Morgunblaðið - 11.01.1983, Page 29

Morgunblaðið - 11.01.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 um til hvers myndu að líkindum leiða. Jónína móðir Ásdísar hafði átt við mikil og löng veikindi að stríða áður en hún lést og kom það því löngum í hlut föður hennar og þeirra systranna að annast og sjá um heimilið, að ógleymdum afa og ömmu, sem bjuggu þar í sama húsi. Andstreymi og erfiðleikar höfðu því ekki gengið fram hjá garði fjölskyldu Asdísar. Hún hafði orðið að sjá á bak systur sinni langt um aldur fram og önn- ur systir hennar hafði veikst al- varlega og lamast svo af völdum sjúkdóms síns, að nú er hún bund- in við hjólastól. Sorgin hefur því oft verið óvæginn gestur í fjöl- skyldu Ásdísar. En hljóðlát og dul tókst hún á við sjúkdóm sinn, hélt í vonina svo lengi sem hægt var og æðraðist hvergi. Mánuðum saman barðist hún við sjúkdóminn og skiptust þar á skin og skúrir. Að síðustu fékk hún langþráða hvíld. Vinir hennar og vandamenn eru þakk- látir fyrir, að stríð hennar er nú á enda og kveðja hana með góðar minningar og þökk í huga. Eiginmanni hennar og dóttur, föður hennar og systrum, tengda- foreldrum, aðstandendum hennar öðrum og ástvinum sendum við samúðarkveðjur og vonum og biðj- um, að sá sem öllu lífi ræður verði þeim líkn í nauð. Veri hún sæl. Starfsfólkið í Víðistaðaskóla þakkar henni góð- ar samverustundir, samstarf og vináttu. Hlýr hugur og hjartans þökk okkar allra fylgir henni yfir landamærin miklu. „Himinn yfir. Iiugga.s( þú sem grætur, sljörnur (indra, geislar guðs, gegnum vetrarnætur. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fvrst Ijósin ofan aó yfir mönnum vaka." (Stefán frá Hvítadal) Hörður Zóphaniasson + Eiginkona mín og móöir okkar, LAUFEY HELGADÓTTIR, Laugarnesvegi 114, Reykjavík, / veröur jarösungin frá Laugarneskirkju, miövikudaginn 12. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag ís- lands. Siguröur Hermann Magnússon, Siguröur Guðni Sigurösson, Helgi Ingi Sigurösson. t Eiginkona min, móðir, dóttir og tengdadóttir, ASDÍS STEINUNN LEIFSDÓTTIR, kennari, Sævangi 7, Hafnarfiröi, sem lést í Landspítalanum 4. janúar sl., veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju í dag, þriöjudaginn 11. janúar kl. 13.30. Guöfinnur G. Þórðarson, Eyrún Björg Guöfinnsdóttir, Leifur Steinarson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Þóröur Gíslason. t Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vin- arhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengda- móöur, ömmu og langömmu, KRISTENSU MÖRTU STEINSEN, Hjálmholti 3, Reykjavík. Guö gefi ykkur öllum gleöilegt ár. Vilhelm Steinsen, Garöar Steinsen, Ásthildur G. Steinsen, Örn Steinsen, Erna Franklín, börn og barnabarn. t Utför fööur míns, VIGGÓS BJÖRNS BJARNASONAR, Suóurhólum 16, fer fram frá Fossvogskapellu, miövikudaginn 12. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Ragnheióur Ösp Viggósdóttir. t HÓLMFRÍÐUR JÓNA INGVARSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í dag, þriöjudaginn 11. janúar kl. 15.00. Haraldur Sæmundsson, dætur, tengdasynir, börn og barnabarn. t Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vin- arhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, JÓNU SIGRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Berghyl, Hrunamannahreppi. Eiríkur Jónsson, Guörún G. Eiríksdóttir, Arnar Bjarnason, Svanlaug Eiríksdóttir, Höröur Hansson, Aslaug Eiríksdóttir, Eiríkur Kristófersson, Jón G. Eiríksson, Anna María Siguröardóttir, og barnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Gerið svo vel að líta inn Útsölu- markaöur í Kjörgarði (kjallara) Góðar vörur á lágu verði Fatnaður fyrir alla fjölskylduna Barnaúlpur verö frá kr. 390. Dömuúlpur verö frá kr. 490. Herraúlpur verö frá kr. 490. Flauelsbuxur verö frá kr. 195 stæröir 2—12 Flauelsbuxur stæröir 26—40 kr. 295. Barnapeysur frá kr. 90. Fulloröinspeysur frá kr. 150. Vynilstígvél verö frá kr. 295—395. Sokkar — vetlingar — húfur og margt margt fleira. Sendum í póstkröfu sími 28640 Útsölumarkaðurinn í kjallara Kjörgarös

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.