Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 40

Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 40
^^^skriftar- síminn er 830 33 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 ÍSAL var sýknað í „kjúklingamálinii“ í (í/KH var kveðinn upp í Ba-jarþingi Hafnarfjarrtar dómur í máli, sem áhúandi jaróarinnar Straums höfóaói get;n ÍSAL til greióslu bóta fyrir tjón, sem hann taldi sig hafa oróió fyrir af völdum mengunar frá álverinu í Straumsvík, sem er í um 900 metra fjarla gð frá Straumi. ÍSAL var sýknað af kröfum stefnanda. í forsendum dómsins segir m.a. á þá leiö, að flúorgildi þaö, sem fannst í beinum kúklinganna, sé ekki hærra en í heilbrigöum kjúklingum og er þá m.a. stuðst við beinöskumaelingar á 84 kjúklingum frá 4 hænsnabúum fjarri álverinu, svo og erlendar rannsóknarniöurstöður. Einnig að allar þær líffræðilegu breytingar eða frávik, sem dr. Crook, prófessor við Cornell-háskóla, hafi fundið og byggi ályktun sína um flúoreitrun á, séu ósérhæfðar og ekki sé með ör- uggri vissu hægt að fullyrða hvort orsök breytinganna sé flúoreitrun, sýking eða önnur skaðleg áhrif og er stuðst við álitsgerð rannsóknar- stofnunar Háskóla íslands í meina- fræði. Þá er í forsendum dómsins á það minnst að kjúklingarnir hafi alltaf verið á húsi og einskis heimafengins jarðargróða neytt. Þannig komi mengun á gróðri umhverfis Straum ekki til athugunar í máli þessu. Eina fæðan þeirra hafi verið aðkeypt fóð- urblanda. Eini möguleikinn á flúor- upptöku sé um öndunarveg, en sam- kvæmt mælingum hafi loftmengun við álverið verið langt undir hættu- mörkum fyrir langdvalir fólks. Með tilliti til mældrar mengunar um- hverfis álverið og veðurfarsað- stæðna var talið útilokað að loft- mengunar hefði gætt í þeim mæli, að hún væri sennileg orsök vanhalda á kjúklingum, hvorki ein sér né sam- verkandi með öðrum þáttum. Dóm- urinn taldi þannig að ekki hefði ver- ið sýnt fram á með margvíslegum rannsóknum né öðrum gögnum, sem fram voru færð, að vanhöld á kjúkl- ingabúinu hafi verið afleiðing eða sennileg afleiðing mengunar frá ál- verinu. Dóminn kvað upp Már Pétursson ásamt Jóhanni Axelssyni prófessor og dr. Þorvaldi Veigari Guðmunds- syni. Stefnandi hlaut gjafsókn í mál- inu. Lögbannskrafan á hendur SVR tekin fyrir í dag: Borgin hlýtur aö bregöast við verði málsúrslit neikvæð — segir Davíð Oddsson „ÞAÐ er fáránlcgt aó V’erólagsstofnun skuli grípa til þcssara aógcróa, cn vcrói málsúrslit gcgn vonum manna þá hlýtur borgin að brcgðast vió mcó einhverjum ha-tti,“ sagói Davíó Oddsson borgarstjóri í samtali vió Morgunblaóió, en scm kunnugt cr hcfur Vcrólagsstofnun krafist lögbanns á hækkun fargjalda Stradis- vagna Keykjavíkur. „Það er ekki hægt að ríkið skuli taka að sér að þvinga borgina til þess að reka fyrirtæki með milljóna tuga halla og niðurgreiða þannig al- menn laun í landinu. Það er ekki timabært að segja á þessu stigi máls hvaða aðgerða verður gripið til, en þar verða allir kostir skoðaðir," sagði Davíð. „En auðvitað verðum við að gæta þess að reyna að skaða ekki hags- muni þeirra sem við eigum að þjóna," sagði Davíð Oddsson. Til stóð að lögbannsmálið yrði tek- ið fyrir í dag, þriðjudag, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Ólafi Sigurgeirssyni, fulltrúa borgarfóg- eta. Sagði hann að síðan yrði ákveð- inn lítilsháttar frestur, þannig að gagnaðili gæti lagt fram greinar- gerð. Bjóst hann við að málsúrslit lægju fyrir síðar í þessari viku. m: - ■ Snjótröll í Eyjum Þótt snjókoman undanfarna daga hafi valdið mörgum amstri og erfiðleikum, þá er snjórinn ýmsum kær- kominn til leikja. Þetta snjótröll gerðu söngvarinn Guðmundur Rúnar og Lovísa dóttir hans og eins og sjá má fer tröllið friðsamlega með kyndil og barn á armi. MorKunblaðið/Sigurgeir Langt frá því að þetta sé einsdæmi — segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðra- haminn að undanförnu VEÐRAHAMURINN er langt frá því að vera einsdæmi, að því er Trausti Jónsson, veðurfræðingur sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Trausti sagði, að ekki þyrfti að fara nema fjögur ár aftur í tímann til að minnast mikillar ófærðar og umhleypinga, og hið sama mætti segja um árið 1976. Munurinn væri helst sá að þá leið oftast lengra á milli hryðjanna. Veturinn 1957 sagði Trausti einnig hafa ver- ið erfiðan eins og nú. „Þess eru hins vegar dæmi að veður eins og þetta standi heilu veturna," sagði Trausti, „svo sem 1920 er mikill snjór og ófærð var alveg fram á vor. í samanburði við þann vetur er langt frá því að við getum talað um met nú. Það sem fyrst og fremst gerir ástandið erfitt þessa dagana er það, að óvenjumiklum snjó kyngdi niður á skömmum tíma á mánudagskvöldið fyrir viku. Það er sá snjór sem meira og minna hefur verið að fjúka til og frá síðan, auk þess sem mjatlast hefur á hann. í Reykjavík hefðu menn því varla fundið fyrir veðrinu ef ekki hefði komið til þetta fannkyngi á mánudags- kvöldið og þess má geta að núna er jafnfallinn snjór í borginni aðeins talinn um 10 sm en hann hefur að mestu safnast fyrir í húsagörðum og við götur og virð- ist því meiri en hann er. Á fimmtudag sagði Trausti að búist væri við hláku, þó ekki langvinnri, og síðan kæmi ný lægð í kjölfarið, sem þó væri vægari og allt annars eðlis, en þær sem undanfarið hafa gengið yfir. Hræðilegt augnablik er ég litaðist um í bílnum — segir Tracy Wheelar, sem var í áætlunar- bíl, sem fauk út af veginum vid Irá „ÞAÐ var vissulega hræðilegt augnablik, þegar ég litaðist um í bílnum þar sem hann lá á hliðinni utan vegar og fólkið lá í hrúgu í bílnum. Ungt barn grét og tvær konur höfðu meiðzt nokkuð og bílstjórinn skorizt í andíiti. Ég fékk högg á höfuðið og bakið og vissi varla hvar ég var eða hvað hafði skeð,“ sagði Tracy Wheelar, enskur tónlistarkennari, sem var meðal far- þega í áætlunarbil austur um iand á laugardaginn, í samtali við Morgunblaðið. Bíllinn fauk út af veginum og valt og auk Tracy meiddust þrír farþegar, sem fluttir voru á sjúkrahús í Reykja- vík. Tracy marðist nokkuð á baki, ein kona handleggsbrotnaði og áttræð kona lærbrotnaði og er hún enn á sjúkrahúsi, en aðrir hafa fengið að halda heim. Ómar Óskarsson, bílstjóri. Ljósmyndir Mbl. Rax. Tracy sagðist hafa verið að koma úr jólafríi frá Englandi og hefði henni verið um og ó að halda austur til Kirkjubæjar- klausturs þar sem hún kennir tónlist, hún hefði aldrei séð jafn- mikinn snjó á ævi sinni. Hún sagði, að farþegarnir hefðu reiknað með að eitthvað þessu líkt gerðist, enda hefði bíllinn fokið einu sinni áður út af vegin- um á leiðinni, en vel hefði gengið að komast upp á veginn aftur. Tracy ætlar í dag að gera aðra tilraun til að komast austur og sagðist hún vona, að betur gengi þá. „Það var ólýsanleg tilfinning að horfa yfir fólkið í bílnum eftir að hann var kominn útaf og á Tracy Wheelar, farþcgi. hliðina. Ég trúði því fyrst ekki að þetta hefði skeð, en óttaðist síðan að verr færi. Til allrar hamingju tókst mér að halda ró minni og það gerðu farþegarnir einnig," sagði Ómar Óskarsson, bílstjóri áætlunarbílsins. Ómar sagði ennfremur, að ferðinni hefði verið heitið austur til Hornafjarðar. Lagt hefði ver- ið af stað frá Reykjavík um klukkan 8.30 og hefði allt verið í lagi þar til komið var á Mark- arfljótsaura um klukkan 11. Þá hefði verið farið að hvessa mikið og talsverð snjóblinda og hálka verið. Þegar hefði verið komið austur fyrir Hvamm hefði hann misst bílinn út af en ákveðið að halda áfram og búizt við að ástandið batnaði. Er hann hefði verið kominn austur fyrir Irá hefði hann stöðvað bílinn og þá skipti það engum togum að bíll- inn fauk út af og á hliðina. Hann sagði, að með hjálp góðra manna hefði tekizt vel að bjarga fólkinu þrátt fyrir erfiðar aðstæður og óskaði að koma á framfæri þakklæti til fólksins, sem að- stoðaði ferðalangana. Ómar lét síðan engan bilbug á sér finna, fór aftur á slysstaðinn til að ná í bílinn, ók honum til Hvolsvallar og hóf aftur akstur í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.