Morgunblaðið - 11.01.1983, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.01.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 45 „Álverið í Straumsvík er rekið með tapi. Þetta sér hver maöur, þótt ágrein- ingur geti verið um það, hve miklu. Menn loka ekki álveri fyrr en í fulla hnefana. Þau, sem lokað hefir verið, hafa því tapað miklu fé áður en til lokunarinnar kemur. Alusuis.se lokar ekki hér fyrr en allt er fullreynt, þar sem félagið verður að greiða megnið af orkunni, hvort sem það notar hana eða ekki. íslendingar hafa hins vegar allt sitt á þurru, eins og áður segir.“ fyrirtæki seinustU 13 árin, eins mikinn og af þeim tveimur, sem grundvölluð eru á samningnum við Alusuisse, Búrfellsstöðinni og álverinu. Allt tal um niðurgreiðsl- ur rafmagns til ÍSAL er þvætting- ur, sem afskræmir staðreyndir framleiðslu og viðskipta, rennu- steinsrökfræði. Eltingaleikur Hjörleifs nú minnir mest á elt- ingarleikinn við Vatnsmýrargullið á sínum tíma. Hann Hjörleifur Þar sem ekkert er að hafa, þar hefir konungurinn misst sinn rétt, segja Svíar. Enskumælandi þjóðir tala um að verið sé að berja dautt hross, þar sem tilgangsleysið blas- ir við. Hin válega aðstaða áliðnað- arins um allan heim, og hið mikla tap ÍSALs, gerir það að verkum, að með hliðsjón af fullgildum samningi, þá getur enginn maður vænst með sanngirni, að Hjörleif- ur geti sýnt árangur í viðskiptum sínum við Alusuisse. Hins vegar hefir málflutningur hans verið fáránlegur, enda ekki byggður á staðreyndum málsins heldur á fáránlegum hugmyndum hins austantjaldsmenntaða manns, og ótrúlegri vanþekkingu. Hann hefir reynt að berja Alusuisse til þægð- ar, ef ekki til ásta, með mjög takmörkuðum mannasiðum en auðmýkjandi árangursleysi. Hinar almennu yfirlýsingar hans í upp- hafi málsins hefðu átt að vera rík- isstjórn og Alþingi aðvörun. Hann sagði að ódýrasta virkjunin væri sú, að loka álverinu. Hann sagði, að frá þessu fyrirtæki kæmi eng- inn erlendur gjaldeyrir, þótt fyrir- tækið hafi engan eyri til að greiða neitt með, og því hvorki vinnulaun né rafmagn, nema þann sem feng- inn er erlendis frá: andvirði álsins eða erlent lánsfé. Þessar staðhæf- ingar Hjörleifs, og fleira svipað, er ekki hægt að bera á borð fyrir nokkurn mann. Kommúnískt hugarfar Það er ekkert leyndarmál, hver sé orkugjafi Hjörleifs. Hann er einn af SIA-mönnunum. Um hann og félaga hans má fræðast í SIA- skýrslunum, er birzt hafa í bók- arformi hér á landi. Hann og fé- lagar hans hafa étið og drukkið lygi fyrir austan járntjald, og það í nokkur ár, um mannlíf og þjóð- félag. Þessari fæðu hafa þeir hvorki selt upp, né látið hana hina leiðina. Hjá þeim leitar hún því stöðugt til höfuðsins. Samkvæmt skoðun þeirra græða öll stór félög, sem fást við atvinnurekstur — „auðfélögin“. Hér á landi velta þeir sér í ræðum sínum og skrifum upp úr „gróða“ Flugleiða, Járn- blendifélagsins, og svona fyrir- tækja eins og Sementsverksmiðju, Áburðarverksmiðju og náttúrlega hins mikla orkujötuns, Lands- virkjunar, já, og Hitaveitu Reykjavíkur. Og hvar væru þeir staddir án „gróða“ Alusuisse? Erlendis flýtur heimurinn í „gróða" þessara stóru „auðfélaga". Þau maka krókinn á gjaldþrotum sínum, eins og t.d. Rolls Royce og Lockheed. Stærsta iðnfyrirtæki Bandaríkjanna, General Motors, rambaði á barmi gjaldþrots fyrir fáum árum. Og aldrei þessu vant tók Congress að sér að bjarga Chrysler frá gjaldþroti. AEG? Laker-félagið? Nei, ég hætti. Það er náttúrlega erfitt að eltast við forheipiskunaráróður kommanna, sem hreiðrað hafa um sig í Al- þýðubandalaginu og vilja frelsið feigt. Þetta verður samt að gera. Er ekki nóg komið? Lettland, Litháen, Eistland, Ungverjaland, Pólland, Afghan- istan — þarf íslenzk alþýða virki- lega enn eina lexíuna? Enn er ver- ið að hossa gömlu lygurunum, Einari og Brynjólfi, á mannfund- um og í fjölmiðlum. Er ekki nóg komið? Getur það virkilega verið draumur íslenzkrar æsku, að fá að ganga í gegnum hreinsunareld austantjalds-þjóðanna? En það býr hún sig einmitt undir með því að fela Alþýðubandalaginu forsjá sinna mála. Það er varla hægt að kalla Alþýðubandalagið sauðar- gæru, því alls staðar skín í úlfinn, sem við nánari athugun raunar sést vera langtum stærri skepna, með þungan hramm og blóðugan." Finnst oft veð- urhæðin meiri en vindmælingar segja til um L.V. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að biðja Veðurstofuna um að upplýsa mig um lítilræði, að gefnu tilefni: Hvar er staðsettur vindmælir sá sem mælir veðurhæð á Reykjavík- ursvæðinu? Eða eru þeir margir og gefið upp meðaltal? Þegar fyrsta óveðurshrinan gekk yfir hér nýlega, voru sögð, að mig minnir 8 vindstig í borginni. Þá geisaði slíkt fárviðri í Breiðholti (að ég minnist ekki á Seltjarnar- nes), að ég hefði frekar reiknað með að þar væru um 12 vindstig, sem er það mesta sem talið er í vindstigum. Þá varð mér að orði heima hjá mér: Mikið held ég að fólkið úti á landi finnist broslegar þessar lýsingar á veðrinu á Reykjavíkursvæðinu. Það kom líka á daginn, að í forystugrein eins dagblaðanna í morgun (föstud.) var haft eftir manni á Húsavík, að hann hefði hlegið hátt að ástandinu í höfuðborginni, því að þeir Húsvíkingar væru nú van- ir öðru verra og tilbúnir að mæta svona vanda. Þó að þarna hafi nú ekki verið tekið tillit til bílafjölda, fjarlægða innan borgarmarkanna o.fl. atriða, þá er það önnur saga. En hvernig stendur á því, að manni finnst veðurhæðin hér oft vera meiri en vindmælingar Veð- urstofunnar segja til um? Á sama veg er reynsla mín af furðulegum mismun á uppgefnum vindmæl- ingum á Hellu og í Vestmannaeyj- um, en ég hef töluvert fylgst með því, af því að ég á sumarbústað í Grímsnesinu. Hefur það oft flogið í hug mér, að mælirinn á Hellu hljóti að vera staðsettur niðri í laut eða lægð, eða í skjóli af mannvirkjum. Getur það átt sér stað? Eg sá það í vitþjófinum H.T. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Menn eru mikið að vandræðast með orðið vídeó og vilja gjarna kalla það „vitþjóf" og hafa það hvort sem væri karlkyns eða hvorugkyns: Ég sá þessa eða hina myndina í vitþjófinum (vit- þjófinu). Er þetta ekki vel við hæfi? GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Jón virðist grannur, þegar hann er borinn saman við Pál. Rétt væri:... þegar þeir Páll eru bornir saman. Hvar eru stelp- urnar þarna? Steinka skrifar 7. janúar: „Jæja, Bjarni F. Nú er nóg komið. í íþróttaþættinum á mánudaginn var sagðir þú frá úrslitum í öllum flokkum Reykjavíkurmótsins sem búið var að keppa í, nema kvenna- flokknum. Af hverju? Það lítur út fyrir að þú hafir engan áhuga á stelpum í fótbolta né í handbolta. Þetta er ekki búið enn. í einu DB-blaðanna fyrir jólin sagðir þú að strákar á aldrinum 8—88 ára gætu horft á fótbolta á aðfangadag. Hvar eru stelpurnar þarna? Þær eru bara ekki með í dæminu. Þær eiga senni- lega bara að vera í eldhúsinu. Þarna hefðir þú getað sagt: Knattspyrnu- áhugamenn geta horft á fótboltann! Þú gætir tekið aðstoðarmann þinn þér til fyrirmyndar, en hann sýndi úr handboltaleik Vals — Víkings í kvennahandbolta. Reyndu nú að sýna meiri áhuga á kvennaíþróttum." Dagatal fylgiblaðanna ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM □ IÞROTTA. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fródleikur og skemmtun Mogganum þínum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.