Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 5 Litið verður inn á sýninguna „Við erura á leiðinni“. Þessi mynd heitir irJafnrétti“ og er eftir nemanda í Laugalækjarskóla. Stundin okkar kl. 18.00: „Við erum á leiðinni“ og stofublóm sem dansa Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er Stundin okkar. l'msjónarmenn: Ása Helga Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Upptöku stjórnar Viðar Víkingsson. Litast verður um á sýningu norræna skólanemenda, „Við er- um á leiðinni", og Asa ræðir við íslenska nemendur um myndir sem þeir eiga á sýningunni. Sig- urður Rúnar Jónsson heldur áfram að kynna hljóðfæri og Snorri Örn Snorrason lítur inn og leikur á gítar. Kristo Lazanov sýnir hvernig hægt er með töfra- brögðum að fá stofublómin til að dansa. Sagan af Róbert og Rósu í Skeljafirði heldur áfram og sýnd- ar verða myndir sem börn hafa teiknað við framhaldssöguna um Kalli spjalla saman um heima og litla hundinn Snata. Holla og geima. Holla spjallar við Kalla vin sinn um heima og geima. 44 KAUPÞING HF Verðbréfasala Ávöxtunarleið Hefur þú hugleitt veðskuldabréf sem ávöxtunarleið? Setjum okkur í spor fjögurra manna sem áttu 20.000 krónur fyrir ári síöan. Þeir fóru mismunandi leiöir viö ávöxtun þessarar upphæöar. Einn keypti verötryggt veöskuldabréf til 5 ára þar sem gengiö miöast viö 8% ávöxtun umfram verötryggingu. Annar keypti óverötryggt veöskuldabréf meö hæstu leyfilegu vöxtum til 5 ára. Sá þriöji keypti spariskírteini ríkissjóðs þar sem gengiö miöast viö 5% ávöxtun umfram verötryggingu og sá fjóröi lagöi upphæöina inn á verötryggöan reikning í banka. Lítum á hvernig staöa þessara fjögurra manna var 1. jan. '83. Ávöxtunarleiö Staða 1/ 1/ 83 évöxtun Ávöxtun íkr. 1% 1. Verötryggt veðskuldabréf 34.353 14.353 71,7 2. Óverötryggt veöskuldabréf 34.378 14.378 71,9 3. Spariskírteiní ríkissjóös 33.710 13.710 68,5 4. Verötryggður reikningur 32.362 12.362 61,8 Til samræmis miöast útreikningar á ávöxtunarleiöum 1, 3 og 4 viö lánskjaravísitölu. Þegar verðtryggö veöskuldabréf eru keypt, t.d. til 5 ára, fær kaupandi brófsins verötryggöar afborganir næstu 5 árin sem getur t.d. veriö heppileg ráöstöfun erföafjár eöa bótagreiöslna. Viö kaup á veöskuldabréfum er um stærri einingar aö ræöa en þegar keypt eru spariskírteini eöa happdrættislán ríkissjóös. Kaupverö veöskuldabréfa er frá u.þ.b. 20.000 krónum en t.d. má fá spariskírteini ríkissjóös 2. flokk 1980 aö nafnveröi 100 krónur keypt á 255 krónur miðaö viö gengi pr. 14/1 1983. Starfsfólk Kaupþings hf. veitir ókeypis ráögjöf á þessu sviöi. Tökum öll verðbréff í umboðssölu. KAUPÞING HF. Húsi verzlunarinnar, 3. hæö. sími 86988. .Fasteégna- og verðbréfasala, lelgumiðlun atvlnnuhúsnnðis, flárvarzia blóöhaa- fræöi-, rekstrar- og tölvuráögjöf Hljóðvarp á mánudagskvöld kl. 22.35: „Fjórðungi bregð- ur til fósturs“ Á dagskrá hljóðvarps kl. 22.35 er þáttur í umsjá Önundar Björnssonar, „Fjórðungi bregður til fósturs". Hugleiðingar og umræður um ættleiðingu. — Þetta verður að mestu í rabb- og spjallformi, sagði Önundur. Meðal viðmælenda minna verður kona sem tekið hefur tvö börn til fósturs, annað erlent, hitt íslenskt. Æltunin er að ræða við konu sem gefið hefur barn; einnig félags- ráðgjafa sem hefur milligöngu um þessi mál hjá Félagsmálastofnun. Þá verður enn fremur rætt við konu sem var gefin sem barn og m.a. skírð upp við það tækifæri, en er nú orðin fulltíða manneskja. Guðrún Erlendsdóttir spjallar stuttlega við mig um löggjöf um ættleiðingu. Síðan verður spjallað við vegfarendur og þeir spurðir, hvaða skoðanir þeir hafi á inn- flutningi á börnum, sérstaklega austurlenskum börnum, hvort við íslendingar séum haldnir kynþáttafordómum hvað þetta snertir eða hvort hér ríki það frjálslyndi sem við viljum láta í veðri vaka. Tilgangurinn með þess- um þætti, eins og þættinum síð- astliðið þriðjudagskvöld, um fóst- ureyðingar, er hvort tveggja og Önundur Björnsson bæði að fræðast um þessi mál og ekki síður að losa um þá feimnis- hulu sem yfir þeim hefur verið. Sjónvarp kl. 17.00: Robert Hughes, umsjónarmaður myndaflokksins Listbyltingin mikla. Listbylt- ingin mikla Á dagskrá sjónvarps kl. 17.00 er fyrsti þáttur af átta í nýjum breskum myndaflokki, Listbylt- ingin mikla, sem fjallar um nú- tímalist, sögu hennar og áhrif á samfélagið á þessari öld. í fyrsta þættingum, sem nefnist Hin tæknivænda para- dís, er fjallað um tímabilið frá 1880 til 1914, þegar vestræn menning tók miklum stakka- skiptum vegna nýrrar tækni og vélvæðingar sem setti svip sinn á listsköpun. veit allt um áætlunarflugið Pá er Alex mætturtil starfa á skrifstofu Samvinnuferða - Landsýnar. Hann veit allt um áætlunarflug alls kyns « flugfélaga um allan heim og bókar fyrir þig farseðla til allra átta á augabragði, enda hraðvirkur og öruggur - rétt eins og tölvuheilar eiga að vera. Alex vinnur undir stjórn sérfróðra sölumanna okkar í ein- staklingsferðum og áætlunarfarseðlum Peir annast með ánægju alla farseðlaútgáfu, hótelpantanir, útvegun bíla- leigubíla o.s.frv. Og auðvitað snýst leikurinn fyrst og fremst um endalausa útsjónarsemi. Láttu þrautreynt og öruggt fólk um leitina að lægsta verðinu í áætlunarflugi. í fargjaldafrum- skóginum getur sérþekkingin og ráðgjöfin sparað þér ótrúlegar upphæðir. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.