hvítur gafst upp, vegna 30. Kg3 — Hg2+, 31. Kf4 — Hf8+ og mátið blasir við. Nýja brúin á Svartá hjá Gilhaga. Gilhagi er efst til Brúin á Hrútá í Vesturdal. Hrútá var áður óbrúuð og vinstri á myndinni. . þurfti, áður en hún kom, að fara ydr Hrútá á vaði þegar farið var heim að Giljum, fremsta bæ í Vesturdal. Einn- ig er hún á fjölfarinni Sprengisandsleið. Lýtingsstaðahreppur í Skagafirði: Fjórar nýjar brýr byggðar I SIJMAR og haust voru byggðar fjór- ar brýr í fremstu dölum Skagafjarðar. Eru þær mesta samgöngubót á þessum slóðum í langan tíma og koma í stað- inn fyrir brýr sem orðnar voru ónýtar eða þar sem alls engar biýr voru fyrir. Brú var byggð á Jökulsá vestari við Goðdali í Vesturdal og önnur á Hrútá í Vesturdal. Hrútá var óbrúuð og þurfti að fara á vaði yfir ána til að komast heima að Giljum, fremsta bæ í Vesturdal. Báðar þess- ar brýr eru á fjölfarinni Sprengi- sandsleið og koma þannig að miklu gagni, auk þess sem þær eru mikil samgöngubót fyrir íbúa sveitarinn- ar. Yfir Svartá hjá Gilhaga var byggð ný brú og yfir Mælifellsá, við bæinn Mælifell, var fjórða brúin byggð í sumar. Hún er „Blöndubrú", þ.e. kostuð af Blönduvirkjun. HBj. MorgunblaðiA/Hllj. Séð fram Vesturdal, nýja brúin á Jökulsá vestari hjá Goðdölum er fjær, en gamla brúin nær á myndinni. Loðdýraræktin — eftir Skúla Skúlason Athugasemd við skrif Jóns R. Björnssonar, milligöngumanns á ís- landi fyrir Danska uppboðshúsið í Kaupmannahöfn, í Morgunblaðinu þann 14.12. sl. undir heitinu Loð- dýrarækt. Tilefni skrifa Jóns er grein mín í Morgunblaðinu þann 24.11. sl., þar sem undirritaður drepur á ýmis atriði varðandi flokkun blá- refs. Þar á meðal kynnti undirrit- aður tvö sjónarmið í stefnunni í undaneldismálunum varðandi litaafbrigði innan blárefsins, en þau eru í höfuðatriðum fimm til sex. Til að forðast allan frekari mis- skilning, þá vil ég geta þess strax, að það er stefna Hudson’s Bay London að fylgja eftir markaðn- um, og ráðleggja og leiðbeina mönnum samkvæmt því. Þar af leiðandi ráðleggur starfsfólk og flokkunarmenn Hudson’s Bay London bændum að lýsa blárefinn þar eð meiri afurðapeningur fáist fyrir ljósari skinnin. Hins vegar kynnti ég viðhorf Blake Mundels, sem hefur búið loðdýrabúskap á Skotlandi sl. 25—30 ár með miklum myndar- brag og hefur því mikla reynslu og þekkingu á þessum málum og verður ekki litið á hann sem neinn „leikmann" og það er alveg óhætt að taka tillit til þess sem hann hefur að miðla af sinni þekkingu og reynslu. Hann hefur ávallt varað við því Skúli Skúlason að of langt sé gengið í því að lýsa blárefaskinnin, því það leiði til grámu í feldinum og að skinnin missi blámann, sem þau bera nafn sitt af. Einnig að tízkan eigi eftir að breytast til dekkri afbrigðanna aftur. Ég álít það rétt að þessi viðhorf séu kynnt fyrir íslenzkum blárefa- bændum, það er síðan þeirra sjálfra að velja og hafna, eftir því hvað þeim finnst skynsamlegast. Að öðru leyti sé ég ekki frekari ástæðu til andsvara við skrifum Jóns og vona að málið sé nú að fullu upplýst í hugarheimi hans. 6.1. 1983, Skúli Skúlason, Kópavogi, fyrir Hudson’s Bay London.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.